Alþýðublaðið - 14.05.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.05.1944, Blaðsíða 5
Simnudagur 13. maí 1944. ALÞYBUB LAÐKÐ s Símaskrá er ófáanleg — Hver smíðar borðfánastengur? — Lesandi um drengilega málafærslu — Vegur ófær að garðlöndum — Orðsending til vinnukvenna frá mér. ENGIN SÍMASKRÁ var gefin út um síðustu áramót. Ástæð- an fyrir þessu, mun hafa verið sú, að landssímastjóri mun ekki hafa talið, að þörf væri á nýrri útgáfu vegna þess, að tiltölulega litlar breytingar hafa orðið á símanot- endum og engum nýjum númerum hefir verið bætt við. Það er ef til vill eðlilegt, að landssímasíjóri hafi litið' þannig á málið,, en þó hafa allmiklar breytingar orðið á símanotendum. AUK ÞESS mun engin bók velkjast jafnfljótt og eýðileggjast með öllu og símaskráin, því að fólk er alltaf með hana milli hand- anna og henni er venjulegast flett f flýti og mjög illa. Mim líka raunin sú, að hjá mörgum síma- notendum sé skráin orðin alveg eyðilögð eða svo gott sem, að mörg blöð vanti orðið í hana og önnur séu orðin lítt læsileg. En nú er svo komið, að engin símaskrá fæst. Þetta er vitanlega mjög óþægilegt, enda dálítið fyrirhyggjuleysi að hafa upplagið svo lítið af síma- skránni, að ekki sé hægt að bæta úr rýrnun sem á upplaginu verður í höndum kaupendanna. ÉG GERI EKKI ráð fyrir því, að úr þessu sé hægt að bæta bráð- lega, þó að illt sé, en gera verður ráð fyrir því, að ný símaskrá verði prentuð í sumar og að símanot- endur geti fengið hana undir haustið, jafnvel þó að ekki verði hægt að stækka stöðina, sem ekk- ert útlit mun vera fyrir, fyrr en að styrjöldinni lokinni, en þá verður líka að stækka hana mikið, því að þúsundir Reykvíkinga bíða nú eftir að fá síma. „KONA“ SKRIFAR mér á þessa leið: „Eg er sammála ykkur, sem hafið skrifað um íslenzka fánann upp á síðkastið. Ég vil, að fána- stengur komi á sem allra flest hús í Reykjavík, en ég tel ekki minna um vert, að íslenzkur fáni sé til á hverju heimili. Hann á að skipa heiðurssess hjá hverri fjölskyldu. En nú langar mig til að biðja þig að segja mér hvar hægt sé að fá snotrar og fallegar fánastengur. Nú er hvergi hægt að fá borðfána- stengur. Eitt sinn voru búnar til mjög snotrar stengur úr kopar, en það er langt síðan ég hef séð þær.“ ÞVÍ MIÐUR get ég ekki upp- lýst þig um þetta, vina mín, en ég vil mælast til þess, að þeir, sem selja slíkar stengur, skýri frá því opinberlega, svo að almenningur eigi kost á að kaupa stengurnar. Geta ekki einhverjir laghentir menn búið til fánastengur úr fall- egum viði með þungum fæti? Þær gætu orðið fallegar og svo yrðu þær miklu ódýrari en fánastengur úr málmi. LESANDI SKRFAR mér þetta bréf: „Morgunblaðið gleiðletrar fyrirsögn: „Kristján X. hefir enga möguleika til þess að gegna skyld- um sínum sem konungur íslands.“ — En blaðmu hefur þótt kenna of mikillar sannleiksástar og réttlæt- istilfinningar að hafa þetta að eftirfarandi fyrirsögn: „Það sem andúðinni veldur, er það, að þau (sambandsslitin) eru lcnúin fram, án þess að löglegra formsatriða sé gætt.“ Var þetta þó í sömu grein- inni. Og enn fremur er þar skráð: „Það leikur ekki á tveim tungum, að hinn formlegi réttur er Dana megin.“ Heiðarleikurinn, réttlætis- tilfinningin og mannvitið helzt í hendur hjá leiðtogum þessum." QARÐEIGANDI skrifar: „Veg- urinn frá Klömbrum við Rauðar- árstíg og upp í garðlöndin í Kringlumýri verður alltaf gersam- lega ófær í rigningum. Það er mik- il nauðsyn að vegurinn sé lag- færður eitthvað ofurlítið, svo að við, Sem stundum garðrækt þarna efra, getum komizt í garðana.“ í DAG ER vinnuhjúaskildagi. Þá fara vinnukonurnar úr vistunum, sem þær hafa verið í í vetur, ráða sig annað eða flytja burtu úr bæn- um. Nú vil ég vekja athygli á því, stúlkur mínar, að þið eigið rétt á að fá orlofsfé hjá húsbændum ykk- ar, ekki aðeins fyrir það kaup sem þið fáið greitt í peningum eða hafið fengið í vetur, heldm- einnig fyrir fæði og húsnæði, Ijós og hita. HVERRI SXÚEKU á að reikna 215 krónur á mánuði í þetta, og af þessari upphæð eiga þær að fá kr. 8.60 í orlofsfé á mánuði. Fyrir 7 mánuði eru það kr. 60.20, sem þær eiga að fá í orlofsmerkjum. — Svo skulum við skemmta okkur saman fyrir þetta í sumar, elsk- urnar mínar — ef það verður þá nokkuð sumar að þessu sinni, sem er þó óþarfi að Örvænta um, því að í dag, í fyrra, var 12 stiga frost í Reykjavík. Hannes á hornlnu. Stjórnniála- og fræðslurit Alþýðuflokksins. Lesi® ritið ier« rsaaSa bæinn: r Alþýðuhreyfingin og Isafjörður Eftir Hannibal Valdimarsson skólastjóra. Rit Gylfa 1». Gíslasonar: Sésiaiismi á vegum Sýéræéis éöa einræðSs fæst nú aftur í bókabúðum. Löndun í fallhlíf. Myndin var tekin við æfingar failhlífarhermanna í Bandaríkjunum. Siðari grein: STÆÐAN fyrir því að ein ræði komst á í Argentínu, var ótti við aukna íhlutun Bandaríkjanna, öfgafull þjóðern iskennd og mikil óánægja vegna fjárhagsvandræða landsmanna, svo og hið mikla stjórnmálaöng- þveiti og dugleysi ríkisstjórnar þeirrar, SfEm frá fór. í Bólivíu var aðaliástæðan fyrir valdatöku núveranidi stjórmar hin mikla fátækt almennings og eymd námuverkamanna, áhrii' hersins á stjórnmál landsins, áróður Þjóðverja og Gran Chaco stríð- ið, sem lauk með hinurn ógnleg- ustu hermdarverkum. í ríkis- stjórn þeirri, er nú situr þar að völdum, eiga sæti frjálslyridir menn, áhrifamenn hersins, naz- istavinir og aðrir slíkir. Þau ríki, þar sem viðhorfin eru áþekk og í Bólivíu, eru Paraguay, Peru og Ecuador. í Paraguay ríkir þegar einræði. Arið 1940 lýsti Morinigo hers- höfðingi yfir því, að hann hefði tekið sér einræðisvald. Allar uppreisnartilraunir voru bæld- ar miskunnarlaust niður, og fjölmargir uppreisnarmenn hafa verið teknir af lífi síðan 1940. Þjóðverjar hafa rekið þar víð- tækan áróður. Paraguay er mjög illa sett fjárhagslega og hefir því verið næsta háð Ar- gentínu. En þess hefir mjög orð ið vart að undanförnu, að stjórn Morinigos vilji vingast við Bandaríkin og Brazilíu. í Peru ríkir hálfgert einræði. Forseti laridsins, dr. Prado, er raunverulega frjálslyndur og mikilhæfur maður, en hann er háður siðvenju einræðisins. Stjórnarskrá landsins minnir í ýmsu á stjórnarskrár lýðræðis- ríkja, og ef frjálsar kosningar yrðu leyfðar í Peru er mikil á- stæða til þess að ætla, að hinir róttækari flokkar myndu vinna sigur, Bakhjarl núverandi stjórnar er herinn og landeig- endurnir, og hún mun leitast við að bæta hinn erfiða fjárhag lands og þjóðar, þó án raun- hæfs árangurs. Þjóðverjar og Japanar láta áhrifa sinna gæta þar allmikið. — En Peru hefir leitað stuðnings Bandaríkjanna um fé til skipulagningar iðnað- ar og málmvinnslu í landi sínu, og Bandaríkjamenn hafa einnig fjölmarga flugvelli þar á leigu. Ecuador er lýðræðisríki að nafninu til, en raunverulega drottnar forsetinn sem einvald- ur væri. .Þar ríkir mikil fátækt meðal almennings, möndulveld in reka þar ákafan áróður, land eignir eru í eigu fárra einstak- linga og iðnaður og atvinnulíf landsins má heita í kaldakoli. Arið 1941 geisaði styrjöld milli Ecuador og Peru, er spratt af landamæradeilu. Henni lauk þó árið 1942, en hefir skilið eftir mikla beiskju. í Chile virðist vera mun meiri stjórnmálaþroski meðal almennings en í öðrum löndum Suður-Ameríku. Landinu er stjórnað af samstjórn miðflokka manna og frjáislyndra manna. — En Þjóðverar eru fjölmennir þar í landi, herinn má sín ali- mikils og þar eru fjölmennir þjóðernissinnar, sem hafa van- þóknun á Bandaríkjunum og •auknum áhrifum þeirra. Þjóð- ernissinnarnir og áhrifamenn innan hersins hafa efnt til ým- issa vandræða. En aðstaða stjórnarinnar er sterk, þar eð hún nýtur stuðnings fjölmenn- ustu stéttanna að meira eða minna lpyti. p FALAUST er það rétt litið, að minnstar séu 1 urnar fyrir auknum áhrifi einræðisstefnunnar í Suður-i eríku í Uraguay, Brazilíu, Ve: zuela og Colornbíu. Uraguajr lýðræðisríki, sem nýtur fra sýnnar stjórnar dr. Ameza Framfarir hafa orðið margar merkar þar í landi á síðustu um. Landkostir eru þar me en víðast annars staðar í Suð Ameríku, og þó að margt raunar ógert þar, hefir mi! þegar verið áorkað til gc Möndulveldin reka mikinn á: ur í Uraguay, og landið er f j hagslega allmikið háð Arg tínu, en eigi að síður stenc lýðræðið þar traustum fótun BRAZILÍU ríkir eins k ar landföðurlegt einre Dr. Getulio Vargas hefir sc þar að völdum frá því að h; efndi til uppreisnar sinnar i 1930. Stjórnin er umburc lynd við andstæðinga sína' e því sem menn eiga að venja einræðislöndum. Uiúatala la ins nemur fjörutíu milljóm en pólitískir fangar kváðu v þar aðeins um fimm hundi Dr. Vargas er vingjarnle maður og vinsæll. Hann h ekki myndað fjöldaflokk um \ né klíku ráðamanna. Ekkert landa þessara hefir efnt til eins náinnar samvinnu við Bandarík in og Brazilía, enda hafa Banda ríkin veitt henni mikinn fjár- hagslegan stuðning. Brazilía hyggst hagnýta sér tækifæri það, sem styrjöidin hefir veitt henni í mynd aukinnar atvinnu og aukins lánstrausts, til þess að endurskipuleggja iðnaðinn í landinu. Hagur almennings hef ir vænkazt þar að miklum mun á síðustu árum. Þjóðverjar eru fjölmennir í Brazilíu, en talið er, að fæstir þeirra aðhyllist skoðanir nazista. Fasistafiokk- urinn starfar enn þar í landi, en vegur hans hefir mjög minnkað að undanförnu. Áhrifamenn hersins voru taldir hlynntir Þjóðverjum allt til ársins 1941. Eigi að síður tekur Brazilía, svo og raunar Colombía og Bolivía, virkan þátt í styrjöldinni gegn möndulveldunum, og Vargas forseti hefir gefið fyrirheit um að endurskipuleggja stjórn sína áður en langt um líði, en það myndi þýða það, að frjálslyndu flokkarnir fengju þar aukin á- hrif. í Venezuela hafa mestu harð- stjórar ríkt, sem saga Suður- Ameríku kann frá að greina. En árið 1935 urðu straumhvörf í stjórnmálunum þar í landi. Þeg ar Gomez forseti lézt, tók her- málaráðherra hans, Lopez Cont reras við forsetatigninni. — Hann aflýsti einræðinu, lét semja þriggja ára áætlun, stofn aði þing, aflétti ritskoðun og leyföi alla stjórnmálaflokka. Eftirmaður hans, Medina for- seti, hefir fetað dyggilega í fót- spor fyrirrennara síns. En þrátt fyrir það, sem áunnizt hefir til hags og heilla þar í landi, bíða enn mörg verkefni úrlausnar, og fátækt almennings er mikil. Colombía er sennilega það land Suður-Ameríku, sem hefir notið heillavænlegastrar þróun ar á liðnum ái]um næst Urag- uay. Æðri menntun er þar á háu stigi, og alþýðan hefir unn ið þýöingarmikla sigra hin síð- ustu ár til aukinna mannrétt- ii:da. Áhrif hersins á stjórnmál landsins eru hverfandi. — Lengi vel stafaði nokkur hætta af áróðri Þjóðverja í Colombíu, en þeirri hættu hefir nú verið bægt brott, og Colombía heyir s styrjöldina gegn möndulveldun i um við hlið bandamanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.