Alþýðublaðið - 16.06.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.06.1944, Blaðsíða 4
LÞYÐUBLi&IIG Föstudagur 16. júní 1544 Ritstjóri Stefán Pétursson. Símar ritsjórnar: 4901 og 4902. Ritstjóm og afgreiðsla 1 Al- þýdunúsinu vió I- Útgefandi: Alþýðuflokkurúm. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Guðjón B. Baldvipsson : Hrers væitoD vér af íslenzko lýðveldi? A morgun. D'RAUM'UŒIINN UM al- frjálst og oháð rlíki ó ís- landi rætist á imor.gun. ÖÞtá renn- ur uipp glæstasta stund í sögu okkar fántennu þjóðar. Við stöndum á *ný jafn- fætis öðrum frjiálsum og full- valda þjóðUm, ráðum landi.oklc- ar og ihöfum aðstöðu til að skapa okkur framtáð að edgin vild. • , * AfiF Þjóðveldið forna hafði merki lega sérstöðu rneðal annarra fuliLvaida níkja ó þeim tímum. Stjórnarform þess átti sér enga íhliðstæðu. Og hér urðu rtil merkilegar og óbrotgjarnar bófc menntir á móðurmáli þjóðar- innar, sem *voru eins dæmi á þeim tímum. <j Við endurrieisn sjólfstæðs riíkis ó íslandi hefir íslenzka þjóðin enn sérstöðu meðal ann- arra níkja. íslenzka þjóðin er fámennust áilra þeirra þjóða, er njóta fuiis sj'álfstæðis. En hún á sér svo sterka þjóðernisvitund og svo heilsteyptan menningar- arf, að nálega sjö alda erlend stjórn á ásienzkum málum hefir ekki megnað að drepa í dróma frelsisþrá hennar. Á Mandi er ■starfandi elzta löggjafar þdng 1 heimi. Fornar bókmennt- ir vorar eru einstæðar, hvar sem l'eitað er. Á morgun rætast djörfustu vonir forvígismanna ísienzkrar sjálfstæðisbaráttu, allt frá því áð Baldvin Einarsson krafðist sértstaks ráðgefandi þings á ís- landi fyáir rneira en heilli öld síðan. Skrefið, sem íislenzika þjóðin stiígur á morgun, er á- vöxtur a'f langri og þrautseigri barátitu margra landsms beztu sona. Þá sigrar endanlega mál- staðurinn, sem einihver allra mikilihæfasti og hiejiMeyptasti Mendingur, er nokkru sinni hefir uppi verið, fórnaði öllu ævi'starfi jsánu, málstaður þjóð- skörungsins Jóns Sigurðssonar. -Sú örlagailíka stund í sögu okkar ,ier renniur upp á morgun, hlýtur því að beima hugum ís- lendinga <í hljóðri þökk tiil fal'i- inna forvígismanna. Þeirra er heiðuíinn á þessum einstæða merkisdegi í íslenzkri sögu; þeim ber þakklætið og virðing in. Núiifandi kymslóð á íslandi og þeim, sem á eftir koma, er mikill vandi á höndum, þegar til þeirr-a kasta kemur, að á- vaxta hinn dýra arf. Einu sinni áður ’heför íslenzka þjóðin reynzt þess vanimegnug, að varð veiita þjóðarfrelsið. Vonir ís- lendinga standa allar til þess, að sú saga endurtaki sig ekki. En Iþað er hyggilegast, að gera sér það ljóst þegar á stofndegi lýðveldisirus, að svo bezt .tekst vei til í þeim efnum, að aldrei verði dottað á verðinum né „Iþjóðin gleyimi sjálfri sér“. Heili og hamingja ifylgi ís- ienzka lýðvieldinu á ókomnum öldu-m! EGAR línur þessar koma fyrir augu lesendanna, hef- ur íslenzka þjóðin á löglegan hátt samþykkt að slíta sam- bandinu við Dani, og ég þykist þess fullviss að stjórnarskrá sú, er lögð var fyrir samtímis, muni hafa fengið samþykki mikils meiri híuta kjósenda. Hvað liggur þá fyrir í málinu, annað en ákveða gildistökudag stjórnarskrárinnar, og fá önnur ríki til að viðurkenna íslenzka lýðveldið? Eg vænti þess fastlega, að ís- lenzkir launþegar anda og handa,, vilji og muni gera sér grein fyrir, hvers sé að vænta, og hvers beri að vænta í tilefni af sjálfræði voru. Eg veit að vinnandi íslenzk alþýða, frjálslyndir mennta- og listamenn, allir frelsisunnandi þegnar íslenzka ríkisins, vilja skapa sterkt íslenzkt lýðveldi, ríkt af menningu og manndómi í framkvæmdum öllum. En hvað viljum vér þá gera til þess að svo vel megi takast sem vér óskum? Ollum réttindum fylgja skyldur. Allar kröfur vor- ar á hendur öðrum þegnum, eru um leið kröfur til vor sjálfra. Dagsins brennandi spurning hlýtur því að vera: Hvers vænt- um vér? Hvað færir sjáifstæðið oss? Hvað ætlumst vér fyrir? Efalaust eru ýmsar skoðanir uppi, ýmsar vonir og óskir eru vi.ð þennan atburð bundnar, en einn- ig efasemdir, tortryggni og hik. Baráttan fyrir þessum síðasta áfanga hefur ekki verið jafn fals- laus og einlæg af hálfu sumra „forystumanna“ og hún var áður fyrr, meðan þjóðin skiptist í flokka eftir afstöðu til sjáifstæð- ismálsins. Vér trúum því ekki að sumir „foringjar,“ sem nú hafa hæst látið í sjálfstæðismálinu, hafi verið eða séu jafn heilsteypt- ir Islendingar og t. d. Skúli Thoroddsen, svo að ekki sé farið til annarrar aldar. Himl trúum vér, að alþýða landsins vænti enn fullkomnara frelsis og mannréttinda, svo sem jafnan hefur verið við hvern á- fanga í sjálfstæðisbaráttunni. Ef vér hyggjum nánar að, munum GREININ, sem hér birtist, er með leyfi höfundar ins tekin upp úr tímariti A1 þýðusambandsins^, „Vinnan“, júní heftinu, sem nú er nýút- komið. vér sannfærast um, að alþýðan ein getur vænzt þeirra fríðinda. Eigi neitum vér því að yfirstéttin íslenzka getur skapað sér aukin forréttindi með sterkari tökum á stjórn landsins, t. d. tryggt sér sterkari aðstöðu í verzlun og stór- rekstri með því að eiga og geta notað íslenzka sendiherra, sendi- fulltrúa og sendinefndir, sem fara með umboð þjóðarinnar út á við. En það skulum vér gera oss ljóst, að ef svo tekst til, þá sofn- um vér á verðinum, eða beitum kröftum vorum meira til innbyrð- isdeilna en hollt er eða rétt, og með því rætist eigi draumur vor um aukin mannréttindi. Fáa mun undra, þó að raddir heyrist um nýja Sturlungaöld, margir taka hressilega undir, en offáir átta sig á því, að þeir eiga sjálfir sök, ef slík óáran helzt, en ekki meira um það nú. Svo vill til, að aðalkrafa ís- lenzkrar alþýðu verður um end- urskoðun stjórnarskrár íslenzka lýðveldisins, til þess að fá þar inn skýr ákvæði um heilbrigt stjórn- skipulag og fullkomin mannrétt- réttindi á grundvelli hinna sígildu vígorða lýðveldisins, frelsi, jafn- rétti, bræðralag. Vitanlega verður stjórnarskrá- in aðeins umgjörð og grundvöll- ur löggjafar, sem nauðsyn kref- ur að sett verði til að helga og tryggja öllum þegnunum þessi sjálfsögðu mannréttindi, og það einmitt sú löggjöf, sem styrr hef- ur staðið um, og mun standa í framtíðinni meðan vér búum við stéttaþjóðfélag. Vér viljum mega vænta stuðn- ings allra víðsýnna og frjáls- lyndra manna til að hrinda í H.f. Eimskipafélag Islands i Aukafundur Aukafundur í Hlutafélaginu Eimskipafélag ís- lands, verður haldinn í Kaupþingsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 18. nóv. 1944 og hefst kl. 1 e. h. DAGSKRÁ: 1. Tillögur til lagabreytinga. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngu- miða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrif- stofu félagsins í Reykjavík, dagana 15. og 16. nóv. næstk. Menn geta fengið eyðublöð í'yrir I umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrif- stofu félagsins í Reykjavík. Reykjav ík, 9. júní 1944. STJ3NIN ♦ framkvæmd þeim löggjafaratrið- um, sem þarf til þess að tryggja efnalegan og menningarlegan arf vorn og framtíðarhag. En því skulum ■ vér aldrei gleyma, að með löggjöf verður eigi allt unnið né heldur verður búið við frjálslynda og hagræna löggjöf án þess að alþýðan hafi menningu og manndóm til að hugsa sjálfstætt, skapa sér víð- sýni í viðhorfum og glæða þann eld réttlætis og frelsis að úr þjóðarsálinni brenni sá ójafnaður ranglætis og ófrelsis, sem enn leynist. I fám orðum: Islenzk alþýða til sjávar og sveita krefst athafna- frelsis og lífsöryggis. Þessar höf- uðkröfur birtast í ýmsum smærri myndum, en undirstaða allrar framvindu í þessum efnum er sú, að vinnuafl þjóðarinnar og nátt- úruauðæfi landsins séu hagnýtt á skipulegan og hagfelldan hátt með þjóðarheill fyrir augum, en ekki aðeins einstaklinga eða fá- mennra mannhópa. Þessa þörfnumst vér, ef tryggja skal sjálfstæði vort. Þess’væntum vér af sjálfum oss, að barátta vor Öll verði að sönnu sjáMstæði. Verð fjarverandi frá 18. þ. m. til 8. júlí næstk. Páll Sigursson, læknir gegnir héraðslæknisstörfum á meðan. Skrifstofa mín verður opin eins og venjulega. Héraðslæknirinn í Reykjá- vík 16. júní 1944 MAGNÚS PÉTURSSON 8 volta vindrafstöð er til sölu nú þegar af sérstökum ástæð um. Tilbpð óskast sent til AI- þýðublaðsins fyrir næstk. þriðjudagskvöld merkt: „Rafstöð“ Óskar Aéalsieinn Guð}énsson: Hátfvísi Þjóðviljans tF INN 15. júní s.l. birti Þjóð- *•■*• yiljinn viðtal við mig um bók mína, Húsið í Hvamminum, sem kemur út á Ísafirði í haust. Eg kunni strax vel við manninn, sem átti tal við mig, virtist hann hæglátur, greindarlegur og blátt áfram. Við urðum brátt eins og við hefðum verið vel málkunn- ugir, og viðtalið fór fram í mesta bróðerni. .— Þú sýnir mér þetta, þegar þú ert búinn að vinna úr því, sagði ég. — Já, það er alveg sjálfsagt. Og hann tiltók tíma og dag. Eg kom á tilsettum tíma. — Því miður hef ég ekki haft nokkurn frið til að ganga frá greininni. En get ég ekki komið heim til þín í kvöld og sýnt þér þetta? ' — Jú, það er prýðilegt, sagði ég. Og svo fór ég. Maðurinn virt ist hafa allt óf mikið að gera til þess að ég væri að tefja fyrir hon um með óþarfa masi. Síminn glumdi, og þarria voru háifritaðar greinar, blautar úr pennanum. Og kvöldið? Maðurinn kom ekki......... Eg hugsaði ekki frekar um þetta. — Maðurinn var sjálfsagt s.vo önn- um kafinn við pólitík, áð hann hefði engan tíma til að skrifa um bókmenntir •— ekki fyrst um sinn að minnsta kosti. En í morgun? Þarna var við- talið við mig komið í Þjóðviljan- um. Ekki bar á öðru. Það var svo sem ekki verið að hirða um gefin loforð við mig. Er þetta háttvísi þeirra, sem telja sig æðstu presta í hofi réttlætis og bræðralags? Ja, hvað finnst ykkur? Hvað svo um greinina sjálfa? í sjálfu sér hef ég ekkert við það að athuga, sem þarna er haft eft- ir mér, en í lok greinarinnar, víst til að prýkka og fegra, er farið strákslegum oiýium um vin minn, Guðmund G. Hagalín, á minn kostnað, þó að svo sýnist, ef til vill / ekki heimskum mönn- um og óháttvísum. Guðmundur Hagalín hefir sem sé allt frá því fyrsta leiðbeint mér og einmitt tekið það fram, að ég eigi að fara mínar eigin leiðir, því að skáld og rithöfundar geti því aðeins náð verulegum árangri, að þau reyni að finna efni við sitt hæfi og sér eiginlegt form. Og að lokum: Þó að viðkynning mín og blaða- mannsins hafi verið lítil, þá kom mér sízt í hug, að hann þyrfti x einu og öllu að vera eins og dreginn upp á þráð þeirra Andréssona. Lengi skal manninn reyna. Það máltæki hefði ég mátt muna. Óskar Aðalsteinn Guðjónsson. Lágmynd af Jóni Sig- urðssyni úr íslenzk- um leir Gerð af Guðm. Einars syni frá EViiéclal i Quðmundur EINARSSON frá Miðdal, 'hefir að til- hlutun þjóðhátíðarnefndar, bú- ið til veggspjöld með mynd af Jóni Sigurðssyni forseta. Um- hverfis myndina á skildinum eru birkisveigar, en undir mynd inni er letrað ,,17. júní 1944“. Skjöldurinn er úr brenndum leir, og glerhúðaður. enn fremur munu nokkur stykki af honum verða eirhúðuð. Er veggskjöldur þessi eitt af listaverkum þeim. sem sýnt er á samsýningu mvndrstamanna, þeirri, er opnuð verður í dag 1 Listamannaskálanum. Enn frem ur verður skjöldur þessi til sýnis og sölu í Listvinahúsinui við Skólavörðuhæð. Póstkort kemur útú í dag af tilefni þjóðhátíð- arinnar. Er á því teikning eftir Egg- ert Guðmundsson. Verður kortið til sölu í búðum og á Þingvelli og er ætl- ast til, að menn geti sent það með hátíðafrímerkjum til vina sinna heima og erlendis. Frelsisljóð, kantata Kjartans skálds Gíslasonar frá Mos- felli með lögum eftir Árna Björnsson kom út í gær í mjög myndarlegri út- gáfu Þorleáfs Gunnarssonar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.