Alþýðublaðið - 20.06.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.06.1944, Blaðsíða 2
2 •, >-< ’ \5rJ L? 1" \ ...... 'r.3ígéfaMÍí;Mí ALÞÝÐUBLAÐIÐ ____________________________ Þriajudagur 28. júní 1944. Um 2000 manns tóku þátf í þeim Vísifalan 268 stig 1. júní Tveggja stiga iæickyn Kauplagsnefnd og HAGSTOFAN hafa nú reiknað út vísitöluna 1. júní og reyndist hún vera 268 stig, 'þ. ei tv«|imur stigum lægri en 1. maí. Lækkunin stafar af hin- um lækkuðu farmgjöldum og myndi hafa »rðið meiri ef hækltun hefði ekki orðið á einstökum útgjaldaliðum svr sem fatnaði. Hátíðahöld 17. júní hjá fulltrúum íslands erlendis Islendingum og ýms- um öðrum var boðið Þessi mynd var tekin á sunnudaginn í sama mund og skrúðganga Reykvíkinga gekk fram hjá Alþingishúsinu. Sveinn Björnsson forseti íslands stendur á svölurn Alþingis- hússins, skreyttum þjóðhátíðarmerkihu og grænu laufi og lyngi, og tekur á móti kveðjum fólksins, er það hyllir hann. O ÍKISSTJÓRNIN gerði á sínum tíma þá ráðstöf- un að allir útsendir fulltrú- ar íslands hefðu mannfagn- að í tilefni af gildistöku lýð- Frh. á 7. síðu | ÝÐVELDISSTOFNUN- ARINNAR var minnst að Rafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, með veglegum hátíðahöldum þann 17. júní. Yfir tvö þús- und manns var þar saman komið yfir hátíðina og var þar ríkjandi mikill samhug- ur og hátíðagleði meðal gest- anna. Hátíðarhöldin hófust kl. 12 á hádegi með því, að Björn Guð- mundsson, fyrrv. skólastjóri, setti samkomuna og flutti kvæði, sem borizt hafði frá séra Böðvari Bjarnasyni, fv>"""'"— -1; presti á Rafnseyri. Á eftir voru sungin tvö fyrstu versin af „Faðir andanna“. Því næst flutti séra Jón Kr. ísfeld, fyrr- um prestur á Rafnseyri, en nú á Bíldudal, bæn, en á eftir henni var sunginn síðari hluti „Faðir andanna“. Enn fremur voru sungin nokkur ættjarðar- lög. Þingeyrarkór annaðist söng- inn við hátiðahöldin, söngstjóri var Baldur Sigurjónsson. Þessu næst var aðalhátíðar- ræðan flutt af Sigurði Nordal, prófessor, og mæltist honum vel og skörulega, eins og vænta mátti. Á eftir ræðu prófessors- ins var sungið: „Rís þú unga ís- lands merki“. Því næst söng kórinn þrjú önnur lög. Um klukkan 1.30 hófst svo útvarp frá þjóðhátíðinni á Þing- velli, og hlýddi fólk með eftir- tekt á athöfnina- að Lögbergi. Er útvarpinu frá Lögbergi var lokið, kl. 4.30, hófst skrúð- ganga að minnisvarða Jóns Sig- urðssonar, og þar flutti Biörn Guðmundsson ávarp, og lagði blómsveig við minnismerkið, var blómsveigur þessi frá Ung- mennasambandi Vestfjarða. Enn fremur flutti Eiríkur J. Eiríksson, prestur og skóGsti^'i á Núpum, minni Jóns Sigurðs- sonar. Eftir það var sungið: ,.Ó, Guð vors lands“. Þessu næst bóf'- " ingar á palli, undir stjórn Bjarna Backmann frá Borgar- nesi, sem verið hefir íþrótta- kennari hjá XJ"■— ..~~-^^andi þar upp tjöldum. 146 tjöld voru Vestfjarða, síðastliðinv- - Voru það 22 piltar og 38 stúlk- ur, sem leikfimina sýndu. ís- landsglíman féll niður sökum rigningar. Eftir íþróttirnar hélt hátiðar- dagskráin áfram. Björn Guð- mundsson las upp skeyti með árnaðaróskum frá alþingis- mönnum Vestfjarða. Og síðan las Björn upp kvæði eftir Lilju Björnsdóttur, sem órt hafði ver- ið í tilefni hátíðarinnar. Þá flutti Ólafur Ólafsson,. skólastjóri frá Þingeyri, minní íslands, en Halldór Kristjáns- son frá Kirkjubóli flutti snjallt kvæði, einnig flutti Jens Hermannsson frá Bíldudal, kvæði, og að endingu fluttl Sveinn Gunnlaugsson, skóla- stjóri á Þingeyri, ávarp. Upp úr þessu byrjaði dans á pallinum, og stóð hann fram- undir miðnætti, að fólk fór á brott. Eftir kl. 9 um kvöldið var dansað eftir danslögum, sem út- varpað var frá Þingvelli. Allt íþróttafólk og söngfólk, svo og margir aðrir, komu tií Frh. á 7. sHhL Mannfjöldinn við stjórnarráðshúsið Þessi mynd gefur nokkra hugmynd um þann gífurlega mannfjölda, sem tók þátt í skrúð- göngunni hér í Reykjavík á sunnudag. Mannfjöldinn sést á Lækjartorgi og í cllum r.ær- liggjandi götum. Mikil þáltfaka í lýðveldishá- líðahöldunum um land allt Hér í Reykjavik laisk þeim meS veizlu ríkisstjórnarinnar að Hótel Borg ALLAR FRÉTTIR utan af landi skýra frá gýf- urlegri þátttöku almennings í þjóðhátíðinni. Víðast var veður betra en hér sunnan- lands, sólskin um Norður- land. Á Akureyri hófust hátíðahöld- in klukkan 10 f. h. með lúðra- blæstri á Ráðhússtorgi. Þaðan var skrúðganga í kirkju. Fylk- ingin var afar fjölmenn, félög gengu undir einkafánum sínum, einnig var mikill fjöldi ísl. fána í fylkingunni. Kl. 2.45 hófst útihátíð á Ráð- hússtorgi með hornablæstri. Því næst setti séra Friðrik Rafnar samkomuna, en Þorsteinn M. Jónsson flutti ræðu. Veður var hið bezta, sem kom- ið hefur á vorinu, sunnan hlý- vindur og sólfar. Bærinn var eitt fánahaf yfir að líta, ennfremur voru innlend og erlend skip skreytt fánum. Mikill mannfjöldi tók þátt í há- tíðarhöldunum. Alls staðar úti um land fóru hátíðarhöldin fram með líku sniði: Ræðuhöldum, söng, hljóð- færaslætti, íþróttasýningum o. fl. Alls staðar mun hafa verið hlust- að á athöfnina á Lögbergi. Hér í Reykjavík lauk hátíða- höldunum á sunnudagskvöld með veizlu ríkisstjórnarinnar að Hót- el Borg. Var véizla þessi hin hátíðleg- asta og fór virðulega fram. Veizl- una sátu: Forseti íslands, ríkis- stjórnin, alþingismenn, fulltrúar erlendra ríkja, æðstu erhbættis- menn ríkisins, forvígismenn ým- issa félagssamtaka o. fl. Voru báðir veizlusalirnir á Hótel Borg þéttskipaðir gestum. Laust fyrir kl. 8 sd. voru gestirnir setzt- ir að borðum. Kl. 8 gekk forseti íslands í salinn og risu veizlu- gestirnir þá úr sætum sínum. — Eftir það hófst borðhaldið. Yfir borðum voru þessar ræð- ur fluttar: Forsætisráðherra bauð gesti velkomna. Forseti sameinaðs alþingis mælti fyrir minni forseta íslands. Forseti íslands þakkaði nt. k 7. cSta. Þrjár milljónir króna til byggingar þjóðminjasafns Tiðlaga flutt af formönnum allra þingflokkanna FORMENN allra fjögurra þingflokkanna hafa lagt fram í sameinuðu alþíngi til lögu til þingsályktunar um byggingu þjóðminjasafns. Er tillagan svohljóðandi: ,Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja fyr- ir af ríkisfé 3 milljónir króna til þess að reisa hús fyrir þjóðminjasafnið og að hefj- ast þegar handa um undir- búning byggingarinnar.“ Talað var um að það væri tilhlýðilegt að þjóðin færði lýðveldinu í morgungjöf veg legt hús yfir fornminjar og listaverk sín. Virðist alþingi vera á sömu skoðun, þar sem formenn allra þingflokk- anna flytja tillögu um fjár- framlög til fornminjabygg- ingarinnar. Sögusýningin opnuð í dag SÖGUSÝNINGIN í Mennta- skólanum verður opnuð fyrir almenning kl. 4 í dag. Kl. 3 verður sýningin opnuð fyrir sérstaka boðsgesti. M. a. verður forseti íslands viðstaddur, svo og ríkisstjórn, erlendir fulltrú- ar, þingmenn og aðrir gestir. Prófessor Ólafur Lárusson mun opna sýninguna. Hjónaband. 17. júní gaf séra Árni Sigurðs- son saman í hjónaband, Ingunni Sigurðardóttur, Austurbæjarskól- anum og Pál Björgvinsson. — Heimili þeirra er á Efrahvoli í Rangárvallasýslu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.