Alþýðublaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 8
m Miðvikadagnr 5. aprO 1944* í straioi öriaganna BB FJARNARBI6SB IReykerling (The Old Maid) Krííandi mynd eftir frægri skáldsögu Bette Davis Mariam Hopkins George Brent Sýnd kl. 7 og 9. Flotinn í höfn. Dorothy Lomour Sýnd kl. 5. VILDI SJÁ LAXINN Fyrir mörgum árum var, hér á landi enskur laxveiSimaðwr við veiðar og hajði íslenzkan túlk sér til aðstoðar. Einn góð- an veðurdag veiddi veiðimaður- inn 18 punda lax og var mjög hrijinn aj veiðinni. Skömmu síðar segir hann við túlkinn: Hraustlega væri það gert aj manni að éta allan laxinn í einni máltíð.“ Túlkurinn sagðist þekkja mann, sem hann treysti til þess og varð það að samkomulagi milli Englendingsins og túlks- ins, að matgoggnum skyldi greidd álitleg jjárhæð, ej hann æti laxinn í einni máltíð. Fór nú túlkurinn og jann mat- hákinn og tókust samningar með þeim um laxátið. Nú kom mathákurinn til veiðimanns og var laxinn bor- inn jyrir hann, en soðinn í alls konar sósum og því illþekkjan- legur. Þegar mathákurinn er að enda við síðustu jarðneskar leijar laxins, strýkur hhnn þétt um kviðinn og hvíslar að túlkn- um: „Nú þætti mér vænt um ej laxinn jæri að koma.“ • * * „ALLT SKRIFAГ JÓN JÓNSSON hejur lengi verið búsettur í þorpi úti á landi. í jlestu er hann jyrir- myndarmaður, en þó jremur seinn að greiða reikninga sína. Vinur hans spurði hann ný- lega, er hann var hér á jerð, hvort honum blöskraði ekki dýrtíðin. „Ó, jæja“, segir Jón, „það er nú lítil dýrtíð úti á landi; þar jær maður jlestar nauðsynjar skrijaðar.“ sat Hellmuth hljóður. Ég tæmdi staupið mitt og mig logsveið í hálsinn. En ég hafði drukkið iþetta aðeins til að geðjast Hell- rnuth. Maður gerir marga heimskuna, þegar maður er að leita á náðir annarra. Ég saup á vatni og tók annan vindling. Hellmuth kveikti í honum fyrir mig. Hann var ekkert nema kurteisin og hæverskan. —• Sjáðu nú til, María frænka sagði hann, þegar hann hafði hugleitt málið. — Þú sagðir að Mikael væri í vandræðum. En ef ég hefi skilið þig rétt, þá 'hef- ir ekkert komið fyrir hann. Hann hefir ekki einu sinni orð- ið fyrir óþægilegu viðmóti hjá nokkrum manni. Hann er frjáls að því að gera hvað sem hon- um sýnist og fara hvert sem hann kann að óska. ! hvaða vandræðum er hann? — En, Hellmuth, þú þekkir Mikael. Hann tekur sér hálfu nær, að vihur hans skuli verða að líða hans vegna, heldur en þó að hann hefði sjálfur verið sett- ur í fangelsi og orðið fyrir hverskyns hnjaski. Þú hlýtur að skilja, hversu þungbært þetta hlýtur að vera fyrir báða ungl- ingana. — Já, ég geri ráð fyrir, að það sé slæmt. En sennilega verð ur þessi reynsla holl fyrir skap- gerð hans. Mig minnir, að Mika- el væri dálítið fljótráður og staðfestulítill. Þetta verður hon- um kannske holl áminning. Já, ég er sannfærður um, að það verður það, sagði Hellmuth. Hann virti fyrir sér reykjar- hringina, sem hann blés upp í loftið, og það kom ofurlítill á- nægjusvipur á andlitið. — Þú manst, hvað kom fyrir Friðrik mikla, sagði hann. — Faðir hans lét hann horfa á aftöku Katte lautenants til þess að refsa hon- um og til þess að gera mahn úr honum. Grimmúðugt? Kannske. En mjög áhrifamikið, það verðurðu að viðurkenna. — En, Hellmuth — Mikael verður ekki prússneskur kon- ungur, sagði ég, hálfrugluð yfir hinum Ijósu rökum, sem nið- urstaða Hellmuth byggðist á. — Hann þarfnast ekki svona á- 'hrifamikilla uppeldisaðferða. Hann er heldur ekki Friðrik. Þess vegna er hann ekki verður þess, . að vini hans sé fórnað. Gleymdu Mikael augnablik. Minnstu Hans Streit. Hann er algerlega saklaus. Hann er eins góður, ungur þýzkur hermaður og þú getur framast vænzt. Og móðir hans og systir — það er óhugsandi að valda þeim öll- um slíku böli, aðeins af því að flónið hann Mikael var að gera að gamni sínu. Hvernig getur þú sagt, að þessi — hvað hét hann? — Hans Streit sé saklaus? Hvern- ig getur þú sagt um slíka hluti, María frænka? Þú getur verið þess fullviss, að sekt hans verð- ur sannprófuð og mál hans hans þrautkannað, áður en hon- um verður vikið úr hernum. Ég fellst algerlega. á rök ýfir- iboðara hans. Hann kann að vera afbragðs piltur, en hegðun hans gerir hann óverðugan þess að bera einkennisbúning liðsfor- ingja. — Vegna þessa hlægilega auglýsingaspjalds? Afsakaðu mig, Hellmuth, en þetta er ó- heilbrigt. Það er eins og þessar sýktu stúlkur, sem skila sýk- ingunni í arf til barna sinna. Þetta er ekki heilbrigt; það er einskonar trú á tófragripi. — Vissulega er auglýsinga- spjaldið aðeins tákn, sagði Hellmuth. Merkið þannað' er aðeins tákn. Sama máli gegnir um krossinn. Sömule.iðis haka- kossinn. Sömuieiðis kórónuna, sem gerir mann að konungi, og fánann, sem leiðir hersveitirn- ar út í orrustu og til sigurs. Það er hægt að segja, að krossinn sé aðeins spýta, fáninn aðeins mis- lit dula. Sumir hlutir eru svo mikilvægir, að það er '.ðeins hægt að sýna þá sem tákn. Það táknar þann .mikla mátt, sem fólkið skynjar að baki tákns- ins. Það er það, sem gefur haka krossinum mátt til að leggja undir sig heiminn. Skilurðu við hvað ég á? — Já — að nokkru leyti, sagði ég hikandi. Hellmuth hreyfði höndina og þjónn nálg- aðist okkur einhvers staðar frá og fyllti glas hans aftur. Hann dreypti á því með lokuðum augum. — Merkið ,foannað‘ er tákn laga og reglu, hélt Hellmuth áfram. — Að virða það er tákn hlýðni. Hlýðni er fyrsta skylda sérhvers hermanns. Hvernig getur nokkur liðsforingi vænzt hlýðni, ef hann hefir ekki sjálfur lært að hlýða? Manstu eftir Friðrik von Homberg í leikriti Kleist? Hann vann or- ustu með þyí að óhlýðnast skip- un, en var dæmdur til dauða fyrir það. Þetta var rétt fyrir þrjú hundruð árum síðan og það er rétt enn í dag. Þú segir, að Streit hafi drukkið of mikið og ekki vitað, hvað hann gerði. Það er sönnun þess, að hann yrði slæmur hermaður. Hermað ur verður að hafa vald á sér, drukkinn eða ódrukkinn, heill eða særður, í orustu, í hættu, á dauðastundinni. Það er stórum foetra, að honum skjátlaðist á dansgólfinu, heldur en ef svo hefði borið til í herbúðunum, á æfingu eða í orustu. Ég held, að þið séuð orðin veiklynd í Ameríku, Maria frænka, ann- ars myndi þér vera þetta jafn Ijóst og mér. Kurt frændi var liðsforingi, góður liðsforingi, og B5 nyja BlO S „Gög og Gokke" og galdrakarlinn (,,A Hunting we will Go“ FjÖrug mynd og spennandi Stan Laurel, Oliver Hardy og töframaðurinn Dante Sýnd k. 3, 5, 7 og 9, þú varst fullkomin hermanns- kona. Það var skrýtið, að ég varð að hugsa mig um augnablik, áð- ur en ég áttaði mig á því, að Kurt frændi var sami maður og Tillmann kapteinn, eiginmað ur minn. Já, ef til vill hefði ég orðið ágæt prússnesk hermanns kona, en ég hafði farið þaðan og það hafði leitg|ð til baka til liðins tíma. Mér var ómögulegt að tala þessa nazistamállýzku, sem 'Hellmuth talaði, og tilvitn- anir hans í prússneska sögu og foókmenntir tóku allan vind úr SS GAMLA BIO B' Engin sýning fyrr en á annan í páskum. seglunum hjá naér. Hann leit á armbandsúrið. — Alveg rétt, Hellmuth, sagði ég í skyndi. — Ég skil öll rök þín. En mundir þú ekki vilja sjá svo til, mín vegna og vegna Mikaels, að í þetta skipti verði gerð undantekning? — Það ekki um neinar und- antekningar að ræða, sagði hann. — Það ekkert rúm fyrir undanteíkningar og misheppn- aða einstaklinga í sterku ríki, Þó að þessi maður sé ekki gerð- ur úr nægilega góðum efnivið, til þess að hann geti orðið liðs- » MEÐAL BLÁMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO þau áhrif, að fylgdarlið hans tekur sér hina fyrri stöðu sína'. Þessi furðulega fylking heldur svo brott sömu leið og hún kom með söng og háreysti. Samastaður hennar er all- langt í burtu, inni í skóginum. Vinir vorir standa eftir og vita vart sitt rjúkandi ráð af undrun. Það er ekki fyrr en síðustu tónarnir eru hljóðnaðir í fjarska, að Wilson snýr sér að Kaliano, þrífur hönd hans og þrýstir hana innilega. — Þakka þér fyrir! segir hann. Páll og Hjálmar gera slíkt hið sama, en Kaliano lítur undrandi af einum þeirra á annan. — Þakkið heldur hinum volduga föður á himnum, verð- ur honum að orði. XIII,' Þess var skammt að bíða, að ungi höfðinginn heimsækti þá félaga og biði þeim til dvalar meðal fólks síns. Þeir höfnuðu þó því boði hans, enda höfðu þeir allt annað í huga en setjast að á þessum slóðum. Þeir höfðu sem sé sannfærzt um það, að timburflekinn myndi ekki koma þeim í þær þarfir, sem þeir höfðu til ætlazt, vegna mótstraumsins, er ávallt hélzt samur og jafn. Þeir höfðu því ákveðið að halda för sinni áfram landleiðis. Kaliano hafði látið svo um mælt, þegar hann kom ásamt blökkumönnunum, að hann hefði margt að segja fé- lögum sínum og kveðið þannig að orði, að blökkumennirnir TRAN5PORT 25977/ CIRCLE ■£ FIELD TWICE/COAAEIN ON ARMY NINE/ EA5Y ON THE LANDlNO, JOE... 'MEAABER OUR —T vCARGO"/ --------- TC TO 2319/ TRAFFIC CLEAR ON ARAAV 5EVEN/ WIND VELOCITV FOLLOWS. KKDWI KNOW HOW A HOAAIN6 PIGEON MU5T >---1 EEEL/ tonsssí AP Faotures ÖRN: „Þarna er önnur vél!“ FLUGFORINGINN: „Nú veit Á FLU GSTÖÐINNI: „Halló! Halló! Undirbúið lendingu á FLUGVÉLARNAR KALLA: „Við svífum tvisvar yfir fara varlega Jói. — Við meg- um ekki gleyma farþegunum ég hvernig nýorðnum pabba braut 7. Vindstaða kemur völlinn. — Nú skulum við ökkar.“ Iíður.“ seinna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.