Alþýðublaðið - 06.07.1944, Page 7
ALÞYÐUBLADIÐ
7
fii*im*udagur 6. jú!í 1944.
Bœrinn í dag.
Næturlæknir er í Læknavarðstof-
nnni, sími 5030.
Næturvörður er í Iðunnar-Apóteki.
Næturakstur armast Litla bílastöðin,
skni 1380.
Fyrsta kennaramóf sambands
norlenzkra barnakennara
HaldiS á Aknreyri dagana 11-42. júní s.l.
ÚTVARPIÐ:
15.30 Miðdegisútvarp.
12.10 Hádegisútvarp.
19.25 Hljómplötur: Söngdansar.
20.00 Fréttir.
20.20 Útvarshljómsveitin (Þórarinn
Guðmundsson stjórnar):
a) Lagaflokkur eftir Schumann.
b) Raddir vorsins eftir Strauss.
c) Mars eftir Heinecke.
20.50 Frá útlöndum. (Axel Thor-
steinsson).
21.10 Minning Guðmundar Friðjóns-
sonar (V. Þ. G.). fslenzk lög.
21.50 Fréttir.
Dagskrárlok.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun sína
ungfrú Valborg Guðjónsdóttir, Frí-
kirkjuvegi 1 og Sigurður Elbertsson,
Óðinsgötu 4.
Hjónaefni.
Nýlega opinberuðu trúlofun sína
ungfrú Valgerður Björgvinsdóttir,
Garði í Mývatnssveit og Bjarni
Bjarnason, Skíðastöðum í Skagafirði.
Tímaritið „Jörð“,
2. hefti fimmta árgangs er ný-
komið út fjölbreytt að efni og
vandað að frágangi. Af efni rits-
ins má nefna: Þjóðaratkvæða-
greiðslan, eftir ritstjórann. Tæki-
færin doka enn við, einnig eftir
ritstjórann. Færi nefnist grein eftir
dr. Guðmund Finnbogason, ís-
firzk blaðamennska, eftir Krist-
ján Jónsson frá Garðsstöðum,
Gest ber að garði, saga eftir
Kristmann Guðmundsson. Ræða
Matthíasar Þórðarsonar við opn-
un minningarsýningar Markúsar
ívarssonar. Þá eru í ritinu rit-
dómar um ýmsar bækur, enn-
femur um sýningarnar á „Pétri
Gaut“ og „Úr álögum“. Auk
margs fleira.
Samsæti tii heiurs
Richard Beck í gær-
kveidi.
SAMSÆTI til heiðurs Ric
hard Beck prófessor var
haldið að Hótel Borg í gær-
kveldi. Að>ir gestir í samsætinu
voru Dóri Hjálmarsson majór,
Valdimar Björnsson, sjóliðsfor-
ingi og Ólafur Ólafsson, við-
skiptafulltrúi. Ennfremur sat
Jón Guðbrandsson, afgreiðslu-
maður Eimskip í New York sam
sætið, en hann er nýkominn til
landsins.
Aða'lræðuna fyrir minni heið-
ursgestsins flutti biskupinn, hr.
Sigurgeir Sigurðson, og mæltist
honum hið sikörulegasta. Enn-
fremur fluttu ræður þeir Árni
G. Eylandis forsitjóri, Arnfinn-
ur Jónisson, kennari, Ófeigur Ó-
feigsson, læknir og.sr. Jakob
Jónsson, Kjartan Ólafsson flutti
kvæði.
Riohard Beck svaraði með
snjaililri ræðu og mmilti jafnf ramt
fyrir minni íslands.
Frh. af 2. sífiu.
íslands, en hafa engan árangur
horið ennþá, og situr enn við
það sama í deilunni og þegar
verkfallið hófst.
FYRIR ári síðan stofnuðu
kennarafélög á Norðurlandi
með sér samband til að efla sam-
starf, fræðslu og kynningu kenn-
ara á félagssvæðinu. í samband-
inu eru öll kennarafélög á Norð-
urlandi, en þau eru 8 að tölu.
Þetta ár hefur stjórn sambandsins
setið á Akureyri og Snorri Sig-
fússon verið formaður þess. En
svo er ákveðið í lögum sambands-
ins, að hvert mót ákveður næsta
mótsstað, og stjórnin situr alltaf
þar, sem næsta mót er háð.
Fyrsta kennaramót sambands-
ins fór fram á Akureyri dagana
10.—12. júní s.l. Á mótinu mættu
45 kennarar víðs vegar að af
Norðurlandi. Fundasetjórar voru:
Sigurður Gunnarsson, Húsavík
og Gísli Gottskálksson, Skaga-
firði. Aðalumræðuefni mótsins
voru móðurmálskennsla, skriftar-
kennsla og reikningskennsla.
Auk þess var rætt um tillögur
milliþinganefndar í skólamálum
um breytingu á fræðslulögunum,
hvort ástæða væri til að byrja
að vinna að stofnun uppeldis-
heimilis fyrir vandræðabörn á
Norðurlandi, og að fræðslumála-
stjórnin skipulegði innaniands-
námsferðir kennara meðan leiðir
eru lokaðar til annarra landa. Á
mótinu voru flutt þessi erindi:
Geta börn verið taugaveikluð?
(Hannes J. Magnússon). Uppeld-
isáhrif skólanna (Jónas Jónsson
frá Brekknakoti). Handavinnu-
kennsla (Magnús Pétursson).
Lestrarkennsla (Egill Þorláks-
son).
í sambandi við mótið var fjöl-
breytt sýning á handavinnu,
teikningum, vinnubókum og
skrift barna frá 7 skólum á sam-
bandssvæðinu.
Á sunnudagskvöldið 11. þ. m.
var skemmtun í Samkomuhúsi
bæjarins fyrir þátttafcendur móts
ins. Fór þar fram kórsöngur og
leiksýningar 8—9 ára þarna og
kvikmyndasýning. Á eftir var
sameiginleg kaffidrykkja.
Næsti mótetaður var ákveðinn
á Húsavík. í stjórn voru kosnir:
Sigurður Gunnarsson, skólastj.,
Húsavík, Jóhannes Guðmundsson
kennari, Húsavík, og Jón Kr.
Kristjánsson, kennari, Víðivöll-
um.
Mótinu var slitið með snjöllu á-
varpi af Snorra Sigfússyni um
siðalög kennara. Að því loknu
fóru þátttakendur .skemmtiför út
í Árskógarskóla og skoðuðu hann.
Eftirfarandi tillögur og álykt-
anir voru m. a. samþykktar á
mótinu.
Uppeldisfræðsla.
Fyrsti ársfundur Sambands
norðlenzkra barnakennara, hald-
inn á Akureyri 10.—12 júní
1944, lætur þá skoðun í ljós, að
þrýna nauðsyn þeri til að hefjast
handa um stórum aukna uppeld-
isfræðslu og leiðbeiningastarf-
semi við bamauppeldi. Því skor-
ar íundurinn á kennslumála-
stjórnina, í fyrsta lagi að ráða í
þjónustu sína einn eða fleiri upp-
eldisfræðinga, er starfi í_ sam-
bandi við fræðslumálaskrifstcfe-
una að því að skipuleggja hagnýta
uppeldisfræðslu í landi bæði í
skólum og á heimilum, m. a. með
námskeiðum, útvarpsfræðslu, út-
gáfu uppeldis fræðilegrá rita fyr-
ir almenning og annarri leiðbein-
ingastarfsemi.
I öðru lagi, beita sér fyrir því,
að prófessorsembætti í uppeldis-
fræði verði stofnað við Háskóla
Islands svo fljótt, sem auðið er,
og að þannig verði að kennurum
búið almennt, að þeir hafi ráð á
að stunda þar nám.
Skólar og uppeldi.
Fyrsti fundur í Samband'
norðlenzkra kennara haldinn á
Akureyri dagana 10.—12. júní
1944, er þeirrar skoðunar, að
frelsi þjóðarinnar og farsæld í
framtíð sé nú meir en áður háð
starfi skólanna í landinu og sam-
vinnu þeirra við heimilin. Hann
telur því nauðsyn bera til:
1. Að gefa tungu þjóðarinnar og
sögu mun meira rúm í náms-
kerfi skólanna en verið hefir.
2. Að leitast sé við eftir mætti
að styrkja og dýpka skilning
allra uppalenda á verðmætum
hinnar kristilegu lífsskoðunar
til aukinnar andlegrar og sið-
legrar farsældar þjóðarinnar.
3. Að gerð sé nú þegar gangskör
að því að bæta húsakost
heimangönguskólanna bæði í
sveit og við sjó, og að reist séu
skólaheimili í strjálbýlinu, þar
sem heimangangan er örðug
eða ófær.
4. Að bætt sé og aukin menntun
kennaranna og starfsskilyrði
og þeim launað svo vel, að
þeim sé kleift að gefa sig alla
og óskipta að hinu þýðingar-
mikla og vandasama starfi.
5. Að ríkið veiti öflugan fjár-
styrk, svo að unnt sé að gefa
út og selja við vægu verði
uppeldismálarit, er styðji að
uppeldisfræðilegri þekkingu
heimilanna og samvinnu
þeirra við skólana í landinu/
Fækkun kennara og launakjör
þeirra.
Fundur í Sambandi norðlenzkra
kennara telur alvarlega horfa
með kennarastéttina, þar sem
útlit er fyrir, að kennurum fækki
mjög á næstu árum jafnframt því,
að þörf fyrir fleiri kennara blasir
við. Virðist auðsætt að hin lélegu
launakjör valdi þessu, og þá einn-
ig hætt við, að aðeins þeir sem
takmarkaða möguleika hafa til
annarra verkefna gerist barna-
kennarar. Þar sem fundurinn
telur þetta háskalegt ástand,
skorar hann á löggjafarvald
þjóðarinnar að bæta svo launa-
kjör kennaranna, að sem flestir
úrvaldsmenn vilji takast á hend-
ur barnakennslu.
Uppeldisheimili fyrir vandræða-
böm.
Fyrsti ársfundur Sambands
norðlenzkra barnakennara sam-
þykkir að kjósa þriggja manna
nefnd, til að athuga möguleika og
gera tillögur um stofnun uppeld-
isheimilis fyrir vandræðabörn, og
leggi hún athuganir sínar fyrir
næsta fund sambandsins.
Innanlandsnámsferðir kennara.
1. Fundurinn ályktar að sam-
bandið beiti sér fyrir því, að
innanlands námsferðum kenn-
ara v^rði komið á með skipu-
lögðum hætti sem allra fyrst.
Kýs hann 3.ja manna nefnd,
til þess að undirbúa málið og
annast þær framkvæmdir,
er tiltækií®gar reynast.
2. Fundur Sambands norð-
lenzkra barnakennara, hald-
inn á Akureyri 10.—12. júní
1944, skorar á stjórn S. í. B.
að athuga sem allra fyrst
möguleika á því, að komið
verði á innanlandsnámsferð-
um kennara með opinberum
styrk, t. d. á þann hátt, að
fræðslumálastjórnin veiti
heimild til að ráða að haust-
inu einn kennara með launum
fyrir h\erja þrjá, er ferðaleyfi
fengju það ár.
Nýr mófor
ca. 30 hestöfl, snúningshraði ca. 700 snúningar á
mínútu óskast keyptur,
" ./ . ■ • 'r':-K; < . v.á ,
Landssmiðjan.
Ræða Per Aibins
Gísli Sveinsson
Fáein kveðjuorð frá fengdadóffur
og barnabörnusn.
Gísli Sveinsson.
Asumardaginn FYRSTA viS
fréttum látið þitt,
við fundum þá, hve sorgin sterka
lamar.
Ei biturlegrá skeyti gat hjörtu okkar
hitt
en heyra það, að sæjum þig ei framar.
En þú ert okkur horfinn, en heilög
minning skín
í hjörtum okkar, kærra vina þinna.
Við reynum ei að lýsa hve sárt við
söknum þín,
því sorgina þeir skilja bezt, sem finna.
Þú sýndir hvergi æðru þó erfið væri
leið
og orku þína fynndir stöðugt þrjóta.
Að lokum er nú runnið þitt langa
æfiskeið
og ljúft er þreyttum sællar hvíldar
njóta.
Við aldrei munum gleyma hve hlúði
höndin þín
svo hlýtt og blftt að okkur mörgum
sinnum,
þó sé hún orðin náköld og sveipt í
dánarlín
þá samt við hernnar blíðuatlot finnum.
I
Það fer svo mörgum sinnum, er
þungir harmar þjá,
að þögul okkar höfuð verðum beygja,
og svo vill einnig verða, að eigum
orðin fá
er okkur finnst við þurfa mest að
segja.
Nú stríði þínu er lokið og flogin frjáls
þín önd
til friðarheima; ljós á veg þinn breiðist.
A bak við dauðans hafið við sjáum
sælulönd
þar sál þin eftir þroskabrautum leiðist.
G. E.
Tímarit kennarasamtakanna.
Fundur í Sambandi norðlenzkra
kennara haldinn á Akureyri 10.
júní 1944, lætur í ljós ánægju yf-
ir þeirri breytingu, sem orðið
hefur á útgáfu „Menntamála.“ —
Telur hann miklu skipta, að þetta
aðalmálgagn kennarastéttarinnar,
sé jaifnan svo vel úr garði gert
sem unnt er.
Einnig þakkar hann Kennara-
félagi Eyjafjarðar fyrir útgáfu
tímaritsins „Heimili og skóli.“ —
Hvetur hann kennara á sam-
bandssvæðinu til þess að vinna að
útbreiðslu þess, og senda því efni
til birtingar.
Frh. af 3. síðu.
hafa skoðað sem sérófrið, leið til
friðar, sem bæði finnska þjóðin
og forustumenn Finna virðast
þrá. Nú hefir þetta farið á ann-
an veg, og ekki fer hjá því, að
vonbrigðin eru mikil og ummæli
margra hörð. Menn óttast afleið-
ingarnar af því, sem skeð hefir.
Spurning hefir vakmað um það,
hver áhrif þetta gæti haft á
sænsk-finnska og norræna sam-
vinnu. Allt er þetta eðlilegt í
sambandi við áhuga Svía fyrir
málefnum Finnlands.
En hér er full ástæða til að
gæta varfærni. Þegar af þeirri
ástæðu, að Svíar vilja, að smá-
þjóðimar fái að lifa sjálfstæðu
lífi, viljum við sjá frjálst og óháð
Finnland. Auk þess er hér um
að ræða nágrannaþjóð, sem er
bundin Svíþjóð sögulegum,
menningarlegum og viðskipta-
legum böndum. Allt þetta mun
marka stefnu okkar, hvemig svo
sem stefna stjórnarinnar og
flokkanna kann að vera dæmd í
augnablikinu.
Hin opinberu samskipti Svía
og Finna breytast að sjálfsögðu
ekki við það, sem skeð hefir, en.
hins vegar er ókleyft að komast
hjá því, að það kunni að hafa
áhrif á sambandið að öðru leyti,
enda þótt ekkert sundurlyndi
verði, eins og sumir hafa sagt,
milli' finnskra og sænskra Al-
þýðuf íokksmanna.
Vér vonum, að Norðurlöndin
geti aftur ráðið málum sínum
sjálf og þá er um að gera að upp-
ræta misskilning og missætti,
sem stríðið kann að hafa skapað.
Norðurlöndin verða að lifa sem
granriar. Þau eru meira eða
minna háð hvert öðru. Samvinna
Norðurlanda má ekki beinast
gegn öðrum ríkjum, hún verður
að beinast að því að efla samhug
og góða sambúð þeirra á millum.
ÚrsEii í fyrsiaSiokks-
mótinu í kvöld!
ÚRSLITALEIKIRNIR í
fyrsta flokksmótinu fara
frarn í kvöld á íþróttavellinum.
FyrSt keppia Valur og Víkingur,
dómari f þeim Xeifc verður Frið-
þjófur Thorsteinsson, síðan
keppa Fram og K. R., dómari
í þeim leik verður Guðmundur
Sigurðsson.
K. R. er niú hætet að stigatölu,
en hinis vegiar getur farið svo e£
Fram vinnur ií kvöld að 3 félög
verði að keppa til úrslita að
nýju, það er Fram, K. R. og Val-
ur.
ímm wmm.