Alþýðublaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 5. apríl 1944. grímssonar. Úfgáfa á ðlþýSEegri íslenzkri alfræSiorðabék. Greiddu 900 þús. kr. fyrir heita vatnið fil T TÍMARITINU Helgafelli, *■ sern út kom í gær kemur annar ritstjóranna, Magnús Ásgeirsson, með merkilega tillögu, sem vert er að veita athygli. Leggur hann til að stofnaður verði minningar- sjóður Jónasar Hallgrímsson- ar. Segir svo m. a. um þetta mál: „Bóksalafélag íslands gerir með sér samþykkt þess efnis, að allir félagar þess greiði í sameiginlegan sjóð, til eflingar íslenzkum bókmenntum, með á- kveðnum hætti, tiltekinn hundr aðshluta, t. d. 5%, af söluverði allra nýrra bóka og e. t. v. er- lendra bóka, sem seljast eftir að þessi skipan hefir komizt á fram til 1. maí 1945, — gegn því, að verðlagseftirlitið verði þegar látið niður falla. Útgef- endur utan bóksalafélagsins geti gerzt aðilar þessa samkomu- lags, en ella nái verðlagseftir- litið til þeirra eftir sem áður. Innheimtu hundraðsgjaldsins má hugsa sér þannig, að stjórn sú, er þegar yrði skipuð hinum væntanlega sjóði með opinberri hlutdeild, gefi út merki, er síð- an séu límd í bókaverzlununum á þær fyrrgreindar bækur, sem seljast á umsömdu tímabili, og standi bókaverzlanirnar skil á fénu í gjalddaga. Gert er ráð fyrir, að tilboð bóksalafélags- ins gildi til 1. maí að ári með það fyrir augum, að þá verði útrunninn sá tími, er ástæða mundi hafa þótt til að verðlags- eftirlitið gilti, en þó jafnfra- + vegna þess, að í þeim mánuði á Jónas Hallgrímsson hundrað ára dánarafmæli og virðist vel til fallið í alla staði, að slíkur sjóður beri nafn ástsælasta skáldsins á íslandi fyrr og síðar og jafnframt eins af helztu endurreisnarmönnum tungunn- ar.“ Um verkefni sjóðsins ræðir ritstjórinn nokkuð og leggur til að eitt fyrsta verkefni hans yrði að láta semja og gefa út alþýðlega íslenzka alfræðicrða- bók. ai 1 míllján og 340 þósund krómir. FrásögEi foergarstjéra í viötali við blaöamenn REYKVÍKINGAR greiddu fyrir heita vatnið frá Hita- veitu Reykjavílcur á tímabilinu frá því að vatninu var hleypt á fyrsta húsið og til febrúarlolta kr. 901 þúsund. Sam- kvæmt yfirliti, sem gert hefir verið, hefir eyðst svo mikið vatn á þessu sama tímabili, að það samsvarar 6800 smálest- um af kolum. Nú kostar smálestin 200 krónur- og hefðu Reykvíkingár því þurft að borga fyrir þeSsi kol 1.360 þús- tmdir króna. En ef þeir hefðu þurft að borga fyrir smá- lestina 180 krónur, en við það verð hefir hitaveitugjaldið verið miðað, þá hefðu þeir orðið að greiða 1.220 þúsund krónur.“ Þetta sagði Bjarni Benediktssan borgarstjóri í samtali við blaðamenn í gær, er hann ræddi við þá um hitaveitima. Hann hélt áfram: ....... „Nú fyrst getur maður sagt, að hægt sé að fara að dæma hitaveituna eftir reynslunni af henni. Og þó er það ekki nema að sára litlu leyti, því að hita-. veitan þarf að starfa bæði vetrar- og sumarmánuði, svo að hægt sé að mynda sér ákveðna skoðun um hana og þá reynslu sem af henni fæst. Ég átti tal við viðskiptamála- ráðuneytið í dag og fékk þær upplýsingar þar, að óhætt væri að fullyrða, að í desember til apríl hefðu sparazt kol hér í Reykjavík vegna hitaveitunnar, sem næmu um 10 þúsund smá- lestum. Þessi kol hefði verið ákaflega erfitt að fá, þó að því sé alveg sleppt, að þau hefðu kostað bæjarbúa um 2 milljónir króna. Ég tel, að þessar staðreyndir bendi ótvírætt til þess, að við höfum ekki reiknað taxtana of háa, er við ákváðum að fylgja kolaverðinu og að bæjarbúar tapa ekki fjárhagslega á hita- veitunni nú. Til samanburðar um kola- eyðslu og hitagjöf hitaveitunn- ar vil ég geta þess, að ég hef fengið yfirlit um kolanotkun í Reykjavík og Hafnarfirði um Áiit- f&sBidasisis O UNDI skipasmiða, sem haldinn var hér 1 bæn- urn um síðustu helgi og sagt var að nokkru frá í blaðinu. á sunnudaginn er nú lokið. Alls sátu fundinn 25 fulltrúar frá öllum helztu skipasmíðastöðv um og nokkrir aðrir áhuga- menn. Á fundinum á mánudaginn var lagt fram álit nefndar og var það samþykkt með sam- hljóða atkvæðum að umræðum loknum. Fer hér á eftir niðurlag þess- ara samþykkta, en í því kemur fram heildarálit fundarins: „Að sjálfsögðu eigum við Is- lendingar að verða sem fyrst þeir menn, að smíða öll okkar skip sjálfir. Það er verkefni þings og stjórnar að styðja að iþví, og athuga með velvilja hverja þá tillögu, sem miðar að því, og að finna leiðir til þess, í góðri samvinnu við skipasmið \ ina, að lækka kostnaðinn við smíði skipa innanlands. Vill nefndin í því sambandi leyfa sér að leggja til, að Landssam- -band iðnaðarmanna fari þess á leit við ríkisstjórnina, að hún geri eftirtaldar ráðstafamr eins fijótt og auðið er: 1. Að viðskiptaráðið kaupi inn efni; vélar og búnað til skipa fyrir útgerðarmenn og skipa smíðastöðvar með eigi hærri á- lagningu en 2%, enda sé efnið valið af sérfróðum mönnum. 2. Að flutningsgjöld af efni í skip, vélar og búnað til skipa, verði lækkað þannig, að hækkun þeirra frá því fyrir stríð verði eigi meiri en hækkun flutnings- gjalds á matvörú. Telst .nefnd- inni til, að umrædd lækkun sé um 50% af núverandi flutnings gjöldum. 3. Að tollar verði eigi reikn- aðir af framanrituðu efni til skipa. 4. Að reglur um álagningu á Frh. á 7, síðu. nokkurt tímabil, áður en hita- veitan kom, og eftir að hún kom. Var eyðslan eins og hér segir: I október 1942: 8400 smál., í nóvember 7000 smál., í des- ember 9200 smál. í janúar 1943: 9700 smál., í febrúar 8000 smál., í október 8000 smál., í nóvembér 8000 smál. Eftir að hitaveitan kom: I desember 1943 7000 smál. í janúar 1944 5800 smál., í febrúar 4600 smál. Þetta gefur nokkra hugmynd um þá hitaþörf, sem hitaveitan hefur uppfyllt, og þó eru enn ekki öll kurl komin til grafar. ‘Þess skal getið, að þessi tafla er sízt í vil hitaveitunni, því að gera má ráð fyrir því, að bæði Hafnfirðingar og þeir Reykvík- ingar, sem urðu að kynda með kolum, hafi oðið að eyða meiru en áður, vegna þess að veturinn nú var miklum mun kaldari en í fyrra. Ég vil geta þess, að reikning- ar hitaveitunnar greiðast mjög vel. Hins vegar er deilt um verðið og taxtana. Þegar bæjar- stjórnin ákvað að miða heita- vatnsgjaldið við það, að menn greiddu líkt og þeir yrðu að borga með kolakyndingu, þá vakti það fyrir öllum, að í- þyngja almenningi ekki, en gæta þess að hitaveitan yrði ekki fjárhagslegur baggi fyrir bæjarfélagið. Var hugsað um það að á þessum tíma, meðan kolaverðð væri svona hátt, gæti hitaveitunni tekizt að greiða nokkuo af stofnkostnaði sínum. Hins vegar er sjálfsagt að játa það, að taxtarnir eru áætlun að meira eða minna leyti. En öðru vísi var ekki hægt að fara að. Við gátum ekki byggt á öðru en reynslunni í þessu efni, og reynsluna var ekki hægt að fá, nema með sjálfum rekstri hita- veitunnar. Áð vissu leyti var einfaldast að hafa eingöngu notkunargjald, en vegna þess að hér var algerlega um nýtt og órevnt fyrirtæki að ræða, þótti nauðsynlegt að hafa festagjald. Menn hafa nokkuð deilt á þetta fyrirkomulag, en ég vil benda á, að einn vinsælasti taxtinn hjá rafveitunni, hefur verið fpsta- gjaldstaxtinn, og nauðsynlegt var fyrir bæjarstjórnina að gera tekjur hitaveitunnar öruggar. En ég vil endurtaka það, að þegar reynslan er fengin af rekstrinum, mun bæjars+iV — endurskoða taxta heita vatnams og má þá gera ráð fyrir því, að Frh. á 7. síðu grænmefls á vegum Kvenfélags álþfSu- sini. ^æsíkomandi mHudagi- og fösiudagskvöld. KVENFÉLAG Alþýðu- flokksins hefir, allt frá því að það var stofnað, lagt á það ríka áherzlu að halda uppi fræðslu um alþýðleg efni meðal félagskvenna. Hefur þetta gefizt mjög vel og hefur mikill fjöldi kvenna notið þessarar fræðslu. Að hús- mæðrafræðslukvöldum félags- ins í vetur var svo mikil að- sókn, að ekki gáíu nærri allar, sem þess óskuðu, komizt að. Nú hefur félagið ákveðið að efna til tveggja fræðslukvölda um ræktun grænmetis og verð- ur þessi fræðsla næstkomandi miðvikudags- og fimmtudags- kvöld. Ragnar Ásgeirsson garðyrkju- fræðingur verður leiðbeinandi bæði kvöldin og sýnir hann skuggamyndir. Fræðsluerindi Ragnars byrja bæði kvöldin stundvíslega kl. 9 og eru seldir aðgöngumiðar að báðum kvöld- unum í einu lagi. Kosta þeir 3 krónur. Er ekki að efa, að Alþýðu- flokkskonur muni nota tæki- færið til þess að fræðast um þetta nauðsynjamál heimilanna. Fræðslan yerður í fundarsal Alþýðubrauðgerðarinnar. Bifreiðarsfjóri dæmd- ur fpir bHreíða- skemr SAKADÓMARINN í Reykja- vík hefir kveðið upp dóm yfir manni þeim, er ók ölvað- ur á bifreiðar Bergs Gíslason- ar stórkaupmanns og Magnús- ar Jónssonar prófessors, sem stóðu á Laufásvegi um daginn. Maðurinn var dæmdur í 15 daga varðhald og sviftur öku- leyfi ævilangt. Hér var um tvö brot að ræða. il/lenntaskólinn: s______srr ' ENNTASKÓLANEMEND- UR sýndu í gær leikritið „Hviklynda ekkjan“ eftir Lud- vig Holbei'g. Aðalhlutverkið, Hviklyndu ekkjuna lék Hólm- fríður Pálsdóttir. Húsfyllir var og varTeiknum mjög vel tekið af áheyrendum. Leikstjórn hafði Þorsteinn Ö. Stephensen annazt, en leikritið þýddu menntaskólanemendurnir Ás- mundur Sigurjónsson og Sveinn Ásgeirsson. Hjúskapur. í dag verða gefin saman af sr. Bjama Jónssyni, ungfrú Birna Ágústsdóttir og Jakob Hafstein framkvæmdastjóri. Heimili ungu hjónanna verður é Flókagötu 7. Urðu fyrSr miklum Slfum á Sauiárkróki. S EYTJÁN skíðamenn úr Reykjavík -og Hafnar- firði eru komnir til Sigluf jarð ar til þess að taka þar þátt í landsmóti skíðamanna. Þegar skíðamennirnir komu til Sauðárkróks ætluðu þeir að taka póstbátinn til Siglufjarð- ar, en gripu í tómt, því að póst- báturinn var farinn. Urðu skíða mennirnir þá að vera um kyrt á SauðárkrókL — Reyndu þeir þó að komast landveg, en urðu að snúa við. í gærmorgun lögðu þeir svo enn af stað áleiðis til Hofsós og síðdegis í gær tókst þeim að fá toát með sig þaðan og til Siglufjarðar. Var þetta mjög bagaleg töf á för skíðamannanna. Þeir ætluðu sér að dvelja nokkuð á Siglufirði áður en mótið hæfist til að hvíla sig, en geta það nú ekki, því að mótið á að hef jast á morgun. Nýlízku verzlun með „Síld og fiskur", forsiöðumaóur Þorvaldur GuÖmundsson. ORVALDUR Guðmunds son, sem verið hefir for stjóri Niðursuðuverksmiðju sambands íslenzkra fiskfram leiðanda allt frá stofnun þeirr ar verksmiðju árið 1937, hefir nú látið af því starfi og sett á stofn nýja verzlun á Berg- staðastræti 37, ásamt Stein- grími Magnússyni fisksala. Þessi nýja verzlun er raunar einnig verksmiðja — og alveg einstök í sinni röð. Hún heitir „Síld og fiskur“ og er sérverzlun með alls konar fisk og fiskafurð ir. Þeir félagar hafa reist mjög myndarlegt verzlunarhús og er það 760 kúbikmetrar að stærð. I því er stór og myndarleg búð, frysti- og kæliklefar, skáli fyrir reykofn, aðgerðar- og vinnusal- ur, eldhús og starfsherbergi. Þetta er á neðri hæðinni en á efri hæðinni er skrifstofa, kaffi stofa, snyrtiherbergi, kryddher- bergi og fleira. * Verzlunin og vinnustofurnar eru bún-ar öllum beztu fáanlegu vélum og tækjum, kæliskápum rafmagnssuðupottum, skurðavél um o. s. frv. Borð verzlunarinn- ar og gluggakistur eru búin ryð fríu stáli, gólf korklagt og yfir- leitt svo vel vandað til alls sem frekast er mögulegt. Það er of langt mál að telja hér upp alll það, sem verzlun- in hefir á boðstóíum, en það er nær allt úr hvers konar fiski. Verzlunin býr til alls konar á- legg og salöt, hefir daglega nýtt fiskfars og fiskipylsur koma hráðlega á markaðinn. Mikla á- herzlu leggja þeir félagar og á síldina, sem þeir búa út á hinn snyrtilegasta hátt. Allt er í þessari verzlun með hinum mesta myndarbrag. Árshátíö hins islenzka prentara- félags verður í Tjamarcafé í kvöld, miðvikudag. Hefst með borðhaldi kl. 7.30. Hjónaefni. Síðastliðinn laugardag opinber- uðu trúlofun sína, Guðrún Krist- insdóttir, Vasturgötu 17 A og Bjöm Jónsson, verzlunarstjóri hjá verzl- uninni „Halli í>órarins“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.