Alþýðublaðið - 14.07.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.07.1944, Blaðsíða 7
ALÞYÐUBLAÐiP Sfækkun Sogsstöðvarinnar 7 Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar Résu Helgadéttisr. F. h. systkinanna, Bósa Eggertsdóttir. Ættingjum og vinum fjær og nær, færum við innilegasta þakklæti, fyrir samúð og hlýjan hug,~við andlát og útför sonar’ míns, unnusta og bróður, SágMrðar Gunnars ©yémyndssonar. Sérstaklega viljum við þakka Stykkishólmsbúum, fyxúr hina miklu gjöf, er þeir færðu honum, og velvild alla og hlýju í hans þungu legu og miklu veikindum. Algóður guð launi yikkur öllum. Sigurborg Sturlaugsdóttir, uxmusta og systkini. Þakka innilega mikla vinsenmd, heimsóknir og heilla- óskir á áttræðisafmæli mínu. Einar Thorlacius. Föstudagur 14. júM 1944. Bœrinn í dar Næturlæknir er í Læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs-Apóteki. Útvarpið: 20.30 fþróttaþáttur. 20.50 Hljómplötur: Söngvar úr frönsk- um óperum. 21.00 Erindi: Þjóðhátíðardagur Frakka Eiríkur Sigurbergsson viðskipta- fræðingur. 21.30 Hljómplötur: Septett eftir Saint- Saens, o. fl. 21.50 Fréttir. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) „Föðurlandið," forleikur eftir Bizet. b) Symfónía í d-moll eftir Cesar Franck. Hjónaband. A morgun verða gefin saman í New York, ungfrú Guðbjörg Guð- brandsdóttir og Daníel Gíslason, verzl- unarmaður hjá verzluninni Geysi. — Heimili þeirra vestra er að 67—89 Ðartmouthstreet, Foresthills, N. Y. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Kirstín Pjetursdóttir, Lárussonar, fulltrúa, og Hans J. Tóm- asson, verzlunarmaður. Áttræður varð í gær merkisbóndinn Magnús Jóhannsson frá Svefneyjum. Hann er nú til heimilis hjá dóttur sinni og tengdasyni að Svarfhóli í Stafholts- tungum. Hjúkrunarkvennablaðið, 2. tbl. 20. árg. er nýkomið út. Efni: Hvernig á að venja börn af að sjúga fingurna?, þýtt, eftir John B. Watson. Um tannskemmdir, eftir dr. Júlíus Sig- urjónsson. 25 ára starfsafmæli Júlíönu Friðriksdóttur. Nýjuktu rannsóknir í sambandi við talkum, o. fl. Barnablaðið Æskan, 5—6 hefti, er nýkomið út — í há- tíðarformi að þessu sinni í tilefni lýð- veldisstofnunarinnar. Á forsíðu er mynd af Jóni Sigurðssyni forseta, og efni blaðsins er hið fjölbreyttasta. sambands Ssiands í Vainsdalshéiym T ANDSMÓl’ Kvenskátasam- bands íslands var haldiS í Vatnsdalshólum dagana 8.—12. þ. m. Sóttu þaö 137 skátastúlk- ur frá flestum félögum sam- bandsins, að uxidantcknum Vest fjarðarfélögunum, en kvenskát- arnir þar gátu ekki ikomið því við að sækja mótið. I sambandi við mótið var svo háður aðal- fundur Kvenskátasambandsins. Skátastúlkurnar láta afburða vel af þessu móti sínu. Veður var hið ákjósanlegasta alla dag ana og nútu þær útivistarinn- ar og veðurblíðunnar í ríkum mæli. Þær skoðuðu hið fagra umhverfi. Sumar fóru m. a. til Þingeyrar en aðrar gengu á Jörundiarifell, sem er hæsta fjall um þessar slóðir, 1018 m. á hæð. Þaðan er víðsýnt mjög í góðu skyggni, sést suður til Kerlingarfjalla og jöklanná í suðri. Skátastúlkurnar hrepptu hið ákjósanlegasta skyggni, þegar þær gengu á fjaliið og nutu fjallgöngunnar og hins fagra útsýnis í ríkum mæli. Formaður Kvenskátasam- bands íslands er Brynja Hlíðar, lyfjafræðingur á Akureyri. Leikaraútgáfan Frh. af 2. síðu. reikninga gerðu þeir, Langvad, verkfræðingur og aðstoðarmaður hans, Fanö, veturinn 1942—1943, meðan á vélsmíðinni vestra stóð, ásamt útboðslýsingu, og var það verk ágætlega af hendi leyst. Vorið 1943 var byggingarvinna boðin út og komu 3 tilboð í hana. Varð almenna byggingarfélagið hlutskarpast. Hóf það vinnuna í maí, og lauk henni í des., hálfum öðrum mánuði síðar en áætlað diafði verið. Stafaði þessi seinkun mestmegnis af því að undirbún- ingur undir vei’kið varð lengri en áætlað var. Þetta kom þó eigi að sök, þar sem komu vélanna seink- aði einnig. Almenna byggingarfé- lagið vann verk sitt ágætlega, að því er séð verður, og virðist fara mjög myndarlega af stað, þar sem steypuvinna af þessu tagi er talin með vandasömustu steypu- vinnu, sem gerð er. Það er núna fyrst þ. 11. þ. m., sem steypan var reynd með fullum vatnsþi'ýstingi. Þegar kom að því, að vélar og tæki skýldu afhent, frá verk- smiðju, og flutningar útvegaðir til landsins, komu upp miklir erfið- leikar. Dráttur varð á afhendingu er leiddi til tafar á flutningum, og er hér ekki hægt að rekja alla þá fyrirhöfn og umstang margra manna, sem um þetta fjölluðu, en árangurinn varð sá,« að fyrstu flutningarnir komust í ágúst 1943, túrbínan í sept.—okt. og rafvélin í okt.-lok, og jafnframt byrjuðu flutningar frá Reykja- vík austur, en það var atriði, sem við álitum kvíðvænlegast, að fá þá í okt.—nóv. austur yfir Hell- isheiði, en yfir Þingvelli var ekki hægt að £ara vegna þess að brýr og vegbeygjur leyfðu það ekki. Þegar vélaflutningarnir fóru fram 1936, við fyrsta virkjunar- stigið, var þeim lokið 24. okt., og tveim dögum síðar varð Hellis- heiði ófær til þungaflutninga, og stóð svo allan veturinn til vors, þá voru þyngstu stykkin, 13 tonn, nú 19. En það rættist úr þessu. Verk- fræðingadeild ameríska hersins hér veitti okkur alla aðstoð, er reyndist mjög mikilsverð, af því að»herinn hefur langtum betri flutningatæki en við, og reyndust þessir flutningar þó full ei'fiðir. 1 einni ferðinni fengu sumir bíl- stjóranna og aðstoðarmanna þeirra ekki svefn eða hvíld í 36 klukkustundir samfleytt, því hald ið var áfram 2 daga, og nótt í milli, frá Reykjavík, og þangað til komið var að Ljósafossi. í nóv. byrjaði uppsetning á túrbínu og var lokið á aðal- stykkjunum skömmu fyrir ára- mót, þannig, að hægt var að koma við uppsetningu rafvélar- innar þar ofan á. Uppsetning hennar byrjaði fyrst í desember, í stað þess að í upphaflegu áætl- uninni, vorið 1942, var talinn mögulaáki á að hún gæti hafist í byrjun sept. Voru þá taldar lík- ur fyrir því, að uppsetningartím- inn þyrfti ekki að vera nema 3 mánuðir, svo að í lok nóv. 1943, gæti vélin orðið tilbúin. Eftir því sem nú var komið, í des., mátti því telja að vélin gæti orðið til- búin í lok febrúar, eða byrjun marz. Þetta hefur þó farið á ann- an veg, svo sem kunnugt er. Verk ið vannst allt miklu seinna en ráð hafði verið fyrir gert. Orsakirnar til þess eru ýms- ar. Þótt aðal-vélahlutarnir kæmu á haustinu, voru ýmsir hlutar, vírar og tæki, sem komu ekki fyrr en eftir áramót, hið síðasta ekki fyrr en í miðjum apríl. Ekkert hefir misfarist í flutningum þessum, og getum við verið þakklátir fyi'ir það. Þegar blöðin vöru í vetur að spyrja hvernig gengi, með upp- setninguna, var aldrei hægt að skýra frá flutningunum, um þá mátti ekkert segja. En auk flutn inganna má segja að gerð raf- magnsvélarinnar, eða rafalsins hafi valdið okkur talsverðum töfum. Rafall hefir tvo hluti: vélarsátrið og segulpólahjólið. Sátrið kom í 2 pörtum aðeins, er vógu um 15 tonn hvor. En segulhjólið kom í rúmlega 2200 pörtum. Liggur það í því, að hjólhringurinn er- samsettur úr þetta mörgurn stálplötum, sem raða þarf saman svo þær komi í réttan hring. Nú er þvermál hringsins 5 metrar, en frávik frá réttum hring má hvergi vera meira en hálfur millimetri. Var það tafsamt verk, þar sem auk þessa hringmáls, þurfti að gæta þess, að hringurinn yrði jafn þungur á alía vegu. Þegar hringnum var raðað saman, og segulpólarnir settir á hann ut- an, vegur hann rúm 50 tonn. Segulpólarnir eru 44 talsins. Til samanburðar þessu má geta þess, að í svensku vélunum kom hjólið í minna en 50 pörtum, og voru þar af segulpólar 40 tals- ins. Eftir að iokið var við sam- setningu ' segulhjólsins\ í lok apríl, hafa einnig orðið tafir við uppsetninguna, sem stafa að miklu leyti af þeim erfiðleik- um, sem eru á að framkvæma slík verk á þessum tíma, og virð ist það ekki eingöngu vera hér hjá okkur, þar sem erfitt er að ná í hlutina, heldur einnig virð- ast verksmiðjur í Ameríku eiga erfitt með að ganga svo frá smíði sinni til fullnustu, sem á friðartíma væri. Hinir amerísku menn, sem staðið hafa fyrir uppsetning- unni hér, hafa unnið verk sitt af mikilli samviskusemi og með mikilli þrautseigju, við hinar erfiðu kringumstæður. Megum við vera þakklátir fyrir vand- virkni þeirra, sem einmitt við slík verk er svo mikils um vert.“ Eftir að gestirnir höfðu hlot- ið hinar beztu veitingar við Sog ið, og hlýtt á ræðu rafmagns- stjóra, var aftur farið niður að virkjunni og séð er vatninu var hleypt í leiðslunar að hinni nýju vélasamstæðu, og síðan farið í vélahúsið sjálft og séð er vélin fór af sta§, knúin orku vatnsins, sem hleypt hafði ver- ið á. Eftir það var ekið til Þing- valla og snæddur kvöldverður. Þar tóku til máls Bjarni Bene- diktsson borgarstjóri, og ræddi hann ítarlega um raforkumál landsins og þó einkum um raf- orku Reykjavíkurbæjar; enn- fremur þakkaði hann rafmagns stjóra og öðrum starfsmönnum rafveitunnar fyrir ötult starf íyrir hinni nýju viðbótarvirkj- un við Sogið. Þar tóku ennfremúr til máls rafmagnsstjóri, Seingrímur Jónsson og þakkaði hann verk- fræðingum, verkamönnum og öðrum er unnið hefðu að upp- setningu véla og byggingu þessa nýja mannvirkis. Auk þeirra tóku til máls for- sætisráðherra, Björn Þórðar- son, og menntamálaráðherra, Einar Arnórsson, og fyrir hönd verkamanna þeirra, sem unnið höfðu við verkið, Ulf Jónsson. . x í í rásögn AlþýðublaSsins á þriðjudaginn af úrskurði félags- dóms í máli Vinnuveitendafélagsins gegn Alþýðusambandinu og Verklýðs- og sjómannafélagi Gerða- og Miðnes- hrepps hafa nöfn beggja málflutnings- mannanna af vangá fallið niður. Það var Eggert Claesseh, sem flutti málið fyrir Vinnuveitendafélagið, en Ragnar Ólafsson, sem varði það fyrir Alþýðu- i sambandið og Verklýðs- og sjómanna- félagið. Biskupinn er nú í vísitasíuför um Austur- Skaftafellsprófastsdæmi. Hann lagði af stað á mánudaginn Var og er væntan- legur til bæjarins um 20. þ. m. íestfjarðaför Ármanns Frh. af 2. síðu. dal, Bolungavík og tveim sinn- um á ísafirði. í gær sýndi flokk urinn í Súðavík og Reykjanes; Hefir hann þá alls haldið 15 sýningar á 14 dögum. Vestfirðingar eru yfir höfuð mjög ánægðir yfir þessari heim sókn. Telja þeir, að hún muni verða þeim mjög til hvatningar um iðkun íþrótta. í ráði er, að Ármann sendi glímuflokk til Vestfjarða næsta sumar. Ármenningarnir fara land- leiðina til Reykjavíkur, um Þorskafjarðarheiði, og leggja væntanlega á stað í dag. Suntfðiokkur K.R. keppfi á Sighifirði í fyrra kvöld Ennfremur fór fram keppni í handknaffieik Éjjli hfssSinga og Siglfirðinga \ Q UNDFLOKKUR K. R. hafði ^ keppni á Siglufirði kl. 9 í fyrrakvöld að viðstöddum mikl um fjölda áhorfenda. Formaður Knattspyrnufélags Siglufjarðar bauð gesíina velkomna með stuttri ræðu og áhorfendurnir fögnuðu þeim með ferföldu húrrahrópi. Fararstjóri K. R.- inga, Jón Ingi Guðmundsson sundkennari, kynnti keppend- ui*na og skýrði tilhögun keppn- innar. Þá fór einnig fram hand- knattleikskeppni kvenna í fyrra kvöld milli ísfirðinga og Siglfirð inga. XJnslit 1 keppninni urðu sem hér segir: 50 m. bringusund kvemia: Hjördís Hjörleifsd. 45.4 sek. Erla Gíslad. 46.0 sek. Bergþóra Jónsd. 46.7 sek. 50 m. skriðsund karla: Rafn Sigurvinss. 29.6 sek. Sigurg. Guðjónss. 29.9 sek. Benny Magn. 30.0 sek. Rafn Sigurvinsson er methafi í 50 m. skriðsundi og er tími hans 27.5 sek. 50 m. bringusund drengja: Gunnar Valgeirss. 43.4 sek. Kristinn Dagbjartss. 44.0 sek. Páll Jónsson 44.2 sek. 50 metra bringusund karla: Sig. Jónsson 35.2 sek. Einar Sæm. 36.0 sek. 50 metra baksund karla: Leifur Eiríksson 39.8 sek. Pétur Jónsson 40.0 sek. 4x50 m. boðsund kvenna: A-lið 3:20.2 mín. B-lið 3:24.8 mín. 3x25 m. boðsund drengja: A-lið 56.0 sek. B-lið 57.2 sek. 3x50 m. boðsund karla: A-lið 1:4Q.2 mín. B-hð 1:46.4 mín. A-liðið skipa: Pétur Jónsson, Sigurður Jónsson og Rafn Sigur- vinsson, en B-liðið: Leifur Eiríks- son, Einar Sæmundsson og Sig- urgeir Guðjónsson. Að keppninni afstaðinni fóru fram dýfingar og að lokum fór fram sundknattleikur. Handknattleikskeppni. Klukkan 8.30 í fyrra kvöld fór einnig fram handknattleiks- keppni kvenna, annar aldurs- flokkur. Keppti þar flokkur frá KSF Vestra á Wfirði og B-lið frá Knattspyrnufél. Siglufjarðar. ísfirzku stúlkurnar sigruðu með 6 mörkum gegn 0. Annað kvöld keppir A-liðið frá Siglfirðingum við Vestra. Farar- stjóri Isfirðinganna er Magnús Konráðsson. ■ fik ,4kaflfeliingar Tekið á móti flutningi til Vest- mannáeyja síðdegis í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.