Alþýðublaðið - 19.03.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.03.1944, Blaðsíða 2
 .,'.i •. . •. ** • * Sunnudagxir 19. man 194C AðalfnndurAlíýðo- flokbsíélagsios annað kvöld. AÐALFUNDUR Alþýðu- flokksfélags Reykjavík- ur tverður haldinn annað kvöld klukkan 8.30 og verður fundurinn í Iðnó, gengið inn frá Vonarstræti. Á dagskrá fundarins eru fé- lagsmál, skýrsla formanns fé- lagsins, ritara og gjaldkera um starf og rekstur félagsins á liðnu starfsári, kosning á stjórn og í aðrar trúnaðarstöð ur, ákvörðun félagsgjalda og önnur mál, sem fram kunna að koma. Þess er vænzt að sem allra flestir félagsmenn komi á fundinn og mæti stundvís- lega. 1. maí nefnd fullirúa- ráðs verkalýðs- félaganna. AFUNDI Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna 17. þ. m. voru eftirtaldir menn kosn- ir í l.-maí-nefnd: Eðvarð Sigurðsson,/ Björn Bjarnason, Snorri Jónsson, Jó- hanna Egils’dóttir og Garðar Jónsson. FuHtrúaráð^fundorinn i fyrrakvold; Koiiiítiánistar hora ekki i mál nt af Þeir válja isara liaMa áfraiis réfi* iBiaBsa nm ASpýéfiifiekliIaiii i sassi' liaiidi vlö Iiapss f Peir hlndruöu að tiliaga um málshöfð' un væri borin undir ffundino ! FALSIÐ OG HRÆSNIN í framkomu kommúnista for- sprakkanna kom vel fram á fundi, sem haldinn var í Fulltrúaráði verkalýðfélaganna síðastliðið föstudagskvöld. 1 auglýsingunni um fundinn var aðallega getið tveggja mála, sem voru á dagskrá: kosningar nefnda til að undirbúa hátíða- höld verkalýðsins 1. maí næstkomandi og tillögu um málshöfð- un út af sölu eigna Fulltrúaráðsins. Á fundinum ræddu komm- únistarnir fjálglega um það, að verkalýðurinn ætti að standa saman á hátíðisdegi sínum, en við annan tón kvað, er kom að næsta máli á dagskránni, hinni svokölluðu tillögu um máls- höfðun vegna sölu á eignum Fulltrúaráðsins. Þeir Eggert Þorbjarnarson og Þorsteinn Pétursson voru látnir hafa fyrir því að túlka þetta mál fyrir meðlimum Fulltrúaráðsins, en kommún- istar hafa eins og kunnugt er meirihluta þar. Bar Eggert fram fyrir hönd stjóranr Full- Hafin er sðp árnessýsln. Fyrri hluti fyrsta bindis a2 © ei‘ krnnsnn slt Verkið verður alls um 2 pús. biaðsiður. HAFIN er útgáfa á Ámesingasögu. Útgefandi hennar er Árnesingafélagið. Ritstjóri útgáfunnar er Guðni Jónsson magister. Árnesingasaga verður 6 bindi alls í stóru broti og má gera ráð fyrir að þau verði samtals um 2 þúsund blaðsíður að stærð. Fyrri hluti fyrsta bindis kom út í gær. Er það hin myndar- legasta bók: „Náttúrulýsing Árnessýslu" eftir Guðmund Kjartansson jarðfræðing frá Hruna. Er þessum fyrri hluta skipt í tvo hluta: „Yfirlit og jarðsaga“, og skrifar Guð- mundur Kjartansson þann hluta, sem er 250 blaðsíður, og „Gróður í Árnessýslu", sem er 18 blaðsíður, og skrifar Stein- dór Steindórsson þann hluta. Hin bindin verða um efni eins og hér segir: Landslagslýs- ing, og verður það prýtt fjölda mynda. Mun Guðmundur Kjart ansson einnig skrifa þann hluta, Saga Árnessýslu frá landnámsöld til vorra daga, og skrifar Guðni Jónsson það bindi. Hin bindin verða með frásögnum, þáttum og sögnum af fólki, sem byggt hefur Ár-' nessýslu og eitt bindi með þjóðsögum. Hér er um að ræða eina full- komnustu héraðslýsingu, sem ráðizt hefur verið í að gefa út — og gefur þetta fyrsta bindi sem út er komið mjög góðar vonir um framhaldið. Er lýsing Guðmundar Kjartanssonar á jarðfræði Árnessýslu hin skemmtilegasta og fróðlegasta Fylgja frásögn hans margar myndir og teikningar. í formála fyrir þessu riti sínu segir Guðmundur Kjartainsson meðal annars: „Undanfarin sumur, einkum sumarið 1941, hef ég ferðazt nokkuð um Árnessýslu í rann- sóknarskyni og hafði þá samn- ingu þessa rits í huga. Lítið hef- ur áður birzt á prenti um jarð- fræðiathuganir mínar, og segir frá þeim flestum í fyrsta skipti í þessu riti. Mér verður miklu tíðræddara um mínar athuganir en annarra, og því vil ég taka það skýrt fram, að jarðsaga Árnessýslu er að mjög litlu leyti mitt verk. Sjálft efnið — rannsóknir og uppgötvanir — hefur verið dregið að um því nær tveggia alda skeið. Þeir Eggert Ólafsson og Sveinn Pálsson drógu að fyrstu viðina til þeirrar smíðar. Jónas Hall- grímsson og ýmsir merkir út- lendir vísindamenn juku miklu við. Þorvaldur Thoroddsen við- aði feikimiklu að, en lét ekki þar við sitja: hann rak saman grindina. Helgi Péturss fann veilu í grind Þorvalds, reif nokkurn hluta hennar niður og reisti að nýju traustari en áð- ur. Síðan hefur lítill hópur jarðfræðinga, innlendra og út- lendra, neglt fjalir á máttar- viðina, en lítt hróflað við þeim sjálfum. Minn skerfur er aðeins af því tagi.“ trúaráðsins tillögu um það, að spyrjast fyrir um það hjá fé- lögunum, sem mynda Fulltrúa- ráðið, hvort þau æsktu þess, að Fulltrúaráðið höfðaði riftunar- mál gegn kaupendum eign- anna. Þetta kom fulltrúunum á ó- vart, því að svo leit út í aug- lýsingunni um fundinn, að bor- in yrði fram tillaga um að slílc málshöfðun yrði látin fara fram fyrir hönd stjómar Full- urinn var. Hann var ekki sá, að leita til dómstólanna til þess að fá úr þessu máli skorið, heldur aðeins sá að skapa nýj- an grundvöll fyrir áframhald- andi rógi og níði innan verka- lýðshreyfingarinnar út af mál- inu. Héðinn Valdimarsson hóf þapnan róg á sínum tíma og var dæmdur fyrir. Síðan tóku kommúnistar hann upp og hafa japlað á honum síðan. Nú finnst þeim vera farið að dvaga eitthvað úr notagildi níðsins og þess vegna fitja þeir upp á iþessu máli nu, og nú skal gefa kommúnistasprautunum í fé- lögunum „frítt spil“ með róg- inn. Beynt mun verða að draga þetta sem mest á langinn svo að vel notist að. Þetta varð fulltrúum á fu.nd- inum ljóst. Báru þá þeir Guðgeir Jóns- son, forseti Álþýðusambands- ins, og Jón Axel Pétursson fram svohljóðandi tillögu: „Þráít fyrir það þó að við vitum að rétt og löglega var gengið frá sölu svokallaðra eigna fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna í Reykjavík og salan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta aíkvæða við tvær umræður, þá viljum við með tilliti til þessa sífelda rógs er um þessar ráðstafanir gengur og á- lygar á einstaka menn í verka- lýðssamtökunum út af nefndu máli, samþykkja og leggja til að salan verði sannprófuð fyrir dómstólunum.“ Þegar þessi tillaga kom fram kom fát á kommúnista. Tillag- an var að sjálfsögðu borin fram sem breytingartillaga við til- lögu stjórnarinnar, en fundar- stjórinn, Eggert Þorbjarnarson, úrskurðaði hana sjálfstæða til- lögu og samþykktu kommún- istar það. Hallbjörn Halldórsson, fuí- trúi prentarafélagsins, bar fram tillögu um að vísa málinu frá, en hana felldu kommiín- istar. Var tillaga stjórnarinnar síðan samþykkt, og þar með tillaga Gugeirs Jónssonar og Frii. á 7. síðu. Jún Dorle fsson epa- ar spingis I dag. JÖN Þorkelsson listmálari opnar málverkasýningu í dag í Sýningarskála listamanna. Á sýningunni eru um 90 mynd ir, málverk og vatnslitamyndir. Verður hún opin í 12 daga. Þrjú ár eru nú liðin síðan Jón Þorleifsson hafði sýningu á lista verkum sínum. Togarinn Sindri bjargar 4 amerísk- um flugmennum. Flugvél þeirra bilali og þelr nauðlenfu á sjónum skammf írá fogaranum. brem verkiræinpm faiið afS aíbuga þsr. FUNDI sínum í fyrrakvöld samþykkti bæjarráð að fela verkfræðingunum Stein- grími Jónssyni rafmagnsstjóra, Gunnlaugi S. Briem og Sigurði Thoroddsen (yngri) að rannsaka og gera tillögur til úrbóta vegna bilananna á raímagns- stöðinni við Sogið. Það er orðið nokkuð langt síð an bæjarstjórn samiþyklcti að CAMKVÆMT frásögn ameríska setuliðsblaðs- ins hér „Hvíti fálkinn“, sem út kom í gær, bjargaði tog- arinn „Sindri“ nýlega 4 ame* rískum flugmönnum, er vom í nauðum staddir. Segir í blaðinu meðal annarw þannig frá þessari björgun: Togarinn Sindri var að veið- um fyrir Suðvesturlandi þegar* ameríska flugvél bar þar að. Var hún sýnilega biluð og flug- mennirnir í leit að möguleikum til björgunar. Fyrst flaug flug- vélin einn hring lágt yfir tog- aranum, en settist síðan á sjó- inn svo sem í 300 metra fjar- lægð frá honum. Sindri hrað- aði sér þegar í stað til flugvél- arinnar. Var fremur slæmt í sjóinn. Var línu skotið til flug- mannanna og þeir dregnir um borð hver af öðrum. Tóku. skipverjar á togaranum flug- mönnunum tveim höndum. Voru þeir klæddir úr blautum klæðunum og látnir í rúm. Nokkrum klukkustundum síðar voru þeir fluttir til hafnar. Þegar flugvélin skall á sjónum, hrökk einn flugmannanna út úr henni, en honum tókst að synda að gúmmíbát, sem settur háfði verið á flot. Ánnar flug- maður hrökk af öðrum væng flugvélarinnar og munaði minnstu að hann drukknaði. Róma flugmennirnir mjÖg þær móttökur, sem þeir fengu á togaranum. Leikfélag: Reykjavíkur sýnir Óia smaladreng kl. 4.3Ö í dag. Aðgöngumiðasalan hefst kl. 1.30 í dag. Leikritið Eg hef kom- ið hér áður verður verður sýnt £ kvöld kl. 8. slík nefnd yrði skipuð og hefur ekki verið flýtt sér að því að gera það. » Mun almenningi áreiðanlega’ leika mikil forvitni á því að fá að sjá hvort sérfræðingar þess- , ir komasl að nokkurri niður- ! stöðu. „Eg hef tíiiogur í undirbúningi um þaðu, segir bæjarverkfræðingur ? SVO MÁ SEGJA, að bærinn sé allur sundur rifinn, þegar ég tck við starfi mínu“, sagði Boili Thoroddsen bæjar- verkfræðingur í gær í samtali við Alþýðublaðið. Blaðið spurði hann, hvort búið væri að ákveða hvaða götur yrðu teknar til viðgerða fyrst er byrjað yrði á gatnagerðinni. „Nei, svaraði bæjarverkfræð- ingur. Það er enn ekki búið að ákveða, en bæjarráð hefir falið mér að gera tillögur um þetta efni og ég mun leggja tillögur mínar fyrir bæjarráð, annars þarf í mörg horn að .líta — alls staðar er mikil þörf fyrir um- bætur, hitaveituframkvæmdirn ar hafa eins og eðlilegt er valdið miklu raski á götunum og hin stóraukna umferð krefst vitan- lega aukinnar viðgerðar.“ — Hvað á að verjá miklu fé til viðhalds gatpa á þessu fjár- hagsári? „Til viðhalds gatna eru áætl- aðar 2 milljónir og 700 þúsund krónur, en til nýrra gatna og hoíræsa 2 milljónir króna. Þann ig höfum við ráð yfir tæpum 5 milljónum króna, dýrtíð er mikið fé, þörfin er mikil, það er allar framkvæmdir kosta því mikið fé þörfin er mikil, það er öllum ljóst — og allt verður gert sem unnt er“. Það gefur nökkra lýsingu á ástandi gatnanna hér í bænum sem bifreiðarstjóri sagði við þann, sem þetta skrifar, í gaer. Hánn sagði: „Nú er betra að aka um göturnar, snjórinn fjdlir upp holurnar!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.