Alþýðublaðið - 13.04.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.04.1944, Blaðsíða 5
 fimmtadagur 13. aprxl 1944. iMnaiwiB^'VnMaa iMíii s í i — litlir stólar og lítil borð og soiargeislar á gólfi og veggjum og menn, sem langar að rísla sér — Svona skapast hamingja. FÁIR FÉLAGSSKAPIR hér í Reykjavík eru eins ástsælir meðal bæjarbúa og Barnavinafé- lagið Sumargjöf. Þetta er ekki ó- eðlilegt. f fyrsta lagi hefur þessi félagsskapur það starf með hönd- um að hlúa að þeim gróðri, sem okkur öllum þykir vænt um, og í ððru iagi hefur árangurinn af atarfi félagsins verið mjög góður. ÉG MINNIST ÞESS, fyrir mörg- um árum, þegar Steingrímur Ara- son bað mig að koma í Grænuborg Og líta á heimilið, sem þá var að taka fyrsta sinn til starfa, að hann var ofurlítið kvíðinn um framtíð þess. Þá var byggt á fömfýsi og áhuga einstakra manna og kvenna, en „þegar menn vita hvað þeir vilja og hefjast handa, þá verður árangurinn góður,“ sagði ísak Jónsson í fyrradag, og þetta hefur hann lært af reynslunni f Barna- vinafélaginu. SUMARGJÖF hefur alltaf átt því láni að fagna að hafa á að skipa ágætisfólki, sem hefur unnið ■mf fómfýsi og áhuga að því að ná aem beztum árangri, og það sr sannarlega mikil gæfa fólgin í því, ®ð sjá jafn ríkulegan ávöxt af atarfi sínu og starfsmenn Sumar- gjafar hafa náð. ÞEGAR VIÐ komum inn í stof- ■umar í Tjamarborg, í fyrradag, fannst manni einhvem veginn að maður væri kominm inn í dverg- heim. Þarna voru örlítil borð, lögð Lítii fierbergi (mætti vera í kjallara) handá einhleypum manni. Góð og róleg umgengni. Áreiðanleg og há leiga í boði Uppl. í síma 4900. -. - - | Duglega og ábyggilega s t ú I k B vantar VEITINGASTOFAN VESTURGÖTU 45. fannarkjólaefni margar tegundir Unnur (horni Grettisgöte og Barónsstígs). dúkum og diskum og við þau stóðu örlitlir stólar. Þeir, sem breiðastir vom og hæstir í loft- inu litu hálfsmeykir á stólana — og þegar þeir settust: Ingimar Jó- hannesson kennari, séra Árni Sig- urðsson, Sigurður Thorlacíus skóla stjóri, Arngr. Kristjánsson skóla- ! stjóri og dr. Guðmundur Finn- bogason, fóm þeir ákaflega var- lega, og það var eins og þungum steini væri létt af hjarta þeirra, þegar þeir voru loksins búnir að koma sér fyrir. ÞEffi SETTUST í sæti bamanna, litlu anganna, sem sýsla þama á daginn undir handleiðslu Þór- hildar Ólafsdóttur við leiki sína og hin alvarlegu störf, því að þið skuluð ekki halda það, að það séu ekki alvarleg störf að teikná mynd- ir með alls konar litum, mála ský og bæ og læk og hest og hund og tungl og kú og kross og tré og blóm og bæ og fólk og sjó og skip. Eða haldið þið að það sé ekki vandasamt að búa til nafnið sitt — eins og það getur líka verið erfitt stundum, því að stafimir vilja verða öfugir — til dæmis E-ið í Pétur. Það er mikið stríð að láta það snúa rétt! OG ÞAÐ VAR eitthvað svo skrít- inn svipurinn á þessu fullorðna fólki, þegar það gekk þama um stofurnar. — Mér fannst að það langaði ákaflega mikið til að fara að rísla sér, að það langaði til að fara að raða kubbum og bókstöfum og sjá hvað það gæti, eða henda smápúðurti og draga trélestina. Ég reyndi og það tólcst. Ég fullyrði það, að þessa stundina vom ekki aldeilis stríðsfréttirnar, eða kaup- sýslubraskið, matarstritið og allt það bösl í hnasli og sýsl í rusli í hug okkar. Við urðum svolitla stund lítil og glöð böm, sem lang- aði að leika sér. Við gleymdum stærð okkar, gráum hámm, skegg- broddum — og svörtum pilsuni. Það var sólargeisli á gólfinu og — yfir þvera stofuna. OG ÉG MINNTIST ÞESS allt í einu, að fyrir nokkrum dögum sá ég kunnimgja minn, sem er lands- þekktur maður fara um götuna, sem ég bý við. Hamn hélt á hatt- inum sínum með svitaröndinni, í hendinni, gekk hratt og léttilega og raulaði fyrir munni sér. Hann var eitthvað svo glaðhlakkalegur svo að ég kallaði til hans. Hann kom brosandi út undir eyru til mín — og sagði áður en ég gat heilsað: „Ég var að koma úr Tjam- arborg — ég fór þangað í heim- sókn. — Mikið ári er það sniðugt!" SVONA GETUR hamingjan smitað. Hann hafði séð bömin áð störfum. — Hann hafði séð Sum- argjöf að verki. Ög þessi gleði hefur áreiðanlega enst honum lengi. Svona verður hamingja til. — Þið munið líka hvernig það er alltaf hér í Reykjavík á bamadaginn. — Það er sólskin, jafnvel þó að það sé þykkt loft. — Og bráðum kem- ur barnadagurinn, aðeins eftir eina viku eða svo. Hannes á hominn. | Þrátt fyrir kauphækkanir, aulcna dýrtíð og hæklcandi vísitölu, fæst Alþýðublað- ið enn fyrir hið lága verð, 6 krónur á mánuði í Reykjavík og nágrenni. Qerlsi áskrifendur. Sími 4906 og 4900. Síðari grein: Á mynd þessari sjást rústir verkfræðingaháskólans í Helsingfors, höfuðborg Finnlands, eftir nýlega loftárás Rússa á hana. Rússar hafa haldið uppi hörðum loftárásum á Finnland, eink- um höfuðborg landsins, og valdið þar miklu tjóni. Mynd þessi var send frá Stokkhólmi vest- ur um haf. Rústir í Helsingfors. rezki Alpýðitfiokkurinii. VIÐ MUNUM komast heilu og höldnu gegnum hreins unareld styrjaldarinnar. En hvað mun þá taka við? Enginn maður á Stóra-Bretlandi mun dirfast að spá neinu um það, til hvaða tíðinda muni koma í stjómmálum landsins, þannig, að þar sé u;m að ræða annað en húgmyndir og getgátur. En tvennt hygg ég sé þó hægt að fullyrða. Alþýðuflokknum finnst aðstaða sín í hiriu póli- tíska vopnahléi sízt þekkilegri en þegar minnahlutastjórnir hans sátu að völdum. Hann mun því aldrei missa sjónar á nauðsyn þeirri og skyldu, að hann geti tekið upp hina fyrri aðstöðu sína í stjórnmálum landsins — að verða sjálfstæð- ur og óháður í stefnu sinni og starfi. En hver mun verða stefna hans og starf eftir að friður hefir á komizt að nýju? Fyrst af öllu mun hann leggja áherzlu á það, að frið- urinm verði treystur og tryggð- ur. Hann mun hvetja til þess, að sérhvert spor verði stigið, sem nauðsynlegt er, til þess að firra því, að þróum siðmenning- arinnar í 'heiminum verði nokkru sinni framar röskuð af rángjörnum glæpamönnum. Það verður að koma á stofnun allra þjóða, sem hefir nægilegt vald og forustu til þess að hindra hvem þann, er hyggst raska velsæmi mánnanna og viðleitni þeirra til þess að skapa sér heill og hamingju. Það verður að efna til sam- eigimlegs öryggis, er styðjist við nægilegt vald til þess að þetta bandalag þjóðanna verði tryggt. Þá fyrst getur heimur- inn, al'lar þjóðir og öll lönd, skipulagt viðreisn gervallrar veraldar, en þess var enginm kostur, meðan styrjaldarhætt- an vofði sífellt yfir höfðum þeirra. í sambandi við þessi mál er Atlantshafssamningur- inn hið mildlvægasta plagg. Því að aðilar hans eru eigi aðeins staðráðnir í að gera allt sem auðið er til þess að unnt reyn- ist að skapa þá auðnu og giftu öllum þjóðum heims. Heima fyrir mun einnig verða krafizt algerrar endur- skipulagningar. Alþýðuflokkur- inn gerir sér þess glögga grein, að skipulagning sú, sem tekin hefir verið upp í sambandi yið styrjaldarreksturinn, er bezra sönmunin fyrir því, að stefna hans er hin rétta. Hefði rtklri stefna hans verið tekin upp í samlbamdi við styrjaldarrekst- urinn, hefði hann aðeins orðið kák eitt og fum. En mörgum mun virðast það undarlegt, ef ekki verður haldið áfram að starfa á þeim grundvelli eftir stríð, sem traustastur hefir reynzt á ófriðarárunuin. Hinn aukni landbúnaður á Bretlandi hefir bjargað þjóðinni frá hall- æri, sem ella hefði óhjákvæmi- lega orðið hlutskipti hennar. Hvernig má það verða, að margir verða að una hlutskipti hallæris á friðartímum, þegar unnt er að bægja þeirri hættu brott á ófriðartímum? Bretar þarfnast milljóna húsa eigí aðeins til þess að bæta úr því húsatjóni, sem þeir hafa orðið fyrir af völd- um loftárásanna, heldur og til þess að koma húsakosti lands- manna í það horf, sem sæmir menningarþjóð. Þeir verða að endúrskipuleggja samgöngu- kerfi sitt og taka visindin ör- ugglega í þjónustu sína til þess að líf og viðskipti þjóðarinnar færist aftur í hið fyrra horf. í þessum efnum og öðrum mun Alþýðúflokkuxinn krefjast þess, að endureisnarstarfið verði ekki miðað við örlæti. auðjöfranna heldur þarfir sam- félagsins. Alþýðuflokkurinn mun því leggja mikla áherzlu á opin- bera íhlutun eftir stríð. Á sum- um sviðum muin hann jafnvel ganga enn, lengra. Á síðasta ári hurfu Bretar að því ráði að bjóðriýta kolariámur landsins. Það var almenint talið sjálfsögð ráðstöfun. Alþýðuflokkurinn mun krefjast þess, að iðnaður landsins komist í eigu almenn- ings, og hann mun fylgja þeirri kröfu sinmi fast fram. Flokkurinn ber og mjög fyrir brjósti breytin(gar á banka- skipulaginu. Eftir að styrjöldin kom til sögu, taldi stjómin nauðsyn til þess bera, að bank- arnir á örlagatímum þjóðar- innar verið hrifin úr höndum auðjöfranna. Nú eru þeir reknir með þjóðarhag fyrir augum og lúta yfirstjóm ríkisins. Frá því ráði skyldi eigi horfið, þótt stríðinu ljúki. Bankarnir skulu vera í eigu samfélagsins, og það skal ákveða stjórn þeirra. En fyrst og fremst ber þó að mæta erfiðleikum þeim, er af- vopnunin hefir í för með sér og láta endurskipulagningu iðn- aðarins til sín taka eftir að friður er á kominin. Þetta er það tímabil, sem flestir óttast. Þúsundir brezkra manna eiga sér ógnlegar endurminningar frá því á áranum 1918—1939, árunum milli heimsstyj alda ana tveggja. Þeir voru þá atvinnu- lausir oft langa hríð. Fjöl- skyldur skorti nauðsynlega fæðu og klæði. Við verðum að gera hvað, sem þarf, til þess að fyrirbyggja það, að þetta end- urtaki sig. Við gemm okkur þess glögga grein, að við höfmn lagt ihart að okkur. Tekju- skattar þeir og aukaskattar, sem lagðir hafa verið á brezku' þj '<i- ina, eru orðnir svo gífurlega háir, að þeir, sem ekki til þess þekkja, myndú telja það fjar- stæðu. Við vitum einnig, að við munum búa við ýmis konar skort árum saman, og þrautir og hörmungar þjóðanna á meg- inlandi Evrópu verða svo að segja við bæjardyr okkar. í fyrsta lagi mun Alþýðuflokk- uririn krefjast þess, að á verði komið jöfnuði, sem fyrirbyggi óhófsauð og örbirgð. í öðru lagi mun hann krefjast þess, að námueigendur og verkamenn verði látnir bera jafnar byrðar erfiðleika þeirra, sem ekki vcú ur hjá komizt. Það ber að taka stióm’^-rin til alvarlegra umræðna og bera saman margra ráð éður eu h r í- ið er að því ráði að vísa leiðir á vettvangi þeirra. Við lifum um þessar mundir kvöld ein- hvers mesta sköpunartíma' ■ 's mannkynssögunnar. Heimurinn bíður nýrra breytinga. Alþýðu- flokkurinn brezki er sér full- komlega vitandi um ábyrgð þá og önn, sem hans bíður, og mun miða stefnu sína og störf við það. Þjóðir heimsins verm- ast nýrri dirfð og skapa sér nýja drauma. Gervallt mann- kyn er í þann veginn að hef ja sókn til nýrra markmiða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.