Alþýðublaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 5
Lragardagot 1. aprft 1944.
WÍl ' Bl»»
6
Skotin niður.
- Myndi sýnir japanska flugvél, sem var skotin niður yfir Kyrrahafi. Það er kominn eldur í
hana og hún hefir þegar orðið að lækka svo flugið að ekki er nema stutt eftir niður að
haffletinum.
Depr fyrri kelHsstyrjiIdiiBi laok
GERIR ÞJÓÐ, sem á styrj-
öla, sér nokkurn tíma
grein fyrir því, hvenær enda-
lok hennar eru í námd? Eru
forustumenn þjóðar, sem styrj-
öld heyir, nokkru fróðari í þeim
efnum en allur almenningur?
Þegar svara skal spurningum
sem þessum, er næsta eðlilegt,
að við kynnum okkur viðhorfin
frá fyrri heimsstyrjöld, þá úr-
slitastund hennar nálgaðist,
kynnum okkur, hverjar voru
skoðanir almennings og áhrifa
manna og aðgætum allar að-
stæður eins og þær voru þá.
Það er fyllsta ástæða til þess
að ætla, að viðhofin á heimavíg
stöðvunum hafi verið áþeklt þá
og nú, þótt viðhofin á vígvöll-
unum séu raunar- allt önnur.
En áður en ég geri þann þátt að
umræðuefni, vil ég fara nokkr-
um orðum um atburði þá, er
gerðust á vígvöllunum í Frakk-
landi árið 1918, en þá gerðust
straumhvörf í styrjöldinni svo
sem alkunna er.
Snemma morguns hinn 21.
dag marzmánaðar árið 1918
hófu Þjóðverjar hina miklu
sókn sína. Ætlun þeirra var sú
að einangra brezka herinn og
ganga milli bols og höfuðs á
hersveitum Frakka. Þeir ráku
fleyg milli hers Breta og
Frakka. Merkilegt má það
heita, hversu eiginraun orkar
miklu í því skyni að glöggva
skilning manns á atburðum
þeim, er gerast. Mér er enn ríkt
í minni, hversu þessi sókn Þjóð
verja stóð mér skýr fyrir hug-
arsjónum vegna þess, að þrem
órum áður hafði ég dvalizt í
skotgröfum einmitt á þessum
slóðum. Þá hafði hin írska her-
sveit mín verið milli þessara
sömu herja ásamt frönskum
hermönnum við jarðgöngin
undir Béthune-La Bassée veg-
inum. Þjóðverjar sóttu fast fram
„Styrjöldinni er raunverulega
lokið“ kvað Hindenburg að
orði hinn 25. dag marzmánað-
ar. Daginn eftir var Foch hers-
höfðingi skipaður yfirmaður
herja bandamanna á vesturvíg-
stöðvunum. Tveim dögum síð-
ar tóku hersveitir Bandaríkja-
manna þátt í bardögum í fremstu
víglínu fyrsta sinni.
Hinn ellefta apríl gaf Haig út
hina frægu dagskipan sína, þar
sem hann bauð, að undanhaldið
skyldi stöðvað. Sókn Þjóðverj-
anna hét þó áfram þar til kom
fram í miðjan júní. Frá miðj-
um júní og fram í miðjan júlí
stóð hið mikla flóð í stað. En
GREIN ÞESSI, sem er
eftir Sir Stephen Tall-
ents og hér þýdd úr Picture
Pest, fjallar um viðhorfin,
er dró að úrslitum heims-
styrjaldarinnar fyrri. Ræðir
greinarhöfundur um hugða
efni og skoðanir almennings
ag forustumanna handa-
manna um þær mundir og
gerir samanburð á viðhorf-
unum þá og nú.
hinn 18. júlí gerðust straum-
hvörfin. Frönsku og amerísku
hersveitirnar hófu þá fyrstu
gagnárás sína skammt frá
Soissons og rufu varnarlínu
þýzka hersins fyrsta sinni. Dag
inn eftir hófst svo undanhald
Þjóðverja. Hinn 8. ágúst hófst
einnig sókn Haigs. — Luden-
dorff kemst þannig að orði, að
,,sá dagur hafi verið skuggaleg-
asti dagur þýzka hersins“. Und-
anhaldið hélt áfram. Hinn 4.
nóvember neitaði þýzki flot-
inn að láta úr höfn í Kiel, og
rauður fáni var dreginn að hún
á orrustuskipinu „Kaiser“. Hinn
9. nóvember mættu svo fulltrú-
ar Þýzkalands í járnbrautar-
vagni Fochs í Compiégneskógi
til þess að leita hófanna um
vopnahlé.
En viðhorfin á vígvöllunum,
fóru að mestu framhjá mönn-
um og konum heima fyrir. Þar
var hrifningin, sem hinar fyrstu
sigurfréttir höfðu vakið, löngu
úr sögu.
„Þetta ern dapurlegustu og
alvarlegustu tímar, sem komið
hafa yfir England“. Þannig
hafði Walter Page, sendiherra
Bandaríkjanriá í Lundún-
um komizt að orði í
bréfi til Wilsons forseta á önd-
verðu árinu. Vissulega voru tím
arnir þá mun viðsjárverðari en
nú. Sókn þýzka hersins varpaði
myrkvum og geigvænlegum
skugga yfir landið. Viku eftir
viku birtu blöðin langa lista um
þá, sem fallið höfðu. Áróðurs-
mennirnir þýzku þrástöguðust
á þeirri lygi dag eftir dag, að
Bretar myndu berjast til síð-
asta Frakka eða ítala eða Ame-
ríkumanns. Northcliffe lávarð-
ur hrakti þessa staðleysu í
ræðu, er hann hélt í ágústmán-
uði. Þá komst hann meðal ann-
ars þannig að orði: „Mér telst
Upplýsingar ameríska lögreglustjórans — Eru þær
fáar? Eru þeir svona margir? — Sambúð í hernámi.
FRÁSÖGN ameríska lögreglu-
stjórans, sem birtist í blöð-
unum í gær var fyrir margra hluta
sakir athyglisverð. Mikið hefur
borið á sögum um afbrot hermann-
anna og mikið hefur verið talað
um þau. Minna hefur verið sagt
frá afbrotum, sem Islendingar eiga
sjálfir þátt í, sem þeir fremja gagn
vart setuliðinu. Nú hefur að nokkru
verið úr þessu bætt, enda sjálf-
sagt að skýra frá málunum eins
og þau eru.
VPPLÝSINGAR lögreglustj órans
um tölu þeirra stúlkna og karla,
sem lögreglan hefur oftast átt í
kasti við, eru líka athyglisverðar.
Hygg ég að margir munu segja:
„Þær eru þá svona fáar!“ Og:
Þeir eru þá svona margir!“ Það
eru aðeins 8 stúlkur, sem oft lenda
í kasti við lögregluna og 15 karl-
ar. Margir munu hafa búizt við
pví, að fyrri talan væri hærri, og
dó að hér sé ekki um ,,ástandið“
allt að ræða, þá er þessi tala lægri
en talið var.
til, að níu hundruð þúsundir
brezkra hermanna hafi fallið.
Mér telst til, að síðasta ár hafi
tala þeirra brezkra hermanna,
sem féllu, særðust eða týndust,
numið átta hundruðum þús-
unda.“
Rússar höfðu gefizt upp, þeg
ar hér var komið sögu. Þá hafði
engin ráðstefna utanríkismála-
ráðherra bandamanna verið
haldin í Moskvu né ráðstefna
forsætisráðherra bandamanna í
Teheran.
F DÆMA hefði átt eftir
ýmsum ræðum þeim, er
haldnar voru um þessar mund-
ir, hafði helzt mátt ætla, að
styrjöldin myndi verða eilífðar
stríð. Smuts hershöfðingi komst
þannig að orði í ræðu, er hann
hélt í Glasgow í maímánuði
þetta ár: „Ég geri mér ekki von
ir um það, að nokkur þjóð geti
vænzt sigurs í þessari styrjöld,
því að vopnaviðskiptin geta
haldið áfram í það óendan-
lega“. Nær tveim mánuðum síð
ar ritaði Landsdowne lávarður
hið heimsfræga bréf sitt, þar
sem hann gerir að umræðuefni,
hvort „við höfum náð þeim á-
fanga, þegar tímabært sé að at-
huga skilyrði fyrir undirbúning
samkomulags um aðalatriði
þau, sem um sé barizt, og sam-
ræður, er líklegar séu til ein-
hvers árangurs". Churchill svar
aði honum í bréfi, sem birtist
hinn 5. ágúst: „Aðalatriði máls
ins eru þau, að þessa styrjöld
verður að vinna og að hún hefir
enn ekki verið unnin. Þessar
staðreyndir hljóta að móta all-
ar röksemdir, sem ekki eru
sprotnar af örvæntingu eða
sviksemi. — Við skulum ekki
. gera okkur í hugarlund, að við
höfum unnið sigur. Við skulum
* ekki blekkja olckur með því að
ímynda okkur, að nokkuð sé
því til fyrirstöðu, að sigurinn
verði okkar. Að hafa hafið
styrjöld til þess að bæta úr
hróplegu ranglæti, barizt af hug
og dug við grimman slátrara,
og svo eftir óútkljáðan leik að
finnast hann svo rammelfdur,
að bezti kosturinn sé sá að
koma fram við hann eins og góð
lyndan kunningja, fá sér sæti og
athuga skilyrði fyrir því, hvort
við getum ekki verið vinir,
þegar allt kemur til alls, væri
vesalmennska, svo að vægilega
sé til orða tekið“. Sama dag let
Lloyd George áþekk ummæli
falla í boðskap til heimsveldis-
Frh. á 0. síðu.
ÍSLENDINGAR hafa verið
dæmdir fyrir að svíkja hermenn og
að okra á þeim. Slík afbrot áttu
sér mjög stað fyrir einu, tveimur
og þremur árum, en talið var að
setta færi rénandi. Það á sér þó
enn stað. Sjálfsagt er að taka mjög
hart á öllu slíku og sleppa ekki
sökudólgunum, alveg eins og þeim
hermönnum er ekki sleppt, sem
brjóta lög og reglur.
ÍSLENZKIR LÖREGLUMENN
hafa í mín eyru látið sömu orð
falla um samvinnuna við herlög-
regluna og ameríski lögreglustjór-
inn sagði um samvinnuna við ís-
lenzku lögregluna. Þessu ber að
fagna. Fyrsta hernámsárið var á-
stæða til þess að óttast að samvinn-
an yrði erfið. Þá sagði brezkur for-
ingi við lögreglustjóra að hann
myndi ekki líta það hýru auga, ef
íslenzkir lögregluþjó|nar væru að
flækjast við herbúðir, eins og hann
otrðaði það.
JAFNFRAMT varð um skeið
hálfgerður styr milli lögreglunnar
okkar og hinnar erlendu. Munum
við blaðamennirnir seint gleyma
heimboðinu á Laugaveg 67, þegar
okkur var boðið að ljósmynda og
prenta plögg, sem íslenzka lög-
reglan hafði góðfúslega lánað
hernum, en var trúnaðarmál — og
okkur hafði verið bannað af ís-
lenzkum yfirvöldum að birta!
I»AÐ VAR einkennileg fram-
koma og blaðamennirnir mega
eiga það, að þeir snerust allir við
boðinu eins og einn maður. Við
fórum eftir fyrirmælum íslenzkra
yfirvalda, hvaða skoðun sem við
sjálfir höfðum á málinu — ekkert
var birt. Það var í síðasta sinn,
sem við vorum kallaðir í þær bæki
stöðvar. Þetta er nú allt breytt til
mikilla bóta og er það vel.
SAMVINNA er grundvöllur fyr-
ir snuðrulausri sambúð. Ef forystu
mennirnir deila, er ekki von á
góðu. Slysin og árekstrarnir hafa
orðið miklu færri en margir okk-
ar bjuggust við — og ég hef oft
áður minnst á það. Strax þegar
landið var hernumið, 1940, skrif-
aði ég um hætturnar og óttaðist
mest sambúð einstaklinganna,
miklu fremur en hina opinberu
sambúð stjórnarvaldanna.
ÞAÐ FER NÚ vonandi að stytt-
ast tíminn, sem tvíbýli þarf að vera
hér á landi og allir munu fagna
því, ekki aðeins við, sem eigum
þetta land, heldur og þeir, sem eru
hér gestir. Vonandi höfum við ekki
beðið tjón af sambúðinni og von-
andi hafa hinir erlendu menn skil-
ið aðstöðu okkar. Okkur virðist
að minnsta kosti nú að sú sé raun-
in.
ÞRÁTT FYRIR mikinn ugg, mín
og annarra, í upphafi hernámsins,
hefur farið betur en á horfðist. Við
skulum ekki gleyma því, að það
er ekki aðeins að þakka styrkleika
okkar, þó að hann hafi verið mik-
ils virði, heldur og menningu og
siðfágun þeirra, sem hér hafa gist
á hættulegum tíma við illar að-
stæður og miklu meiri og marg-
víslegri örðugleika en margan okk-
ar grunar nú.
Hannes á hominu.
LiNGA
vantar okkur frá næstu mánaðamótum tíl að bera
blaðði tun Framnesveg,
IFÁTT KAUP
AljiýSublaiii. - Sími 4900.
Þrálf fyrir kauphækkaiiir,
aukna dýrtíð og hækkandi vísitölu, fæst Alþýðublað-
ið enn fyrir hið lága verð, 6 krónur á mánuði í
Reykjavík og nágrennL
Gerist áskrgfendur. Sfmi 4906 og 4900.