Alþýðublaðið - 12.04.1944, Síða 8

Alþýðublaðið - 12.04.1944, Síða 8
Miðvikudagor 12. apríl 1944. TiARNARBlO&S Þokkaleg þrenning (Tre glada tokar) Bráðskemmtileg sænsk gamanmynd. Elof Anrle Nils Proppe John Botvid Sýnd kl. 5, 7 og 9. „VERKIN TALA“ SIGVALDI hét maður, raup- samur og ýkinn. Einu sinni sagði hann kunningja sínum þessa söau: „Það var fyrir mörgum árum, þegar ég var í siglingum, þá sigldi með mér kolamokari, Jensen að nafni. Hann átti konu og þrjú hörn í Kaupmannahöfn. Þessi Jensen var svo mikill sóði, að hann þvoði sér aldrei þau tvö ár, sem við sigldum saman, enda sá ég aldrei hvít- an hlett á hans líkama. Oft benta ég honum á, hve alvar- legar afleiðingar þessi sóða- skapur kynni að hafa, en það var eins og að klappa á stein- inn, hann lét sig það engu skipta. Loksins fékk ég sönn- un fyrir mínu máli, þegar við komum til Kaupmannahafnar. Jensen hauð mér heim til sín og sýndi mér konuna sína, Ijósa á hár og hörund, sem engil, en hömin öll svört, já/, hreinrækt- aður blökkulýður.“ * * * BLÖSKRAÐI EKKI ALLT KUNNINGJARNIR A og B, komu saman í „veitingasjoppu“ og báðu um kaffisopa. Þegar frammistöðustúlkan hafði fært þeim kaffið, segir A: „Andskoti er að sjá hvað stúlkan er sóðaleg, sumar neglurnar litaðar rauðar, hrún- ar og bleikar, en hinar ólitaðar með sogarrendur.“ „O, sei, sei, þetta er nú ekki mikið,“ segir B. „Ég kom hér í haust, og þá voru hendurnar á þessari stúlku svo skítugar, að ég sá ekki neglurnar.“ * * * HROKINN er heimsþekkt vörumerki heimskunnar. (Dr. X). Ég býst við, að iþað hafi verið hréf Pimpernel, sem fyrst rifj- aði það upp fyrir mér, að dr. Sússkind var í Bergheim. Skrif- ari hótelsins afhenti mér það með virðulegri hneigingu,, því að Bergheim-Zuche skjaldar- merkið var á bláu umslaginu. — Kæra 'Marion, skrifaði stórhertogafrúin. — Ég veit ekki, hvort þú manst ennþá eftir mér. Ég frétti hjá Klöru Balbi, að þú værir í Heidelberg, og ég hefði gam'an af að sjá þig aftur. Til allrar óhamingju er ég örkumlamanneskja í hjóla- stól eins og sakir standa. Þú hefir ef til vill lesið í blöðunum um flugvélarslysið, þegar ég slasaðist og eldri sonur minn fórst. Þetta er þungbært fyrir okkur, gamlar manneskjur, en ég er hætt að spyrja hvers vegna og treysti því, að þetta hafi verið vilji drotftins. Ég skrifa þér þetta bréf vegna yngri sonar míns, sem er á- gætur verkfræðingur og er nú að svipast um eftir starfa í Bandaríkjunum. Hann hefir lok- ið námi frá tekniska háskólan- um í Kalifomíu og hlotið verklega æfingu í verksmiðjum Ford í Detroit. Myndir þú vilja leggja gott til með honum við manninn þinn, sem mér skilst, að sé áhrifamaður? Má sonur minn leita á fund hans og vænta áheyrnar hjá honum? Ef þú verður ófarin, þegar dr. Súss- kind leyfir mér að taka á móti gestum, vonast ég eftir að þú komir og spjallir um gamla daga við vinkonu þína. Eleonore Bergheim — Zuche (Pimpernel) — P. S. — Stórhertoganum líður vel, og hann biður mig að bera þér beztu kveðjur sínar. Daufan ilm lagði af pappím- um, sem var skreyttur hinu gagnslausa skjaldarmerki, ilm fortíðarinnar og liðinnar æsku. — Við skulum fara þangað, sagði ég við Mikael. — Við skul- uim skreppa til Bergheim eirrn dag eða svo. Við höfum gott af því, og mig langar til að sjá gamla vini mína. Ég skrifaði dr. Sússkind miða, því að ég gerði mér vonir um, að óveðursskýin, sem söfnuðust saman umhverfis okkur, myndu dreifast, ef ég ræddi við gömlu konuna. Við leigðum okkur vagn og ókum nokkurra klukku- stunda vegalengd eftir nýja þjóðveginum, sem menn voru stoltir af. Við ókum yfir hæð- irnar, fram hjá syfjulegum þorp um og yfir brúna á Rín, og ég svipaðist eftir endurspeglun dómkirkjunnar á vetrarlegu yf- irborði vatnsins. Aðeins einn skrælnaður blómsveipur lá við fætur samkti Francis. Þráfald- lega höfðu draumar mínir flutt mig aftur til Bergheim. Mynd borgarinnar, eins og hún birtist í draumum mínum, hafði nálg- azt meðvitund mína, en mynd- in af borg veruleikans þukazt þaðan. Ég þekki mig því ekki í borginni. Árangurslaust leit- aði ég að styttunni af Hugo hin- um góða í rómverska búningn- nm og Nýju höllimii. Ég fann hvorugt. Göturnar höfðu verið skýrðar nýjum nöfnum, nazist- unum að skapi. Þar sem Nýja höllin hafði áður staðið, stóð nú önnur bygging, áþekk banka byggingu í ICansas. Eg gerði ráð fyrir, að hún væri aðseturstað- ur yfirvaldanna á staðnum. Dr. Sússkind átti von á okk- ur. Hún hafði þó að minnsta kosti ekki ibreytzt verulega. Áð- ur hafði hún verið hörð og þurr eins og smásteinn, og smástein- ar breytast ekki mikið. —1 Góð- an dag, Marion, sagði hún, eins og við hefðum skilið daginn áð- ur. — Svo ajð þetta er ameríska framleiðslan, sem þú hefir á- hyggjur út af? sagði hún og leit snöggt á Mikael og sló á öxl hans. — Hvað er að, ungi mað- ur? sagði hún. —• Af útlitinu mætti ráða, að þú lifðir heldur hratt. Jæja, Marion, þætti þér ekki gaman að sjá sjúkrahúsið okkar? Við höfum fengið mikið iaf nýjum og góðum tækjum. Nú erum við laus við alla hneisu og óskilgetin börn! Þetta var hörmulegt með son stórhertoga- frúarinnar, en það er þó betra að fara svona en tærast upp af innvortis meinsemdum. Það sagði ég henni líkft, og hún tek- ur tþessu mjög skynsamlega. — Og nú skulum við fá okk- ur kaffibolla — reglulegt kaffi, Marion. Það lýsir kannske lít- illi föðurlandsást að drekka það jafn sterkt og ég geri, en það er það eina, sem gömul kona eins og ég get gert til viðhalds sál og líkama. Og svo lítum við á þennan unga karlmann. — Svo að þú hefir tælt mig hingað til læknisrannsóknar, hvíslaði Mikael að mér, þegar við fylgdumst á eftir henni inn í dagstofu hennar. Þar var kalt. — Þegar blóðþrýstingurinn er yfir 200 þarf maður ekki mikinn stofuhita, sagði gamla konan. í stofunni var megn sótthreins- unarlykt og angan af gólfvaxi. Kaffið var sterkt, en einnig það hafði keim af sótthrein&unarefni Mynd Foringjans horfi á það með stakri vanþóknun, hvað við eyddum mörgum dýrmætum kaffibaunum. Það fór vel á með Mikael og gamla karlmannahataranum. Að skammri stund liðinni voru þau niðursokkin í eitthvað læknátal, og ég var alveg utan gátta. — Groonemann er mikill skurð læknir, heyrði ég hana segja. — NVJA bio Vordagar við jSpringtime in the Rockies) Dans og söngvamynd í eðli- legum litum. Aðalhlutverk: Betty Grable John Payne Carmen Miaranda Cesar Romero Harry James og hljómsveit hans. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BIO BAMBI Litskreytt teiknimynd gerð af snillingnum WALT DISNET Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Bamasýning kl. 3. Aðgöngumiðar að barnasýn- Lngunni seldir kl. 11—12, að áinum sýningunum frá kl. 1 Ekki svarað í síma fyr en kl. 1. Ef þú kemst í kennslu hjá Groo nemann, ungi maður, þá er vel fyrir þér séð. Svo kom skýrsla Mikaels um eitthvað, sem þeir hefðu gert og ég botnaði ekki neitt í neinu en horfði bara á gömlu trén í garðinum fyrir ut- an. Ef maður sér ekki ungt tré í tuttugu ár, hefir mikil breyt- ing átt sér stað. En gömul tré breytast ekki. — Þá er bezt að líta á þig, sagði dr. Sússkind og leit óvingjarnlega til mín, þeg- ar ég læddist á eftir þeim inn í lækningastofuna. En ég hafði kökk í hálsinum og fannst ó- þægilegt að vera skilin ein eftir. Ég hafði orðið að bíða svo mikið undanfarnar vikur. Mikael var þessu kunnugur og tók þegar að afklæðast, áður en tilmælum um það var beint til hans. — Vel byggður, sagði dr. Sússkínd og kinkaði kolli til mín. — Heldur magur að vísu, en vel byggður. Mikael dró djúpt andann, hélt niðri í sér andanum, beygði höfuðið, kross- lagði hendurnar og gerði hitt og þetta meðan dr. Sússkind hlust- aði hann mjög nákvæmlega. — Nei, það er ekkert að hon- um, sagði hún að lokum. — Hann er ofurlítið slappur, það er allt og sumt. Lungun eru á- gæt eftir því sem ég get bezt séð. En ef iþú vilt vera alveg viss í. þinni sök, þá geturðu lát- ið taka nokkra X-geisla af hon- um í Heidelberg. Mér gezt ekki að því, þegar fólk hefir hita, án þess að hægt sé að finna orsakir þess. Það er þá venjulega fal- in meinsemd einhvérs staðar. MEÐAL BLÁMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO Fyrst og fremst varð þó að tryggja það, að þá myndi hvorki skorta mat jié drykk. Það var nokkurt vandamál, hvað gera átti við Bob. En Hjálmar lýsti því yfir, að hann gæti auðveldlega borið eins mikið og hinir, og þar sem Wilson og Páll aumkuðust yfir dýrið, urðu þeir ásáttir um að skipta niður á sig skerfi þeim, sem hundinum var ætlaður. Dagur var liðinn að hádegi. Sólin stóð hátt á himni og hellti brennheitum geislum sínum yfir hauður og haf. Niðandi lækur rann gegnum grasið út til hafsins. Hann hraðaði för sinni í pngæðislegum gáska óleiðis til hafs- ins, þar sem hann var dæmdur til dauða í Jiinum söltu bárum. Pokadýr og aðrar skepnur sléttunnar stimpuðust á í gáska, að sumu leyti var hér um leik að ræða, en að sumu leyti bardaga. Apar og páfagaukar gáfu hin óhugnanleg- ustu hljóð frá ser. í forsælu af litlum lundi höfðu sex menn komið sér þægilega fyrir. Þrír þessara manna voru hvítir, en þrír blakkir. Þetta voru vinir vorir, þeir Wilson, Páll, Hjálm- ar, Kaliano og tveir Talvoar. Bob lá þar í grásinu og hálf- mókti. BEV/ THEY REALLY MI55ED U5 LOOK AT THE RECEPTION THAT’S YNDA 8 AG A FLUGSTJÓRINN: „Já, ég held bara að það sé satt að þeir hafi saknað okkar. Það er bara heil nefnd — og meira til, sem kem- ur til að fagna okkur. FLUGVÉLASTARFSMAÐUR: (sá eini sem kemur, en hinir streyma fram hjá þeim að hinni vélinni) ,/Halló!“'

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.