Alþýðublaðið - 01.04.1944, Síða 6

Alþýðublaðið - 01.04.1944, Síða 6
LragKrdagnr 1. apríl 1944L « __________ _________ iunawamim HENNTASKÓLINN MENNTASKÓLINN HLUTAVELTA verður haldinn í Menntaskólanum í dag, 1. april, tíl ágóða fyrir sundlaugarbyggingu riemenda við skólaselið. Fjöldi ágælra muna! , Happdrætti! Ameríkuferð, málverk eftir Finn Jónsson, 2 miðar á 25 frumsýningar í Tjarnarbíó, 1 tonn kpl, rit Jón Trausta í skinnbandi, orðabók Sigfúsar Blöndals, o. fl. 'l ; Englnn hleypur apríl I Mennfaskólanum í dag! Menntaskóla- . nemendur. Frh. af 2. síðu. slagur (mynd), Þór Vilhjálms- son: Fjölnir. Þetta er í fyrsta sinn, sem Menntaskólanemendur gefa út prentað blað, en Skólablaðið hefur komið út fjölritað í 19 ár. Ætlunin er að gefa nú Reykvíkingum og öðrum lands mönnum kost á þessu myndar- lega blaði, sem mun kosta 6 krónur. HLUTAVELTAN Þá munu nemendur halda hlutaveltu í skólanum nú í dag. Ágóðanum mun verða varið til ýmissa framkvæmda við sel skólans að Reykjakoti í Ölfusi. Það var árið 1938, sem nemend ur komu þessu myndarlega húsi upp| Nú hafa þeir ýmislegt í huga til að prýða og fegra staðinn, þeir ætla að byggja sundlaug, hefja ræktunarfram- kvæmdir og jarðabætur. En til þessa þarf peninga og eins og verðlagi er nú háttað nú og þar sem nemendur hafa á- huga á því að hefja sundlaugar bygginguna strax í sumar, verður haldinn hlutavelta í skólanum nú í dag. Verður þar margt eigulegra muna á boðstólnum og þótt ekki væri til annars en að styrkja gott málefni, munu Reykvíkin^ar fjölmenna upp í Menntaskóla. ÚTVARPSK V ÖLDIÐ En nemendur ætlast meira fyrir. Á sunnudagskvöld munu þeir sjá um kvöldvöku í útvarn- inu. Fyrir nokkrum árum sáu nemendur um vöku í útvarp- inu, en síðan féll sá góði siður niður, þar til nú á pálmasunnu- dag að nemendur ætla að skemmta hlustendum eina kvöldstund. Dagskráin verður afar fjöl- breytt: kórsöngur, píanóleikur, kvartettsöngur, upplestur, þátt- ur úr skólalífinu og þáttur úr sögu skólans, svo að eitthvað sé taiið. LEIKK V ÖLÐIÐ Þá verður og leikkvöld Kvikmyndahús H.f, Reykjabíó að Reykj- um í Mosfellsveit er til sölu. Tilboð sendist undirrituðum sem gefur allar nánari upp- lýsingar. Sigurgeir Sigurjónsson hrl. Aðalstræti 8. Menntaskólans þriðjudaginn 4. apríl. En eins og kunnugt er, eru Menntaskólanemendur frumkvöðlar íslenzkrar leik- listar, og hefur það ávallt. talizt mikill viðburður í bæjarlífinu, þegar nemendur hafa sýnt leik- rit. Þessi árlegi viðburður hefur nú horfið nokkuð í þann ara- grúa skemmtana, sem Reyk- víkingar eigá völ á, en samt sem áður finnst mönnum ávallt mikið í það spunnið að sjá æskuna á leiksviði, og mun svo verða meðan nemendur halda þessum góða sið. Menntaskólinn í Reykjavík á sér mikla og merkilega sögu. Saga hans hefur að ýmsu leyti verið saga þjóðarinnar. Þar hafa margir beztu menn henn- ar hlotið menntun sína og þannig mætti lengi telja. Þess vegna munu Reykvík- nigar og aðrir landsmenn að- stoða hina ungu menntamenn til þess að koma áhugamálum sínum í framkvæmd. Ennfremur verður að mörgu leyti fróðlegt og skemmtilegt að vita, hvað hinir upprenn- andi menntamenn hafa fram að færa. Andakílsvirkjun. Frh. af 2. síðu. samkvæmt þessu var kaupverð vélanna um 460 þús. íslenzk- ar krónur f. o. b. Gautaborg. Að fengnum þessum upplýs- ingum og tilboðum var leitað tilboða í 5000 hestafla vélar frá sömu firmum og komu þau í skeyti í janúar og fyrstu daga febrúar. A. S. E. A. bauð raf- vélar ásamt spennibreytistöðv- um fyrir Akranes, Borearnes og Hvanneyri fyrir 286.500.00 s. kr. og K. M. V. bauð vatnsvél- i ar fyrir 216.500.00 s. kr., eða samtals 503 þús. s. kr., er gera tæpar 800 þús. ísl. kr., allt mið- að við f. o. b. Gautaborg. Til samanburðar má geta þess, að tilboðin frá Ameríku í 2400 hestafla vélar hafa numið um 950 þús. ísl. kr. eða rúm- lega tvöfallt sænska verðið mið- að við f. o. b. New York. Afgreiðslutími hjá A. S. E. A. er 15 mánuðir, en hjá K. M. V. 10 mánuðir. Greiðsla 1/3 fyr- irfram og 2/3 við afhendingu. Þar sem reynsla undanfar- andi ára frá 1939 að telja, sýn- ir svo ljóslega, að allar áætlan- ir um orkuþörf hafa reynst of knappar þá ákvað stjómin að hverfa að því ráði að reisa 5000 hestafla orkuver við Andakíls- árfossa, byggt á þeim tilboðum um vélar, er fengist hafa frá Svíþjóð, og að leita áframhald- andi í tilboð á öðru efni til virkjunarinnar frá sama landi. Alþingi hefir veitt ríkisstjórn inni heimild til þess að ábyrgj- íþrólfakvikmynd Ár- manns í Tjamarbíó á morgnn. FÁAR íslenzkar kvikmyndir hafa orðið eins vinsælar og íþróttakvikmynd Ármanns. Er þetta heldur ekki óeðlilegt, því að svo mikil fegurð er í mynd- inni að hún verður ógleyman- leg hverjum þeim, sem sér hana. íþróttakvikmynd Ármanns. var oft sýnd í fyrra og allt af fyrir troðfullu húsi -— og vegna áskorana var hún enn sýnd um daginn og aðsóknin varð ekki minni en í fyrra. Nú hefur Ármann ákveðið að sýna hana á morgun kl. 1.30 í Tjarnarbíó. — Má segja það, að betra er fyrir foreldra að gefa börnum sínum aura til þess að sjá þessa mynd, heldur en margar aðrar myndir, sem þau fá að sjá. Skíðafélag Reykjavíkur ráðgerir að fara skíðaför upp á Hellisheiði næstkomandi sunnu- dagsmorgun. Lagt af stað frá Aust- urvelli kl. 9. Farmiðar seldir hjá L. H. Muller í dag til félagsmanna til kl. 4, en frá kl A til 6 til utan- lagsmanna ef afgangs er. Hallgrímsprestakall. K1 2 e. h. messa í Austurbæjar- skóla. Séra Sigurbjörn Einarsson. Kl. 11 f. h. barnaguðsþjónusta. Séra Jakob Jónsson. Kl. 10 f. h. Sunnudagaskólinn í gagnfræða- skólahúsinu við Lindargötu. Laugarnesprestakall. Messur falla niður á morgun (einnig barnaguðsþjónustan) vegna aðgerða í sambandi við ný sæti, sem verið er að setja í salinn í kirkjunni. ast fyrir hönd ríkissjóðs, lán, er taka þarf til efniskaupanna frá Svíþjóð og hefir ríkisstjórn- in þegar notað heimildina og veitt umgetna ábyrgð. Landsbankinn, Búnaðarbank- inn og Útvegsbankinn hafa lof- að að lána þá peninga, sem þarf til þessara kaupa, fyrst um sinn. Gjaldeyris- og innflutningsleyfi eru einnig fengin. Samningaumleitanir um kaup á vélum til virkjunarinnar, fyrst frá Ameríku og síðan frá Svíþjóð, hafa af eðlilegum ástæð um tekið langan tíma, en nú vonum við, að málefni þetta sé komið það vel á veg, að það geti haft eðlilegan framgang og að orkuverið við Andakílsár- fossa rísi af grunni undir eins og heimsstríðinu er lokið hér í álfu til að senda út frá sér orku, Ijós og yl, til sinna blóm- legu héraða.“ Lýðveldissljérnar- skráin. Frh. af 4. Síðu. mætti segja, að miklu leyti und ir því komið að menn ættu eign ir, ættu sín eigin framleiðslu- tæki. En nú er allur þorri þjóð- arinnar orðinn launþegar í ann- arra þjónustu. Öryggi þeirra er ekki komið undir eignum þeirra, heldur því hvort þeir halda at- vinnu sinni og heilsu. Þessir menn hljóta að leggja á það meiri áherzlu að stjórnarskrá- in tryggi þeim atvinnu og efna- hagslegt öryggi, ef þeir geta ekki unnið vegna slysa, sjúk- dóma eða elli, heldur en að há- tíðlegar yfirlýsingar verði gefn- ar um friðhelgi eignarréttrins, án þess að ég sé neitt að draga úr því að þær standi áfram í & c j ór na/sk rá nn i. En auk þe'ss, sem nú hefir vér- ið drepið á vakna ótal spurning ar í sambandi við ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar, sem eru í henni nú eða ættu þar heima með réttu. Stjórnarskráin á ekki aðeins að tryggja réttindi borgaranna, kosningarétt rétt til atvinnu og orlofs og til félags- legs öryggis, rétt til uppfræðslu, þrentfrelsi, fundafrelsi, trú- frelsi o. s. frv., heldur á hún einn ig að ákveða skyldur þeirra gagn vart þjóðfélaginu, framar öllu skylduna til þess að vinna, að sýna trúmennsku í störfum sín- um fyrir sameiginlega hagsmuni þjóðfélagsins. En auk ess er auðsætt, að allt skipulag löggjafarvalds, fram- kvæmdavalds og dómsvalds þarfnast gagngerðrar endurskoð unar. Sem stendur er allt þetta einn hrærigrautur. Löggjafar- vald og framkvæmdavald er tvinnað saman á hinn óheppi- legasta hátt og framkvæmda-' váld og dómsvald samuleiðis. Aðalstörf sýslumanna eru t. d. ýmis framkvæmdastörf, svo sem innheimta opinberra gjalda, en dómstörfin eru hrein aukastörf. Fæstir þeirra manna hafa nægi- legan tíma eða næði til þess að fylgjast með nýrri löggjöf, og umdæmi þeirra eru ekki það stór að þeir geti öðlast leikni sem dómarar. Væru dóstörfin skilin frá og falin færri mönn- um, sem hefðu þau að aðalstarfi mætti búast við miklu betri á- rangri en nú fæst. Yfirleitt má segja að hinar bættu samgöng- ur geri tímabæra róttæka end- urskoðun á öllu umdæmakerfi landsins, kjördæmum, sýslum, læknishéruðum, prestaköllum, og ekki sízt sveitafélögum. Hing að til virðist stefnan yfirleitt hafa verið sú að smækka um- dæmin, en ýmis rök mæla með því að þetta sé þveröfugt við hið rétta. Væri vel athugandi, hvort ekki ætti að taka þessi mál til endurskoðunar um leið og stjórnarskráin verður end- urskoðuð. En það þarf vel að vanda, sem lengi á að standa. Flestir munu gera sér vonir um að framtíð- arstjórnarskrá þeirri, sem nú á að setja, verði ekki tjaldað til Þegar heimsslyrjöld- inni fyrri lauk. (Frh. af 5. síðu.) ins: — „Ég segi, „látið hvergi bilbug á ykkur finna“, því að sigurhorfur okkar hafa aldrei verið glæsilegri en einmitt nú .... En þó fer því fjarri, að baráttan sé til lykta leidd“. Þjóðin var langþreytt orðin, Margir verkamenn — þar á meðal járnbrautarverkamenn, verkamenn, sem unnu að her- gagnaframleiðslu og stúlkur, er óku strætisvögnum — höfðu gert verkfall. Einnig hafði kom ið til verkfalla við Clyde og í kolanámunum. Jafnvel lögreglu þjónarnir í Lundúnum efndu til verkfalls í ágústmánuði. Hin gamla óttablandna lotning. mín á lögreglunni hvarf við það, er ég sá, óeinkennisklædda og hjálmlausa lögregluþjóna fara kröfugöngu eftir Whitehall Verk fallafaraldrinum linnti mjög, þegar fréttirnar um sókn banda manna bárust um sumarið. En í októbermánuði kom annar far- aldur til sögu. Að þessu sinni var um veikindafaraldur að ræða og gerðu blöðin hann að vonum mjög að umræðuefni. Þá eins og nu var fólk' mjög áminnt um að spara kol. Um miðjan ágúst gekk Lloyd. George á fund námumanna og ávarpaði þá á þessa leið: — Kolaskorturinn veldur mér mestum óhyggjum um þessar mundir. Við þörfnumst kola og meiri kola. Frakka skortir kol. Sömu sögu er að segja um ítali. Við verðum að fá kol fyrir alla muni. Kona nokkur hagnýtti sér þessi ummæli nokkrum dögum síðar í „Daily Mirror“ sem vopn gegn frumvarpinu um munaðarvöruskattinn. „Okk ur er fyrir lagt að spara kol sem mest og jafnvel til þess ætlazt, að við snöggsjóðum mátinn. Þó eru ábreiður, hlýjar yfirhafnir og treyjur, loðvara og silkiföt taldar munaðarvör- ur.“ En stjórnin sat fast vifr sinn keip. Sum viðhorf voru þó áþekk því, sem þau eru nú. Til dæmis höfðu Bretar þá sigrazt á kaf- bátahættunni álíka skelegglega og kemur fram í ummælum. þeim, sem forsætisráðherrann lét falla eigi alls fyrir löngu „í aprílmánuði árið 1917“, seg- ir John Buchan, „virtust Þjóð- verjar hafa fundið upp vopn, sem Bretar gátu ekki varizt og særði þá að hjarta .... En vor- ið 1918 höfðu Bretar gersam- lega sigrazt á kafbátahætt- unni“. Og það er ekki langt um liðið frá því að Churchill mælt- ist á þessa lunpl: — „Við höfum sigrazt á kafbátahættunni, sem forðum daga var alvarlegasta hættan, sem ægði okkur.“ einnar nætur. En hvernig á að tryggja að svo verði ekki? Ég mun í þriðju og síðustu grein minni ræða nokkuð um undir- búning framtíðarstj órnarskrár- innar. dánarbús Ingvars Guðjónssonar, svonefnd Kveldúlfsstöð á Siglufirði, ásamt söltunaráhöldum fyrir um 80 stúlkur, er til sölu. Ennfremur er til sölu vélskipið Hrönn EA 395. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að kaupa þessar eignir, afhendi tilboð í skrfistofu mína í Austurstræti 1 eða til Gunnlaugs Guðjónssonar, Siglufirði, fyrir 20. apríl 1944. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. 6uðm. í. Guðmndsson hrl.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.