Alþýðublaðið - 28.03.1944, Page 6

Alþýðublaðið - 28.03.1944, Page 6
Þriðjudagur 28. marz 1344. f Nýlega hljóp af stokkunurr» á Philadelphíaskipasmíðastöðinni við Delawarefljót á austurströnd Bandaríkjanna stærsta herskip, sem nokkurn tíma hefir verið smíðað fyrir Bandaríkjaflotann. Það er orustuskipið ,,Wisconsin“, sem er 52 000 smálestir og kostaði 90 milljónir dollara. Því hefir verið haldið fram að þýzku orustuskipin „Bismarck" og „Tirpitz'í hafi verið, jafnstór, en af hálfu hins opinbera hefir það aldrei verið viðurkennt í Þýzka- landi og ætti þá „Wisconsin“ að vera stærsta herskip í heimi. Myndin var tekin, þegar orustuskipið hljóp af stokkunum. \y Stersfa hership í heimi! HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu veldur því, hve tiltölulega hljótt er aftur orðið um fyrir- hugaða lausn sjálfstæðismáls- ins. Það er engin ástæða til að vera með neinn hávaða í sam- banidi við hana, þó að þjóðin muni, þegar til hennar kastá kemur við þjóðaratlkvæða- greiðsluna í vor, vafalaust fylkja sér einhuga um þær sam- þykktir, sem alþingi gerði. Hún befir það ekki á tilfinningunni, að verið sé að slíta nein kúg- únarbcnd, þó að hún rjúfi nú þau aðeins formlegu tengsl, sem eftir eru aí hinu aldagamla sambandi við bræðraþjóðína suður við Eystrasalt. Og gleð- in er blandin meðan stjórn- málaástandið í landinu sjálfu er slikt, sem það nú er. Það er ekki nóg að vera frjáls út á við, ef harða baráttu verður að heyja við óstjórn og kúg- únaranda, jafnvel lævisa a.genta erlends’ valds, innanlands. Bfóma- 00 mafjurfa- fræið er komið. Blómabiíðio Garður ‘6681 F“fS — 'Z pæjfssgrEO j^renglagar f uodaa iands. (Frh. af 5. síðu.) Árið 1942 störfuðu þar fimmtíu lánsfélög, fjörutíu kaupfélög og níu útgerðarfélög, sem öll eru rekin á samvinnugrundvelli. Félagatala allra þessara sam- vinnufélaga nemur um fimmtán þúsundum. I * LÁNSFÉLÖGIN virðast njóta mikilla vinsælda á Ný- fundnalandi og valda því, að samvinnuhreyfingunni vex þar mjög fylgi, enda kemur þetta til af staðháttum og þjóðskipu- lagi, sem eru nokkuð á annan veg þar en í öðrum löndum. Lánsfélög þessi eru eins konar | sparnaðarfélög, er lána fólki fé j gegn lágum. vöxtum. Félagarn- ir taka lán, þegar þeir hafa orð- ið fyrir veíkindum eða cðrum ófyrirsjáanlegum óhcppum, eða ráðast í einhverjar framkvæmd ir, sem krefjast fjárframlaga. Engum þeim, er dvalizt hefir á Nýfundnalandi, þótt eigi sé nema skamma hríð, dylst það, að Bretar hafa vanrækt þetta land mjög til þessa, Um þessar mundir ræða Bretar mjög um frelsi og sjálfstæði landa eins og Póllands og Indlands, svo að einhver séu nefnd. Þó er þetta fyrrverandi samveldisland og fyrsta nýlenda Breta gleymt og vanrækt og þjóð þess látin una einræði sjö manna. \ Framhald af 4. síðu. 3. Gunnþórunn, yngsta dóttir þeirra hjóna, Kristjáns Kröyers og Margrétar Þorgrímsdóttur, giftist árið 1899 Jóni Jónssyni frá Fossvöllum, og tóku þau við búsforráðum árið 1903. Hún var fædd 15. ágúst 1873, en hann var tvéimur árum eldri. Þau munu hafa þótt vænlegar mann- eskjur. Hún var kona álitleg, hafði notið meiri tilsagnar til munns og handa en þá gerðist um flestar bændadætur, verið við nám í Reykjavík, og hún erfði nokkrar eignir, þó að efni foreldra hennar skiptust í all- margá staði. Þá þótti hún rösk- leg, kappsöm og hin líklegasta búkona. Hann er mikill maður vexti, heilsuhraustur og mjög sterkur, var áhlaupamaður til vinnu, jafnvel svo, að sérstakt rnátti teljast, og hann var bók- lega vel menntur, hafði gengið í Möðruvallaskóla, verið þar, að ég hygg, efstur í bekk. Höfðu og margir auga á honum til mannaforráða. Jón bóndi Jónsson er enn á lífi og má heita hafa fullt þrelc til sálar og líkama, og hann dvelur nú hjá sonum sínum, tengdadætrum og barnabörnum á Hvanná. Ég mun nú nokkuð víkja að honum, áður en ég minnist frekar á hina látnu. Eins og áður er sagt, var hann — og er raunar enn — ham- hleypa til vinnu, og aldrei undi hann því, að hafa ekki nóg hey handa öllum sínum skepnum, enda mun hann hafa haft góða hæfileika til bústjórnar og bú- sýslu, og kom mætavel að sér hjúum. En hann var og er bóka- maður mikill og hneigður til fræðimennsku. Einkum hefir hann mætur é miálfræði, Ég hefi séð hann lesa langar mál- fræðibækur eins og aðrir lesa reyfara, en raunar er hann kappsmaður um hvert verk og hvert mál, sem hann á annað horð gefur sig að. Hann varð snemma vel fær í Norðurlanda- málum og ensku, enda ágætur íslenzkumaður, prýðilega ritfær og vandur að máli og stíl og hefir yndi af djúpviturlegum líkingum í skáldskap. Hann tók og að leggja stund á þýzka tungu, og þá er hann sat fyrst á alþingi, fékk hann sér kennslu í þýzkum íramburðf hjá Bjarna alþingismanni frá Vogi. Man ég vel, hve hissa ég varð, þegar ég sá Jón vorið 1923, er hann var á sýslufundi á Seyðisfirði, sitja við það hverja tómstund að lesa Faust Goethes á þýzku. Ég get ekki setið á mér að geta þess hér, að annar bóndi á Jökuldal lagði stund á ekki aðeins Norð- urlandamál, heldur og ensku, þýzku og jafnvel frönsku. Hann hafði og mikinn áhuga á eðlis- ; fræði og heimsspeki. Hann heit- ir Björn Þorkelsson og bjó lengi í Hnefilsdal, var hreppstjóri Jökuldælinga og góður bóndi, valmenni mikið og vinsæll. Hann dvelur nú hjá syni sín- um norður í Eyjafirði, Þorkeli bónda á Varðgjá. Þá hafði Jón snemma mikinn áhuga á þjóðmálum, var um aldamót kosinn oddviti og síðan sýslunefndamiaður Jökuldæl- inga, og hafði um sitthvað for- ustu eystra. Hann mun sitja enn í hreppsnefnd, en hefir vikið frá sér oddvitastörfum og sýslu- nefndarstörfum hætti hann fyrir tveimur árum. Á þing var hann kosinn fyrir Norður-Múlasýslu 1908, og einnig 1914 og 1916, en hefir ekki síðan 1919 átt sæti á þingi, en hins vegar hef- ir hann ennþá brennandi áhuga á þjóðmálum og því, er gerist úti um heim. Hann hefir alla tíð verið einstaklingshyggju- maður, kjarkmikill, þverlyndur nokkuð og einförull í skoðunum, en hressilegur í viðtali, gaman- samur og glettinn nokkuð, skap mikill, en þó yfirledtt spaklátur. Af þeim mönnum, er hann kynnt ist á þingi, mun mestur vinur hans hafa verið dr. Jón Þor- kelsson, en Jón á Hvanná hefir og sérstakar mætur á Benedikt Sveinssyni fyrrv. forseta, og Þórami Jónssyni á Hjaltabakka. Öllum mun það vera ljóst, að maður svo bókhneigður sem Jón og jafnmikið viðriðinn opinber mál, hafi eytt allmiklum tíma og starfsorku frá búskapnum, og er ekki vandséð, að hið stóra og umfangsmikla bú muni hafa liðið við hin ýmsu áhugamál húsbóndans, óskyld búsýslunni. Ekki hallaði samt hag Hvann- árbúsins lengi framan af bú- skapartíð Jóns. En á hinum fyrri stríðsárum varð það auknum vandkvæðum bundið að fá gott fólk — og nægilega margt til starfa í sveit, e neinmitt þau ár- in öll sat Jón bóndi á þingi. Þá voru sumarþing, og stundum kom þingið saman tvisvar á ári, eða sat sérlega lengi á rökstól- um. Veturinn 1919—1920 var hinn versti á Austurlandi, en haustið 1920 varð geipilegt verð fall á afurðum bænda. Síðan komu hin erfiðustu kreppuár. Þá hnignaði mjög hag Hvannár- búsins, þó að þar væri jafnan mikill peningur og gnægð alls. Víða urðu töp mikil hjá bænd- um, en Jón bóndi var allra manna greiðviknastur um á- byrgðir og hvers konar hjálp. Aldrei keyrði þó um þverbak, og synir þeirra Hvannárhjóna, sem við tóku upp úr 1930, búa stóru búi og eru mjög vel efn- aðir bændur. Nærri má geta um það, að öll hin opinbera starfsemi Hvannár bóndans hafi orðið til þess, áð umsvif húsfreyjunnar hafi auk- izt meira en lítið og þá áhyggj- ur að sama skapi. Sex voru börn in, stórt búið, erfitt að fá fólk, þá er fram í sótti, og húsfreyjan eins og annars verður að vikið síðar, einstök kona að iðjusemi og skyldurækni, og náði sú skyldurækni eins til bús sem barna. Á bezta aldri missti hús- freyjan heisluna, átti um 30 ára skeið við að stríða hina mestu vanlíðan og oft þjáningar. Hún fékk mjög illkynjaða taugagigt, og þó að ýmsra lækna væri leit- að, var það að litlum notum. Þegar heim kom kölluðu skyld- urnar, og kallinu var hlýtt. Hvorki húsfreyju né föður hennar féll það vel að Jón bóndi gæfi sig svo mjög að opinberum störfum sem raun varð á. Sagði hún honum meiningu sína um þá hluti sem aðra, því að hún sagði aldrei annað en satt, ef hún sagði nokkuð. Samt var það svo, að þó að sitt sýndist hvoru, þeirra hjóna, þá varð það aldrei til sundurlyndis, og hygg ég, að hjónabandið hafi verið allsér- stætt að innileik. 111 orð munu ekki hafa farið milli Hvannár- hjóna alla þeirra samvistardaga, og stilltu bæði skap sitt. Orðin „Jón bóndi“, en svo kallaði hús- freyja oft og tíðum bónda sinn, ' sagði hún jafnan með sérstök- um blæ, og hefði einhver viljað bera hann lastyrðum í hennar eyru — að honum fjarstöddum, þá hygg ég, að sá hefði aldrei orðið margorður. Hitt er annað: ; Hún hló oft að ádeilum á Jón t bónda, þegar hann átti í erjum ; við menn að henni áheyrandi, og i það eins, þó að hann yrði að taka t á öllu sínu til varna. Þá glotti hann við tönn, og bliki brá fyrir Ií augum. Það er svo trúa mín, að þó að húsfreyja ætti við mjög kveljandi vanheilsu að stríða og enginn von væri um bata upp á síðkastið, svo að telja má, að henni hafi verið þörf á hvíldinni, þá muni bóndi henn- ar seint bera bætur þess harms, sem að honum var kveðinn við lát hennar. Það er trúa mín, segi ég en engin vissa, því að um slíka hluti mælir Jón bóndi á r Fær hún að íeika með Chaplin ? Þessi unga leikkona, Alice Ealand heitir hún, sagði ný- lega frá því, að hún ætti að leika stjörnuhlutverk í nýrri Chaplinkvikmynd. Frá vinnu stofu Chaplins hefir ,þó síðar verið yfirlýst, að það væri að minnsta kosti of snemmt að fullyrða slíkt. Hvanná manna fæst, enda kann hann manna bezt að hafa þar um fá orð, sem honum þykir ekki vert að beitt sé, hvort held ur væri málkyngi eða málæði. Eins og áður er getið, eign- uðust þau Hvannárhjón sex börn. Elzt er kona mín, Kristín, heitin eftir afa sínum, Kristjáni Kröyer, þá Einar og Benedikt, bændur á Hvanná, báðir kvænt ir, Jón, skrifstoíumaður hjá Kaupfélagi ísfirðinga, einnig kvæntur, Halldór, sem þjáist af langvarandi sjúkdómi, og Elín, gift í Reykjavík. Öll eru börn- in vel gefin og vandaðar mann- eskjur. Þeir Hvannárbræður, Einar og Benedikt, búa félagsbúi, báð um til mikilla hagsbóta, enda er samkomulag þeirra hið bezta, og mun það hafa verið Gunn- þórunni húsfreyju hin mesta huggun í vanheilsu hennar, að sjá öllu vel farnast á Hvanná, sjá þar efnileg barnabörn og njóta þar umhyggju tengda- dætra. (Niðurlag á morgun.) UtbreiSið Albvðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.