Alþýðublaðið - 28.03.1944, Síða 5

Alþýðublaðið - 28.03.1944, Síða 5
Þriðjudagar 28. marz 1944. 5 ínnrás á Kyrrahafseyjar. Á mynd þessari sjást fótgönguliðar úr 165. herfylkinu frá New York sækja fram á einni Kyrrahafseyj unni. Bandaríkjamenn tefldu fram skriðdrekum í innrás þessari og upprættu þeir vélbyssuhreiður Japana á eyjunni. Þren NÝFUNDNALAND er eyja, 42,734 brezkar fermílur að stærð, er liggur úti fyrir minni St. Lawrance flóa. íbúatala landsins nemur þrjú hundruð púsundum. Saga lands þessa hef ir verið hin dapurlegasta. Árið 1583 kastaði Sir Humphrey Gii- bert eign sinni á landið í nafni Elísabetar drottningar. Frá þeim tíma og allt fram á átjándu öíd hindruðu fiskframleiðendur á vesturströnd Englands allar framfarir í Nýfundnalandi af á- settu ráði og í gróðaskyni, en hagnýttu sér fiskimiðin þar af mikilli kostgæfni. Landinu var raunverulega stjórnað af skip- stjórunum, er þar tóku sér ból- festu. Sá skipstjóri, er fyrstur settist að við hverja höfn lands- ins um sig, þótti sjálfkjörinn til forustu hinna, sem á eftir komu. Það var ekki fyrr en árið 1811, sem leyfi fékkst fyrir land til ræktunar á Nýfundnalandi. Ár- ið 1832 nam íbúatala Nýfundna lands um sextíu þúsundum og þá hlaut landið hinn fýrsta vísi að innlendri stjórn. Árið 1855 varð Nýfundnaland samveldis- land, og stjórnarskrá þess var miðuð við stjórnarskrá Stóra- Bretlands. Nýfundnaland var svo samveldisland, er naut sjálf- stjórnar, á árunum frá 1855 til 1933. Árið 1933 var Nýfundnaland svipt stjórnarskrá sinni og sam- veldisréttindum. Frá því árið 1934 hefir landinu verið stjórn- að áf stjórnarnefnd, sem skipuð er sex mönnum, en landstjórinn er formaður hennar. Nefnd þessi er skipuð þrem brezkum mönnum og þrem úr hópi lands manna, og eru meðlimir hennar tilnefndir af samveldismálaráðu neytinu í Lundúnum, og bera þeir ábyrgð gagnvart samveldis veldismálaráðuneytinu en ekki þjóðinni, sem þeir stjórna. Stjórnmál og fjármál Ný- fundnalands hafa verið í mikl- um og sorglegum ólestri á liðn- mn árum, og forustumenn lands ins hafa reynzt næsta óskelegg- ir í starfi sínu. Klíkuskapur og hrossakaup hafa tíðkazt þar mjög, og stjórnmálaþroskinn hef ir verið sorglega lítill. Á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri, 1914 —1918, réðist Nýfundnaland í stórræði, sem voru því ofvaxin með öllu og safnaði því miklum skuldum. — Árið 1923 var horf-, ið að því ráði að þjóðnýta járnT brautirnar, en það, svo og hinar GEEIN ÞESSl, sem fjall- ar um Mýfundnaiand, elztu nýlendu Breta, er glat- aði síjórnarskrá sinni og sam veldisréttindum árið 1933, en er nú nokkuð að færast úr kútnum að nýju, er eftir Kenneth Rathbone og hér þýdd úr tímaritinu World Digest. miklu ríkisskuldir, er fyrir voru ollu því, að skuldir landsins námu fjörutíu og fimm milljón- um dollara. Enn ukust svo rík- isskuldirnar að miklum mun, og þegar landið var svipt samveld- isréttindum, námu þær alls nær hundrað milljónum dollara. * RIÐ 1931 voru fjármál Ný- fundnalands komin í slíka óreiðu, að brezka fjármálaráðu- neytið taldi sig til neytt að sker- ast í leikinn og sendi því einn af ráðunautum sínurn þangað. Allar líkur virtust á því, að rík- isskuldabréf landsins yrðu því nær verðlaus, og fulltrúi brezku stjórnarinnar var til þess kvadd ur að finna lausn á vandamáli þessu. Niðurstaða þessa varð sú, að brezka stjórnin bauð Ný- fundnalandi fjárhagshjálp að því tilskyldu, að landið yrði svipt stjórnarskrá sinni og sam- veldisréttmdum. Stjórn landsins samþykkti þessa skilmála og fól stjórnarnefndinni völdin í hendur án þess að bera mál þetta undir þjóðina. Um þessar mundir starfar engin skipulagð- ur stjórnmálaflokkur á Ný- fundnalandi. Stjórnmálin ein- skorðast við það eitt að sumir krefjast sjálfstjórnar en aðrir vilja una því, sem nú er. íbúatala Nýfundnalands nem ur um þessar mundir um þrjú hundruð þúsundum. Nær fjöru- tíu og tvær þúsundir lands- manna búa í St. John’s, sem er höfuðborg landsins. Yegakerfi landsins er í næsta1 slæmu á- standi, og flutningaörðugleikar því miklir sem gefur að skilja. Almenri skólaskylda var ekki lögleidd þar í landi fyrr en árið 1942. Þar þekkjast hvorki sjúkra tryggingjar né atvinnuleysis- tryggingar, og þjóð þessi stend- ur á furðulega lágu menningar- stigi þegar þess er gætt, að land ið er byggt fólki brezkra ætta. Myntin í Nýfundnalandi er Bandaríkjadalur. En landið sel- ur mikið af afurðum sínum til landa, þar sem sterlingspundið er hin ríkjandi mynt. Verðgildi peninganna í Nýfundnalandi hef ir verið mjög breytileik háð, en það hefir haft mikil áhrif í þá átt að köma fjármálum þjóðar- innar og einstaklinga í þá ó- reiðu, sem raun ber vitrii. í Bretlandi og víðar annars staðar er rætt um .„ósýnilegan útflutning", en Nýfundnaland hefir af „ósýnilegum innflutn- ingi“ að segja. Bankastarfsem- in, tryggingarstarfsemin og að- flutningar allir er í höndum er- | lendra fyrirtækja, sem auðgast verulega á þéirri starfsemi sinni á kostnað þjóðarinnar sem gef- ur að skilja. Viðhorfin á Nýfundnalandi hafa nokkuð breytzt til hins betra síðustu ár einkum eftir að styrjöldin köm til sögu. Banda- ríkin hafa tekið allmargar flug- stöðvar þar í landi á leigu til níutíu og níu ára og margt ame- rískra hermanna hefir þar.dvöl, en það hefir orðið til þess að færa þjóðinni nokkra björg í bú fyrst og fremst vegna þess, að atvinna hei'ir aukizt verulega vegna starfsemi þeirrar, sem herinn hefir efnt til. Ríkisskuld irnar nema nú um níutíu mill- jónum dollara, og hafa verið „innifrosnar“ eftir að styrjöldin hófst. Ríkistekjurnar hafa auk- izt, en þær eru taldar nema tuttugu og fjórum milljónum dollara ár hvert. Ríkistekjur Nýfundnalands eru mestmegnis óbeinir skattar. Nálivæmar töl- ur eru að sönnu ekki fyrir hendi, en hlutföllin eru talin vera eitthvað um áttatíu prósent ó- beinir skattar og tuttugu pró- sent beinir skattar. Verkalýðshreyfingin á Ný- fundnalandi er enn mjög á bernskuskeiði. Félagsskapur, er nefnist ' Samband iðnverka- manna á Nýfundnalandi, var stofnaður árið 1917, en átti sér skamman aldur. Nú eru þó nokk ur verkalýðsfélög starfandi þar í landi, og sum þeirra hafa mynd að með sér samband, sem ber heitið Alþýðusamband Ný- fundnalands. Samvinnuhreyf- ingin hefir einnig látið áhrifa sinna gæta þar í landi til mik- illa heilla fyrir land og þjóð. Tth. á 6; sí8u. Það vantar íþrótíahöll — Um iistir K. R, húsnæðisleysi íþróttamanna. — Enn um leil ardagskvöldum. F ÞRÓTTAHÖLL bandaríska “• seíulíösins er myndarlegt hús — og gott til leikja. Við eig- nm ekkert íþróttahús, þar sem hægt er að hafa stórar íþróttasýn- ingar og bjóða þangað fjölda á- horfenda. íþróttahús Jóns Þor- steinssonar hefur mjög lítið áhorf- endasvæði, enda fyrst og fremst byggt sem skóli — og í sundhöll Reykjavíkur er ekkert áhorfenda- svæði. MAÐUR SÁ ÞAÐ á sunnudaginn á íþróttahátíð K. R. hversu nauð- synlegt það er fyrir okkur að eign- ast veglega íþróttahöll, þar sem hægt er að hafa mililar íþrótta- sýningar fyrir fjölda gesta. Hið myndarlega setuliðshús var full- skipað áhorfendum. Þar mun hafa verið um 1000 manns. Það sýnir á- huga almennings fyrir íþróttunum. OG ÉG VERÐ að segja það, eftir að hafa horft á K. R.-ingana á sunnudaginn, að það má ekki drag- ast að slíkir menn og slík starf- semi fái hús sem henni er sam- boðið. Fimleikaýningin var hrein list — og hef ég aldrei séð annað eins á því sviði hér í Reykjavík. P. R. 13 skrifar mér enn um leik- ritin á laugardagskvöldum: „Mig langar til að segja nokkur orð út af bréfi mínu í þessum dálkum fyr- ir skömmu. Kona nokkur hefur tekið skrif mín fyrir og gagnrýnt; finnst ég ekki færa nein rök fyrir því, hvers vegna laugardagskvöld- in eru óheppileg til leikritaflutn- ings. Því verð ég að svara, að rök fyrir þessu komu fram í bréfi því, er ég sendi þér, þar sem ég sagði að laugardagskvöldin væru öllum kvöldum framar kvöld árshátíða, danzleikja, samkvæma, heimboða og alls konar glaðværðar, en þú birtir ekki allt bréfið, og þykir mér það leitt.“ „ANNARS ER SVO OFT búið að færa rök að þessu í ýmsum blöð- um, að óþarfi er að telja þau upp, en aftur á móti hafa engin skyn- samleg rök verið færð að hinni hlið málsins, sem og ekki er von, því þau eru ekki til. Konan ó- nefnda talar um að laugardags- flutningur leikrita sé heppilegur að því leyti, að hann geti dregið úr aðsókn unglinga að dansleikjum og þ. h. skemmtunum, en þetta er mjög mikill misskilningur." „SENNILEGA MUNDI ekki eirrn einasti unglingur, sem á annað borð hefur gaman af danzi og glað- værð, setja slílct af sér, til þess a$ hlusta á leikrit. Og er leitt til þesa að vita, að unglingar yfirleitt skuli ekki hlusta á leikritin, þar sem þau oftast hafa mjög mikið gildi í þá átt að þroska menn andlega, jafnvel betur en beztu bækur; hafa mjög mikið gildi uppeldislega. Þó við sleppum öllu unga fólkinu, sem sækir danzleikina, og roskna fólk- inu á árshátíðunum og í samkvæm- unum, og snúum okkur að fólkinu, sem dvelur heima hjá sér og vill og ætlar sér að hlusta á leikritið, þá vill oft fara svo fyrir mörgum, að ekki er næðissamt þetta blessað kvöld. En næði er fyrsta skilyrð- .ið til þess að hægt sé að njóta leikrits.“ „UNGU SYNIRNIR og dætum- ar eru í óða ónn að búa sig út á ballið eða í samkvæmið, einmitt um það leyti, sem leikritið stendur yfir; aðrir koma að vitja, um þau; hlátrar, fataskrjáf, vatnsniður, gest ir koma í heimsókn og þá senni- lega sezt við spil eða aðra leiki, eða talað saman. Vissulega er þetta óheppilegt kvöld. Föstudagskvöld eru tilvalin, ekki mín vegna, eins og fyrmefnd kona virðist álíta, heldur vegna þess, að þau virðast vera heppileg fyrir allan þorra manna, þar sem engar umkvart- anir hafa komið um, að óheppi- legt sé að hafa kvöldvöku þá. En þar sem þær eru sennilega næst- vinsælasta útvarpsefnið, mundi á- reiðanlega einhver láta heyra frá sér, ef sá dagur væri talinn ó- heppilegur.“ „ÞAÐ ÆTTI VEL VIÐ að hafa leikrit og kvöldvökur til skiptis á föstudagskvöldum, ef þau út- varpsefni þyrftu frekara rúm, þá að sjálfsögðu að hafa t. d. leik- ritin einhvern annað góðan dag. Annars er það lítið atriði með föstudagskvöldin. Aðalatriðið er: Útvarpsleikritin ekki um helgar. Sagan um guð og veðrið, sem konan sagði, á ekki við í þessu sambandi, þar sem laugardagskv. eru ekki heppilegri fyrir neinn, en óheppilegri fyrir fjölda manns. Þetta ér orðið nokkuð langt mál, og nokkuð tíðrætt í dálkum þín- um Hannes minn, en hver veit nema þetta mál nái fram að ganga, eins og svo mörg málefni, sem þú hefur skrifað um, eða léð rúm í dálkum þínum.“ Hannes á homi.au. A vantar okkur frá næstu mánaðamótum til að bera blaðið um Grettisgötu, Framnesveg, Sólvelli og Þingholtin. ' .( HÁTT KAUP AUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐINU

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.