Alþýðublaðið - 25.04.1944, Side 6

Alþýðublaðið - 25.04.1944, Side 6
« Auglýsing um skoðun á brfreiðum í lögsagnar- umdæmi Reykjavfkur. Samkvæmt bifreiðalögum tilkynnist hér með bifreiða- eigendum, að skoðun fer fram frá 2. maí til 13. júní þ. á. að báðum dögum meðtöldum, svo sem hér segir: Þriðjudaginn 2. Maí R 1— 100 Miðvikudaginn 3. — — 101— 200 Fimmtudaginn 4. —- — 201— 300 Föstudaginn 5. — — 301— 400 Mánudaginn 8. — ■— 401— 500 Þriðjudaginn 9. — — 501— 600 Miðvikudaginn 10. — — 601— 700 Fimmtudaginn 11. — — 701— 800 Föstudaginn 12. — — 801— 900 Mánudaginn 15. — — 901—1000 Þriðjudaginn 16. — — 1001—1100 Miðvikudaginn 17. — — 1101—1200 Föstudaginn 19. — — 1201—1300 Mánudaginn 22. — — 1301—1400 Þriðjudaginn 23. — :— 1401—1500 Miðvikudaginn 24. — — 1501—1600 Fimmtudaginn 25. — — 1601—1700 Föstudaginn 26. — — 1701—1800 Þriðjudaginn 30. — — 1801—1900 Miðvikudaginn 31. — — 1901—2000 Fimmtudaginn 1. Júní —. 2001—2100 Föstudaginn 2. — — 2101—2200 Mánudaginn 5. — — 2201—2300 Þriðjudaginn 6. — — 2301—2400 Miðvikudaginn 7. — -- 2401—2500 Fimmtudaginn 8. — — 2501—2600 Föstudaginn 9. — — 2601—2700 Mánudaginn 12. — — 2701—2800 Þriðjudaginn 13. — — 2801 og þar yfir. Ennfremur fer þann dag fram skoðun á öllum bifreiðum, sem eru í notkun hér í bænum, en skrásettar eru annars- staðar á landinu. Ber bifreiðaeigendum að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins við Amtmannsstíg 1, og verður skoðun- in framkvæmd þar daglega frá kl. 10—12 f. h. og frá kl. 1—6 e. h. Bifreiðum þeim, sem færðar eru til skoðunar sam- kvæmt ofanrituðu, skal ekið frá Bankastræti suður Skóla- stræti að Amtmannsstíg og skipað þar í einfalda röð. Við skoðunina skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram skírteini sín. Komi í ljós, að þeir hafi ekki fullgild skírteini, verða þeir tafarlaust látnir sæta ábyrgð og bifreiðamar kyrsettar. Þeir., sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau á sama tíma, þar sem þau falla undir skoð- unina jafnt og sjálf bifreiðin. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum. Ef bifreiðaeigandi (umráðamaður) getur ekki af óviðráðanlegum ástæðum fært bifreið sína til skoðunar á réttum tíma, ber honum að koma á skrifstofu bifreiðaeftirlitsins og tilkynna það. Tilkynningar í síma nægja ekki. Ógreiddur bifreiðaskattur, skoðunargjöld og vátrygg- ingariðgjöld ökumanna fyrir tímabilið 1. júní 1943 tii 31. marz 1944 verða innheimt um leið og skoðun fer fram, en til 1. maí n. k. verður gjöldum veitt viðtaka á skrifstofu toll- stjóra í Hafnarstræti 5. Séu gjöldin eklci greidd við skoðun eða áður mega menn búast við því, að bifreiðarnar verði stöðvaðar. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í lagi. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu ávallt vera vel iæsileg, og er því hér með lagt fyrir bifreiðaeigendur (umráðamenn), sem þurfa að endurnýja númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera það tafarlaust nú, áður en bifreiðaskoðunin hefst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli, til eftirbreytni. Tollstjórinn og lögreglustjórinn í Beykjavík. Reykjavík, 24. apríl 1944. Torfi Hjartarson Agnar Kofoed-Hansen Frh. af 4. síöu. sé: „Vtér ásælumst ekki fet af landi annarra, en látum ekki spönn af voru eigin landi.“ Hann segir einnig, að Ráð- stjórnarríkin hafi gengið í Þjóðabandalagið til þess að halda uppi málstað smáþjóða. Þá segir Þorbergur Þórðarson í Rauðu hættunni, að Ráðstjórn- arríkin fordæmi alla landrána- pólitík. Svona mætti lengi vitna til rithöfunda meðal íslenzkra kommúnista. Hefði það þá verið svo und- arlegt, þó að kommúnistarnir hér á íslandi hefðu orðið skelf- ingu slegnir, þegar Rússar réð- ust inn í Pólland, einmitt þá er Pólverjar voru sem nauðuleg- ast staddir — ekki til að setja hnefann í borðið út af sjálfstæði Póllands — og þannig Pólverj- um til hjálpar, heldur til þess að ásælast allmikinn hluta lands ins, innlima um það bil helming þess í rússneska ríkið? Og hefði nokkur orðið hissa, þó að ís- lenzkir kommúnistar hefðu bein línis gerzt Lúterar gagnvart páfanum í Moskvu, þegar Rúss ar réðust á Finna — og hefðu svo orðið ennþá heiftugri gegn páfadómnum, þá er verndarar smáríkjanna innlimuðu, Bessara bíu og síðan smáríkin þrjú við Eystrásalt? Hinn 27. september 1939 birti Halldór Kiljan Laxness ennþá grein um erlend mál í Þjóðvilj- anum. Sú grein heitir Áfanginn til Veiksel. Þar segist Laxness ekki skilja, hvemig mönnum geti dottið það í hug, að bolse- vikkum finnist það nokkurt hneyksli, að 15 milljónir manna séu „þegjandi og hljóðalaust“ innlimaðir undir bolsivismann. Hann talar einnig um það, að þessar milljónir hafa „árekstr- arlitið og án verulegra blóðsút- hellinga hoppað inn í ráðstjórn arskipulagið.“ Mundi Pólverj- um sjálfum hafa fundizt, að fallbyssur, flugvélar og skrið- drekar Rússa hafi unnið starf sinnar köllunar þegjandi og hljóðalaust? Takið svo eftir hoppinu? Jú, það er gömul sögn, að björninn læri á þann hátt að dansa, að hann sé látinn standa á heitu járngólfi. Og hvað er lítill árekstur og hvað „veruleg blóðsúthelling“ hjá mannvininum, hugsjónamann- inum og snillingnum? Hvað þurfa margar höfuðkúpur karla, kvenna og barna að brotna, t. d. í sprengjuregni úr flugvélum, til þess að það geti talizt árekstur? og kannske það, hvort blóðsúthelling telst veru- leg eða óveruleg, miðast við ein- hverja ákveðna lítratölu af blóði? Þá kemur það fram í grein Halldórs Kiljans Laxness hinn 27. september 1939, að hann er þess með öllu fullviss, að % hlutum Póllands hafi með að- gerðum Rússa verið bjargað um aldur og ævi inn fyrir túngarð Ráðstjórnarríkjanna. Og hann segir, að raunverulega sé sunn- anverð Austur-Evrópa komin undir lyklavald bolsivismans, en með sunnanverðri Austur- Evrópu á Laxness auðsýnilega við Rúmeníu og Balkanlöndin. Hver og einn getur nú borið þessar fullyrðingar Laxness saman við veruleika dagsins í dag. Hinn 30. september 1939 veitt ist svo Þjóðviljanum sú unun að fá tækifæri til að láta í ljós ánægju sína yfir hreinum og beinum vináttusáttmála Þjóð- verja og Rússa, en í sambandi við hann lýstu báðar þessar þjóðir yfir því, að þær teldu öllum þjóðum í hag, að friður yrði saminn milli Breta og Frakka annars vegar og Þjóð- verja. hins vegar — og að þær mundu ráðgast „um nauðsyn- legar ráðstafanir“, ef tilraunir þeirra til að koma.á friði reynd ust árangurslausar. Og það stóð ekki á ráðstöfunum frá hendi Rússa. Kommúnistar í Frakk- landi og Bretlandi — og raun- ar um allan heim — já, þeir fylgdust svo sem með þeir is- lenzku, hófu „friðarsókn“, og hyað seni öðru líður, náðu þeir þeim árangri að veikja mót- stöðuafl og samheldni Frakka, Hollendinga og Belga. Og hvem ig er svo komið? INiðurlag á morgun). Q ' C1';. p., ' • , ' . . Fyrsfu bernskuminn- ingar Kai Munks. (Frh. af 5. síðu.) þvætting. Þú verður hinn ágæt asti eiginmaður. Og svo máttu heldur ekki hugsa aðeins um sjálfan þig. Þú hlýtur líka að hugsa um mig. — Þú getur þó ekki neitað því, að þig langar til -þess, að ég komi í heiminn. Og.þú vilt þó víst ekki eiga mig utan hjónabands, eða hvað? ,Pabbi gekk inn í eldhúsið þár sem mamma stóð við upp- þyottinn. Honum varð litið á hinn blæfagra, þrýstna ung- ipeyjarbarm hennar. Hann ^agði eitthvað til þess að afsaka komu sína og gekk því næst út aftur. En þess varð skammt að biða, að hann kæmi aftur inn 4 eldhúsið. — Sjáðu til, Matthildur. Ég hafði drenghnokka heim með mér frá Ástralíu. — Dreng? Hún lét ekki svo lítið að líta við, en hún var harð ileikin við þurrkuna og glasið venju fremur. i — Og hvar er þá þessi dreng- ur? — Ja, það er nú það skrítna, • Matthildur, að hann er eiginlega hvergi — ekki ennþá. Nú lét hún að minnsta kosti svo lítið að hrista höfuðið. Hafði ekki einhver sagt henni, að sútarinn ætti það til að vera smáskrítinn? Augnaráð hennar vitnaði um spurn og kvíða. En þarna stóð pabbi gervilegri og glæsilegri en nokkru sinni fyrr, og glettnisbros sigraðist á feimn issvip hans. — Hann er hérna inni fyrir, Matthildur, hér inni í enninu. En hann er haldinn óstýrilæti ög stráksskap, svo að ég ræð ekkert við hann. Hann vill út. Ég hugsaði því sem svo, að ef við hjálpuðumst bæði að — og svo verður nú einhver að erfa sútunarverkstæðið, þegar þar að kemur. Pabb stóð kyrr í sörnu spor- um, og mamma eldroðnaði. Og þarna stóðu þau bæði, án þess að yita hið minnsta, hvað til bragðs skyldi taka. — Svona, kyssizt þið nú, eftir hverju eruð þið svo sem að bíða, hrópaði ég. — Mamma kipptist við, og pabbi steig eitt skref fram, og glasið dansaði á eldhúsborðinu. * SNNUDAGINN 13. seþtem- ber árið 1896 var Matt- hildur Christensen færð í brúð- arskartið af Helgu mágkonu 'sinni. Því næst steig hún upp í fereykisvagn, og svo var ekið eins og leið lá frá Maribo til Stokkemarke. Pabbi kom þang- að á reiðhjóli með leyfisbréfið í vasanum. Já, á reiðhjóli! í þá daga var reiðhjól eitthvað á- þekkt því sem bifreið er nú, svo að þið getið bezt séð á þessu, að það var enginn aumingi, sem mamma hlaut fyrir eiginmann! Þau hittust svo frammi fyrir Múrarafélag Iteykjavíkur hefir skrifað bæjarráði og ósk- að eftir að félagið fái 10 ha. land- svæði undir sumarbústaði í landi bæjarins. Bæjárráð ákvað að vísá erindinu til landbúnaðarnefndar til athugunar. Þriðjudagur 25. apríl 1944. Boltar, Bangsar Brúður, Tauvindm^kip * Skopparakringlur Vagnar, Kerrur Hjólbörur, Lúðrar Flautur, Úr Rellur, Saumadót Spil, Kubbar Skriðdrekar Flugvélar, Búningar Gúmmídýr, Hringlur og fleira. K. Einarsson & Bjömsson. | altarinu, og síra Galschiöt, fyrr verandi húsbóndi mömmu, gerði þau að manni og konu. Áð þvf búnu var aftur haldið heim til Maribo, þar sem brúðkaupsveizl an var haldin hjá Helgu systur og Wael mági. Pabbi var þrjátíu og níu ára en mamma tuttugu og átta ára, þegar þau gengu í heilagt hjóna band. Brúðkaupsdagurinn var mesti gleðidagurinn í lífi þeirra beggja. Þrem árum síðar var pabbi dáinn, og mamma lézt fjór um árum eftir dauða hans. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. en þýzki herinn réðist inn í Rúss- land, að kommúnistar hér í landi snéru baki við nazismanum. Með- an þeir héldu, að Moskvastjórnin myndi a. m. k. verða hlutlaus í styrjöld þessari, átti nazisminn' hér hvergi virka stuðningsmenn, nema meðal ráðamanna í Kommúnista- flokki íslands, núverandi svonefnd um Sameiningarflokki alþýðu.“ Það er óneitanlega dálítið broslegt, þegar Morgunblaðið og Þjóðviljinn eru að reyna að núa hvort öðru upp úr nazism- anum, sem þau döðruðu bæði við árum saman á svo áberandi hátt, að ekki mátti á milli sjá, hvort hundflatara var fyrir Hitler. En síðan hefir ýmislegt skeð, og því er öldin önnur, en þegar þau ætluðu í sameiningu að rífa Alþýðublaðið í sig út af því, að það leyfði sér að vera með bandamönnum í baráttu þeirra gegn Hitler og þýzka nazismanum. Lítið berbergi (mætti vera í kjallara) éskast handa einhleypum manni. Góð og róleg umgengni. Áreiðanleg og há leiga í boði Uppl. í síma 4900. SEL SKELJASAND eins og að undanfömu. Sími 2395 Grettisgötu 58 A B ALDVI N JÓNSSON VESTURGÖTU 17 SÍMl 554$ . HÉRAÐSCÓMSLÖOMABUR MALFLUTNIKOUR —- INNHEtMTA FASEIGNASALA — VEROBRÉFASALA Sigurgeir Sigurjón^s.on .] hœstaíéttarmqlafrulningsmaður ■ Skdfstofutími 10-12 óg 1-6. Aðalstrœti 8 Simi 1043

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.