Alþýðublaðið - 28.07.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.07.1944, Blaðsíða 3
Föstndagur 28. Júlí 1S44 ALÞTÐUBUD!” S A Sigur Dana. THYGLI MANNA um heim allan beindist eink- um að Danmörku og því, sem þar var að gerast síðustu dag- ana í júní og fyrstu daga þessa mánaðar, enda þótt mikil og merkileg tíðindi væru að gerast á vígstöðvun- um sjálfum. Atburðir þessir eru merkilegir að því leyti, að þarna tókst óvopnaðri smáþjóð að brjóta á bak aft- ur herveldi stórþjóðar, með samtökum, sem alls ekki voru fyrirfram ákveðin, ekki gerð samkvæmt neinni skip- un utan frá, hvorki frá Frelsisráði Dana né heldur bandamönnum. Þá var fólk- ið sjálft, maðurinn á götunni, sem fann sér misboðið, reis upp og sagði: Hingað og ekki lengra. ÞAÐ VAR allsherjarverkfall í Kaupmannahöfn. Sporvagnar, póstur og sími, verzlanir og verksmiðjur, öll vinna lá niðri, 300.000 til 400.000 manns var í verkfalli. Það þusti út á göturnar, þrátt fyrir vélbyssuskothríð og af- tökur. Þjóðverjar tóku af lífi 16 danska föðurlands- vini á einni viku, sem höfðu ekki annað til saka unnið, en p j vera góðir synir ættlands síns. Samt létu menn það ekki á sig fá, heldur sýndu, að þeir höfðu varðveitt allt ' það bezta, sem ucrrænir menn eiga í fari sínu, þrátt fyrir fjögurra ára kúgun. Það var andi Níels Ebbesen, sem enn gerði vart við sig, sá andi föðurlandsástar og vitundar um rétt og samn Mka, sem aldrei verður bugaður, meðan menn geta hugsað og starfað í friði. / EN ÞAÐ ER táknrænt fyrir það, sem gerist daglega í löndum þeim, sem Þjóðverjar hafa hertekið og kúgað, að reiði fólksins beinist jafnvel enn meir að þeim, sem svik- ið hafa landa sína, innfædd- um mönnum, sem reynzt hafa ódrengir, þegar mikið lá við. Norðmenn hafa sína quislinga og hirðmenn, Ger- manske SS-Norge og hvað það nú heitir allt saman. Danir höfðu líka sérstakan flokk ódrengja, rudda og var menna, sem nefndist Schal- burgkorpset. MENNIRNIR í ÞESSUM félags skap gerðu sig bera að fá- dæma hrottaskap gagnvart löndum sínum. Þeir sprengdu í loft upp eignir danskra borg ara, misþyrmdu mönnum og voru sekir um mörg óhæfu- verk önnur. Þetta áttu Dan- ir almennt erfitt með að skilja, þennan ótrúlega hugs- unarhátt og innræti, rudda- skapinn, sem fólst í öllu þeirra framferði gagnvart saklausum meðborgurum. —' Þess vegna urðu Schalburg- mennirnir fyrir enn meira hatri og mótspyrnu en Þjóð- verjar sjálfir. Danir og Norð- menn geta á vissan hátt skil- ið, að þýzkir hermenn, sem Auslumgsföðvaraar. Þessi mynd sýnir nokkra staði á austurvígstöðvunum, sem mikið hefir verið barizt um. að undanförnu. Á miðri myndinni, nokkru fyrir ofan miðju, er Lwow eitt sterkasta vigi Þjóðverja í Póllandi, sem nú hefir fallið í hendur Rússum. Nokkru neðar er Stanislawow (Stanislau), sem einnig hefir gengið úr greipum Þjóðverja. Efster Brest-Litovsk, þar sem enn er barizt, svo og Varsjá, höfuðborg Póllands. Nokkru neðar er Lublin, sem nú er á valöi Rússa. ÖfarSr ÍÞjóSverJa á austurvígstöðvunum: Náðu ©iiiiiig olíuborginni Stanislawow í KMuiifi á sitt vald ®g sækja hratt til sjávar í Lithauen £1 TALIN gaf í gær út 5 dagskipanir og tilliynnti marga mjög mikilvæga rússneska sigra. Meðal borganna, sem teknar voru, eru Lwow, höfuðvirki Þjóðverja í Póllandi, Dvinsk í Lettlandi, Stanislawow við rætur Karpatafjalla, Bialystok, en þar hafa að úndánförnu geisað götubardagar og Siaulai í Mið-Lithauen, en þaðan sækja Rússar hratt fram til Eystrasalts. Með töku hinnar síðastnefndu borgar hafa Rússar allar járnbrautir, sem voru á valdi Þjóðverja á þess- um slóðum, nema eina og munar því minnstu, að allar her- sveitir Þjóðverja í Eistlandi og Lettlandi séu með öllu inni- króaðar og úr sambandi við heimalandið. Rússar eiga nú tæpa 50 km. til Varsjá, þar sem þeir hafa sótt lengst fram. Rússar hafa sja. ian eða aldrei birt eins stórkostlegar sigurfregnir og í gær. Hver sig urtilkynningin rak aðra í Moskva í gærkveldi og var skot ið af fjölmörgum fallbyssum höfuðborgarinnar, er fréttist um fall nýrrar borgar. Þá vék ur það og athygli, að Rússar hafa nú rofið brautina milli Riga og Tilsit og þar með auk ið stórkostlega á samgöngu- vandræði Þjóðverja. Lwow er stærsta borgin, sem Rússar hafa tekið undanfarna mánuði. Þar bjuggu um 300 staddir eru í löndum þeirra, eru að framkvæma skyldur, nauðugir, viljugir, en slíku er ekki til að dreifa um quislinga og Schalburgmennina. Þeir eru af frjálsum vilja böðlar sinnar eigin þjóðar. ÞESSUM örlagaríku stöðum í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku, lauk, eins og menn muna, með sigri hinn- ar óvopnuðu dönsku þjóðar. Schalburgmennirnir voru teknir af götum Kaupmanna- hafnar og ekki voru gerðar neinar hefndarráðstafanir af hálfu Þjóðverja vegna verk- fallsins. Dr. Best, forystumað- ur þýzkra stjórnarvalda í Danmörku sá fram á, að ekki tjóaði að siga vopnuðum villimönnum á siðað fólk, jafnvel þótt það væri ó- vopnað. Og Danir hlutu aðdá- un manna hvarvetna urn heim fyrir skelegga fram- komu á erfiðustu tímum. Enn einu sinni hafði frjáls- borinn andi sigrað svörtustu kúgunaröfl, með manndómi og sanngirni, réttlætiskennd og drengskap. 'xsy m þúsund mánns fyrir stríð og borgin er mjög mikilvæg sam- göngumiðstöð. Þjóðverjar höfðu víggirt borgina mjög rammlega, en hersveitir, undir stjórn Konevs hershöfðingja ruddust inn í borgina með á- hlaupi. Jeremenko hershöfðingi sem kunnur er frá bardögun- Framhald á 6. síðu. Ráðherrar pólsku sijérnarinnar í Lond- on sfarfa í Póllandi. T T tanríkismálaráðherra pólsku stjórnarinnar í London lýsti yfir því í gær, að þrír pólskir ráðherrar, sem verið hafa í London til þessa, starfi nú í Póllandi og muni þeir vera réttir fulltrúar pólsku þjóðarinnar, þegar Þjóðverjar hafi verið hraktir úr landi. — Menn þessir vinna í nánu sam starfi við „neðanjarðarstarf- semina“ pólsku. Að sjálfsögðu var þess ekki getið, hvar þeir hefðust við og ekki var frek r skýrt frá verkefni þeirra. Föðurlandsvinir haida vörð um Krisfjén ; konung. I '~*í -i —r~.ý 1 } sænskum blöðum er nú skýrt frá því, að danskir föðurlandsvinir haldi vörð um Kristján konung. Öflugur vörður, um 100 manns eða fléiri í einu eru á varðbergi við Scrgeofrihöll, þar sem Kristján konungur dvelur. Þjóðverjar vita að sjálfsögðu engin deili á þeim, sem halda vörð af hinni mestu árvekni dag og nótt. Ef sá grunur kemqr upp, að eitt- hvað sé á seiði, sem gæti verið hættulegt fyrir konunginn, munu föðurlandsvinirnir taka í taumana og verja konunginn til síðasta manns. (Frá danska blaðafulltrú- anum). Sókíiira i Normandie: Árásum ÞJóðverJa SirurBdiS við €aen. B ANDAMENN halda áfram sökninni í Normandie, einkum þar sem Bandaríkjahersveitir sækja fram vestur af St. Lo. Þeir eru um 8 km. frá Cautane os hafa tekið Marigny, sem tal- inn er hafa hemaðarlega mikiivæga þýðingu. Þá hafa Bandaríkja- menn knúið Þjóðverja íil undanhalds frá Periers og raskað mjög öllú samgöngukerfi Þjóðverja. Við Caen hafa Þjóðverjar stöðvað sókn Breta og Kanadamanna, en ekkert orðið ágengt í gagná- hlaupum sínum. Fregnritarar segja, aö Banda ríkjamenn sæki áfram af mikl- um krafti og tefli fram ógrynni skriðdreka og vörubifreiða og Þjóðverjar hrökkvi hvarvetna fyrir. Það var fótgöngulið Bandajj’ jamanna, sem hrakti Þjóðverja á brott úr Periers. Þá hafa þeir og tekið borgina Mar igny. Tala þýzkra fanga, sem teknir hafa verið að undan- förnuj nam í gærkveldi um 2500 mönnum. Tekið er fram í gærkveldi, að ekkert' lát sé á sókn Bandaríkjamanna. Suður og suðaustur af Caen eiga Bretar og Kanadamenn í hörðum bardögum við Þjóð- verja, sem gerðu hörð gagná- hlaup í fyrrinótt og tefldu frarn öflugu skriðdrekasveit- um. Bandamenn sendu þá fram margar Typhoon-flugvélar, sem nota rakettubyssur og tókst þeim að eyðileggja marga skrið dreka. Bandaríkjamenn tilkynntu í gær, að McNaer hershöfðingi hefði fallið í Normandie. Hann var 62 ára að aldri. Hann stjórn aði áður öllum fótgönguliðs- sveitum í Bandaríkjunum, en vildi heldur komast til vígstöðv anna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.