Alþýðublaðið - 14.05.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.05.1944, Blaðsíða 4
•s Sunnudagur 13. maí 1944«. Jéa BlCndal: Philadelphiusáttmálinn. Mtstjóri: Stefán Pétnrsson. aímar ritstjórnar: 4901 og 4902. Kitstjórn og aígreiðsla í Al- pýðuhúsinu við Hverfisgötu, Cftgefandi: Alþýðufiokkorinn. Simar afgreiðslu: 4900 og 4908. Verð 1 lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.l Varhugaverð vinnubrögð. KOMMÚNISTABLAÐIÐ hér telur sig í gær hafa fengið mikinn hvalreka á fjörur sínar. Svo er mál með vexti, að hinn þekkti alþýðuflokksmaður Hannibal Valdimarsson skóla- stjóri á ísafirði hefir fyrir tveim ur dögum birt grein í blaðinu S'kutulí þar á staðnum, þar sem hann gerir fyrirfram grein fyrir atkvæði sínu um skilnaðinn og lýðveldisstofnunina. Segist hann munu greiða atkvæði með skiln aðinum, en á móti lýðveldis- stjórnarskránni með því að hann sé óánægður með þýðingarmikil atriði hennar. Út af þessu gerir Þjóðviljinn sig geysilega digran í gær og segir: „Alþýðuflokksforingi á ísafirði svíkur í sjálfstæðismál- inu!“ Lætur það og að líkuim, að hann gleymir því ekki í þessu sambandi, að saka Alþýðuflokk- inn í heild um svik við það sam komulag, sem flokkarnir gerðu á alþingi um afgreiðslu málsins; því að hvers virði væri sjálf- stæðisbaráttan og þjóðarat- kvæðagreiðslan fyrir Þjóðvilj- ann, ef hann fyndi ekki ein- hverja átyllu til þess að saka Aliþýðuílokkinn um svik í henni?! * Það væri Sannarlega ekki óstæða til að eyða fleiri orðum að þessum svikaskrifum Þjóð- viljans, eÆ þau stæðu ekki í sam bandi við mjög alvarlegt fyrir- brigði, sem vart hefir orðið í undirbúningi þjóðaratkvæða- greiðislunnar. Allir flokkar alþingis urðu sem kunnugt er að endingu á- sáttir urn það, eftir að búið var •að nó samkomulagi um að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni um skilnaðinn til 20. maí og taka 17. juní út úr gildistökuákvæði lýðveldisst j órnarskrárinnar, að beita sér í sameiningu fyrir sem mestri jákvæðri þátttöku í af- greiðslunni um hvorttveggja. Þar með munu allir hafa talið þaö tryggt, að bæði skilnaðurinn og lýðveldisstofnunin yrði sam- þykkt með tilskildum og tví- mælalauist yfirgnæfandi meiri- hluta. Hins vegar liggur það í augum uppi, að enginn flokk- anna tók með þessu samkomu- lagi né heldur gat tekið nokkra ébyrgð á atkvæði hvers einstaks meðlims sínis. Má þó vera, að Komimúnistaflokkurinn sé í krafti hnútasvipunnar frá Mioskva orðinn svo einvaldur yfir meðlimum sínum, að þeir þori, ihvað sem sannfæringu þeirra sjálfra líður, ekki ann- að en að greiða atkvæði eins og honum þóknast að skipa fyrir í hívert sinn. En Aliþýðuflokkur inn befir >að minnsta kosti aldrei ætlað sér þá dul, að kúgá: hvern einstakan meðlim sinn frá sann færingu sinni; o<g sízt hefir hann talið það sæmilegt, að gera það í því viðkvæma máli, sem hér er rnn að ræða. þitt er svo annað mól, að Al- þýðuflofckurinn sem slíkur hefir ijíðan samkomulag náðist á al- þingi um löglega afgreiðslu Frh. af 6. síðu. IFYRRADAG barst sú fregn frá Bandaríkjunum, að á ráðstefnu Vinnumálasambands- ins, sem undanfarið hefur ver- ið haldin í borginni Phila- delphíu, þar í landi, hafi verið samþykkt einróma, mjög merki- leg ályktun um félagslegt ör- yggi fyrir alla. Þar sem hér er um að ræða mjög þýðingar- mikið mál, sem getur haft víð- tækar afleiöingar fyrir alþýðu allra landa, þykir mér rétt að reyna að skýra það nokkuð fyr- ir lesendum Alþýðublaðsins, eft ir því, sem ég hef tök á. VIiEEsimiálasaai- baiidið. Vinnumálasambandið (Inter- national Labour Organization) er, eins og kunnugt er, eins konar hliðarálma Þjóðahanda- lagsins og stofnað um leið og það. Þó eru fleiri þjóðir' þátt- takendur í því en Þjóðabanda- laginu, þar á meðal Bandáríkin, sem aldrei hafa gengið í Þjóða- bandalagið. Ráðstefna sú, er getið var um hér að framan, er hin 26. ráðstefna sambandsins og af ýmsum talin munu verða hin merkasta í sögu þess, vegna hinna mikilvægu mála, sem fyrir það koma að þessu sinni. Eiga sæti á henni fulltrúar 41 ríkis. Á ráðstefnunni eiga sæti 3 fulltrúar frá hverju ríki, einn tilnefndur af ríkisstjóm hlutaðeigandi lands, annar af verklýðssamtökum þess, og sá þriðji af atvihnurekendasamtök um þess. Tilkynnt hefur verið, að ís- land eigi, að þessu sinni, áheyrn arfulltrúa á ráðstefnunni, Þór- hall Ásgeirsson, hagfræðing, sem er starfsmaðu.r íslenzku sendisveitarinnar í Washington. Er það væntanlega fyrirboði þess, að ísland setjist þar bráð- lega sem sjálfstæður aðili á bekk með öðrum ríkjum heims. Vinnumálasamhandið hefur á þeim aldarfjórðungi, sem það hefur starfað, leyst af höndum mjög mikið starf á sviði félags- málanna, sérstaklega hvað snertir vinnuvernd vinnutíma, alþýðutryggingar o. fl. Hafa fjölda margar samþykktir þess verið staðfestar af meðlimum þess og fengið þar lagagildi meira og minna breyttar að vísu. Auk þess hefur það gefið út fjölda rita um félagsmál og safnað ógrynnum öllum af skýrslum frá öllum löndum og birt þær í hinum föstu árbók- um sínum og öðrum ritum. M. a. gefur það árlega út öll lög á sviði félagsmála, sem samþykkt eru í ríkjum þeim, sem aðilar eru að sambandinu. Áðsetur Vinnumálaskrifstof- unnar (I. L. O.) er sem str>ndur í Montreal í Canada og hefur hún haldið þar uppi mjög mik- illi starfsemi öll stríðsárin og leyst af hendi merkilegt undir- búningsstarf, til þess að stuðla að því, að upp úr Ragnarökum stríðsins megi rísainýr og betri heimur, þar sem m. a. óttanum við öryggisleysið, óttanum við skortinn, sé bægt frá dy*rum al- mennings. Það er höfuðmark- mið þeirra tillagna um félags- legt öryggi, sem getið var um hér að framan, en auk þeirra eru mörg önnur merk mál á dagskrá ráðstefnunnar, m. a. um framtíðarstarf Vinnumála- samibandjsins. Sáttuœálinn laess félags legt Sryggl íyrir alla. í fregninni, sem getið var um hér að framan, er sagt frá því, að ályktunin um félagslegt öryggi, sem framvegis mun verða nefnd Philadelphú’-- málinn, hafi verið samþykkt einróma. Verður að telja það mjög athyglisvert þegar þess er gætt, hverpig fulltrúarnir eru valdir á ráðstefnuna. En þetta sýnir vel þá þróun, sem átt hefur sér stað á svíði alþýðu- trygginganna síðustu áratugina. Áður voru þetta einhver helztu baráttumál Alþýðuflokkannaum heim allan gegn harðsvíraðri mótstöðu atvinnurekenda og þeirra stjórnmálaflokka, sem þeim fylgdu, nú má heita. að allir flokkar og allar síéttir, viðurkenni gagnsemi og nauð- syn alþýðutrygginganna, það er aðeins deilt um skipulag beirra og framkvæmd, en fuliur til- veruréttur þeirra er almennt viðurkenndur. Að vísu skortir mikið á það enn þá hér á Is- landi, að þessum máluri sé gefinn sá gaumur eða sýndur sá skilningur sem skyldi, en hins vegar er orðin á því mikil breyting síðan 1930, þegar Har- aldur Guðmundsson flutti þings ályktunartillögu um skipun milliþinganefndar um alþýðu- tryggingar og Magnús Jónsson núverandi guðfræðiprófesser, ihélt hina frægu ræðu sína, sem þó þykir ekki ástæða til að rifja upp að þessu sinni, en mun verða talin merkilegt plagg þeg ar saga þessara mála verður skráð. * Ég hef í höndum frumvarp það að sáttmálanum um fólags- legt öryggi, sem lagt var fyrir ráðstefnuna, og skal nú skýra frá aðaldráttum þess, enda | þótt búast megi við að því hafi verið breytt að einhvcrju leyti áður en það var samþykkt end- aniega. Að ýmsu leyti virðist frum- varpið vera byggt á hinum merku Beveridge-tillögum, sem Alþýðu’blaðið hefur oft minnzt á og lýst er í bókinni „Traustir hornsteihar“, sem M. F. A. hef- ur nýlega gefið út. Bevcridge- tillögurnar líkjast hins vegar mjög verulega hinni gagnmerku löggjöf, sem Alþýðuflokkurinná Nýja-Sjálandi kom bar í gegn árið 1938, stuttu eftir að hann fékk ‘hreinan meiri hluta í þing inu, og er um flest hin full- komnasta löggjöf um alþýou- tryggingar, sem sett hefur ver- ið, auk þess sem sklpulag trygginganna er mjög einfalt og óbrotið í framkvæmd. Öryggisáætlun sú, sém lögð var fyrir vinnumálaráðstefn- una, er í tveimur aðalköflum og er sú skipting yfirleitt höfð í þeim alhliða tryggjnga- og framfærslukerfum, sem fram hafa komið upp á síðkastið, og er þar fylgt fordæmi Nýja-Sjá- lands. í fyrrj kaflanum eru ákvæði um tryggingu teknanna (income security), í hinum ákvæði um alhliða heilsugæzlu ( medicial care). Tryggsng tetaamaa. Takmark tryggi ngakerf isins er að koma í veg fyrir óryggis- ley.sið, að koma í veg fyrir að nokkur þurfi að líða skort vegna atvika, sem honum eru óviðráð- anleg, vegna þess, að hann miss- ir atvinnu sína, cða getur ekki unnið af einhverjum astæðum. Kerfinu er pví ætlað að tryggja öllum vissar lágmarkstékjur, sem nægi til lífsframfæris, ef tekjurnar bregðast af einhverj- um ástæðum. Engin tök eru á því, að rekja áfcvæðin í einstök- um atriðum í einni blaðagrein og verðúr því aðeins stiklað á nokkurum aöalatriðum. Tryggingunni er skipt í eftir- farandi flokka, eftir því hvers eðlis þörfin er, sem fullnægja þarf. 1. Sjúkdómar. Greiddir eru dagpeningar meðan sjúklingur- inn er óvinnufær, eða þangað til hann getur fengið örorku- styrk. 2. Fæðingar. Konur eiga rétt á að fá fæðingardagpeninga vissan tíma fyrir og eftir barns- burð. 3. Örorka. Þeim, sem eru ör- yrkjar, eru annaðhvort tryggð- ar örorkubætur eða vinna við þeirra hæfi. 4. Elli. Ellilífeyrir sé greidd- ur öllum körlum frá 65 ára aldri og konum frá 60 ára aldri. 5. Dauði fyrirvinnu. Greidd- ur sé ekkjulífeyrir og lífeyrir með börnum til 16 (eða 18 þegar um námsfólk er að ræða) ára aldurs. 6. Atvinnuleysi. Atvinnuleys- isbætur séu greiddar, ef ekki er hægt að vísa hinum atvinnu- lausa á vinnu við hans hæfi. 7. Atvinnuslys og -sjúkð&m.ar. Þessum tryggingum er haldið sér (slysatrygging verkamanna) vegna hins sérstaka eðlis at- vinnuslysa og atvinnusjúkdóma, en bætur eru yfirleitt hliðstæð- ar og fyrir aðra, en gert er ráð fyrir, að kostnaðurinn af þess- ari tryggingargrein sé borinn eingöngu af atvinnurekendum. KRISTJÁN ELDJÁRN ritar í síðasta hefti Skinfaxa um söfnun örnefna, og hver þörf sé á að halda þeim til haga. I grein Kristjáns segir m. a. á þessa leið: „Þó er það ekki einkum vegna skáldskapar örnefnanna, að við viljum geýma þau í minni. Þau hafa margvíslegt gildi annað. Þau geta orðið málvísindunum að liði, geyma stundum orðstofna, sem annars eru glataðir. Sagn- frægilegt gildi geta þau haft, eink- anlega ef rarmsaka á sögu ein- stakra héraða eða bæja. Af ör- nefnum og bæjanöfnum má tölu- vert ráða um landnámið í hverju héraði .afstæðan aldrir bæja o. s. frv. Þá getur trúbragðasagan oft leitað sér sönnunargagna meðal ör- nefna. Sum þeirra geyma minni um heiðin goð, önnur eru dregin af nöfnum helgra manna eða guðs móður. En dýrmsatust eru örnefn- in vegna þess vitnis, sem þau bera um starf og líf þjóðarinnar í land- inu. Sá, sem skrá vill atvinnu&ögu hennar, hlýtur sífellt að leita til örnefna, sem minna á atvinnu- brögð landsmanna. Til er sægur slíkra örnefna. Sum lúta að at- vinnugreinum, sem liðnar eru undir lok, t. d. járnvinnslu, kola- gerð, saltbrennslu, sölvataki, önn- ur að ýmiss konar landbúnaði eða sjávarútgerð. Þessi örnefni eru ó- metanleg heimild um líf þjóðarinn- ar á liðnum .öídum, en sú heim- ild er ónothæf, rneðan ekki eru til ýtarlegar örnefnaskrár úr öll- um héruðum landsins. Nú er svo komið, að þetta mál fer ekki að þola neina bið lengur. Jarðir leggjast í eyði, plógur og herfi bylta landinu og afmá ýmis sýnileg merki manna verka, fjöl- skyldur flytja milli bæja og hér- aða. Allt stuðlar þetta að því, að örnefni gleymist, ruglist og brjál- ist. Það er því mjög sennilegt, að töluverður fjöldi ömefna fari í Auglýsingar, sem birtast eiga i Alþýðublaðiim, verða að vera komnar til Auglýs" ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrlr kl. 7 að kvöldl. Síntl M 8. Ö-’"'— tilfelli. f ýmsum öðr- um tilfellum eru greiddar bæt- ur, þegar um sérstakar óvenju- lega eða óreglulegar þarfir er að ræða, t.d. húshjálp í veikind um, fæðingarhjálp (auk þess sem að framan greinir) í viss- um tilfellum, aukahjálp til gam- almenna og öryrkja, sem þarfn- ast sérstakrar umönnunar, jarð- arfarartrygging (ákveðin upp- hæð) o. fl. Gert er ráð fyrir að bætumar, sem koma í stað tekna, er fall* í burt, séu yifirleitt miðaðar við* fyrri tekjur upp að vissu marki, að þær nægi til lífsframfæris, en séu þó ekki svo háar að þær drægi úr löngunni til að hefja vinnu á ný þegar hægt er. Til þess að verða fullra hlunninda Frh. á 6. síðu. gröfina með hverjum gömlumi manni, sem í valinn hnígur. ÞaS er því bersýnilegt, að hafa verður hraðann á, ef bjarga á örnefnun- um frá gleymsku. En hver á að vinna þetta nauð- synjaverk? Eðlilegt er, að mönn- um verði hugsað til ungmennafé- laganna. Enginn hefur önnur eins. skilyrði til þess. Þar er öflugur fé- lagsskapur, sem telur sig vinna ái þjóðlegum grundvelli og á full- trúa hvarvetna um land allt. Það er líka all-langt síðan á þetta var' bent. Dr. Þorkell Jóhannnesson, landsbókavörður, ritaði grein f Samvirínuna 1930 um rannsóknir í íslenzkri atvinnu- og menningar- sögu. Þessi ágæta grein var sér- prentuð og send út um land á veg- um Sambands ungmennafélaga ís- lands. Leggur Þorkell til í grein- inni, að ungmennafélögin beiti sér fyrir örnefnaskráningu, hvert f sínu héraði, enda þarf ekki að orð- lengja, hve vel þau standa að vígi, til að 'vinna þetta verk, svo aug- ljóst sem það er. Samt hefur til- laga Þorkels ekki borið mikinn á- rangur, og enn eru örnefnin óskráð í mörgum sýslum. En nú virðast ungmennafélögin sjálf vera að fá áhuga á málefninu. Á síðasta sam- bandsþingi U.M.F.Í. var gerð sam- þykkt um örnefnasöfnun ung- mennafélaga. Að vísu mun ung- mennafélögum úti um land vera kunnugt um þetta, en þó er þetta greinarkorn skrifað til að vekja frekari athygli á þessu stórmerka menningarmáli. En jafnframt skal það tekið skýrt fram, að örnefnaskráning er engan veginn vandalaust verk. E£ ungmennaféi agar vilja sinna henni, verða þeir að gæta þess vel að gera það á þann hátt, að skrár þeirra séu í samræmi við þær kröfur, sem gerðar eru til örnefna- safna. Safnarinn verðpr að fara eftir tilteknum reglum, enda skilst mér, að U.M.F.Í. muni ætla að Frh. á 7. áf5u

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.