Alþýðublaðið - 26.03.1944, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 26.03.1944, Qupperneq 4
mrYouBUÐio SoMudagor 26. mar* 1144. ftiþijðtiblaðtf Otgefandl: AlþýSnflokkurlnn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla i Al- þýöuhúsinu við Hverfisgötu. Bímar ritstjórnar: 4901 og 4902. Bimar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.l Beneðikt S. Griindafl: Vinir démsnðiarðð' herrans. M AI/LT land spyrja menn, eins og frá var skýrt á þess um stað hér í hlaðinu í fyrra- dag, hve lengi alþingi ætli að þola mann eins og Einar Arn- órsson í sæti dómsmálaráðherra, eftir þá dæmalausu framkomu, sem liann hefir orðið uppvís að í sambandi við birtingu sjódóms skýrslunnar um rannsókn Þor- móðsslyssins, Kommúnistar eru að vísu ekki á meðal þeirra manna, sem þann ig spyrja; því að þeir eru miklir vinir dómsmálaráðherrans. Þess vegna stekkur Þjóðviljinn í gær upp á nef sér, eins og loðinn Leppur forðum, þegar „búkarl- ar gerðust svo digrir, að vilja ráða lögum í landi“, og telur það firn mikil, að Alþýðublaðið skuli leyfa sér, að „heimta dómsmálaráðherrann settan frá “ * Þjóðviljinn segir, að enginn taki það alvarlega, að Alþýðu- blaðið krefjist fráfarar dóms- málaráðherrans út af rannsókn Þormóðsslyssins; það óttist bara rannsókn þá, sem dómsmálaráð herrann hafi fyrirskipað út af gerðabókum fulltrúaráðs verka lýðsfélaganna! Það getur vel verið, — er meira að segja ekki nema lík- legt, að kommúnistablaðinu finn ist það ástæðulaust, að Einar Arnórsson sé látinn víkja úr dómsmálaráðherrasæti fyrir framkomu hans í sambandi við birtingu sjódómsskýrslunnar um Þormóðsslysið, bíekkingar hans og aðgerðaleysi allt í því máli. Því að sjálfur reyndi Þjóð viljinn í lengstu lög að þegja það hneyksli í hel, og mátti lengi ekki í milli sjá, hvort hann eða blað stríðsgróðamannanna, Morgunblaðið, sýndi meira skeytihgarleysi í því sambandi um öryggismál sjómannastéttar innar og sjófarenda hér við land. Þegar það varð uppvíst, að dómsmálaráðherrann hafði að- eins birt útdrátt úr skýrslu sjó- dómsins um slysíð, þár sem ýmsu var „vikið“ þannig „við“ og öðrum svo veigamiklum at- riðum stungið undir stól, að hreinar og beinar blekkingar og rangfærslur mátti kalla, þagði Þjóðviljinn, eins og ekkert væri við slíka embættisfærslu að at- huga. Þegar Finnur Jónsson og Eysteinn Jónsson kröfðust þess á alþingi, að skýrsla sjódómsins yrði birt af dómsmálaráðherran- um óbrjáluð, þagði Þjóðviljinn •— gat þess ekki einu sinni í frétt um! Og þegar dómsmálaráðherr ann, til knúinn, hafði loksins orð ið að birta allan sannleikann um ásigkomulag Þormóðs og hinar alyarlegu. misfellur á skipaeftir iitinu með honum, lét Þjóðvilj- inn líða marga daga áður en hann drattaðist til þess að birta niðurstöður sjódómsins, sem vinur hans dómsmálaráðherrann hafði ætlað að leyna allan al- menning! íEftir slíka frámkomu komm- únistablaðsins í sambandi við birtingu sjódómsskýrslunnar, þarf engan að furða þótt lítið hafi farið fyrir gagnrýpinni ,j. Fyrsta bókin um ameríksku hermennina á ísiandi. Cambridge, Mass., U.S.A. ÞAÐ var með mikilli for- vitni, sem ég opnaði fyrstu bókina um hernám íslands, sem ég hef séð, sennilega þá fyrstu, sem komið hefur út. Bók þessi fjallar ekki um hernámið í heild, heldur aðeins einn lít- inn hluta þess, en það er starf ameríska rauða krossins á ís- landi. Höfundur bókarinnar er stúlka, sem Jane Goddell heitir, en hún var ein hinna fyrstu sem rauði krossinn sendi til landsins. Miss Jane Goddell hefir látið margt til sín taka um dagana. Hún getur leikið á næstum hvaða hljóðfæri, sem er, nema fiðlu, og eftirlætisíþrótt hennar er að semja skemmtilega smá- söngva. Hún söng um tíma í út- varp í Boston, en er hún hætti því, fékk hún atvinnu við far- miðasölu á flugvelli. Það átti þó ekki fyrir henni að liggja, að eyða ævinni í farmiðasölunni, því að ekki leið á löngu, áður en hún var sjálf farin að fljúga, og 1932 lauk hún flugprófi. I byrjun stríðsins gekk Miss Goddell í þjónustu ameríska rauða krossins; sem átti eftir að senda hana til íslands. Rauða kross stúlkurnar, sem eru í gráum einkennisbúning- um, eru ekki hjúkrunarkonur, eins og flestir virðast halda. Starf þeirra er, að sjá hermönn unum fyrir skemmtunum, standa fyrir skemmtiheimil- um og gangast fyrir því að her- mennirnir haldi sjálfir hvers kyns skemmtanir. Hefur rauði krossinn unnið hið merkasta starf á þessu sviði um víða ver- öld, ekki sízt í löndum eins og íslandi, þar sem mikil þörf er fyrir slíka starfsémi.. Bókin „They Sent me to Iceland“ (Ives Washburn, Inc., New York, 1943) gefur góða hugmynd um eðli starfs þess, sem unnið hefur verið í þess- um efnum á íslandi og erfið- leika þá, sem hafa verið því samfara. Fyrstu hermennirnir, sem til landsins komu, höfðu nær ekkert sér til skemmtunar. Kvikmyndahús og kaffihús í Reýkjavík voru nær alltaf troð- full og danssalir fyrir þá engir að heita má. Að vera í fram- andi landi við slíkar aðstæður, er almennt álitið erfiðara fyrir her, heldur en að vera á víg- stöðvum. Marshall, yfirhershöfð ingi Bandaríkjanna, sagði, er hann kom til íslands, að setu- liðið þar hefði með höndum eitt erfiðasta verk, sem nokk- urri deild ameríska hersins hefði verið falið. Rauði krossinn kom til ís- lands til að bæta úr þessu og hefur unnið mjög merkilegt starf. Miss Jane Goddell segir látlaust og vel frá þessu starfi og gefur góða hugmynd um líf hermanna í landinu. í einum kafla segir hún frá landi og þjóð. ' FJÓRIR MÁNUÐIR — MÖRG ÁR Það var ekki fyrr en eftir mikla hrakninga, að Miss Jane og hinar tíu stallsystur henn- ar komust til íslands í janúar 1942. Stormar og sjóveiki á hafinu gerðu sitt til þess að vígahugurinn var ekki of mik- ill þegar til landsins kom. Nokkrar hjúkrunarkonur (blá- ir einkennisbúningar, nú mó- grænir eða khaki) voru komn- ar til landsins á undan þeim og virtust ekki una sér sem bezt. „Við höfum verið hér aðeins fjóra mánuði,“ sögðu þær, ,,en okkur finnst það vera mörg ár.“ Fyrstu innfæddu verurnar, sem Miss Jane komst í kynni við, voru blessaðar mýsnar okkar. „íslenzku mýsnar eru djarfar skepnur,“ segir hún 1 bókinni, „Þær klifruðu upp rúmin okkar upp á hillurnar, þar sem maturinn var geymdur. Sumar okkar hryllti við þessu, eins og við var að búast, en við vildum þó heldur hafa mýsn- ar en risarotturnar, sem við höfðum sér kringum spítalann. Við gerðum allt, sem við gátum til að gera músunum lífið leitt. Við settum gildrur fyrir þær, en þær eru alltof slyngar til að láta gabba sig þannig. Með tímanum vöndumst við þeim, og é^ fór að hafa gaman að því að horfa á mús eina klifra upp á hillu við rúmfótinn minn. Hún kom nótt eftir nótt og nartaði í súkkulaðibita, sem ég lagði fyrir hana“. Margar skemmtilegar frásagn ir af furðulegum atvikum eru í bókinni. Ein þeirra er um dul- arfullan mann, sem oft sást kringum bragga þeirra stúlkn- anna. Einn vörðurinn sá hann og skaut á hann, en dularfulli maðurinn komst undan. Nokkru seinna kom hann aftur, en nú var fjöldi varðmanna viðbún- inn. Skot heyrðust af og til um nætur, og dularfulli maðurinn hvarf, og veit enginn hver hann var. Sumir sögðu að hann væri geggjaður íslendingur, sem hefði strokið frá geðveikrahæli (Kleppi sennilega), en aðrir sögðu, að hann væri þýzkur njósnari! ENGIN PEARL HARBOR Á ÍSLANDI! Miss Goddell segir frá því, er yfixhershöfðinginn (Nafnið er ekki gefið, en það mun vera Bonesteel) talaði við stúlkumar og hvatti þær til að vera tungu- varar. „Árás er alltaf yfirvof- andi,“ sagði hann, „— það er mögulexki, sem við verðum á- vallt að vera viðbúin og á verði gegn. Við ætlum ekki að dálkum þess á framferði dóms- málaráðherrans. í þau fáu skipti, sem þar hefir verið á mál ið minnst til málamynda, hefir þess vandilega verið gætt, að Einar Arnórsson yrði ekki fyrir neinu hnjaski; í stað þess hefir sök hans verið fvelt á stjórnina í heild, enda þótt því hafi verið yfir lýst, af einum meðráðherra hans á alþingi, ómótmælt, að birting sjódómsskýrslunnar í heild hafi ekki staðið á neinum öðrum ráðherra en dómsmála- ráðherranum! * Engum dylst, að það hljóta að vera meira en lítið náin tengsl milli kommúnista og dómsmáía ráðherrans, að þeir skuli hafa unnið það fyrir vinskap hans, að láta blað sitt sökkva þannig niður á svipað stig og blað stríðs gróðamannanna, Morgunblaðið, í þeim átökum, sem orðið hafa um öryggismál sjómannastéttar innar í sambandi við rannsókn Þormóðsslyssins. En ólíklegt er það ekki, að þeir vænti þess, að fá eitthvað fyrir slíka sjálfs- niðurlægingu. Máske réttar- rannsóknin út af hinum gömlu gerðabókum fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna eigi að vera einhver þóknun fyrir hana! Hvað sem því líður, munu margir efast um, að vegur dómsmálaráðherrans vaxi við það, að hafa slíka menn að vin- um og gerast vikapiltur þeirra! láta Pearl Harbor endurtaka sig á íslandi!“ Einhverju sinni komu tvær íslenzkar konur til að hreinsa braggann, sem stúlkurnar bjuggu í. Þær kunnu ekki ensku og voru því samtölin við hinar amerísku furðuleg og skemmti leg. Sín á meðal kölluðu stúlk- urnar þvottakonurnar „Skill- ikki“ og „Garbo“, hina fyrri af því að hún sagði alltaf „skil ekki“, og hina síðari vegna hins virðulega útlits hennar. Þegar Miss Goddell talar. um kvenþjóðina íslenzku í heild, en hún ber henni afar vel sög- una, bregzt henni illa boga- listin á einum stað. Hún segist hafa heyrt það (varkár í orð- um!) að það séu átta konur á móti hverjum karimanni í land- inu, vegna þess, hversu margir menn hafi farizt 1 sjóslysum. PALLADÓMUR UM VERKA- MENN Miss Goddell starfaði fyrst um sinn við eitt hersjúkrahús- ið á íslandi. Meðal sjúklinga, sem þar voru, sá hún skipbrots- menn af Atlantshafinu, sem voru með brunasár Um allan líkamánn. „Hugrekki þeirra,“ segir Miss Goddell, „og hug- prýði, meðan á hinni kvalafullu legu stóð, var meira en nokkuð, sem ég hafði séð eða vona að ég eigi eftir að sjá aftur.“ Nýkomið x fallegir TELPUKJÓLAR. MATROSAKJÓLARNIR komnir aftur. H. Skólavörðustíg 5. Sími 1035. og seðlaveski, margar nýjar gerðir og litir. hb t©ft. Skólavörðust. 3. Sími 1035. Sjúklingarnir spurðu hana, hvort hún væri geggjuð, að bjóðast til að fara til íslands. Ef hún ekki væri það, hlyti hún að verða það brátt, sögðu þeir. Miss Goddell hefur nokkur orð að segja um íslenzka verka- menn. Hún átti að fá nýjan bragga til að halda í samkom- ur fyrir hermennina og beið með óþreyju eftir honum, svo að það er von að hún væri óþolinmóð. En um verkamenn- ina, sem unnu við braggann, farast henni svo orð: „Enda þótt herinn sé seinn í svifum, eru aðrir til, sem geta farið sér enn hægar. Það eru ís- lenzku verkamennirnir........ íslenzki verkamaðurinn er ró- legur í tíðinni, vanafastur við starfið og heimsspekilegur hvað Frh. á 6. síðu. ÖGN MORGUNBLAÐS- INS um skýrslu sjódóms um rannsókn Þormóðisslyssins vekur vaxandi furðu og eiga grunlausir menn erfitt að gera sé grein fyrir því, hvernig það blað getur leitt svo alvarlegt plagg hjá sér. Tíminn gerir þessa þögn Morgunblaðsins að umtalsefni í gær. Þar segir: „Mikla athygli hefir það vakið, að Morgunbl. hefir enn ekki minnzt einu orði á skýrslu sjó- dómsins um Þormóðsslysið, enda þótt hún hafi verið send því, eins og hinum blöðunum, er hafa birt hana.eða sagt frá henni. Sjódóms- skýrslan er þó langmerkilegasta plaggið, sem birt hefir verið við- komandi öryggismálum sjómanna, og sýnir bezt, hversu hörmulega þeim er komið. Ekkert blað, sem yildi vinna að því að koma þeim málum í betra horf, gat því kom- izt hjá því að birta hana eða rekja aðalefni hennar. Aiþýðublaðið hefir gert þessa kynlögu afstöðu Morgunblaðsins að umtalsefni. Segir það svo um hana: „Gerla niá ráða hvað veldur þessari ófrægilegu afstöðu blaðs- ins. Því finnst komið við sín eigin kaun, þegar um þetta er rætt. Það vill ekki láta minnast á öryggis- málin — og allra sízt Þormóðs- slysið — af því að háttsettur flokksmaður þess, sem á sæti á al- þingi, var eigandi Þormóðs". Þessi tilgáta Alþýðublaðsins virð ist engan veginn fjarri lagi. Und- anbrögð dómsmálaráðherrans við að birta skýrsluna, eru talin stafa af sama toga. Til þess að dylja þó þessa óstæðu til undanbragðanna, heimtaði eigandi Þormóðs að skýrsl an yrði birt, en vafalaust í trausti þess að það yrði ekki gert, reit hann síðan grein í Morgunbláðið, þar sem fullyr't var, að Þormóð- ur hefði verið hið bezta skip og hann hefði eingöngu farizt vegna ónógra siglingamerkja á Reykja- nesi. Einmitt vegna þessarar villandi greiðar eftir eiganda Þormóðs, hefði Morgunbl. átt að finna ríkari ástæðu til að birta sjódómsskýrsl-' una og láta það sanna koma í ljós. En Mbl. vill auðsjáanlega ekki leiðrétta misskilninginn, sem grein in kann að hafa valdið. Mbl. vill heldur láta almenning halda að allt sé í lagi, af því að það heldur að eigandi Þormóðs hafi hag af því, en að birta skýrsluna og reka þannig eftir auknum öryggisráð- stöfunum fyrir sjómennina. Blað „allra stétta“ afhjúpar sig hér greinilega, eins og endranær í svip- uðum tilfehim. Það er meira blað þeirrar stéttar, sem eigandi Þor- móðs tilheyrir, en sjómannanna.“ Þetta er harður dómur. En hvaða skynsamlega skýringu aðra er hægt að gefa á hinni stórfurðulegu framkomu Morg- unblaðsins í umræðunum um þetta alvarlega mál? * Þjóðviljinn birtir í gær fyrri hluta af ávarpi, sem Kommún- istaflokkur Fraklklands á ný- lega að hafa gefið út um stefnu og starfsemi sína. Ávarp- ið hefst á þessum orðlum: „Kommúnistaflokkur Frakk- lands, sem er stolltur af því að vera skoðaður sem óvinur no. 1 af innrásarseggjunum og kúgur- um Frakklands og af þýjum þeirra, svikurunum í Vichy, kemur fram fyrir ykkur til að hreinsa sig af óhróðri þeim, sem óvinir Frakk- lands og menningarinnar breiðá í' ákafa út um hann. Við ætlum að Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.