Alþýðublaðið - 13.04.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.04.1944, Blaðsíða 3
i ' IJ Jfs ■ |g '■ i Fimmmciagur 13. aprfl 1944. fll»YÐU3LAP8ll 3 TöVfT ARGIR IIAFA VARPAÐ X»3 fram þeirri tilgátu, aS styrjöídinni í Evrópu yrði lokið á þessu ári. Menn full- yrða, að innrás bandamanna úr vestri standi fyrir dyrum, sé væntardeg þá og þegar. Það er ekki ósennilegt. Hin- ar stórfelldu loftárásir bandamanna undanfamar vikur benda helzt til þess, að til stórtíðinda dragi. Banda- ríkjamenn ráðast svo að segja á degi hverjum á flug- vélasmiðjur Þjóðverja um gervallt Þýzkaland, senni- lega til þess að gera Þjóð- \ verjum ókleift að smíða or- ustuflugvélar, sem eiga að vera til taks, er til innrásar- iiinar kemur. Bretar ráðast að nóttu til á ýmsar iðnaðar- stöðvar og samgöngumið- stöðvar Þjóðverja í Vestur- Evrópu til þess að torvelda Þjóðverjum liðflutninga til Ermarsundshafnanna. En hvemig svo sem innrásin fer, er víst, að styrjöldinni ljúki á þessu ári? TELJA MÁ VÍST, enda upp- lýst af ýmsum forystumönn- um Breta og Bandaríkja- manna, að Þjóðverjar séu enn mjög öflugir. Bardag- .arnir á Ítalíu benda að minnsta kosti til þess, að svo sé. Þar er sama þófið mánuð eftir mánuð, menn verjast í gistihúsi einu i Cassino viku eftir viku, að maður tali ekki um klaustrið margumtalaða, og bandamenn fá ekki að gert, þrátt fyrir géysilega yfirinrði í lofti, en það sýn- ir sig nú sem fyrr, að styrj- öldin verður ekki unnin með flugvélunum einum saman. Þegar til kastanna kemur, er það fótgönguliðið, sem úr- slitum veldur. NÚ GETUR meir en vel verið, að bandamenn geri það af ásettu ráði að láta ekki til skarar skríða á Ítalíu. Þeir ætla sér ef til vill að hefja þar stórfellda sókn samtímis innrásinni úr vestri, til þess að fá Þjóðverjum nóg að starfa. MENN FURÐAR, sem von er, á hinni hröðu sókn Rússa, sem nú hafa brotizt inn á Krímskaga, langt inn- í Pól- land og Rúmeníu. En er ekki sóknin grunsamlega hröð? Getur ekki hugsazt, að Þjóð- * verjar veiti ekki það við- nám, sem hægt væri, ef þeir tækju á öllu sínu? Að vísu er ekki hægt að leggja trún- að á hina hlægilegu fullyrð- ingu þeirra um „skipulegt undanhald“ í hvert skipti sem Rússar hrekja þá úr ein- hverri varnarstöð. En hins vegar má telja það nokkurn vegiirn víst, að manntjón þeirra er tæplega í réttu hlutfalli við hina öflugu sókn Rússa og bersýnilegt er, áð þýzki herinn er hvergi brotinn á bak aftur. Hann er ekld á óskipulegum flótta. Undanhald þeirra frá Rúss- landi er með allt öðrum hætti en undanhald Napo- leóhs á sínum tínia. Af 6Ö0 þúsund mánna her hans Frh. á 7. síðu. $er iingsdóini í hendur Umberfo krónprins. y IKTOR EMANUEL ít- * álíukonungur flutti út- varpsræðu í gær og tilkynnti þjóð sinni, að hann myndi láta af konungsdómi þegar er bandamenn hefðu tekið Róm. Jaf nf ramt gat hann þess að hann afsalaði sér völdun- um í hendur syni sínum, Um- berto krónprins. Lýsti kon- ungur yfir því, að þessi á- kvörðun sín væri endanleg og yrði ekki breytt undir neinum kringumstæðum. Konungur sagði meðal ann- ars í ávarpi sínu, að hann hefði fyrir 8 mánuðum stuðlað að því að ítalir hættu samvinnu við Þjóðverja og skipuðu sér við hlið bandamanna og myndu þeir leggja fram sinn skerf til sigurs bandamanna. Kvað hann ítali mundu síðar geta tekið sér stöðu við hlið hinna sameinuðu þjóða sem frjáls þjóð. Viktor Emanuel III, konung- ur Ítalíu og Albaníu og keisari Eþiópíu, eins og titill hans var, er fæddur 11. nóvember 1896 og tók við konungdómi árið 1900. Hann er kvæntur Helenu, prinsessu af Montenegro. Um- berto, sem ber nafnbótina prins af Piedmont er fertugur. Hann er kvæntur Marie José, prins- essu af Belgíu. Sonur þeirra er Viktor Emanuel, 7 ára að aldri. Enn hafa blöð bandamanna ekki rætt þessi tíðindi, sem vak- ið hafa feykilega athygli. Sforza greifi, sem um langt skeið hef- ir verið einn aðalforvígismaður landflótta ítala og svarinn and- stæðingur fasista hefir látið svo um mæla, að -breyting þessi sé nauðsynleg til þess, að vel takizt um að koma einhverju skipu- lagi á innanlandsmálefni Ítalíu. Sókn Rússa hægari. |H| JÓÐVERJAR játa í fregn- um sínum, að þeir verði að láta undan síga á Krím sem annars staðar á austurvígstöðv- unum. Segja þeir í tilkynning- um sínum, að þýzkar og rúm- enskar hersveitir á Krím hafi látið undan síga til nýrra varn- arstöðva. Þeir hafa viðurkennt fall Kerch. Hersveitir Malinovskys eru nú komnar um 16 km. suðvest- ur af Odessa, en sókn þeirra virðist ekki jafnhröð og áður. Eru þær nú komnar hálfa lcið frá Odessa til Dniestr-ósa. Þýzku hersveitimar, sem und- an hörfa, liggja undir stór- skotáhríð Rússa og sífelldum á- rásum steypiflugvéla. Talið er líklegt, að borgin Jassy í Rúmeníu falli í hendur Rússum innan skamms. Rússar hafa enn brotizt yfirSeret á nokkrum stöðum og eru komn- ir að rótum Karpatafjalla. Viktor Emanúel og Umberlo. ircðeleg aðbúð erlendra verka r 1 Frásögn daeiska leyníblaðsins Frit Danmark LONDON í gær. 13 LAÐIÐ ,Frit Danmark/ sem gefið er út með leynd í Danmörku birti ný- lega grein um svívirðilega meðferð á dönskum verka- mönnum í Þýzkalandi. Blað- ið hefir upplýsingar um þetta úr skjölum, sem danska sendi sveitin í Berlín mun hafa ætlað að senda danska utan- ríkisráðherranum, en þau fundust í rústum sendisveit- arbyggingarinnar í Berlín, sem eyðilagðist í einni loftá- rás Breta. Greinin hefir vak- ,ið feykilega athygli og gefur glögga hugmynd um aðferð- ir Þjóðverja til þess að ginna danska verkamenn til vinnu í Þýzkalandi. Verkamennirnir eru ráðnir í þýzkum ráðningarskrifstofum í Danmörku, sem lúta forsjá manns að nafni Dr. Heise. Þeg- ar verkamennirnir koma til Þýzkalands er þeim tjáð að samningarnir séu í ósamræmi við gildandi fyrirmæli í Þýzka- landi. Ef Danirnir mótmæla, eiga þeir á hættu að vera varp- að í fangelsi eða fangabúðir. „Frit Polk“ nefnir eitt dæmi til sönnunar þessu: Maður nokk ur hafði svarað auglýsingu í blaði, þar sem lofað var vellaun aðri vinnu. Hann komst síðan að raun um, að hér var um að ræða vinnu í Þýzkalandi, en þess hafði ekki verið getið í auglýsingunni. Launin skyldu verá 2Yi márk á klst. Lét hann tilléiðalst að saimþykkja þetta og. undirritaði samning við danskt fyrirtæki í Þýzkalandi, sem sagt var, að hefði danska verkstjóra og ágæt hússkilyrði. Þegar hann kom til Þýzkalands, sá hann að hið danska firma hafði enga vinnu af neinu tagi, heldur réði verkamenn og seldi þá síðan í hendur þýzkum fyr- irtækjum. Launin, sem þeir fengu, voru ekki 2Vz mark, held ur 71 pfennig á klst. Danski verkamaðurinn og nokkrir félagar, sem einnig höfðu verið blekktir, mótmæltu, en þá voru 4 þeirra handtekn- ir og fluttir í fangabúðir, skammt frá Hamborg. í fanga- búðum þessum voru um 200 menn, þar af 30 Danir, en af þeim dóu 8 á þrem vikum. Sagt var, að þeir hefði dáið úrlungna bólgu, en sannleikurinn var sá, að þeir dóu af illri meðferð. Dönsk stjórnarvöld fengu ekki að vita um þá, sem settir voru í fangabúðir, n'é heldur er þeir létust. Það var danska ræðis- mannsskrifstofan í Hamborg, sem komst að þessu. Þess eru dæmi,' að danskir verkamenn hafi verið settir í alræmdar fangabúðir, svo sem Buchenwald, og Dachau fyrir smærri „afbrot,“ eða fyrir að „hafa látið í ljós ummæli, sem væru fjandsamleg Þýzkalandi.“ Matur var allsendis ónógur. Vopnaðir verðir gæta verka- mannanna og skjóta þeir án aðvörunar ef einhver gerir til- raun til þess að flýja. Verka- menn starfa einkum að skurð- greftri og ýmislegri þunga vinnu. Þá verða þeir að gerá ýmiskonar líkamsæfingar. Þeir mega fá bréf að heiman, en þeir mega ekki skrifa aftur. Fanga- verðir refsa fyrir hinar minnstu yfirsjónir, annaðhvort með bar- Frh. á 7. síðu. og noroflianna i London 9. aprfl. . A PÁSKADAG komu/ um 1500 Danir og Norðmenn saman í Coliseum-leikhúsi í London til þess að minnast sameiginlega hins 9. apríl 1940, og var það í fyrsta skipti sem Danir og Norðmenn gera það. Norðmenn • höfðu forgöngu í málinu. Norðmenn minntust atburðanna í Danmörku 29. ágúst í fyrra og vildu láta í Ijós aðdáun sína á baráttu Dana heima fyrir í hinni sameigin- legu baráttu fyrir frelsinu. Þess vegna buðu þeir öllum frjálsum Dönum í Englandi til sameigin- legs fundar. Hákon Noregskoungur og Ól- afur krónprins voru viðstaddir og af Dana hálfu voru þar mcð- al annarra de Fontenay, sendi- herra Dana á fslandi, og Kauff- mann, danski sendiherrann í Washington'. í fundarbyrjun minntust menn hinna tveggja mikil- menna, skáldanna Kai Munks frá Danmörku og Nordahls Grieg frá Noregi. Sá fyrrnefndi var myrtur af nazistum, en hirin fórst í hetjulegri loftárás á Berlín. S j östad, f élagsmálapáðherra Noregs, lagði áherzlu á það, hvernig Norðmenn hefðu á 126 ára friðartímabili byggt upp svo sterkt lýðræðisþjóðfélag, að Þjóðverjum og quislingum hefði ekki tekizt að brjóta það niður, þrátt fyrir ofbeldi sitt. Norðmenn skildu vel, að að- stæður voru mjög ólíkar í Nor- egi og Danmörku 9. apríl, en síðan hefðu Norðmenn frétt með hrifningu um glæsilega frammistöðu Dana heima fyrir. Christmas Möller flutti snjalla ræðu og lýsti því, hvernig konungar Noregs og Danmerkur hefðu hvor á sinn hátt unnið þjóð sinni á ósér- plæginn hátt og örvað þær á þessum baráttuárum. Kristján konungur hefði kosið að fara áð hinu fræga aæmi Friðriks III. að deyja í hreiðri sínu. Til allrar hamingju lifði Fiðrik III. að sjá land sitt frjálst á ný og það myndi Kristján konungur einnig gera, sagði ræðumaður. Christmas Möller spáði því, að heimur sá, er byggður yrði upp að stríðinu loknu, yrði heimur hins vinnandi manns, í víðustu merkingu þess orðs. (Frá dönsku sendiherraskrif- stofuúni.’) Loftárás á Wiener- Neusfadf I Ausiurríkl. ff GÆR fóru margar amerísk- " ar sprengjuflugvélar af stærstu gerð til árása á iðnað- arborgina Wiener-Neustadt í Austurríki. Flugvélarnar komu frá bækistöðvum í Austurríki. Borg þessi er um það bil 50 km. suður af Vínarborg og eru þar þýðingarmiklar flugvéla- smiðjur. Tjón mun hafa orðið mikið. Stórar brezkar flugvélar réð- ust í fyrrinótt á samgöngumið- (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.