Alþýðublaðið - 30.07.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.07.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐiO Sanumdagnr 3§. júlí 1944 ■ TJARHARBICSB Kossaflens (Kisses for Breakfast) Bráðfjörugur gamanleikur Dennis Morgan Jane Wyatt Shirley Boss. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. °g (The Heat’s On!) Amerísk músik- gamanmynd. Mae West. Victor Moore. William Caxton. Xavier Cugat og hljómsveit hans. Sýnd mánudag kl. 5, 7, 9. AUM BLESSUN. Þegar Abraham Lincoln var drengur að alast upp hjá Tom ýöður sínum og Sarah Bush stjúpu sinni, sem var honum sem mætasta móðir, var oj't pröngt í búi hjá þeim hjónun- um í Litlu Dúfnavík, svo ao ekki var annað til matar en kartöflur. Einu sinni, þegar ekki var annað á borðum en kartöflur, færði faðirinn drottni þakkir fyrir blessaðar kartöfl- umar. Þá sagði drengurinn í hálfum hljóðum: „Ja, þetta er nú ayma blessunin.“ * * * GAMLIR KUNNINGJAR. Tónlagasmiður nokkur kom með handrit af söngsmíði sihni til Rossini, sem, meðan hann hlýddi á hinn spila, tók hattinn stöðugt ofan og lét hann jafn- óðum upp aftur. — Tónlaga- smiðurinn spurði, hvort honum væri of heitt. „Nei“, svaraði Rossini, „en það er vani minn að taka ofan, þegar ég mæti einhverjum, sem ég þekki. Og það eru svo marg- ir, sem ég þekki í söngsmíði yðar, að ég verð alltaf að lyfta hattinum.“ w * * KOSSARNIR eru eins marg- víslegir cg munnarnir, og munn arni' eins og mennirnir. á efri hæðinni“, sagði Drouet. „Ég get talað við hana“, sagði Carrie án þess að hugsa sig um. Drouet leitaði að pappír og penna, meðan Carrie skipti um föt. Hún gerði sér varla Ijóst, hvers vegna boð Hurstwodd heillaði hana mest. VÁ ég að hafa sömu hár- greiðslu og í gær“, spurði hún, þegar hún kom fram og var ennþá hálfklædd. „Já, auðvitað", svaraði hann fjörlega. Henni létti við það, að hann skyldi ekki taka eftir neinu. Hún áleit samt ekki, að hana langaði svo mikið til að fara þetta, vegna þess að 'hún væri hrifin af Hurstwood. Henni fannst hún geta skemmt sér betur með Hurstwood og Drou- et en í nokkrum öðrum félags- skap. Hún gerði sér far um að líta vel út, og þau fóru síðan af stað, þegar Carrie var búin að afstaka sig við frú Hale. „Heyrið þið nú“, sagði Hurst- wood, þegár þau komu inn í ganginn í leikhúsinu. „Við er- um öll óvanalega glæsileg í kvöld.“ Carrie fékk hjartslátt, þegar hann leit á hana viðurkenning- araugum. „Jæja, við skullum halda á- fram“, sagði hann og gekk á undan þeim inn í salinn. Salurinn ljómaði beinlínis af fallegum fötum. Það var eins og glæsilegasta fólk, borgarinn- ar væri þama saman komið þetta kvöld. „Hafið þér séð Jefferson áð- ur?“ spurði hann, þegar pau voru setzt i stúkuna, og hall- aði sér að Carrie. „Nei“, aldiei“, svaraði hún. „Hann er dásamlegur, dá- samlegur“, hélt hann áfram og hrósaöi honum eins og hann hafði séð gert í blöðunum. Hann sendi Drouet eftir leik- skrá og talaði um Joe Jeffer- /son við Carrie á meðan. Carrie var alveg heilluð af umhverf- inu, skrautinu í stúkunni og glæsimennsku Hurstwoods Nokljrum sinnum mættust augu þeirra af hendingu, og Carrie varð gagntekin af und- arlegum tilfinningum, sem hún hafði aldrei fundið til áður. Hún gat ekki skilið það. því að í næsta skipti sá hún aðems sakleysi og jafnvel kæraleysi í augnaráði hans. Drouet tók 'þátt í samræðun- um, en hann var næstum leið- inlegur í samanburði við Hurstwood. Hurstwood skemmti þeim báðum, og nú varð Carrie það ljóst, hve hann var þeim miklu fremri á margan hátt. Henni fannst ósjálfrátt, að hann væri sterkari fog hærri, en samt svo blátt áfram. Þegar þriðja þætti var lokið vissi hún, að Drouet var góð sál, en iftið ann- að. Hann féll í áliti hjá henni með hverju augnabliki, vegna samanburðarins. „Ég skemmti mér alveg prýðilega“, sagði Carrie, þegar isýnin?- nni var lokið og þau voru á leiðinni út. „Já, ég segi það sama“, bætti Drouet við, sem hafði ekki hug-. mynd um, að í kvöld hafði ver- ið 'háð orrusta, og hann hafði beðið lægri hlut. Hann var eins og keisarinn í Kína, sem sat og ljómsði án þess að vita, að dýr- mætustu skattlönd hans voru að ganga honum úr greipum. „Þið 'háfið hlíft mér við leið- inlegu kvö!lþi“, sagði Hurst- wodd. „Góða nótt.“ Hann tók í höndina á Carrie. Straumur samsvarandi tilfinn- ingar barst á milli þeirra. „Ég er svo þreytt“, sagði Carrie og hallaði sér aftur í vagninn, þegar Drouet byrjaði að tala. „Þú getur setið og hvílt þig, meðan ég reyki dálitla stund“, sagði hann og reis á fætur. Síð- an gekk hann aulalega út á vagnpallinn og skildi hana eina eftir með hugsunum sínum. TÓLFTI KAFLI. Frú Hurstwood þekkti ekk- ert til hinna siðferðilegu ágalla eiginmanns síns, þótt hún hefði átt að geta rennt grun i þá, þar sem hún þekkti skapgerð lians. Það var ómögulegt að gera sér í hugarlund, hvað sú kona gerði, ef hún væri æst upp á einhvern hátt. Hurstwood til dæmis hafði ekki minnstu hug- mynd um, hvað hún myndi gera undir vissum kringum- stæðum. Hann hafði aldrei séð hana í æstu skapi. í raun og veru var hún kona, sem gæti aldrei sleppt sér af reiði. Hún -myndi frekar biða og leggja á ráðin, safna staðreyndum og bæta við þær, unz styrkur henn- ar var orðinn jafnmikill hc;fnd- arþorsta hennar. En hún myndi samt ekki hika við að gera ó- vini sínum allt illt, sem hún gæti, án þess nð hann vissi, j hvaðan hið vonda stafaði. Hún var köld, eigingjörn kona, sem j lét sjalldnast hugsanir sínar í ' ljós, ekki einu sinni í svipbrigð- um sínum. Hurstwood fann þetta þótt hann gerði sér ekki grein fyrir því. Hiann lilfði rólegu og kyrr- | látu líifi iásamt henni. Hann ótt- i mm Bíð (Girl Trouble). Bráðskemmtileg mynd, með Don Ameche og Joan Bennett. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. aðist hana ekki hið allra minnsta — það var emgin á- stæða til þess. Hún var dálítið hreykin af honum og þessi hreykni hennar jókst af löng- un hennar til að halda stöðu sinni í þjóðfélaginu. Með sjálfri sér var hún ánægð yfir því, að mikið af eignum manns hennar var á hennar nafni, en það gerði Hurstwood af skyn- semisástæðum. Kona hans hafði ekki minnstu áistæðu til að halda, að eitíhvað gæti gengið M GANILA Skaufarevyan (Ice-Capades Revue) Elíen Drew Jerry Colonna Richard Denning og hinn frægi skauta flokkur Ice-Capades Company. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Snmargletiw (Here We Go Again) með búktálaranum Edgar Bergen, Charlie McCarthy, Gimmy Simms. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. úr lagi hvað heimilið snerti, en samt datt henni það öðru hvora í hug. Hiurstwood var mjög varibár í framkomu sinni, iþví að hann gat búizt við öllu illu, ef henni fannst sér vera mis- boðið. Það vildi til að kvöldið, sem Hurstwood, Carrie og Drouet sátu í stúku \ McVickar leik- húsinu, sat Georg yngri á sjötta bekk niðri ásamt dóttur’H. B. Carimichal, hlutahafa í einni af klæðaverksmiðjunum í borg- BJÖRNINN eftir HENRIK PONTOPPIDAN Brich. hinn gamli leikbróðir og skólabróðir Þorkells Mullers. Þegar Þorkell bar kennsl á Brich, klappaði hann saman lófunum og mælti hárri röddu og þróttugri: ,,Ja, nú munar minnstu, að mér verði brátt í brók. Er sem mér sýnist, að þú sért orðinn biskup hér?“ Ekki skal neitt um það sagt, hvernig samræðu þeirra æskuvinanna hafa lyktað, en bæði biskup og prófastur urðu brátt ásáttir um það, að Þorkell væri óhæfur maður til prest- starfa. Þeir liófust þegar handa um það að bæta fyrir þessi. mistök og koma Þorkeli í burtu áður en hann ylli meira hneyksli en orðið væri. Fréttin um heiinkomu ,,Bjarnarins“ barst þó eihs og eld- ur í sinu un: gervallt héraðið. Á prestssetrunum var sagt frá því, er hann kom eftir þjóðveginum og skaut konum og börnur i skelk í bringu, svo að þau flýðu inn í húsin. Þar v Uj' rneðr ( annars greint frá því, að gamall maður hefði misst vitið af ótta, er Þorkell nam staðar hjá honum, lagði þungu hönd sína á öxl hans og rnælt: „Hér sér þú mig, föli vinur, gamlan íshafsfara og bjarn- dýravciðimann, sem hefir séð og kynnzt ýmsu, sem þig og aðra hefir ekki einu sinni dreymt um, . . Svona hresstu nú upp hugann. Það er ekkert að óttast. Ég get þó að minnsta' MYMD& SAGA ÞÝZKI LIÐSFORINGINN: „Takið þessa þarna til g-spít- alans og segið lækninum að þeir hafi fengið taugaáfall.“ HANK: Stynur: „Ó —!“ HERMAÐURINN: „Komið með mér!. (Á leiðinni í vagninn fara þeir félagarnir að hugsa um það að nú eigi jafnvel að skjóta þá).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.