Alþýðublaðið - 25.04.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.04.1944, Blaðsíða 4
ILTyÐUBLAÐItl fUþijðtiblaðÍð Rltstjórl: Stetán Pétnrsson. Bímar ritstjórnar: 4901 og 4902. Ritatjórn og afgreiCsla í Al- þýðubúsinu við Hveríisgötu. Dtgefandi: AlþýSnflokknrinn. Simar atgreíöslu: 4900 og 4906. Verö i lausasölu 40 aura. i Alþýðuprentsmiðjan b.t | Orðabök, sei brýa prí er orðln ð. FRÁ því befir verið skýrt ekki alls fyrir löngu, að iÞórihallur Þorgilsson magister hefði 1 hyggju, að semja íslenzka orðabók yfir landfræðiheiti. Mun mörgum hafa þótt það góð tíðindi, enda fyllilega tíma- bært, að það verk verði unnið hið bráðasta. * Nauðsyn þessa verks er svo trvímælalaus, að ekki er þörf að fjölyrða um hana. í fram- burði og réttritun staðanáfna og landfræðiheita ríkir nú slík- ur glundroði hér á landi, að ekki má lenigur við svo búið standa. Gleggst hafa menn fund ið til þessa í sambandi við frétta flutning blaða og útvarps. Þess eru ófá dæmi, að sama staðar- nafnið er ritað með þrennum eða eða fernum hætti eftir því, hvaða blað á hlut að máli. í framburði ýmissa staðaheita eru jafnvel enn fleiri tilbrigði. Hafa anenn t. d. oft orðið þess varir, að sama nafnið er borið fram, sitt með hverjum hætti í frétta- flutningi útvarpsins, eftir því hver flytur þar fréttir. Þá snertir þetta mál mjög Skóla landsins, allt frá barnaskól um til efstu bekkja menntaskóla Glundroðinn, sem ríkir í þess- um efnum, torveldar landa- fræðikennslu skólanna mjög til finnanlega. Samning orðabókar yfir landfræðiheiti, þar sem tekið sé upp eitt löggilt heiti yfir hvern stað, ritháttur þeirra samræmdur og framiburður og raktar helztu sögulegar og l§nd fræðilegiar upplýsingar, sem heitinu eru tengdar, er þvx hið mesta nauðsynjamál. * Það orkar ekki tvímælis, að samning orðabókar sem þessar- ar er tímafrekt og kostnaðar- samt starf, sem ýmsir menn mundu verða að leggja hönd að. Virðist því óhjákvæmilegt, að til komi opinber stuðningur við þetta verk, í hvaða formi sem hann yrði veittur. Ekki væri ó- eðlilegt, að verk þetta væri unn- ið að einhverju eða öllu leyti á vegum þeirrar bókagerðar, er ríkið rekur. Verkefni opinberrar bókaátgáfu er án efa fyrst og fremst það að stuðla að útgáfu stórra og nauðsynlegra ritverka, sem ótvíræð þörf er fyrir, enda ‘þótt brugðizt geti til beggja vona með fjárhagslegan ágóða, að minnsta kosti fyrst í stað. Margir einstaklingar, sem við bókagerð fást, hafa ekki bol- magn til að hrinda slíkum verk- ■um í framkvæmd. Þetta gildir um samningu og útgáfu land- fræðiheitaorðabókar. Þess mun naumast að vænta, að einstakl- ingar sjái sér fært að leggja fram það fé, sem óhjákvæmi- lega er þörf fyrir, meðan á samn ingu verksins stendur. Öll rök mæla því með því, að þetta nauð synjavenk verði unnið fyrir op- inibera tilhlutun og með stuðn ingi af opinberri hálfu. . * —<m teeiðiS AtbvSublaðið. Guömundur O. Hagalín: Lagðist Ógautan pá djúpt... AFREMSTU SÍÐU í ÞJÓÐ- VILJANUM frá 6. ágúst 1939 stendur svohljóðandi klausa: „Halldór Kiljan Laxness rit- höfundur ritar í dag í Víðsjá Þjóðviljans um samband ís- lendinga og Dana. Er greinin einkum rituð með hliðsjón af þeim straumhvörfum, sem nú eru að verða á utanríkispólitík Danmerkur.“ Við' flettum blaðinu, og á annarri og þriðju síðu getur að líta Víðsjá Laxness. Hér skulu nú birtar úr henni kaflar — með leturbreytingum eftir höf- und þessarar bókar: . „Það er frægt orðið, að for- ráðamenn dönsku stjórnarflokk anna hafa nú fyrir skömmu gengið til Berlínar til þess að gera þar fyrir hqnd danska rík- isins tryggðasáttmála yið þýzka fasista. Á yfirborðinu 1 ít- ur samxxingur þessi að vísxx út sem skrítla: eitt höfuSatriði samningsins er hvorki rneira né minna en það, að Danir lofa því hátíðlega að ráðast ekki á Þýzka land til að Ieggja það undir sig með vopnavaldi. í augum ó- kunnugra virðist „skuldbind- ing“ af þessu tagi aðeixxs vera tilraun Dana til að Ieika fífl fyrir öllum heiminum, en þar sem litið er á hið heimspóli- tíska tafl, dylst engum, hvað sáttmálinn táknar, hann er að- eins yfirlýsing þess, að Dan- mörk sé opinberlega dregin und ir pólitískt áhrifasvið Þýzka- lands, dönsk viðskiptapólitík og utanríkisstefna, sámhæfð heimspólitík möndulríkjanna. Á úrslitatímum, þegar þjóðirnar skipa sér í fylkingar til væntan- legra átaka, hefir Danmörk val ið sér stöðu. Hvort það hefir verið tilgangur danskra stjórn- arforkólfa að kaupa sér frið við Þjóðverja með þessum skrípa- sáttmála eða ekki, þá getur sam hæfing danskrar utanríkisstefnu við Þýzkaland ekki táknað ann að í augum Bretlands en yfirlýs ingu um andbrezka stefnu. En um leið cg samhæfing við Mönd ulinn er andbrezk afstaða,þá ér hún ekki síður andnorræn af- staða. Með samningnum hefir Danmörk brotizt út úr hinni norrænu hlökk. Sú staðreynd, að það ríki, sem hefir konung sam eiginlegan við okkur íslendinga og lögfestan samning um gagn- kv^em þegnréttindi, skuli á þess um hættulegu tímum hafa skip- að sér í andbrezka afstöðu með því að gera tryggðasáttmála við höfuðóvin Bretlands um leið og önnur norræn ríki telja sér skylt að synja boði um slíkan sáttmála, það hlýtur að knýja íslenzka sambandsvini og pass- ifa abdikasjónista til endurskoð unar hinna svokölluðu sam- bandsmála.11 Seinna í greininni segir Lax- ness: „Að minnsta kosti fer það að verða augljóst, að við hijótum að isetja skilyrði fyrir áíram- haldandi samstarfi, sem okkur hefði ekki boðíð í grun að setja þyrfti. Þessi skilyrði eru fyrst og fremist þau, að danska stjórn- in fjarlægist stefnu „andkomm- únistíska sáttmálans,“ þ. e. a. s. utanríkispólitík möndulveld- anna, sem beint er gegn okkar eðlilega verndara, Bretlandi.“ Þannig skrifaði Halldór Kilj- an Laxness um ráðstöfun dönsku lýðræðisflokkanna að taka tilboði Þjóðverja um , ,ekki-árásar ‘ ‘-sáttmála, sem líklega væri eins rétt að nefna griðasáttmála á íslenzku. Hálfri þriðju viku eftir að Lax ness skrifaði þessa „Víðsjá“, undirrituðu utanríkisráðherrar Rússa og Þjóðverja, Molotoff og von Ribbentrop, griðasátt- mála fyrir hönd ríkja sinna. Sáttmáli þessi var gerður „á ALDREI fyrr í íslenzkum bókmenntum hafo konunúnistar verið húðstrýktir á jafn eftir minnilegan hátt og í hinni nýju bók Guðmundar G. Hagalín, „Gróður og sandfok“, sem kom út á forlagi Víkingsútgáfunnar; og það er vissu- lega engin tilviljun, að þeir hafa hingað til talið sér heppi- legast, að þegja með öllu um hana. Bókin fjallar aðallega um hið kommúnistíska trúboð hér á sviði bókmennta og Iista, en lýsir einnig ágætlega „línu“ þeirra, eða réttara sagt „línudansi“ á sviði stjórnmál- anxxa, bæði innlendra og alþjóðlegra. Hér birtist, með leyfi höfundarins, sá kafli bókarinnar, sem fjallar um afstöðu kommúnista til ófrxðarins og aðila hans. f :j1 U úrslitatímum, þegar þjóðirnar skipa sér í fylkingar til væntan legra átaka“, eins og Laxness 'sagöi x greininni um Dani hinn 6. ágúst. Rússland hafði „valið sér stöðu“, og „hvort það hefir verið tilgangur“ rússneskra „stjórnarforkólfa að kaupa sér frið við Þjóðverja . . . eða ekki, þá getur samhæfing“ rússneskr ar „utanríkisstefnu við þýzka ekki táknað annað í augum Bretlands en yfirlýsing um and brezka stefnu. En xxm leið og samhæfing við Möndulinn er andbrezk afstaða, þá er hún ekki síður andnorræn afstaða.“ Takið eftir því, lesendur góð- ir, að ég tek hér upp orð Lax- ness óbreytt, nema hvað ég set rússneskra í stað danskra og rússneskrar í stað danskrar. Þið hljótið að sjá, að Rússland hafði samkvæmt dómi Laxness um Danmörku, „skipað sér í and- brezka afstöðu með því að gera tryggðasáttmála við höfuðóvin Bretlands.“ Hlutu nú ekki kommúnistar — með utanríkismálasérfræð- ing sinn, Halldór Kiljan Lax- nes, að skipa sér gegn Rússum í þessu máli og dæma þá ærið óvægilega, ekki sízt þar sem það lá í augum uppi, að lóð Rússlands hlyti á úrslita- og hættutímum, en það sá Laxnes, að tímarnir voru, að vega svo óendanlega miklu meira í vog- arskál heimsmálanna en lóð Danmerkur? Verkanir griðasáttmála Rússa við Þjóðverja létu ekki bíða sín ákaflega lengi. Hinn 1. septem- ber réðust Þjóðverjar á Pólland og tóku Danzig hersltildi. Svo sögðu Frakkar og Bretar Þjóð- verjum stríð á hendur.. . Og Rússar létu sér ekki nægja griðasáttmálann við Þjóðverja og ;þá andbrezku afstöðu, sem í honum fólst, heldur gerðu þeir líka viðskiptasamning við Þjóðverja, þar sem þeir tryggðu þeim margt það, sem þeir gátu ekki án verið, meðan þeir voru að brjóta undir sig bandamenn Breta: Pólverja og Frakka — og einnig frændþjóðir okkar Norðmenn og Dani. Ennfremur Hollendinga og Belga, Júgó- slafa og Grikki. Ja, áttu íslenzkir kommúnist ar nægilega sterk orð til þess að lýsa glapræði vina sinna, Rússa? Hinn 25. ágúst 1939, tveim dögum efir að utanríkisráðherr arnir Molotoff og von Ribben- trop skrifuðu undir hinn örlaga þrungna griðasáttmála, flutti Þjóðviljinn grein með eftirfar- andi aðalfyrirsögn: „Brjóta sovétríkin „öxulinn“? „Sovétríkin gera ekkiárásar- samning við Þýzkaland og rjúfa þar með heimsbandalag fasista ríkjanna gegn kommúnisman- griðasáttmálanum „brotið með einum pennadrætti“ andkomm únistíska möndulinn og Hitler hafi fengið bolsivikum í hendur lykilinn að framtíð Evrópu. Hjá Laxness andar í grein þessari heldur kalt til Breta, „okkar eðlilega verndara“ frá því fimm vikum áður en þetta gerðist, enda er nú Laxness auðvitað kominn í „andbrezka afstöðu“, þar sem hann hyllir hjástoð Þýzkalands, Rússa. I annarri grein í Þjóðviljanum segir hann píðan: „Þýzki fasisminn sem „fræði grein,“ þjóðarvakning og Þriðjudagur 25, apríl 1944» va'Mastefna byggðist á bar- áttunni gegn bolsivismanum sem undirstöðu. Með griðasátt- mála þýzka ríkisins við bolsé- vismann er þessari undirstöðu kippt burt, hugmyndakerfi naz ismans lamað, þýzki fasisminis; sem fagnaðarboðskapur gegn Ibolsivisma er ekki lengur tiL Um leið er baráttan gegn fas- ismanum ekki lengxxr einkunnar orð, nema með takmörkuðu inni haldi: broddurinn hefur verið sorfinn af þessu hættulega vopni auðvaldsins; vígtennum- ar dregnar úr þessu villidýrij sem átti að rífa bolsann á hoL i Eftir er gamall og spakur seppi, [ sem enginn bolsiviki telur fram i ar ómaksins vert að sparka x | svo um munar.“ ) „Lagðist Ógautan þá djúpt“, í mundi einhvers staðar standa £ | Þorsteins sögu Víkingssonar! I sambandi við þá heimsmála speki Laxness, sem kemur fram í hugleiðingunum út af griða- sáttmála Rússa og Þjóðverja, læt ég nægja að skírskota tii þeirrar styrjaldar, sem nú geis- ar og útvarpsáróðurs Þjóðverja viðvíkjandi útrýmingu bolsi- vismans. Menn geta svo sjálfir- ályktað um tannleysi hins gamla og spaka seppa.. . Ein- hvern tíma var sagt: „Mikil ei trú þín, kona“! Kommúnistar hafa löngum á iþví stagazt, að Rússar væra. verndarar smáþjóðanna og frið arins í veröldinni. Kristinn Andrésson, bókmenntalegur og yfirleitt menningarlegur leið- togi allra kommúnista hér á' landi, segir í Rauðum pennum, að kjörorð Ráðstjórnarríkjanna. Frh. af 6. síðu. um" Já, svona var þá tónninn! Hinn 9. september segir svo Halldór Kiljan Laxness í grein í Þjóð- viljanum, að Rússar hafi með FLOKKSÞING Framsóknar er enn ofarlega á baugi í dálkum blaðanna. Morgunblað- ið gerir það að umtalsefni í að- alritstjórnargrein sinni á sunnu daginn. Þar segir meðal ann- ars: „Sennilega hefir hinn nýkjörni formaður staðið að því að setja einskonar nýtt „vörumerki“ á flokkinn með stjórnmálayfirlýs- ingu, er þingið var látið sam- þykkja. En hvernig er svo þessi stjórnmálayfirlýsing? Hún er á- reiðanlega ein lélegasta grautar- gerð, er sést hefir í stefnuyfirlýs- ingum stjórnmálaflokka hér á landi. Hún á að vera eins konar skilgreining á „stefnuskrá og starfsaðferðum“ Framsóknarflokks inis; en ef hægt er að finna nokk- uð út úr henni, er það einna helzt það, að hún dragi upp mynd af flokknum í líkingu við austurlenzk ar skurðgoðamyndir, þar sem út- limír og alls kyns angar stefna í allar áttir og skapnaður allur hiim ófétislegasti. Framsóknarflokkurinn er sagður „fyrst og fremst flokkur bænda“. Þá flokkur „fiskimanna“. Loks flokkur „annarra framleiðenda“, að vísu aðeins þeirra, sem eru „vimmndi“. Ennfremur flokkur „alíra þeirra, sem viðurkenna gildi og nauðsyn samvinnunnar“. Og allra síðast er hann svo „jafnframt“ öllu þessu „frjálslyndur miðflokk- ur“! Enn segir í þeirri merku „stjóm- málayf irlýsingu“: Framsóknar- t flokkurinn hafnar öllu samstarfi, ' sem ekki er byggt á lýðræðis- og ! umbótagrundvelli, en getur sem frjálslyndur miðflokkur átt meira eða minina samstarf við hvem þann stjórnmálaflokk eða fulltrúa, sem- þjóðin hefir falið umboð sitt á lög- legan hátt —“. Virðist þá engu skipta, þótt viðkomandi væri e. t. v. ólýðræðislegur öfgaflokkur, eða byltingaflokkur? Eða er hugsunin, að teygjanleikirm og tækifæxis- . stefnan í hinum nýja framsólcnar- I' skrokki skuli engum takmörkum. háð?“ Þannig farast Morgunblað- inu orð um hinar nýju stefnu- yfirlýsingar Framsóknarþings- ins. En um formannsskiptin,. sem urðu að flokksþinginu loknu segir það í Reykjavíkur- bréfi sínu á sunnudaginn: „Ýmsir menn hafa borið það úpp* í sér, að ef stofnandi Framsóknar- flokksins yrði lækkaður í tign iim- an flokks síns, þá myndi hann ganga úr flokknum og fá hami klof inn. En því fer fjarri, að nokkxxr slík flokkssprenging standi fyrir dyrum. Jónas Jónsson verðxxr £ miðstjórn Framsóknarflokksins eft ir sem áður, þó hann sé ekki leng- ur í formannssæti, og vinnur þar að hugðarefnum sínum.“ Sennilega þarf ekki frekar vitnanna við um þetta atriði, Morgunblaðið hefir í seinni tíð átt vingott við Jónas og ættl að vita þetta blaða bezt, nema ef Vísir skyldi vera enn betur innvígður í fyrirætlanir hans. * í Reykjavíkurbréfi Morgunr blaðsins á sunnudaginn er ver- ið að reyna að bera það af Sjálf stæðisflokknum, að hann, eða sumir forystumenn hans, hafi á sínum tíma verið nokkuð vin1- samlegir nazismanum. Morguis blaðið segir um þetta: ,,í öllum andstæðingablöðum Sjálfstæðismanna birtast sífeldlegsi aðdróttanir til Sjálfstæðismanna um að flokkur þeirra sé undir fas- I istiskum eða nazsitiskum áhrifum. | Ailir þeir, sem þannig skrifa, vitai j sem er, að þetta eru staðlausir staf- 1 ir. En innan þessarar flokkþrenn- ingar er flokkur eínn, sem í hátt upp í 2 ár styrjaldarinnar lýsti sig vinveittan Hitler. Það er ekki fyrr Frh. á 6.. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.