Alþýðublaðið - 12.04.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.04.1944, Blaðsíða 5
Miðvikndagnr 12. apríl 1944. ttf *>TOU«H ' § Horft á folkið streyma til kirkju á hátíðismorgni — Kölkuð gröf — Unga fólkið er að koma — Stemming yfir borginni — Sókn til tindanna. EG ER SAMMÁLA Bjarna Ásgeirssyni um það, aS páskahátíðin ber mestan helgi- svip allra kirkjulegra hátíða okk- ar — og mér finnst, hvort sem það er rétt eða ekki, að þetta færist heldur í vöxt. Þrátt fyrir það, þó að nú fari fleira fólk úr bænum út og suður um hina löngu páskahátíð en áður var, þá er enn meirl kyrrð í bænum þessa daga en ég átti áður að venjast, en það er einmitt kyrrðina sem okkur vantar á helztu hátíðum okkar. hús, sem þjóðirnar gætu safnazt í til að efla þrek sitt og styrk sinn á hörmungatímum. UNGA FÓLKIÐ kanm að draga ályktanir sínar af píslarvætti hinna norsku og pólsku presta. Það mun ekki gleyma Kai Munk og píslarvættisdauða hans. Það skilur, að það hlýtur eitthvað að vera fólgið í þeirri köllun, sem slíkir menn þjóna. Ég hygg að margt ungt fólk hafi aldrei skilið jafnvel og nú muninn á lifandi kirkju og innantómu húsi. ÉG SAT Á BEKK undir styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli einn hátíðisdaginn og horfði á fólk- ið streyma til kirkjunnar. Mér fannst hljómur kirkj uklukkunnar vera veikur og mjór — og mér datt í hug, að við þyrftum að eignast voldugri klukku til að hringja bæjarbúa til messu. Klukkur dóm- kirkjunnar okkar eiga að heyrast um alla borgina. Ég veit þó ofur vel, að músík kirkjuklukknanna lætur jafn unaðslega í eyrum þeirra, sem hafa þá lífsvenju að sækja kirkjur, hvort sem þeir eru dimmir og miklir eða veikir og smáir. Þar er það ekki krafturinn, sem veitir fróunina. KUNNINGI KOM til mín þama á bekknum. „Þú ert að horfa á fólkið,“ sagði hann. „Ég er að horfa á kirkjufólkið. Það er ekki aðeins gamalt fólk, sem fer í kirkju. Það kemur mér dálítið á óvart hversu margt ungt fólk fer í kirkjuna." „Já“, svaraði hann. „Það fer mjög ört vaxandi, að ungt fólk fari í kirkju. Ég hef haft þann sið að fara í kirkju með börnin, stundum á sunnudögum. Áður var það næstum því eingöngu gamalt fólk sem fór í kirkju, en nú er unga fólkið farið að koma líka.“ SVO FÓRUM VIÐ að tala um þetta og hvaða orsakir lægju til þess. Við urðum sammála um að ástæðan væri sú, að kirkjan hefði sannað styrk sinn og tilverurétt í þeim hildarleik, sem geisað hefir um löndin, að unga fólkið hefði skyndilega uppgötvað það að kirkjan var ekki innantómt orð, heldur vald og veruleiki, EN ÞETTA ER NÚ eins og prédikun og á þó ekki að vera það. Þetta eru aðeins fátæklega^ hugleiðingar tveggja lítilla manna, sem sitja á bekk í sólskini og horfa á fólk ganga prúðbúið á hátíðismorgni til kirkju, sem er lítil og óásjáleg í ríkri borg. ÞAÐ VAR STEMNING yfir borginni okkar um páskana. Fólkið þaut út og suður, og það kom heim af fjöllum útitekið og með glampandi augu. Marg- ir fóru um fjöllin þó að skíða- færi væri ekki gott. Þegar það brást voru skíðiin skilin eftir við skálana og farið í gönguferðir upp á tindana. Það er mikil bless- un í því fólgin fyrir okkur öll og framtíðina, hvað unga fólkið er farið að sækja mikið til fjallanna. Hannes á horninu. 40 lóffum undir íbúðarhús, sem byggja á í sumar, var úthlutað á bæjar- ráðsfundi í gærmorgun. Þar af eru 28 lóðir við Grenimel, en hin- ar lóðirnar eru við Laugarás og Háteigsveg. Áheit á Strandarkirkju: Kr. 11,00 frá ónefndum, kr. 2,00 frá S. Áheit á Hallgrímskirkju kr. 2,00 frá S. íslenzka útvarpiff frá London verður framvegis hvern sunnudag kl. 14.15—14.30 á bylgjulengd 25.15 metra. Guffjón Jónsson fisksali, Laugavegi 132, verður sextugur 10. þ. m. YÐAR S AM AUGLÝSIÐ í ÁLÞÝÐUBLAÐINU Þrátt fyrir kauphækkanir, aukna dýrtíð og hækkandi vísitölu, fæst Alþýðublað- ið enn fyrir hið lága verð, 6 krónur á mánuði í Reykjavík og nágrenni. Gerisf áskrifendur. Sími 4906 og 4900. Þrír forystumenn brezka Alþýðuflokksins. Herbert Morrison A. V. Alexander Ernest Bevin innanríkisráðherra í stríðsstjórn Churchills. flotamálaráðherra brezku stjómarinnar. vinnumálaráðherra í stríðs- stjórn Churchills. rezki Alpýðuflokkurinn. GREININ, sem hér birtist, er eftir George Ridley, sem á síðasta flokksþingi brezka Alþýðuflokksins var kos- inn formaður í miðstjórn hans og þá um alllangt skeið hafði verið einn af þingmönnum flokksins. Greinin er þýdd úr brezka tímaritinu „Britain to-day“, marzhefti þess. En rétt áður en hún birtist þar, barst fréttin um andlát Ridleys, á bezta aldri. Hann var talinn einn af efnilegustu forystumönn- um flokks síns, og jafnmikilsvirtur hæði innan hans og utan. Alþýðuflokkurinn BREZKI hefir vakið for- vitni margra erlendra manna og valdið þeim heilabrotum. Þeir hafa undrazt það, að slík- ur flokkur skuli ekki byggja meira á hugsjónum en raun ber vitni. En Alþýðuflokkurinn brezki hefir lagt mun meiri á- herzlú á raunhæfni en hugsjón- ir. Kenninga Karl Marx gætir engan veginn eins á stefnuskrá hans og jafnaðarmannaflokk- anna á meginlandi Evrópu. Al- þýðuflokkurinn brezki aðhyllist aðalatriði jafnaðarstefnunnar og hefir reynzt þeim trúr í hinu margþætta stjórnmála- starfi sínu fyrr og síðar. Sagan mun látá þess getið, að ' Alþýðuflokkurinn brezki hafi f verið stofnaður árið 1899 með samþykkt, er gerð var á þriðja alþý ðusambandsþinginu, sem haldið var í Plymouth. Þetta er ■ rétt svo langt sem það nær. Flokkurinn varð raunverulega til mun fyrr, og samþykktin í Plymouth var aðeins einn þátt- ur þróunar hans. Ógn og harð- ýðgi iðnby ltingarinnar hafði neytt menn og konur til þess að hugsa um stjórnmál. Þau áttu ekki annarra kosta völ. Þó mun almenningur vart hafa lát ið stjórnmál skelegglega til sín taka, en ýmsir frjálslyndir og framsýnir umbótamenn ráku markvissan áróður til þess að svo mætti verða, og á nítjándu öldinni voru allmargir fulltrú- ar hinna vinnandi stétta kosnir þingmenn neðri málstofunnar. Þessir fulltrúar verkalýðs- stéttarinnar höfðu þó engin sam tök með sér né forustu nema þeir veittu frjálslynda flokkn- um öruggt brautargengi. Sam- þykktin á alþýðusambandsþing inu í Plymouth var lofsverð til- raun til þess að stofna skipu- lagðan flokk, er væri óháður hinum eldri flokkum, og sú til- raun bar giftusamlegan árang- ur. Flokkurinn hóf starfið með miklum glæsileik. í kosningun- um árið 1906 hafði hann fimm- tíu menn í kjöri, og tuttugu og níu þeirra náðu kosningu. Þetta var næsta há hlutfallstala, og þessir menn létu mikið til sín taka, þegar á þing kom, enda var þar vart vanþörf á nýjum mönnum með nýjar skoðanir. Þingið og vinnubrögð þess breyttu mjög um svip. Mál þau, er vörðuðu hinar vinnandi stétt ir, voru tekin fyrir af hug og dug. Það mátti þannig að orði kveða, að nýr þáttur væri haf- inn í stjórnmálum Bretlands. Alþýðuflokkurinn óx svo við hverjar kosningar eins og eftir- farandi tölur sýna: Kosningar. Þingm.tala. Atkv. 1906 29 323.195 1910 (í jan.) 40 505.690 1910 (í des. 42 370.802 1918 57 2.244.945 1922 142 4.236.379 1923 191 4.348.379 1924 151 5.487.620 1929 • 287 8.364.883 1931 ' 52 6.648.023 1935 154 8.326.131 Þess ber að geta jafnframt því, sem vitnað er. til talna þess ara, að flokkurinn gekk ávallt til kosninga, án þess að njóta nauðsynlegra fjárráða, en and- síæðingarnir höfðu hins vegar næg fjárráð og blaðakost. Að- staða Alþýðuflokksins var því mun lakari en andstæðinganna að öðru leyti en því, fylgis- menn hans þreyttu leikinn af frábæru kappi.. Fylgi flokksins er til komið með þrenns konar hætti. (1) Meðlimir verkalýðs- félaganna, sem hafa lýst sig reiðubúna til þess að láta af hendi sérstakt gjald auk félags- gjaldanna, (2) samvinnumenn. og (3) einstaklingar, sem hafa sótt um upptöku í flokk- inn og greiða félagsgjald sitt í flokkssjóðinn. Þegar síðasta landsþing flokksins var háð í júnímánuði árið 1942, voru meðlimahlutföllin þessi: Verka lýðsfélagar 2,230.376, samvinnu menn 28.108 og einstaklingar 226.621. Hver, sá, er les tölur þessar af kostgæfni, hlýtur að verða var við firrur í kosningafyrir- komulagi Breta. Tvö atriði þarfn ast nokkurra upplýsinga: (a) kosningarnar 1918 voru háðar eftir að kosningarétturinn hafði verið rýmkaður að nokkrum mun, og (b) kosningarnar 1931 voru háðar við mjög erfið skil- yrði fyrir flokkinn. Á tímabili því, sem skýrsla þessi nær yfir, myndaði flokkur inn tvisvar sinnum stjórn, enda þótt hann væri í minnihluta. Aðstaða þeirra var þó hin örð- ugasta, og báðum var þeim steypt af stóli af samsteypu frjálslynda flokksins og íhalds- flokksins. — En á hinum skamma valdatíma sínum auðn aðist flokknum að koma merk- um umbótum á auk þess, sem hann hlaut nauðsynlega þjálf- un í landstjórn. Þó hygg ég, að flokkurinn muni vart mynda Stjórn að nýju fyrr en hann hef ir hlotið öruggan meirihluta á þingi. Nú, þegar skammt virðist þess að bíða, að sigur sé fenginn í hildarleik þeim, sem háður er, eru mál þau, er krefjast lausn- ar eftir stríðið mjög á dagskrá, svo og önnur viðhorf sem skap- ast við þáð, að ófriðarins gætir eigi lengur. Stjórnmálaflokkarn ir á Bretlandí hafa gert með sér vopnahlé, meðan styrjöldin geisar. Flokkarnir hafa með öðr um orðum komið sér saman um það að efna ekki til kosninga- baráttu og er því aðeins einn maður í kjöri af hálfu stjórnar- flokkanna við aukakosningar. Þetta er gert í því skyni að rjúfa ekki eða lama „þjóðarein ingu“ þá, sem stjórn Churchills á að tákna. Alþýðuflokkurinn hefir sérstaka ástæðu til þess að halda þessa sáttagerð flokk- anna, því að hann hafði forustu í því að krefjast þess, að styrj- öldin yrði rekin með raunhæf- um og áhrifaríkum hætti, þegar horfurnar voru sem ískyggileg- astar, en gagnrýni þessi leiddi til þess, að stjórn Neville Cham berlains vék og stjórn Churc- hills tók við. Þegar styrjöldin hófst, var Neville Chamberlain forsætis- ráðherra, og stjórn hans var einvörðungu skipuð íhaldsmönn um. Alþýðuflokknum var þá boðin þáttaka í stjórninni, en hann hafnaði því boði vegna þess, að hann bar ekþert traust til forustu hennar. Stjórn Chamberlains sat svo við völd þar til í maímánuði árið 1940. Þá hóf Alþýðuflokkurinn gagn- rýni gegn stjórninni, sem leiddi til þess, að hún sagði af sér og Churchill myndaði stjórn sína. Þar með var mannkyninu vak- in sú von, að það myndi kom- ast heilu og höldnu gegnum hreinsunareld styrjaldarinnar og fá notið hagsældar og lýð- ræðis í komandi framtíð. (Niðurlag á morgun.) ÚibreiðiS &U>Wublaði3. 'vfctefcbtiklkikífcfcáúkZS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.