Alþýðublaðið - 28.07.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.07.1944, Blaðsíða 6
e AUÞTÐUBLAÐIÐ Föstudagw 28. Júlí 1944: I fétspor föður síns Um svipað leyti og hersveitir Bantdaríkjamanna,- Breta og Kanadamanna ivoru að ráðast tá land í ;Normandie undir for- ystu Eisenlhowers, var -sonur hans, John, að ljúika prófi í her- foringjaskólanum í West P-oint, þar :sem .foringjar Banda- ríkjaihersins hafa um langt skeið verið skólaðir. John Eisen- hower sést hér á imyndinni með rnóður sinni að afloiknu her- f oringj apróf inu. Eflirtaldar bækur Menningar- og fræðslusambands algtýðu verða seldar næstis daga með gamla* Sága verSimi, meðao opplög eodast. Gunnar Gnnnarsson: Svartfugl kr. 8,00,. Stefan Zweig: Undir örlagastjörnum, Magnús Ásgeirsson íslenzkaði. Verð kr. 4,50. Roman Rolland: Ævisaga Beethovens, Símon Jóh. Ágústs- son íslenzkaði. Verð kr. 5,50. Gunnar Gimnarsson: Heiðaharmur, innb. 16,00. Douglas Reed: Hrunadans heimsveldanna. Verð kr. 12,75. Hermann Rauschnig: Hitler talar. Verð kr. 13,00 hefst, kr. 16,00 innb. Carl Hambro: Árásin á Noreg, h. kr. 6,00, ib. 10.00. Örn Arnarson: Illgresi, innb. kr. 30,00, skinnb. kr. 55,00. Aðeins örfá eintök ósei af sumum bókunum. Béiobúð Hafuarsfræfs 22. Sími 3223. HVAÐ SEGJA HIM BfU'ÐIN Framhald af 4. síðu. hinu opinbera. ❖ Tímaritið Ægir birti í ný- útkomnu hefti grcin eftir rit- stjórann, Lúðvík Kristjánsson, um sildina okkar og hinar hungruðu þjóðir úti í heimi. Þar segir: „Margir eru þeirrar skoðunar, að mikilvæg þáttaskil verði í styrj öldinni á þessu sumri. Hrynji Ev- rápumurinn svc nefndi, skapast aðstæður til að koma roatvælum til þeirra þjóða, er soltið haía und an farin ár. Þag verður hlutverk hinna sameinuðu þjóða og þeirra er utan við styrjöldina hafa stað- ið, að sjá hinum herteknu þjóðum fyrir mat. Þegar er hafirin mikill undirbún ingur til að mæta þessum verkefn- um. Síðastliðinn vetur var efnt til matvælaráðstefnu í Iíot Springs í Virginiafylki í Bandaríkjunum, en þar var einkum rætt, hversu hinum hernumdu þjóðutn verði séð fyrir matvælum. Á þeirri ráð stefnu var komið á fót stofnun, „UNRRA“, er hafa skal fram- kvæmd þessara mála með hönd- um. En hvað er um möguieika fs- lands til þess að framleiða matvæli handa hinum hernumdu þjóðum? Hefir verið athugað til hlýtar, hvað unnt er að framleiða hér mikið af mat með breyt.tum og við ráðanlegum aðstæðum? íslendingar hafa óvenjugóðar að stæður í þessum efnum. Fyrir ströndum Norðurlands eru ein auð ugustu síldarmið heimsins, og vafa laust getur nú engin þjóð veitt síld með jafn litlum tilkostnaði á kg. og íslendingar. Það er fullkomlega tímabært og meira en það, að athugað sé svo sem kostur leyfir, að hve miklu leyti ísland geti stuðlað að því að fæða hin hungruðu lönd. — Sjálfsagt er síldin sú matarteg und sem helzt kemur til greina og verulega getur um munað. En eru aðstæður fyrir hendi til þess að verka síldina á þá lund, sem heppi legt þykir? Það atriði ásamt ýms- um öðrum þarf að kanna sem fyrst, óg haga svo gerðum í sam ræmi við þær niðurstöður. i Vel má vera, að einhverjir ætli | ekki hyggilegt að géra rni.slar i breytingar á síldarframleiðslu j landsmanna, með það fyrir aug- um að verka hana til matar fyrir þær þjóðir, sém nú hafa brengst- an kostinn. Með því sé aðeins 'jald að tii fárra nátta. Ekki er rnargt, sem bendir til að svo verði. Hitt ber eðlilegá að hafa í huga að veikja ekki að ófyrirsynju þann grundvöll, sem síldveiðarnar hvila á nú. Á því getur naumast leikið vafi, að það er nokkurs virði fyrir fram tíðaröryggi síldaútvegsins, ef aægt væri að senda síld á fjölmai'ga staði, þar sem hún hefir lítt þekkzt áður sem fæðutegund.“ Vissulega er þetta rétt; og er því hér bæði um mannúðarmál og 'hagsmunamál fyrir okkur að ræða — að geta orðið hinum hungruðu þjóðum að nokl’ru liði í stríðslok og tryggja okk- ur um leið aukinn markað fyrir eina aðalútflutningsvöru þjóð- arinnar i framtíðinni. Aushinrígdöðvarnar Frh. af 3. síðu. 'um á Krím, var fyrir hersveit- unum, sem tóku Dvinsk. Par eru um 45 þúsund íbúar, en þaðan liggur beinast við að sækja fram til Riga, hinnar mik ilvægu hafnarborgar Letta við Eystrasalt. í Bialystok eru um 100 þúsund íbúar og var borg in mikilvæg varnarstöð á leið- inni til Varsjá, um það bil 150 km. frá henni. Frá Stanislawow sem er við rætur Karpatafjalla liggur beinast við að sækja fram til olíulindanna vestur af borginni. Þá segir einnig í tilkynning- um Rússa, að þeir séu nú teknir að flytja herlið yfir Weichsel og streymir nú ógrynni her- manna, skriðdreka, fallhyssna og margs konar hergagna yfir fljótið. Dr. Guðmundur Finn- bogason. Frh. á 4. síðu. ari í blöðum sýndi hann það mörgu sinni, að hann vildi veg þeirra s em mestan. Flestum miðaldramönnum og eldri mun minnisstæð deila þeirra, hans og dr. Valtýs, um skáld- skap Einars Benediktssonar, og man ég, að jafnan þótti vel hafa tij. tekizt, þá er annar hvor hafði lokið atrennu í bili, en allir vita það nú, þeir sem þessa viðureign muna, hvers hefir orðið sigurinn. Ekki var dr. Guðmundur hikmáll um það, sem var að hans dómi léttvægt eða íslenzkri menn- ingu ósamboðið, frekar en um hitt, sem honum þótti vel sama á hinum helgaða vettvangi. Um dr. Guðmund og íslenzka tungu þætti mér ekki ólíklegt, að lærðir menn skrifuðu langt mál og merkilegt síðar meir. Hann unni íslenzkri tungu sem sonur góðri móður, og hann dáði hana svo sem fæstir hafa gert, enda var hún hon- um handgengin og eftirlát, en krafði hann líka iðulega mik- illar þjónustu. Yfirleitt var mál hans tigið, hreint og skýrt, en stundum lagði hann á nokkuð tæpt vað, þá er hann vildi hlut tungunnar sem rík- astan og beztan. Starf hans um sköpun nýyrða — eins og með öðrum — var bæði mikið, verðmætt og tímafrekt, og hygg ég, að ennþá muni það einungis sárfáum mönnum ljóst — eða jafnvel engum, hver áhrif það hefir haft og hvern ávöxt borið, og margir munu dagiega bera í munn sér orð, sem frá honum hafa kom- ið, en þeir hyggja vera gömul. Hin persónulegu kynni og áhrif dr. Guðmundar til gleði, hressingar og örvunar — þau voru sannarlega víðtæk. Já, jaínvel þó að menn hittu hann einungis á götu eina stutta stund, gat það orðið gleðibrunnur. Það sá ég síðast til hans, að tekinn var að safn- azt að honum og öðrum unn- anda íslenzkrar tungu og bók- mennta fólk úr ýmsum áttum, og það á alls ekki fáfarinni götu. Samræðurnar munu sem sé hafa heyrzt alllangt og voru .með miklu fjör- og gleðibargði, en samt voru ekki rædd nein fánýt dægurmál. . . . Loks þetta: Það var engin hætta fyrir neinn að sleppa djarfleg- um athugasemdum við dr. Guðmund. Menn máttu vera þess vissir, að þær mu.ndu ekki verða notaðar til vopna- gerðar og hertur oddurinn í eitri öfundar og mannhaturs. Þar sem var dr. Guðmundur, þar var orengur góður. Þó að maður hyggði ekki á heimsókn, var ávallt hressandi að líta heim að húsi hans, þá er maður átti leið um Suður- götu. Umhverfi þess var ó- venjulegt og snoturt, og innan veggja hins myndarlega húss sat hinn sívinnandi eljumaður með bækur á alla vegu, hús- freyja hans, Laufey Vilhjálms- dóttir, áhugamanneskja og greindar, og ef til vill börnin, dóttir og þrír synir, mann- vænlegt fólk og líklegt til vegs og velgengni, og milli allrar f j ölskyldunnar lágu ekki að- eins ættartengsl, heldur einn- ig hins sameiginlega áhuga og ástar á menningu og menn- ingarlegum verðmætum. . . . Og nú, þegar allir innan þess- arar fjölskyldu nutu hinnar beztu heilsu og virtust hafa ágæt skilyrði til þess að geta neytt hæfileika sinna, þá kvað við lands-, héraðs- og heimil- isbrestur. En þó að sumum mundi sýnast, að slitnað hafi öll tengslin, þá er það blekk- ing ein. Dr. Guðmundur hefir með störfum sínum og fram- komu tengzt órofa þráðum öll- um sínum: þjóð sinni, átthög- um, höfuðborg þessa lands, vinum sínum og þá auðvitað ekki sízt sínum nánustu. Guðm. Gíslason Hagalín. Erh af 5 síðu þjóðin muni kveða konungi sínum. AÐ er enginn gamanleikur að vera konungur í ríkj- unum á Balkanskaga eins og Georg Grikkjakonungur komst að orði árið 1938. — Hann var sjálfur studdur til valda árið 1935 eftir að haía dvalizt um áraskeið í útlegð. Hins vegar verður ekkert um það sagt, hvort hann muni studdur til valda öðru sinni. Mikill hhiti hinna grísku ættjarðarvina mun vera andvígur konungs- stjórn. Lýðveldisstefnan hefir lengi notio fylgis meðal grísku þj óðarinnar. Grikkjak o: ungur mun að minnsta kosti ekki hverfa aftur heim fyrr en þjóðaratkvæðagreiðslan hefir fram farið á Grikklandi. Þó eru horfurnar fyrir kon- ungsstjórn i Júgóslafíu jafn- vel erjn myrkari. Bretar og Rússar hafa viðurkennt Titó marskálk, sem er andvígur konungsstjórn, og Pétur kon- ungur hefir valið þann kost- inn að freista þess að vingast við Titó. Símon konungúr í Búlgaríu og Mikel konungur í Rúmeníu munu reynast næsta vah \c í sessi, þegar möndulveldin hafa verið sigruð í styrjöldinni. Og engin rök virðast að því hníga, að Karól konungur, sem var steypt af stóli í í’nmeníu árið 1940, muni eiga þangað aftur- kvæmt. Karól hefir setzt að í Mexico City, og það mun flestra mál, að þar muni hann dveljast það, sem eftir er æv- innar. Styrjöld sú, sem nú er háð, hefir valdið því, að einn þjóð- höfðingi hefir átt afturkvæmt til ríkis síns — Haile Selassie Abbyssiníukeisari. En það er mikil ástæða til þess að ætla, að hún valdi því, að konungs- stjórn verði afnumin í sex ríkjum, Belgíu, Búlgaríu, ít- alíu, Grikklandi, Rúmeníu og Jjgóslafíu. Og það má teljast fullvíst, að hún muni valda því, að konungsstjórn verði af- numin í þrem eða fjórum löndum að minnsta kosti. — Bandaríkin og Bretland hafa nú gert samning við Lux- emburg, í svipuðum anda og samningarnir, sem gerðir voru við Belgíu, Holland og Noreg, um hvernig haga skuli yfirráð- um í landinu meðan á hernaði stendur þar. Tekið er fram í tilkynningu um þetta, að Sov- étstjórnin hafi verið með í ráð- um um þetta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.