Alþýðublaðið - 20.06.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.06.1944, Blaðsíða 3
#ritSjudagtir 3i. júní 1944 „Frit Danmark" HINN 16. þessa mánáðar birti „Frit Danmark“, málgagn frjájlsra Dana, eftir- farandi forustugrein, er lýsir skoðun þeirra á lýðveldisstofn- uninni á íslandi. Munu allir ís- lendingar fagna þeim skilningi og góðvilja frjálsra Dana, sem kemur fram í þessari forustu- grein málgagns þeirra. „Hinn seytjándi júní hefir um áraskeið verið þjóðhátíðardagur íslands. En að þessu sinni mun seytjándi júní eigi aðeins verða hátíðlegur haldinn sem þjóð- hátíðardagur og minningardag- ur hetjhnnar Jóns Sigurðsson- ar. Um hann mun leika sérstak- ur ljómi vegna þeirrar stað- xeyndar, að íslenzka þjóðin stendur nú við takmark það, sem hún hefir harizt fyrir og unnið að að ná um aldir. Vér Danir, sem sjálfir setjum frelsi og fullveldi ofar öllu öðru í heiminum, munum skilja ís- lenzku þjóðina og tilfinningar hennar við þetta merka tæki- færi. Meðal Dana heima í Dan- mörku og erlendis, verður að- eins ein ósk og ein von, að ís- lendingar megi njóta hamingju- ríkrar og farsællar framtíðar, er sé í hvívetna sambærileg við hina merku og- söguríku fortíð þeirra, enda þótt því verði ekki við komið, að fulltrúi Dana mæti á Þingvelli til þess að tjá íslendingum innilegar árnaðar- óskir hinnar dönsku þjóðar varðandi framtíð íslands. Það, að tengsl Danmerkur við um- heiminn hafa rofnað, svo og viðhorfin heima fyrir, hindra þetta. Enginn íslendingur mun ámæla okkur fyrir það að láta þau ummæli _ falla, að Danir vonuðu auðvitað, að hin algeru sambandsslit gætu beðið, unz hin nýhafna sókn bandamanna gegn virki nazismans væri til sigurs leidd. Fyrir þá, sem í dý- flissu dveljast, virðist það ekki erfitt fyrir þá, sem frjálsir eru, að bíða með að slíta þau tengsl, .sem aldrei voru fjötur um fót, en Islendingar æsktu þess ekki að bíða, og nin nýafstaðna þjóð- aratkvæðagreiðsla talar líka skýrustu máli um vilja þjóðar- innar. Stofustjórnmálamenn, sem spáðu því, að þetta eða hitt myndi gerast og örðugleikar myndu verða á því að leiða sjálf stæðismálið til lykta, hafa orð- ið sér eftirminnilega til athlæg- is. Að skilja er að fyrirgefa, hermir forn málsháttur, og sá, sem þráir svo heitt frelsi ætt- lands síns skilur íslenzku þjóð- ina. Því skyldi heldur eigi gleymt, að eins og Danir æskja konungsdóms, æskja íslending- ar lýðveldis. Hver sá, sem fylgzt hefir með stjórnmálaþróuninni á íslandi eftir 1918, mun aldrei hafa um það efazt, hvað íslenzka þjóðin hygðist fyrir, er tími sam'bandslagasamningsins væri útrunninn. Hún þráði það, sem nú er að gerast. Lýðveldi verð- ur stofnað á íslandi, og það mun hljóta viðurkenningu hinna sam einuðu þjóða. Þegar flestar aðr- ar þjóðir hafa átt um sárt að binda af völdum ófriðarins, hef- ir íslenzka þjóðin átt við far- sæld að búa vegna sérstöðu lands síns. Ef til vill hefir far- sæld hennar verið of mikil, og erfiðir tímar kunna að bíðá henn ar. En vér vonum og treystum því, að í framtíðinni muni hin heillavænlega þróun og fram- farir, sem átt hafa sér stað á íslandi á fyrstu tveim áratugum fullveldisins, og allir hljóta að dást að, halda áfram. Allir Dan- ir munm, án tillits til skoðunar á einu formsatriði, senda hinu íslenzka lýðveldi innilegar kveðjur og óska því framfara, farnaðar og styrks. Vér óskum Islandi glæstrár og auðnuríkrar Tidend Eftirfarandi grein er forustugrein úr blaði norsku stjómarinnar í London, Norsk Tidend, og birtist hún 17. júní. Mun íslenzka þjóðin fagna af heilum hug þessum skilningi og árnaðaróskum Norðmanná. I dag, hinn 17. júní, lýsir ís- land sig frjólst og óháð lýðveldi. Norðmenn heima og heiman bjóða hina íslenzku frændþjóð velkomna í tölu hinna óháðu ríkja. Norðmenn skilja öllum öðr- um betur tilfinningar íslendinga í dag. Ver háðum sjálfir langa og stranga baráttu fyrir hinum frjálsa fána vorum. Vér heyjum um . þessar mundir styttri en harðfengilegri baráttu fyrir sjálfstæði þjóðar vorrar. Vér þráum þann dag, er vér verðum frjáls þjóð að nýju. Þess vegna skiljum vér svo vel tilfinningar og hugsanir frændþjóðar vorrará þessum degi, er hún slítur af sér síðustu bönd ófrelsisins ,enda þótt Island hafi endurheimt frelsi sitt með friðsömum hætti. Skiln- aðurinn við Danmörku er gerður í fullu samræmi við samning þann, er hin tvö lönd gerðu með sér hinn þrettánda nóvember ár- ið 1918. Með yfirgnæfandi meiri hluta, meira en 97%, hefur ís- lenzka þjóðin lýst siig samþykka því, sem nú á sér stað. Styrj- öldin hefur því miður komið í veg fyrir formlegar viðræður við Dani, en enda þótt svo hefði ekki verið, hefði það í engu breytt þróun málanna. Norðmenn þekkja af reyaslu, að sambandið milli tveggja grann landa, sem eru byggð náskildum þjóðum, er aldrei betra og vin- samlegra en þá þær geta hitzt sem frjálsir aðilar með sama rétt. Þetta mun og sannast varðandi samband Islands og Danmerkur eins og það sannaðist varðgndi samband Noregs og Svíþjóðar. Hinn 17. júní 1944 mun því áreiðanlega lifa í sögunni sem dagur, er mun orka miklu til þess að styrkja og varðveita norræna samvinnu. Norðmenn hafa með þakklæti meðtekið samúðarvott þann, sem hinir íslenzku bræður hafá auðsýnt oss. Og Norðmenn vænta náinnar samvinnu með hinum tveim frændþjóðum, er eiga svo margt sameiginlegt í þúsund ára sögu. Styrjöldin hef- ur kennt bæði, Norðmönnum og íslendingum, að þjóðirnar, sem lifa og starfa við hið norðlæga Atlantshaf, verða að hafa samtök og vernda og varðveita friðinn og frelsið í þeim hluta heimsins. Vér bjóðum ísland velkomið til þessarar samvinnu í þeirri von, að vináttutengslin milli hinna tveggja frændþjóða muni verða styrkari og nánari en nokkru sinni fyrr, menningarleg, 'við- skiptaleg og stjórnmálaleg. (Frá norska blaðafulltrúanum.) IF^ AÐ er nú upplýst í sigl- ingamálaráðuneyti Norð- manna í London, að allmörg norsk skip tóku þátt í innrásar- aðgerðunum á dögunum. Enn er ekki hægt að greina frá tölu þeirra, en vitað er, að bæði kaupför og herskip Norðmanna aðstoðuðu við innrásina. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um manntjón Norðmanna í á- tökum þessum. Siglingamála- ráðherra Norðmanna hefir lýst yfir því, að síðan 6. apríl hafi engu norsku skipi verið sökkt fyrir tilverknað Þjóðverja. framtíðar meðal hinnar norrænu þjóðafjölskyldu og innan vé- banda þess bandalags frjálsra þjóða, sem til verður efnt. (Frá danska blaðafulltrúanum.) Þessi mynd sýnir hóp brezkra flugvéla af hinni frægu Spitfire-tegund á flugi. Fáar eða engar flugvélategundir hafa reynzt eins vel í bardögum við sprengjuflugvélar Þjóðverja. — Flugvélarnar, sem hér sjást, eru af allra nýjustu gerð og búnar mjög fullkomnum vopnum. Bandamenn eru nú 13 kílóm Borgin liggur nú imdlr skolhríð bandamanna4 Brefar berjasf í norðurhluta TiBSy-horgar BANDAMENN vinna nú að því að innikróa með öllu heri Þjóðverja á Norníandieskaga og sækja fram á breiðri víg- línu. Þeir eiga nú skammt eftir ófarið til Cherbourg, eða aðeins um 13 km. og láta stórskotahríðina dynja á borginni. Óbreyttir borgarar, sem flúið höfðu úr borginni, segja frá því, að Þjóð- verjar séu þegar byrjaðir að sprengja upp ýmisleg mannvirki, sem bandamönnum mættu að gagni koma. Nú er barizt í norður- hluta Tilly, en suðurhluti borgarinnar er enn á valdi Þjóðverja. Bandamenn sniðganga Monfebourg og sækja að borginni Valog- nes, sem er um það bil á miðjum skaganum, og hafa þeir rofið aðalþjóðveginn þar. Allmargir þýzkir fangar hafa fallið í hendur bandamönnum. Bandamenn sækja nú örugg- lega fram, að því er sagt var í Lundúnafregnum í gærkveldi, eftir Normandieskaga og er mótspyrna Þjóðverja frekar lít- il. Enn hafa innikróaðar her- sveitir þeirra ekki gert neina alvarlega tilraun til þess að rjúfa herkvína og búizt er við snarpari átökum næstu daga. Talið er, að Þjóðverjar muni freista þess að verja Cherbourg tii hinnsta manns, enda væri það mjög mikill hnekkir fyrir þá, ef borgin félli í hendur bandamönnum, sem myndu fá þar ágæta höfn og stórbætta aðstöðu að ýmsu öðru leyti. Við Caen geisa enn heiftar- legir bardagar, en bandamenn hafa til þessa haldið öllum stöðv um sínum og hrundið gagná- hlaupum Þjóðverja. Veður hefir verði frekar ó- hagstætt til loftárása. Þó hafa Bandaríkjaflugvélar, sem hafa bækistöðvar á Bretlandi, 250 að tölu, gert miklar loftárásir á ýmsar stöðvar í Frakklandi, einkum í grennd við Bordeaux og á Calais-svæðinu. Það er nú upplýst í London, að orrustu- flugvélar bandamanna geta lent og hafið sig til flugs á inn- rásarsvæðinu í Frakklandi þar sem verkfræðingasveitir banda- manna hafa rutt 'bráðabirgða- flugvelli. Þar hafa amerískar Thunderboltflugvélar og brezk- ar Spitfireflugvélar bækistöð sína og hafa þær þegar unnið Þjóðverjum mikið tjón. í fyrrinótt fóru brezkar ílug- vélar af stærstu tegund til á- rása á ýmsa staði í Frakklandi og öðrum herteknum löndum, svo og Þýzkalandi sjálfu. Það er nú tilkynnt, að síðan innrás- in hófst hafa brezkar orrustu- flugvélar farið í 25 þúsund árás arferðir. Á þeim tíma voru skotnar niður samtals 239 þýzk- ar flugvélar, en 161 brezkur flugmaður týndist eða fórst. Á Cherbourgsvæðinu hafa all mörg hudruð þýzkra hermamia verið teknir höndum. Veður er stirt, en baráttukjarkur banda- manna er með ágætum, að því, er Lundúnafregnir herma. Frá Stokkhólmi er símað, að orðrómur sé á kreiki um, að finnska stjórnin verði endur- skipulögð og muni Paasikivi eiga að mynda hið nýja ráðu- neyti. (Frá norska blaðafulltrúanum.) frá (herbourg Rússar nálgast Viborg FeikiEegar skemmd- ir í borginni C’ ÓKN Rússa á Kyrjálaeiði er haldið áfram af fullum krafti og nálgast Rússar nú Vi- 'borg úr þremur áttum. Varnir Finna virðast bila fyrir ákafri stórskotahríð og loftárásum Rússa. Það eru þrír rússneskir herir, sem sækja að borginni. Einn sækir beint að henni, en hinir tveir úr norðvestri og norð austri. Mildar skemmdir hafa orðið í borginni af völdum loftárása Rússa. Þykkur reykjarmökkur grúfir yfir borginni og allmargt borgarbúa hefir þegar yfirgefið borgina. ifalíyvigsfölvarnar: Bandamenn halda inn í Perugia pAMKVÆMT síðustu fregn- ^ um frá Ítalíu hafa her- sveitir úr 8. hernum haldið inn í borgina Perugia, sem er inni í miðju landi, ekki langt frá hinu fornfræga Trasimenus- vatni. 5. herinn sækir áfram með vesturströndinni og við Adríahaf hafa sumar sveitir 8. hersins sótt fram allt að 50 km. norður af Pescara. Landgöngusveitum Frakka á Elbu gengur vel og hafa þær nú náð á sitt vald höfuðborg- inni, Porto Ferrajo. Bonomi, forsætisráðhrera hinnar nýju stjórnar á Ítalíu, hefir nú verið viðurkenndur af bandamönn- um sem hlutgengur handhafi ítalskra mála.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.