Alþýðublaðið - 13.05.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.05.1944, Blaðsíða 5
Lalgudagnf 13. mai 1944. AIÞÝ8UBU8IB ANHKi t/h IA' JJLJBÍf ;?r Nu á æskulýður íslands að rísa upp til starfs og dáða! Þjóðaratkvæðagreiðslan — og Landgræðslusjóðurinn — ' «j» < Furðulegt siðleysi siðameistara — ALGER EINHUGA þjóðarsam- tök um ræktun skóga í lanðinu, eeíti atf vera afmælisgjöf þjóðar- Inar til hins nýja íslenzka lýð- veliiis. LandgTæðslusjóður Skógr- ræktarfélagsins er fögur hugmynd •g mikil, og það vekur mjög for- Vitni mina, að sjá hvernig þjáðin tekur henni, því að það verður vottur um þroska hennar og til- Hnningu fyrir landinu, sem við eigum. BJARKARLAUFIÐ, sem Arn- grímur Kristjánsson vakti máls á i þjóðaratkvæðagreiðslunefndinni, og nefndin samþykkkti og gerði að sinni tillögu, er einnig ágæt hug- mynd, bezt hefði verið, að kjós- endurnir hefðu keypt merkið um sama leyti og þeir greiddu at- kvæði, en ég viðurkenni alveg sjónarmið nefndarinnar, að það var ekki hægt að koma því við, enda varla tilhlýðilegt að vera með fjársafnanir í beinu sambandi við atkvæðagreiðsluna. EN ÚR ÞESSU getur þjóðin sjálf bætt, hver einn og einasti einstaklingur. Atkvæðagreiðsludag ana verður unnið að fjársöfnun til Landgræðslusjóðsins, og þá getum við sem einstaklingar gefið okkar gjöí — okkar afmælisgjöf, fyrir- fram. Skógræktarfélagið gefur út tseðla upp á 5 krónur, 10, 50 og 100. Það á að vera ásetningur okkar að leggja eitthvað fram, liver einn og einasti — og ég.hygg, að engir séu svo illa staddir, nema gamalt, uppgefið fólk, sem lifir á ellilaunum eða löryrkjarnir, sem lifa á örorkubótum, að við getum ekki lagt okkar 5 krónur fram — Og það eigum við að gera. Við skulum hvert og eitt kaupa okk- ur fimm-krónu-miða. Hinir, sem betur geta, mega gjarna kaupa Jhærri miða. f FYRSTA LAGI vantar starfs- íólk til að vinna að atkvæða- greiðslunni, ekki aðeins sjálfa kosningadagana, heldur og núna þessa daga, þar til hún á að hefj- ast. Æskulýðsfélögin og íbrótta- félögin, ættu að skipuleggja út- vegun á þessu fólki, þó að vitan- lega sé einnig rúm fyrir þá, sem eldri eru. Allir verða að leggjast á eitt í þessu efni — og íramar öllu öðru kjósendurnir sjálfir. Það geta þeir með því að kjósa strax fyrsta daginn — á laugardaginn kemur, láta kjörsóknina vera öra allan daginn. MEÐ ÞESSU erum við ekki að berjast gegn rieinum, heldur að- eins fyrir því, að sýna einhug okk- ar og vilja, svo að ekki verði um villzt. Þetta er okkur nauðsyn- legt vegna umheimsins. Það verða allir að skilja. Köpuryrði og ógeðs- legt tal um menn eða þjóðir í þéksu sambandi, er óþarft og skaðlegt, og setur á okkur skrælingja- stimpil. Það skulum við forðast. MIG FURÐAR Á ÞVÍ, að mað- ur, sem oft talar um siðleysi okk- ar Islendinga, vankunnáttu í hátt- vísi og hálfgerðan skrælingjabrag, skuli jafnvel hafa föryslu í slíkri framkomu. Hér á ég við H. K. L., sem nýlega sagði í blaðagrein: ,,En þeim dólgslegu orðum um okkur íslendinga, sem Svíar þykjast þurfa til þessara mála að leggja, er því til að svara, að vér íslend- ingar þekkjum þá þjóð ekki neitt, og kærum okkur ekki mikið um að kynnast henni —• sem stendur.“ SLfK UMMÆLI eru rítings- stunga i bak þjóðarinnar, um leið og hún greiðir atkvæði með sam- bandsslitum og stofnun lýðveldis- ins, vegna þess, að við þurfum að þekkja allar þjóðir og njóta vin- áttu þeirra, er við höfum tekið öll okkar mál í okkar hendur og endurreist lýðveldi okkar — og það ekki sízt nú, þegar tímamir eru þannig og aðstæður sam- bandsþjóðarinnar, að möguleikar eru á því, eins og dæmip sanna, að framkoma okkar geti valdið mis- skilningi. Og Svíar hafa aldrei sýnt okkur annað en vináttu — og í ummælum sænskra blaða nú, hefur ekkert komið fram, sem sýnir annað en vináttu Svía f okk- ar garð, þó að hins vegar kenni misskilnings í sumum blaðaum- mælunum. f ÖÐRU LAGI þarf Skógrækt- arfélagið á miklum fjölda æsku- manna og kvenna að halda, til að standa fyrir stofnun Landgræðslu- sjóðsins, Skátafélagsskapurinn, ung liðadeildir Kauða krossins, ung- liðadeildir Slysavarnafélagsins og barnastúkurnar, eiga að skipu- leggja útvegun þessara starfs- krafta — og unglingarnir þurfa að njóta góðrar stjórnar í þessu starfi og bera sín einkenni. YFIRLEITT á æskulýður ís- lands, að rísa upp, nú þegar í al- hliða þjóðlegu starfi, gerast sjólf- boðaliði við atkvæðagreiðsluna um land allt og í starfi Skógræktar- félagsins við stofnun Landgræðslu- sjóðsins. Vona ég, að þesar bend- ingar mínar verði teknar til at- hugunar. Hannes á horninu. Fjórir herforingjar Brazilíu. Á mynd þessari sjást fjórir af helztu harforingjum Brazilíu við heræfingar að Vila Militar, skammt fna Rio de Janiaro. Mennirnir eru, talið frá vinstri til hsegri: Newton Cavalcanti, Joao Baptista Mascarenhas, Valentin Benicio og Mario Jose Finto Guedes. Suður-Ameríka i deiglunni. Skálar og fleira Kaffikönnur og fleira nýkomið. Eioarsson & Björnsson líiímX:TtTiY:YsíiíiTiTiT:TimiT:XiiiXsT:T:T:íUimi Mriarsísssi Aiþflnbiaisins er 4fi. SlÐUSTU mánuðina hafa þau tíðindi gerzt, að einræðis- stjórnir hafa setzt að völdum í tveimur ríkjum Suður-Ame- ríku, Argentínu og Bolivíu. 1 tveim öðrum ríkjum Suður- Ameríku, Chile og Peru, hafa stjórnirnar lýst því yfir að bæld ar hafi verið niður uppreisnar- tilraunir herforingja, sem möndulveldin hafi staðið á bak við. Vissulega er nokkur ástæða til þess að freista þess að gera sér grein fyrir því, hvað veldur því, að einræðisstefnunni virð- ist vaxa fylgi í Suður-Ameríku á sama tíma og voldugustu lýð- ræðisríki heimsins eru í þann veginn að vinna glæsilegan sig- ur á Þýzkalandi og Japan. Ilver er orsök þessa? Og í hvaða ríkj- um er líklegast, að einræðis- stefnunni aukist fylgi? Því verður ekki neitað, að einræðisstefnan virðist eiga nokkru fylgi að fagna í sumum ríkjum Suður-Ameríku. Það er mun nær sanni að ræða um ein- ræðisstefnu 1 þessu sambandi en fasisma, þar eð áhrif fasism- ans í Evrópu eru nú mjög þverr andi. En þess ber að minnast, að f ástæðan fyrir áhrifum einræð- isstefnunnar í sumum ríkjum Suður-Ameríku, er fljótfundin, j I engum ríkja þessara nema | Peru eru sterkir vinstri flokkar, er séu til þess færir að mynda öfluga ríkisstjórn í löndum þessum. Enginn einræð isstjórnanna í ríkjunum í Suð- ur-Ameríku nýtur fulltingis fjölmennra flokka, er skipu- lagðir séu að hætti nazista, fas- ista eða falangista. Til þessa hef ir einræðið í ríkjum þessum komið til með þeim hætti, að einstakur maður eða fámennur hópur hefir hrifsað völdin í sín ar hendur. Einræðisherrarnir í Suður-Ameríku og klíkurnar, sem að þeim standa, njóta fyrst og fremst stuðnings og fullting- is hersins. Fylgi almennings þeim til handa leikur hins veg- ar nokkuð á tveim tungum. Aðalástæðan fyrir því, að ævintýramönnum þessum hefir tekizt að brjótast til valda er sú, að stjórnmálaþroski er á mjög lágu stigi meðal þessara þjóða. íbúar landa þessara eru flestir blásnautt fólk, og alþýou menntun er þar mjög ábóta- vant. Þjóðerniskennd er allrík meðal þessara þjóða, vegna þess að ríkin eru mjög háð erlend- um þjóðum fjárhagslega. Sér- GREIN ÞESSI, er fjallar tun viðhorfin í Suður- Ameríku, er hér þýdd úr tímariíinu World Digest. Mun mörgum Jþykja fróðlegt að kynnast viðhorfunum í ríkjum þessum, sem suni berjast við hlið bandamanna en önnur aðhyllast málstað möndulveldanna að meira eða minna leyti og verða að una einræðisstjórn. hvert þessara ríkja heldur uppi her, sem þýzkir foringjar hafa aðallega þjálfað. — Áhrifamenn herjanna eru ekki svo mjög önnum kafnir, að þeir geta hæg lega látið stjórnmál til sín taka. Margir foringjar herja þessara eru mjög hlaðnir skuldum og þrá ekkert annað fremur en að verða fjárhagslega sjálfstæðir menn. Þess vegna leggja þeir áherzlu á það að freista þess að láta stjórnmál til sín taka í von um það að geta þannig bætt að- stöðu sína og hag sem þegnar þjóðfélagsins. Því er haldið fram, að áróðursmenn nazista hafi varið miklum fjárhæðum í því skyni að greiða skuldir þessara mana, og er það mál manna, að sú iðja þeirra hafi reynzt næsta árangursrík. Einn ig ber' þess að gætá, að lönd þessi eru byggð fólki af ýmsurri þjóðum. Þjóðverjar eru fjöl- mennir í öllum löndum Suður- Ameríku. ítalir eru fjölmennir í Argentínu og Brasilíu, og Jap- anar eru allfjölmennir í Peru og Brasilíu. Því fer alls fjarri, að allt það fólk af þýzkum, ítölskum og jap önskum uppruna, sem dvelst í löndum þessum, aðhyllist ein- ræðisstefnuna. En nazistar hafa lagt mikla áherzlu á að vinna málstað sínum fylgi í ríkjum þessum, óneitanlega með nokkr um árangri. » TYRJ ÖLDIN hefir sem að líkum lætur haft mikil áhrif í þeim efnum, að lýðræðis stefnunni hefir aukizt fylgi i löndum þessum. Samband ríkj- anna í Suður-Ameríku hefir eflirt mjög eigi hvað sízt vegna hinna þriggja ráðstefna að Panama, Havana og Rio de Jan- eiro. Bandaríkin hafa veitt ríkj- um þessum verulegan fjárhags- stuðning. En hins vegar hafa og ýmis vandamál verið á baugi, sem örðugt hefir reynzt að finna lausnir á. Skipaskortur ríkja þessara hafir valdið þeim mikl- um erfiðleikum. — Markaðstöp og vöruskortur hefir hvarvetna þau áhrif,að framleiðendur og neytendur una hag sínum næsta illa að vonum og gerast óánægð ir með allt og alla. Auk þessa hefir þess nokkuð gætt, að menn í ríkjum þessum óttast íhlutun Bandaríkjanna í framtíðinni vegna fjárhagsstuðnings þess, er þau hafa látið þeim í té og flug- valla þeirra, er þau hafa tekið á leigu víðs vegar um Suður- Ameríku. Áróðursmenn möndul veldanna hafa líka rekið starf- semi sína óspart, og það er ekki fyrr en nú fyrir skömmu, að iðju þeirra hafa verið einhverj- ar skorður settar. Það má skipta Suður-Ame- ríku í tvo hluta, þar sem annars vegar ríkir lýðræði en hins veg- ar einræði eða horfur eru á því, að einræði komist á. Ef Suður- Ameríku yrði skipt þannig yrði merkjalínan dregin frá mynni 1 Platafljótsins til landamæra Ecuador og Columbía. Annars vegar yrði þá Brasilía aðalríkið, en hins vegar Argentína. Niðurlag á morgun. Auglýsingar, sem birtast eiga f Álþýðublaðinu, verða að vera konmar til Auglýs- ingasltrifstofunnar f Alþýðuhúsinu, (gengið inn fxá Hverfisgötu) iyrSr ki. 7 að kvöidi. Sími 16. xwmmsmmírm !iðið Alþýðubiaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.