Alþýðublaðið - 19.03.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.03.1944, Blaðsíða 5
 Sunnudagur 19. marz 1944. tku>vmmuk*'w 6 Á mynd þessari sjást rústir Uspenskydómkirkjunnar í Kiev í Eússlandi, sem var sprengd í loft upp árið 1940. Kirkja þessi var eitthvert frægasta og merkilegasta guðshús í Rúss- landi. Þjóðverjar náðu Kiev á vald sitt árið 1940, en Rússar náðu henni aftur úr höndum þeirra hinn 6. nóvember s.l. Mynd þessari var útvarpað frá Moskvu til New York. HERMANN GÖRING var frá sér numinn af gleði. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann heimsótti Louvresafnið í París, og hann stóð sem heillaður andspænis líkneski sigurgyðj- unnar Niku frá Samothrace, er hafði prýtt fordyri ■ safnsins um langan aldur. Þetta var árið 1940. Heinrich Hoffmann einkaljósmyndari Hitlers, hafði hraðan á að ljósmynda þessa sögufrægu stund. Myndin birt- ist síðar í þýzku myndablaði. Skömmu síðar tjáði eitt blað Vichystjórnarinnar þau tíðindi, að líkneski hinnar grísku gyðju, Niku frá Samothrace, skreytti nú Karinhallhöll Hermanns Görings að Schorfheide skammt frá Berlín. Mörgum kann að finnast þetta hróplegt athæfi, er beri nazismanum glöggt vitni, og væri slíkt mjög áð vonum. En þetta er aðeins eitt lítið dæmi um ,,listaverkasöfnun“ Þjóð- verja í styrjöldinni. í fyrsta sinni í sögunni eru rán frægra listaverka skipulagður þáttur hernaðarreksturs. Þýzkir list- fræðingar og háskólakennarar framkvæma gripdeildir á lista- verkum þessum og njóta örugg- legs fulltingis þýzka hersins. í hverju því landi, sem Þjóðverj- ar hafa ráðizt á, hafa þeir látið greipar sópa um listasöfnin og haft listaverk þeirra á brott með sér. Listaverkum þessum hefir verið búinn staður á þýzk- um listasöfnum eða á einka- söfnum nazistaforingjanna. Mörg þeirra hafa þó verið eyðilögð eða seld. Þessi ránsmennska nazist- anna hófst með innlimun Austurríkis. Þá létu þeir greip- ar sópa um hið fræga, forna dýrgripasafn Habsborgaranna, Schatzkammer í Vínarborg, og fluttu meginhluta þess brott til Þýzkalands. Nazistaforingjarnir hafa skipt eigi allfáum söfnum á milli sín. Hitler hefir til dæmis valið sér hin fornu flcemsku og frönsku veggteppi úr. Belvederehöllinni í Vínarborg. Hin skipulagða framkvæmd listaverkarána nazistanna í her numdu löndunum sannaðist fyrst árið 194.2, þegar Rússar tóku til fanga dr. Norman nokkurn Foerster, er var liðs- foringi í S. S. sveitunum. Við yfirheyrslu játaði hann, að hann hefði haft með höndum stjórn þjálfraðrar hersveitar, sem framkvæmdi listaverka- |"I|REIN ÞESSI, er fjallar um hinar stórkostlegu gripdeildir Þjóðverja á lista verkum í hernumdu löndun- um, er eftir Eugene Tilliger og er hér þýdd úr tímaritinu World Digest. rán. Var þessi hersveit ein af fjórum, er mynduðu eitt stór- fylki. Foerster lét svo um mælt, að fyrsta hersveitin hefði verið þjálfuð sérstaklega með tilliti til rána á egypzkum lista- verkum og tilheyrt Afríkuher Rommels. Þegar Rommel var hrakinn brott úr Afríku, var hersveit þessi send til Napoli. Önnur hersveitin starfaði í Vestur-Evrópu. Þriðja hersveit in fylgir þýzka hernum á Balk- anskaga. Og fjórða hersveitin, sem Foerster veitti ' forstöðu, starfaði í Rússlandi. Allri þessari starfsemi er stjórnað frá bækistöðinni að Hermanns Görings stræti 6 1 Berlín. Þar vinnur ráð sér- fræðinga öllum dögum að því að skipuleggja ránsmennskuna. Einn þátturinn í starfi ráðs þessa er það að ákveða, hvaða listaverk skuli send til Þýzka- lands og hver eyðilögð. Auð- vitað segir það sig sjálft, að þau listaverk, sem dæmd eru til tortímingar, eru þau, er mynda menningarlegan bak- grunn hinna hernumdu þjóða. * ÞAÐ HEFIR sannazt, að Þjóðverjar hafa þegar rænt listaverkum víðs vegar um Evrópu, sem vart verða metin til fjár. Mörg þessara listaverka hafa þeir eyðilagt, en fleirum þeirra hefir þó ver- ið búinn staður í Þýzkalandi. Þeir létu greipar sópa um lista- verkasafn Katrínu miklu í Det- skoye Selo, er var sumardval- arstaður Rússakeisara. Safn þetta var flutt til Þýzkalands. Veggir keisarahallarinnar höfðu verið tjaldaðir kínversku silki, veggtjöldum og ýmiss konar skrautmyndum. Allt var þetta flutt til Þýzkalands. Tilskipun Hans von Wietersheim hers- höfðingja, sem er yfirmaður þýzku herflutninganna, ber þess glöggt vitni, hversu starf- semi þessi er rekin með skipu- lögðum og markvissum hætti. Hann mælti svo fyrir, að flutn- ingalestir, er flyttu birgðir og hergögn til vígstöðvanna, skyldu fermdar listaverkum, er þær héldu aftur heim til Þýzkálands. * FORINGI ÞJÓFANNA ( er Joachim von Ribbentrop, utanríkismálaráðherra Þýzka- lands. Helzti aðstoðarmaður hans í iðjunni er Jobann nokk- ur von Kuensberg, sem er yfir- maðurinn í bækistöðinni við Hermanns Görings stræti. Hinn skipulagði þjófnaður hafði full- mótazt eftir að innrásin í Pól- land kom til sögu. Hinn 16. desember árið 1939 gaf Hans Frank, fylkisstjóri\ nazista í Póllandi og fyrrum dómsmála- ráðherra Þýzkalands, út tilskip- un um það, að öll listaverk á Póllandi, sem unnt væri að hreyfa um set, skyldi flutt til Þýzkalands, hvort sem um væri að ræða listaverk og verðmæta niuni í eigu einstaklinga, kirkju eða ríkis. Steypiflugvélar Þióð*--; höfðu valdið miklurn spiöllum á hinni fögru konungshöll í Varsjá, og þýzku hersveitirnar luku skemmdastarfi þeirra dyggilega eftir að þær héldu innreið sína í borgina. Þjóð- verjar hÖfðu þaðan á brott flæmsk og frönsk veggteppi frá seytjándu og átjándu öld, marmaramyndir og bronz- myndir, kalkmálverk og hundr- uð frægra málverka þar á með- al hina frægu Varsjármynd Canalettos. í Krakov, sem er önnur stærsta borg Póllands, áttu svipaðar gripdeildir sér stað af þeirra hálfu. Þar rændu þeir meðal annars heimsfræg- um málverkum eftir Rafael, Leonardo da Vinci og Rem- brandt auk gimsteina Póllands konunga. íbúar landa Vestur-Evrópu vissu, hvers þeir áttu von og tókst að bjarga mörgum af listaverkum sínum af landi brott fyrir innrásina. Þó heppn aðist Þjóðverjum að ræna hinni frægu altaristöflu Jan Van Eycks, sem er eitthvert hið frægasta og merkilegasta málverk flæmskrar listar. „Alt- aristaflan sómdi sér engan veg- inn í hinu gamla bænahúsi í Ghent“, komst Karl Georg Heise, einn af listrýnendum nazista, að orði í grein, er hann ritaði í málgagn Göbbels, „Das Reich“. Listaverki þessu var búinn staður á safni Friðriks Frh. af 6. síðu. Síöðvun Sogsstöðvarinnar í vetur og stórtjónið af því. , Kunnur maður í bænum leggur fram tilboð til bæjaryfir- valdanna. STOÐVJJN Sogsstöðvarinnar í vetur vegna ísnála í vatn- inu, sem mynduðust vegna þess, að vatnið fraus ekki, þrátt fyrir mikið frost, en hvassviðri var allmikið, er enn rætt meðal Reyk- víkinga. Þetta er ekki óeðlilegt, því að þetta olli gífurlegu tjóni — og við getum oft á vetrum átt von á þessu. NÚ HEFUR KUNNDR MAÐUR í bænum skrifað mér bréf, þar sem hann býðst til að koma í veg fyjrir þetta. Leggur hann málið fram í bréfi sínu — og finnst mér að hann bjóði kostakjör. Er nú ljósaylirvaldanna að snúa sér til hans og fá aðstoð hans í þessu vandamáli. Bréf þessa kunna borg ara fer hér áeftir: „Í’AÐ VAR MIKIÐ rætt um krapið í Sogsvirkjuninni um dag- inn. Allur höfuðstaðurinn stóð ráðþrota fyrir rafmagnsleysi í tvo virka daga og 20 eða 30 menn unnu allan þann tíma og nóttina á milli, við að verka krap úr hin- um ágætu sænsku túrbínum. Tjónið sem af þessu hlauzt hefur víst enginn reynt í alvöru að reikna út, en það hlýtur að hafa verið mikið. Fyrst og fremst fyrir Sogsvirkjunina sjálfa, Rafmagns- veitu R.víkur og svo fyrir öll þau fyrirtæki, sem treysta á rafmagnið frá Soginu.“ „NÚ ÞYKIST ÉG hafa fundið öruggt ráð við þessari krapmynd- un í vatninu. Mér finnst ég muni geta séð um að ekkert krap kom- ist í lónið ofan við stíflugarðana, og þá auðvitað heldur ekki í rist- arnar við inntakið í túrbínurörin né í túrbínurnar sjálfar. Ég mundi vera fús til að taka „í akkorði" að sjá um að kraplaust, vatn héldist í lóninu allan veturinn í hvaða veðri sem væri, fyrir svo sem 75 þús. kr. Við hvern vetur sem líður yrði þetta ódýrara, svo kostnaður- inn gæti sennilega lækkað árlega um 10 þús., niður í 25 þús. kr.“ „ÞÓ ÞESSAR UPPHÆÐIR séu dálítið háar, eru þær þó smámun- ir einir hjá því að aflstöðin stoppist, þó ekki sé nema í fáar klukkustundir. Ég þarf ekkert út- lent efni til framkvæmdanna, en talsverðan vinnukraft og ca. 20 hestafla raforku í nokkra daga. Hins vegar þarf aðgerðin nokkuð langan undirbúningstíma.“ „AÐ SJÁLFSÖGÐU skýri ég hugmyndina ekki nánar að svo stöddu, en hún er einföld, örugg og auðskilin. Viltu nú ekki segja forstöðumönnum Sogsvirkjunar- innar og bæjarbúum öllum frá því að þetta hafirðu heyrt á Horninu þínu. En ekki máttu nefna mitt nafn að svo stöddu, og hreint ekkl í dálkum þínum. Ef viðkomandi stjórnarvöld eða rafmagnsnotend- ur sjálfir, hafa einlægan áhuga fyrir þessu, er ég reiðubúinn að gera samning strax, undirbúa verkið algerlega á minn kostnað í sumar, og vera tilbúinn næsta haust. Forstöðumaður Sogsvirkj- unarinnar lætur mig svo vita með sólarhrings fyrirvara þegar hann óttast að krap komi í lónið sitt, og ég set öryggisráðstöfunina í gang.“ „FARI SVO, að hún dugi ekki, fæ ég enga greiðslu. En nái ég til- ætluðum árangri, fæ ég 70 þús. kr., get gefið 5 þús. til barnaspít- alans og farið síðar út í heiminn að sjá mig um. En ég þarf allt næsta sumar til að undirbúa „á- hlaupið“. Mundu að segja það.“ HVERNIG LÍZT YKKUR Á þetta? Finnst ykkur að yfirvöldin geti látið þetta tilboð þegjandi frá sér fara? Er þetta mál svo ómerki- legt, að ekki sé rétt að athuga hug- mynd hans — og það því fremur, þar sem ekkert þarf að greiða hon- um, ef honum tekst ekki að fram- kvæma hugmynd sína? Hannes á horainn. Má sendast ófrímerkt. Ég undirrit HEIMSKRIN GLU gerist hér með áskrifandi að * « - Box 2000 — Reykjavík. Þráft fyrir kauphækkanir, aukna dýrtíð og hækkandi vísitölu, fæst Alþýðublað- ið enn fyrir hið lága verð, 6 krónur á mánuði í Reykjavík og nagrenni. Gerisf áskrifendur. Simi 4S0i og 4900. Límið inn myndasögur blað- anna í iyndasafn barna og ungiinga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.