Alþýðublaðið - 11.06.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.06.1944, Blaðsíða 3
Sunouöa"’- ii. JUISI W ALfrYQUBLAPIÐ GREIN ÞESSI, sem er eftir Frederick C. Painton og hér þýdd úr tímaritinu Reader’s Digest, fjailar um baráttu bandamanna gegn taugaveikisfaraldrmum, er brauzt út í Napoliborg eftir að Þjóðverjar höfðu verið hraktir þaðan brott. Tókst bandamönnum að sigrast á faraldri þessum á furðulega skömmum tíma, og telja margir, að þessi sigur í annarri orrustunni um Napoli muni sízt þýðingarminni hinum hernaðarlega sigri þar, því að taugveikin hefir jafn- an verið fylgja allra styrjalda og olli til dæmis hinum ógnleg- ustu hörmungum í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. I OKTÓBERMÁNUÐI árið 1943 var ömurlegt um að litast í Napoliborg. íbúatala borgarinnar nam á venjulegum tíma átta hundruð þúsundum, en nú hafði slíkur fjöldi flótta- manjia þyrpzt þangað, að íbúa tala hennar var yfir milljón. Þjóðverjarnir höfðu grandað öllum þeim mannvirkjum og rænt öllum þeim forða, er þeir máttu, áður en þeir neyddust til þess að hörfa brott úr borg- inni. -— Borgin var án upphit- unar, vatns og ljósa. Fólk þyrpt ist þúsundum saman inn í loft- varnabyrgin, og lúsin, sem hafð ist við á flestum borgarbúum átti þess auðveldan kost að auka kyn sitt og dreifast. Nú var sú stund upp runnin, er fylgja styrjaldanna — taugaveikin kom til sögu. Taugaveikin berst með lús- inni af einum manni á annan, þar sem ekki er hiti fyrir hendi, sápa né önnur nauðsynleg hrein lætislyf. Til þessa hefir reynzt ómögulegt að stemma stigu fyr- ir útbreiðslu taugaveiki, hafi hún brotizt út að vetrarlagi. — Það er ekki fyrr en tekið hefir að vora og hlýna í veðri, að unnt hefir verið að sigrast á taugaveikisfaröldrum. I októbermánuði 1943 voru tuttugu og fimm taugaveikis- sjúklingar lagðir inn í sjúkra- húsið í Napoliborg. Þetta var að sönnu ekki há tala, en sér- hver eldsvoði hefst með litlum neista, og taugaveikin breiðist örfljótt út eins og eldur. — Um árslok voru fjörutíu taugaveikis sjúklingar Iagðir inn í sjúkra- húsið. í janúarmánuði voru þeir orðnir sextíu. Veikin breiddist út eins og ægilegur eldsvoði, og graftökumennirnir voru í önn- um öllum stundum. Líkkistum, er smíðaðar höfðu verið í skynd ingu, var ekið eftir strætum Napoliborgar. Lík fundust dag- lega í göturæsunum. Eftir öllum líkum að dæma, hefði fjórðungur íbúa borgar- innar átt að láta lífið áður en unnt reyndist að stemma stigu fyrir þessum ægilega faraldri. Þannig var öll ástæða til þess að ætla, að f jórðungur milljónar manna hryndi niður á skömm- um tíma. En þegar hér var komið sögu var Leon Fox hinum mikilhæfa ameríski lækni, er hafði aðsetur sitt 1 Kaira, send sérstök orð- sending og hann beðinn ásjár. Fox er mikilhæfur herlæknir, sem í aldarfjórðung hefir bar- izt gegn dauðanum frá Liberíu til Kína og frá Grænlandi til Karabiska hafsins. Hann tókst þegar í stað flugför á hendur til Napoli. „Þetta var alvarlegur tauga- veikisfaraldur,“ kemst hann að orði, ,,og mér var um það kunn- ugt, að aldrei í veraldarsög- unni hafði tekizt að sigrast á slíkum faraldri áður en hann hefði náð hámarki sínu. Maður gat búizt við því að fimm hundr uð sjúklingar yrðu lagðir inn í sjúkrahús daglega, þegar kæmi fram í febrúarmánuð. Ef að lík- um lét gátum við ekki vænzt þess að takast myndi að stemma stigu fyrir útbreiðslu veikinnar fyrr en í fyrsta lagi, þegar kæmi fram í marz eða apríl.“ Hvernig átti Fox að haga bar- áttu sinni? Eitt var vitað. Arne- rískur hermaðut, sem hafði ver ið bólusettur, fékk að sönnu taugaveiki, en hún var væg — og enginn hinna bólusettu her- manna lézt af völdum sóttarinn ar. En þess var enginn kostur að bólusetja alla íbúa Napoli- borgar. Fox varð í þess stað að notast við nýtt og undravert lyf, duft, sem hafði áður komið að undraverðum notum í baráttu við taugaveiki. Til þessa höfðu þeir, sem vildu verjast taugaveikinni,. reynt að eyða lúsinni með því að drepa hana við þurran hita eða gufu. En þurr hiti og gufa voru aðeins skammgóður vermir í barátt- únni gegn smitberunum. En hið nýja duft var hins vegar gætt þeim dásamlega eiginleika, að ef það var borið á mann drapst eigi aðeins lúsin heldur og var fyrir það byggt, að hún ásækti hlutaðeiganda næstu vikur að minnsta kosti. Og það var hægð arleikur að verja alla íbúa Nap- oli gegn lúsinni með hjálp dufts þessa. Fox og menn hans létu það verða sitt fyrsta verk að veita þeim, sem þegar höfðu veikzt, nauðsynlega hjúkrun og læknishjálp. John C. Snyder annaðist framkvæmdir þessa. Charles Wheeler og menn hans tókust hins vegar þann vanda á hendur að leita uppi þá, sem ætlað var, að hefðu þegar tekið, veikina og bera duft á menn og híbýli. Því næst var haíinn leið angur til þess að ná til þeirra fjörutíu þúsund Napolibúa, sem höfðu tekið sér aðsetur í loftvarnabyrgjunum. Því næst var komið upp stöðvum, þar sem undraduft þetta skyldi bor- ið á fólk. „Við komum okkur upp fjöru tíu og þrem slíkum stöðvum," segir Fox, „og leituðum uppi'alla þá, sem okkur var annars mögu legt. — Napolibúar tóku okkur •tveim höndum. Þeir kepptust um það að láta bera duftið á sig. Við urðum að fá herinn í lið méð okkur til þéss að unn væri að halda uppi röð og reglu. Ég hlaut að dást að því, hversu mönnum mínum varð mikið á- gengt á skömmum tíma. í jan- úarmánuði voru 1300000 manns firrtir böli taugaveikinnar með því að þetta duft var á þá borið. Við bárum það á alla íbúa Nap- oliborgar á skömmum tíma. En þrátt fyrir þetta var bar- áttu okkar enn engan veginn lokið. Það var ekki hægt að stöðva straum flóttafólksins frá Júgóslavíu, sem lagði leið ’sína yfir Adríahafið. Eins komu dag lega margir hermenn til Napoli, sem barizt höfðu á vígvöllun- um. Þjóðverjar hleyptu iðulega ítölum, sem voru annað hvort orðnir veikir eða ástæða var til að ætla að hefðu þegar smitazt, gegnum víglínu sína. Við urð- um að veita þeim móttöku og bera duft þetta á þá. Við tókum ítölsku blöðin, útvarpið og fleiri slíkar stofnanir í okkar þjón- ustu að meira eða minna leyti í baráttunni við þennan ógnlega vágest. Ascalesi kardináli í Napoli veitti okkur öruggt braut argengi og fulltingi. Þannig bár um við duftið á alla þá, sem komu og fóru. Fox á vissulega fáa sína líka. Hann horfðist í augu við þá ægilegu staðreynd, að veikin breiddist óðfluga út í desember og janúar. Hann gerði ekki ráð fyrir að unnt myndi að stemma stigu fyrir útbreiðslu sóttarinn- ar fyrr en í fyrsta lagi, er kæmi fram í marz eða apríl. En hon- um til mikillar gleði reyndist skjótari árangurs að vænta en. hann hafði árætt að vona. Þeg- ar kom fram í miðjan febrúar, var útbreiðsla taugaveikinnar stöðvuð. „Aldrei fyrri í sögu mannkyns ins hefir verið komið í veg fyr- ir útbreiðslu taugaveikisfarald- urs að vetrarlagi," segir Fox. „Raunverulega er ekki mest um það vert, hversu okkur tókst að stöðva útbreiðslu faraldursins á skömmum tíma, þótt mikilvægt sé. Mest er um það vert, að okk ur skyldi reynast auðið að stöðva útbreiðslu hans. í framtíðinni mun okkur reyn ast auðið að drepa lús með hjálp dufts þessa. En það þýðir jafn- framt það, að unnt er að stemma stigu fyrir taugaveikisfaröldr- um. Taugaveikin mun aldrei framar valda þrautum þyngd- um þjóðum slíkum hörmungum og' hún gerði í lok heimsstyrj- aldarinnar fyrri. — Það var ein mitt þetta, sem okkur lærðist, er við unnum aðra orrustuna um Napoli.“ r (s r Opin , í dag og á morgun. GÆRMORGUN bauð frú Hulda Stefánsdótt- ir forstöðukona Húsmæðra- skóla Reykjavíkur, blaða- mönnum, að skoða handa- vinnusýningu í skólanum, sem verður opin fyrir almenn ing í dag og á morgun. Geturi þarna að líta marga mjög fallega og vel gerða hluti, sem stúlkurnar hafa unnið á síðasta skólaári. Sýndur er þarna alls konar saumaskapur, vefnaður, útsaum og fileira. Flestir eru munirnir gerðir af stúlkum þeim, sem voru í heimavist á skólanum síðast- liðinn vetur, en þær voru 31. Ennfremur er líka mikið af handavinnu eftir þær, sem á niámskeiðiunuim voru. Er þetta geysimikil vinna, sem stúlkurnar hafa afkastað undir stjórn og leiðsögn hinna ágætu kennara sinna.- Jarðarför móður okkar og tengdamóður, Elínar SÞ@rsteinsdó4tur frá Ytri-Nfarðvík fer frarn frá Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 14. júní og hefst frá Vík í Ytri-Njarðvík ,kl. 1 e. h. , Börn og tendabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi. Þerbjörn Halldérsson trésmiður, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 13. þ. m. / Athöfnin hefst með bæn að heimili hins látna Hofsvallag. 20 Helga Helgadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Okkar hjartkæri kjörsonur, SBgurSur RfBagnússon, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 14. þ. m. Athöfnin hefst með bæn að heimili hins látna, Stafholti kl. 1,30 eftir hádegi. Sigríður Hreiðarsdóttir. Magnús Guðmundsson. I.R. ekki K.R. Sú meinlega prentvilla slæddist inn í frásögnina um íþróttirnar á Þingvelli, í blaðinu í gær, að sagt var, að í leikfimisflokki kvenna, sem á að sýna á þjóðhátíðinni, væru stúlkur úr Ármanni og K. R., en átti- að vera úr Ármanni og í. R. Eimskipafélag íslands biður þess getið, að það muni svara greinargerð þierri, sem Við- skiptaráð fékk birta í dagblöðun- um. Þinpalla verða þannig: Frá Reykjavík: 16. júní kl. 9, 13, 17 og 21. — — 17. júní kl. 7,30 og 10(,30. Frá Þingvölliun: 17. júní kl. 18, 22 og kl. 1 (um nóttina) — — 18. júní kl. 13, 17 og kl. 21. Farseðlar verða seldir í Iðnskólanum frá. 10—14. júní daglega kl. 10—12 og 13—19, á kr. 40,00 sætið báðar leiðir. Lagt verður af stað frá Fríkirkjuvegi. Farseðlarnir gilda að- eins fyrir þá ferð, sem þeir hljóða á. Nauðsynlegt er, að almenningur sýni lipurð við ferm- ingu bifreiðanna, að hópar, sem ekki komast í sömu bifreið- ina skipti sér, og sömuleiðis, að fólk hafi farseðla sína við hendina og afhendi þá bifreiðarstjóra viðkomandi bifreiðar. ÞjóðhátíSarnefndin rfrrmTYTrrrnriYiYTr^^ ;ími Albýðublaðsins er 4500. frá bpSsáfiarnefndirnii. i ; r Að gefriu tilefni vill þjóðhátíðarnefndin láta þess getið, að aðgangur að þjóðhátíðarsvæðinu á Þing- völlum 17. júní, er ókeypis og öllum lieimill. Tjaldstæði á Þingvöllum, sem pöntuð eru hjá nefnd- inn eru einnig ókeypis. Eftirlitsmenn nefndarinnar munu vera á Þingvöllum frá og með 15. júní með lista yfir þá sem gert hafa pantanir á tjaldstæðum hjá nefndinni. Ber mönnum, er þeir koma til Þing- valla að snúa sér til þeirra viðvíkjandi tjaldstæð- unum. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFNDIN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.