Alþýðublaðið - 26.03.1944, Side 5

Alþýðublaðið - 26.03.1944, Side 5
Sunnudagur 28. mare 1944. _______________________________________________________■ „Adios, Argentina“. Suður- Ameríka Kortið sýnir afstöðu þá, sem Suður-Ameríkuríkin höfðu til skamms tíma til ófriðarins. Brazilía (skástrikuð) hefir þegar um lengri tíma verið í stríði við möndulveldin. Ríkin á norð- ur, og vesturströndinni (einkend með punktum) hafa einnig slitið stjórnmálasambandi við þau, án þess þó að segja þeim stríð á hendur. Þar á meðal er Chile (hvítt),' sem ekki hafði enn tekið neina afstöðu, þegar kortið var gert. En Argentína (hvít) hefir þar til fyrir stuttu síðan haft stjórnmálasamband við möndulveldin og lengi verið grunuð um græsku af banda- mönnum. Höfuðlborgin í Argentínu, Buenos Aires, sóst á kort- inu. Hjálparstarf íslenzkra skólabarna — Um brauða og mjólkursölubúðir, húsmæður, hreinlæti og skömmtun- arvörur. **" ENGINN ÞEKKIR Argen- tínu til hlítar, þetta bráð- þroska barn hins nýja heims. Þar ríkir í senn kyrrstaða og framsókn, Ég minntist ungs Skota, sem þó var ástæða til þess að ætla að myndi eiga skammt ólifað, er hvatti mig til þess að kveðja Buenos Aires hið fyrsta. — Þetta er svikanna borg, sannnefnd vilpa, komst hann að orði. — Hún mun fara með þig eins og hún fór með mig. Ég tók þó ekki þann kost- ínn að kveðja hana vegna ráð- leggingar Skotans heldur vegna hins, að ég þoldi ekki hitann þar, sem hafði hin skaðvænleg- ustu áhrif á taugakerfi mitt. Ég settist því að í Córdoba. Cór- doba er fögur borg. Þar er há- skóli, sem var stofnaður árið 1613, glæsileg bygging; yndis- legur skemmtigarður og bugð- ótt fornleg stræti. Spánskur blaðamaður hafði tjáð mer, að Córdoba minnti mjög á sveita- borg á Spáni. En sé Buenos Aires svikanna borg, er Cór- doba það einnig, en þó með nokkrum öðrum hætti. — Sé Córdoba um flest lík sveitaborg á Spáni, þá finnst mér það eng- .an veginn torskilið, að róstur- samt skuli hafa verið á Spáni gegnum aldirnar. Ég er ekki með þessu að freista þess að .ráða eitthvert letur á vegg, en sérhver sá maður, sem ekki yrði þess var, að mikilla tíðinda má vænta úr Argentínu, væri vissu lega hvorki greindur maður né glöggskyggn. Það er engan veginn óalgengt, að Evrópumenn og ekki hvað sízt Englendingar, dragi dár að nýju landi, sem þeir gista, enda þótt þeir dáist að því í raun og ’veru. Ég dvaldist nægilega lengi í Buenos Aires ti-1 þess að hljóta kynni af ýmsum Englendingum, er þar ólu ald- ur sinn og þá jafnframt hugar- fari hinna brezku embættis- manna í Argentínu. Hinn brezki embættismaður í Argentínu er um of gjarn á það að einangra sig frá öðrum landsmönnum. Hann leggur eng an veginn þá áherzlu á það að skilja þá, sem vert væri. Þetta á meiri þátt í því en margan grunar, að Argentína hefir að- hyllzt málstað möndulveldanna næsta mikið á liðnum árum. Margir þessara brezku embættis manna í Argentínu hverfa aft- ur heim til ættiands síns, þeg- ar þeir hafa dvalizt þar nokkra hríð og dregið dár að landi því og þjóð, sem þeir hafa gist, að vild sinni. Þeir hverfa aftur iheim til ættlandsins vegna þess að þeim er það ljóst, að tengsl þeirra við landið, sem ól þá, eru rofin. ESS ER vert að minnast, að margt misindismanna og ævintýramanna hefir lagt leið sína til Argentínu. Þetta hefir orðið Argentínu til lítilla heilla en er þó ekki hennar sök. En Argentína hefir slæmt siðferðis orð á sér. Hún er talin það land heimsins, þar sem gleðikonur reka atvinnu sína með einna beztum árangri. Argentína má .með sanni nefna land tilgerðar- innar. En þegar þess er gætt, að Argentína er fræg fyrir gleðikonur og lauslæti, koma mönnum ýmis önnur viðhorf þar harla undarlega fyrir sjónir. Það er talið hið mesta hneyksli í Argentínu, ef karl- maður ávarpar konu, sem hann þekkir ekki, á stræti úti. Maður gæti ætlað, að þetta bæri þess vitni, að siðferðið í Argentínu væri með miklum ágætum. En það er nú eitthvað annað eins og þegar hefir verið að nokkru lýst. Auðugur Argentínubúi, sem er kvæntur og lifir meira að segja í hamingjusömu hjóna bandi, blygðast sín engan veg- inn fyrir það að trúa vinum sínum fyrir því, að hann eigi hjákonu eða hjákonur. En þar með er ekki sagan öll. Ef auðug- ur Argentínubúi á ekki hjá- konu, telja vinir háns það aug- |"^.REIN ÞESSI, er fjallar um Argentínu og við- horfin þar í landi, er eftir Hugo Manning, sem dvaldist þar í landi um skeið. Grein- in birtist upphaflega í tíma- ritinu Horizon í Lundúnum, en er hér þýdd nokkuð stutt úr tímaritinu Woidd Digest. ljóst vitni þess, að hann sé meira en lítið smáskrítinn. Mér duldist ekki, að karlmað- urinn naut eins mikils frelsis og konan var þar ófrjáls. En þar með er ekki sagt, að konan í Argentínu verði að una dapur- legu hlutskipti, að minnsta kosti ekki, ef maður hennar er í góðum efnum. Hún lifir í eins konar dagdraumum og gerir sér í hugarlund, að hún sé hefð- arkona í líkingu við þær, sem lýst er í frönskum skáldsögum. ARGENTÍNUMÖNNUM er mjög hugleikið að teljast til yfirstéttanna. En þeir yfir- stéttamenn, sem þar gætir mest, eru hinir nýríku. Hvergi í heim inum hygg ég að mönnum sé hugleiknara að teljast til yfir- stéttanna, teljast salt jarðar, en einmitt í Argentínu. Þetta er næsta broslegt, þegar að því er gætt, að landið hlaut ekki frelsi sitt og sjálfstæði íyxv en árið 1810. Argentínubúar virðast heldur ekki gera sér þess grein sem skyldi, að enda þótt flest- ir frumbyggjar landsins væru af spönskum og ítölskum ætt- um, eru þeir þó næsta blandaðir I Argentínu eru til dæmis marg ir menn af indverskum ættum, svo og menn kynjaðir frá Mexico. íbúar landsins eru um þrettán milljónir að tölu, en af þeim er aðeins hálf milljón tal- in af innlendum uppruna. Argentínskur yfirstéttarmað- ur, sem telur sjálfum sér og öðr um trú Um það, að hann sé af aðalsættum, færir fram þau rök máli sínu til stuðníngs, að hann sé niðji spánskra stór- menna. En ef það mál væri rannsakað, er ástæða til þess að ætla, að unnt reyndist að sanna, að fæstir þeirra séu niðjar spánskra stórmenna. Forfeður flestra þeirra hafa verið ó- breyttir bændur, flóttamenn eða ævintýramenn. Þess vegna má með sanni segja, að hinum argentísku yfirstéttamörinum færi betur að miklast ekki af uppruna sínum svo mjög sem margir þeirra þó gera. Ég hlýt að Iáta þess getið, að það muni vera hið mesta vandaverk að velja menn til tignarstarfa í Argentínu. Ilvað ég bezt veit, eru þeir menn, Sem falin eru tignarstörf þar í landi, venjulega valdir úr hópi þeirra mann, sem bera glæsileg ættarnöfn, hvort heldur þeir eru nú af árgentínskum, tyrkn- eskum, grískum, ungverskum, búlgörskum, tékkneskum eða rússneskum ættum. En í Argen- tínu er aðstaða hinna svonefndu höfðingjaætta mjög sterk, og það hefir mótað viðhorf öll þar í landi að minnsta kosti allt til þessa. Fi-h. á 6. síðu. EG VIL leyfa mér að þakka Sambandi íslenzkra bama- kennara fyrir bá starfsemi, sem það hefur hafið meðal íslenzkra skólabarna til hjálpar drlendum börnum, sem eiga við hörmungar að búa af völdum styrjaldarinn- ar. Ég hef orðið var við það und- anfarna daga, að börnin hafa sannarlega tekið á móti eggjuh sambandsins, því að ég get ekki séð annað en að þau starfi af lífi og sál að þessari fjársöfnun. ÞAÐ ER, ÓÞARFI fyrir okkur að vera að útmála mjög þau illu örlög, sem nú þjá böm styrjald- arþjóðanna, enda getur hver og einn hugsað sér það og skilið. All- ir þekkja þörfina, en ég vil minna á það, að um leið og börnin okk- ar eru að veita hjálp öðrum börn- um er líka verið að glæða sam- , hyggðartilfinningu og skilning á kjörum annarra hjá okkar eigin börnum. ÞETTA STARF, sem Samband íslenzkra barnakennara hefur nú hafið, er því um leið og það er hjálparstarf fyrir bágstödd erlend börn, uppeldisstarf meðal ís- lenzkra barna og því megum við ekki gleyma. Engum börnum í Evrópu hefur á undanförnum 4-5 árum liðið eins vel og íslenzlcum börnum. Þau hafa ekkert að segja af erfiðleikum þessara ægilegu tíma. Þeim ber því að hjálpa og ég finn að þau vilja hjálpa. Það er ekki nóg fyrir þau að safna fé hjá öðrum. Þau ■ eiga sjálf að leggja fram sína litlu aura, sem þeim áskotnast, heldur að leggja aurana sína til hjálparstarfsins en að eyða þeim í kvikmyndahús eða fyrir sælgæti. VIÐ SKULUM tala við börnin um þetta. Það verður þeim til góðs — og ég veit að íslenzk börn skilja þetta. Við höfum nú safn- að mjög mikíu fé til hjálpar öðr- um, sem eru í nauðum staddir. N or egssöf nunin er á níunda hundrað þúsundinu. Söfnunin til dánskra flóttamanna, sem staðið hefur aðeins skamma hríð nálgazt 90 þúsundir — og svo munu litlu börnin þegar hafa safnað nokkru fé og þó eru þau aðeins að byrja. GRÓA SKRIFAR: „Ég er nú ekki vön að kvarta undan kjörum mínum, en það er nú komið svo, að ég get ekki orða bundizt um þessa matarskömmtun. Ekki af því, að skammturinn sé ekki ákveðinn nógur, heldur iaí því, að maður skuli ekki fá út á þá miða, sem gefnir eru út. Það er til dæmis molasykurinn, hann hefur ckki fengist í lengri tíma, en á þeim tíma eru heilu kassarnir af mola sykri hér á hlutaveltunum.“ „ER LEYFILEGT að gefa skömmtunarvöru á hlutaveltu, samtímis og mönnum er neitað um hana út á skömmtunarmiða? Þar að auki hafa mörg heimili nægar birgðir af þessari vöru. Einnig væri fróðlegt að vita, til hvers stofnaukarnir eru gefnir út. máske til prýðis?' VERKAMANNASONUR skrif- ar: „Þú hefur oft skrifað um sóðaskapinn í brauða- og mjólk- urbúðum. Það getur verið, að eitthvað sé til í þessu, en það er mér óhætt að segja, að það eru margar brauðbúðir hér vel hirtar og það hefur aldrei verið eins mikið eftirlit með öllum þessiun búðum og barkaríum eins og það er núna.“ „ÞÚ ÆTTIR að minnast á sóða- skapinn hjá mörgum húsmæðrun- um, sem koma að sækja mjólk. Þær koma með brúsa, sem eru gallsúrir og sumir eru svo slæm- ir að stúlkurnar verða oft að halda niðri í sér andanum á með- an þær mæla í þetta fína ílát. Þetta er sannleikur, þó ljótur sé. Og eitt enn þá: Þegar húsmæður koma að kaupa brauð þá eru þær margar, sem hafa það fyrir sið að káfa á brauðunum og segja: „Hafið þið ekki mýkra. Þetta er svo voða hart“ o. s. frv. ÞÆR ERU EKKI að athuga, hvort þær séu hreinar um hend- urnar. Oft nota þær sömu ferð- ina að kaupa fisk, mjólk og brauð. Svo er það eitt, sem húsmæður gera oft, þegar mikið. er að gera við að afgreiða mjólk. Það er visst pláss á borðinu, sem mjólkin er afgreidd við, og annars staðar eru kökurnar. Það pláss á ekki að nota til að afgreiða mjólkina, en þær skilja það ekki. Þær rétta brúsana yfir kökurnar og halda þeim þar á lofti, þangað til að stúlkan verður að afgreiða þær.“ „ÞETTA ER sóðaskapur á hæsta stigi. Þó að húsmæður séu alltaf að finna eitthvað að í baka- ríum, þá geta þær átt sitt til líka eins og stúlkur, sem eru að selja þeim mjólk og brauð. Það væri margt hægt að tína til ef maður gæfi sér tíma til þess.“ Hannes á horninn. A ., • vantar okkur frá næstu mánaðamótum til að bera blaðið um Grettisgötu, Framnesveg, Sólvelli og Þingholtin. 1 :) hatt kaup /UMMbM. - Slmi 4900.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.