Alþýðublaðið - 26.05.1944, Page 6

Alþýðublaðið - 26.05.1944, Page 6
w 4mm ALÞYBUSLAÐm nwuáagm *«: nni 1*44 TILKYNN1NG 3 í ! V: frá viðskiptamáiarálkineytinu. Út af viðræðum sem farið hafa fram milli fulltrúa frá Félagi ís- lenzkra stórkaupmanna og Sambandi íslenzkra samvinnufélaga annars vegar og framkvæmdastjóra og stjórnar H.f. Eimskipafé- lags íslands hins vegar, þá hefir það orðið að samkomulagi, að H.f. Eimskipafélag íslands legði fram fé til þess að lækka verð á þeim skömmtunarvörum sem fluttar voru til landsins fyrir 9. þ. m., og sem eru enn óseldar. Verður verðlækkunin sú sama og lækkun á flutningsgjöldum nemur á sömu vörum, sem fluttar eru til lands- ins eftir þann tíma. Fulltrúar nefndra innflytjenda hafa snúið sér til viðskiptamála- ráðherra og farið fram á að hann feli skömmtunarskrifstofu ríkis- ins að framkvæma birgðatalningu í landinu 30. þ. m. Af þessum ástæðum á að fara fram birgðakönnun á skömmtunar- vörum eftir hádegi þriðjudaginn 30. þ. m. og verða verzlanir, sem verzla með þær, lokaðar frá hádegi þann dag, samkvæmt ákvörð- un ráðuneytisins, vegna talningarínnar. Trúnaðarmenn skömmtunarskrifstofunnar eða verðlagsstjóra verða viðstaddir talninguna eða koma í verzlanirnar og bera sam- an bixgðaskýrslur við fyrirliggjandi birgðir. Forstöðumenn verzl- ana og iðnfyrirtækja skulu undirrita birgðaskýrslur að viðlögðum drengskap og trúnaðarmenn staðfesta skýrslurnar sem þeir síðan senda í ábyrgðarpósti til skömmtunarskrifstofu ríkisins. Birgðaskýrslurnar þurfa að sundurliðast sem hér segir: 1. Kaffi. Brennt kaffi reiknast 20% þyngra. 2. Molasykur. 3. Strásykur, flórsykur og púðúrsykur í pokum. 4. Flórsykur í kössum. 5. Kandíssykur í kössum. 6. Hveiti í striga- eða léreftspokum. 7. Rúgmjöl og rúgur. 8. Haframjöl í pokum (ekki pakka-haframjöl). 9. Hrísgrjón, baunir og aðrar slíkar skammtaðar kornvörur, í pokum, en ekki það sem er í pökkum. Verðlagsstjórinn mun auglýsa nýtt lækkað verð á þessum vörum, : / sem gengur í gildi frá og með miðvikudeginum 31. þ. m. Viðskiptamálaráðuneytið, 25. maí 1944. Slríðsstjórnin brezka Frh. af 5. síðu. Hann nam Austurlandamál. við háskólann í Oxford, barðist í heimsstyrjöldinni fyrri og er fyr- ir löngu heimsfrægur stjórnmála maður. Hann hefir alllanga hríð verið talinn manna líklegastur til þess að verða næsti forsætisráð- herra Bretlands — og því er ekki að neita, að ýmis rök virðast að því hníga, að sú kunni að verða raunin. Hann er aðeins fjörutíu og sjö ára að aldri. En það munu fleiri hafa hug á því að hljóta forsætisráðherra- tignina en Anthony Eden einn. Hvað sem menn kunna að segja um skoðanir Herberts Morrisons, verður því ekki neitað, að hann kann manna bezt að gera grein fyrir þeim þannig, að því sé at- hygli veitt. Hann er talinn manna líklegastur til þess að verða for- sætisráðherra, ef Alþýðuflokkur- inn brez'ki kemur til með að ráða vali hans. Herbert Morrison er fimmtíu og fimm ára gamall, sonur lögreglu- þjóns. Hann hefir vissulega kom- izt vel áfram í lífinu frá því að hann var sendisveinn kaup- manns nokkurs í Brixton. Hann naut lítillar skólamenntunar í æsku. Dag nokkurn tilýddi hann á götuprédikara af mikilli at- hygli. Eftir fundinn gaf götu- prédikarinn sig á tal við hinn j unga Morrison og skýrði hon- um frá því, að hann myndi kom ast langt sem stjórnmálamað- ur. Hann var fyrst sendisveinn, þá verzlunarmaður og símþjónn og síðar framkvæmdastjóri blaðs. — Nú er hann innanríkis- og flutningamálaráoherra í brezku stríðsstjórninni. Herbert Morrison er lágvax- inn maður og viljasterkur. Hann hefir jaínan málshætti á hraðbergi, og er frægur fyrir það að leika þá grátt, sem taka fram í fyrir honum í kapp- ræðum. Hann er maður kvikur á fæti og reykir pípu. Það er engan veginn ólíklegt, að Her- bert eigi eftir að verða for- sætisráðherra Bretlands. Oliver Lyttelton, framleiðslu málaráðherra, er maður næsta ólíkur Morrison. Hann nam við háskólana í Eton og Cambridge. Hann er kvæntur hertogadótt- ur. Lyttelton hefir getið sér mikinn orðstír sem hermaður. Hans hefir þrisvar sinnum ver- ið getið í herstjórnartilkynn- ingum fyrir frækilega fram- göngu, og hann verið sæmdur heiðursmerkjum fyrir hermanns afrek sín. Árslaun hans námu tuttugu þúsundum sterlingspunda áður en hann gerðist ráðherra. Iiann var mikilhæfur viðskiptafrörn- uður og játaði, að sér gætist vel að þeim starfa. Lyttelton er sex fet og fjórir þumlungar á hæð cg stærsti maður stríðsstjórna’-innar. Hann er hraustur maður og hermannlegur og minnir mjög \ . ' á herforingja, er hann brýnir raustina. Loks er svo R. G. Casey, sem á ráðherratign sína því að þakka, hvílíkt álit Churehill hefir á honum. Casey hefir dvalizt lang- dvölum í löndunum við austan- vert Miðjarðarhaf sem trúnað- aðarmaður brezku stjórnarinn- ar, Hann á sér merka starfs- sögu. Hann nam við háskólann í Cambridge og barðist á Galli- poli og Frakklandi í heimsstyrj- öldinni hinni fyrri. Gat hann sér mikinn orðstír sem hermað- ur og hlaut heiðursmerki fyrir j vasklega framgöngu, enda var ; hans getið í herstjórnartilkynn- i ingum frá þeim tíma. Hann hef- I ir gegnt störfum í Canberra, ; verið varafjármálaráðherra og sendiherra Ástralíu í Washing- ton. Loks kom svo að þvíj að Winston Churchill tók hann í stríðsstjórnina, enda hefir hann löngum dáðst að Casey og tal- ið hann manna mikilhæfastan. Casey er hinn gervilegasti maður, alúðlegur og broshýr. Hann er kvæntur mjög fagurri konu. Hann er maður skarp- gáfaður, og enginn getur ixm það spáð, hVer vegur hans kann að verða í framtíðinni. og servéttur. H. Toft. Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Frh. af 4. síöu. . samvistum samfleytt x 18 mán- uði. Hér munu vera um að ræða „samvistir", sem jafngilda hjú- skap, og auk þess miðað við, að heimilishaldið sé sameiginlegt. Slysatryggingin reiknar út, hve miklar bætur greiða skal hverjum einistökum. Ef maður telur sig eigi hafa fengið bætur samkvæmt því, sem lögin mæla fyrir um, get- ur hann snúið sér til tryggingar réðs, sem þá fellir úrskurð í mál iniu. Tejji fclutaðeigandi sig enn vanhaldinn getu.r hann skoti.ð úrskurði þess til dómstólanna. Slysabætur skal greiða eins og áður er sagt, beint til hins slas- aða eða vandamanna harrs, ef um diánarbætur er að ræða, en ekki í dánarbú hins látna. Enginn skuldheimtumaður hefir því rétt til að skerða slíkar kröfur á npkkurn hátt. Ekki nuá heldur leggja löghald á slíkar kröfur né gera í þeim fjárnám, enda er og óheimilt að veðsetja þær. Varúðarráðstafamr þessar eru seftar til þess að tryggja að bæt urnar gangi til þess, sem lög- in ætlast til, þ. e. til framfæris þeim, sem fyrir slysinu varð og vandafólki hans. Iðgjöldin. Til þess að standast útgjöld slysatrygginganna skulu allir þeir, sem hafa tryggingarskylda menn í þjónustu sinni, greiða ákveðin iðgjöld til trygginganna. Iðgjaldagreiðslan hvílir því á atvinnurekendum eingöngu, en ekki hinu tryggða verkafólki og starfsmönnum, og er óheimilt að skerða kaup þeirra á nokkurn hátt vegna iðgjaldanna; gildir þetta jafnt, þótt um sé að ræða aílahlut sjómanna í stað fastá- kveðins kaups. Þetta verður að teljast eðlilég afleiðing þess, að tryggingin er eingöngu miðuð við þá beinu slysahættu, sem .atvinnurekstrinum er samfara, og gildir aðeins í vinnutíma hins tryggða. í stað þess að bæta hverjum einstökum, sem verð ur fyrir slysi, kaupir atvinnu- rekandinn þessa áhættu af sér, með því að greiða iðgjald til tryggingarinnar. Félagsmála- ráðherra „ákveður iðgjöldin að j fengnum tillögum trygginga- ' ráðs. Það liggur í augum uppi að slysahættan er ákaflega mis- munandi Við hin ýmsu trygging arskyldu störf. Sjómennska og bryggjusmíði eru t.d. margfallt áhættusamari störf en úrsmíði eða gullsmíði. Þess vegna eru störifin flokkuð í áhættuflokka með misjöfnu iðgjaldi. Iðgjöldin nema nú frá 75 aur um. á viku fyrir t. d. bókband, seglasaum og netagerð án véla, upp í 12 kr. á viku fyrir far- menn og fiskimenn. Fyrir log- suðu, skipasmxði, brúagerð, grjót nám og þess háttar störf er ið- gjaldið 5—6 kr. á viku. Allt mið að við 48 stunda vinnuviku. Ýmsir munu telja, að þessi iðgjöld séu ærið há, og ekki skal því neitað að svo sé. En í lang- flestum starfsgreinum, jafnvel þótt áhættusamar séu, ,svo sem uppskipunarvinna, byggingar- vinna, brúargerð o. þ. h., nemur þó vikuiðgjaldið.mun lægri upp hæð en kaupiÓ fyrir einnar klu'kikustundar vinnu. Iðgjöld sjómanna eru langhæst enda á- hœttan þar mest. Riíkissjóður hleypur þar undir bagga með útgerðarmönnum hinna smærri báta. Iðgjöld fyrir skipverja á bátum, sem minni eru en 12 smá lestir og því ekki skráningar- skyldir- greiðast að %o af ríkis- sjóði. Útgerðai’menn slíkra báta greiða því aðeins 7/10 hluta ið- gjaldanna eða 8.40 kr. Eins og áður ér sagt, mun láta nærri að bætur til vanda- fólks þeirra 46 manna, sem fór- •ust af slysförum fyrstu 43 daga þessa árs, hafi numið 2 milljón og 3,00 'þús kr. Mundi þessi fjárhæð hafa kom iðaðbetri notum.bætt úr Urýnrd þörfum, ef hún hefði verið 14t— in óhreyfð í sjóðum þeirra 2000 —3000 atvinnurekenda sem ið- gjöldin hafa greitt, og aðstand- endurnir 152 hefðu engar bætur fengið? Mundi þjóðfélagið I heild betur sett ef sá háttur væri á? Og hvert væri þá hlut- skipti ekkna, barna og aldraðr*. forelara? Slysatrygging sjómanna vas fyrst stofnuð hér í’917. En al- menn slysatrygging, er einnig; tæki til verkafolks í landi, var ekki stofnuð fyrr en árið 1925. Síðan hafa lögin verið endur- bætt stig af stigi og tryggingar sviðið fært út. Iðgjöldin hafa jafnan verið miðuð við það að standa nokk- urn veginn straum af útgjöldum, Sjóðir slysatryggingarinnar námu því um síðustu áramót ekki nema rösklega 3 milljónum króna. Þegar þess er gætt, að tryggingin tekur til um 25000 manns og að hún þarf venjú- léga að greiða bætur fyrir milli 1000—2000 slys á hverju ári, og að tala þeirra, sem rétt eiga tii bóta, er miklu hærri, verður þa3 hverjum manni ljóst, að sjóðir hennar hrökkva skaimmt til a3 mæta áhættunni. Hún verður því til þess að geta leyst af hendi bótagreiðslur og aðra skuldbind ingu, að miða iðgjöldin við það, að þau samsvari áhættunni á hverjum tíma. Við íslendingar erum * sv» gæfusamir að hafa komizt hjá þeim koistnaði, sem þungbærast ur er mörgum þjóðum, kostnað- inurn við vígbúnað, her og styrj- aldir. Vopnasmiíði og herskipa- byggingar kalla hér ekki fólki3 fná’ öðrum störfum. Við höfum engan fcostnað af landher, flota eða flugher. Og við þurfum efcki að sjá fyrir ekkj'um, foreldrum og börnum hermanna, sem fall- ið hafa með vopn í hönd. Eng- ar sveitir örkumlamanna, lemtsr aðra eða blindaðra af vopnum óvinaþjóða fylla hæli okkar og sjúkralhús. Við eigum að sýna það, íslendingar, að við kunn- um rétt að meta, hversu gæfu- samir við erum í þessu efni, kunnum að imeta, að stærsta ó- gæfa annarra þjóða hefix fari3 framhjá okkar gárði. Það gerum við bezt og á mest viðeiganöi hátt með því að tryggja sem mögulegast okkar hermenn, þ. e., verkamenn, sjó- menn og aðra þá, sem vinna á- hættusöm störf sér og sínum til framfæris og þjóðinni allri til nytsemdar. Þegar litið er til þess, hverj- ar f járhæðir aðrar þjóðir leggja fram til styrjaldarinnar og hví- líkar byrðar þær verða að bera, og bera hennar vegna, virðist ekki ástæða til að draga í efa, að okkur Íslendingum ætti að vera fært að koma tryggingar- málum okkar og opiniberri for- sjlá í það horf, að öryggisleysið og óttinn við skort ætti eigi að þunfa að eitra líf nokkurs manns eða konu, né spilla starfsgleði hans og hamingju. Sá er íilgangur alþýðutrygg- inganna. *5J Teklð á móti flutningi til Vestmannaeyja fram til há- degis í dag. „Ægir" fer til Vestmannaeyja með póst og farþega kl. 8 í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.