Alþýðublaðið - 02.08.1944, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 02.08.1944, Qupperneq 4
 ALfrYÐUBLAPK? Miðvikudagur 2. ágúst 1944.- Útgefandi: AlþýðuflokkurinB. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4I'Z1 og 4902. Símar afgr^xðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Samgöngumál VAKIN var athygli á því hér í bílaðinu í gær, hvílík nauðsyn það væri að hafa jafn an örugga brú á Ölfusá til trygg ingar greiðum og góðum sam- göngum milli höfuðstaðarins og Suðurláglendisins. í sambandi við það skal vikið nokkum orð um að vegamálum okkar al- mennt, Island hefir verið vegalaust land allt þangað til í minnum núlifandi manna. Troðningarn- ir, sem hestafæturnir mörkuðu í jarðveginn, voru hin einu sýni legu tákn þess, að samgöngum væri haldið uppi um landið þrátt fyrir óbrúuð stórvötn og vegleysur. En jafnskjótt og þjóðin tók að réttast úr kútn- um eftir aldalanga einangrun og niðurlægingu vaknaði skiln- ingur hennar á því að leggja þyrfti vegi, brúa vatnsföllin og greiða á annan hátt fyrir sam- göngum um landið. Og það var vissulega engin tilviljun, að frumherjar endurreisnarinnar á Íslandi skyldu leggja jafn mikla áherzlu á bættar samgöngur, bæði um landið sjálft og við umheiminn, eins og raun ber vitni. Greiðar og öruggar sam- göngur voru og eru eitt helzta skilyrði fyrir alhliða framför- um og blómlegu athafnalífi. * Á síðasta hálfrar aldar skeiði í sögu landsins hefir orðið ger- breyting á þessu sviði, eins og á öðrum sviðum þjóðlífsins. Samgöngurnar hafa þokazt aft an úr rökkri forneskjunnar og á stig nútíma tækni í þeim efn- um. Vegir hafa verið lagðir og ruddir um landið þvert og endi langt, ár brúaðar, klyfjahestar hafa vikið fyrir hestvögnum og þeir aftur fyrir bifreiðum, sem bruna fram til öræfa og út til yztu nesja, íslenzk skip halda uppi strandferðum og sigling- um til annarra landa og loks hefir flugtæknin verið tekin í þjónustu samgangna innan lands. En þrátt fyrir þessar stór- stígu framfarir er samgögumál- um vorum enn áfátt í mörgu. Vegirnir okkar eru harla ófull- komnir enn, þótt umskiptin í þeim efnum séu mikil. Það er erfitt vandamál að koma upp fullkonmu vegakerfi, er nái um land allt. Þjóðin er fámenn en landið stórt. Stórir hlutar landsins eru ýmist óbyggilegir eða mjög strjálbýlir. í slíkum ÍLöndum eru allt önnur viðhorf í þessum efnum en í þéttbýl- um, kappræktuðum lön^nm. Fámennri þjóð í stóru landi hlýtur jafnan að vera um megn að leggja varanlega og góða vegi, er nái um gervallt land hennar. En þá ríður á að haga -lagn; ingu varanlegra vega og öðrum samgöngubótum á þá lund, að það komi að sem mestum not- um fyrir þjóðarheildina. Ekki orkar tvímælis að alltaf er hægt að benda á ýmsar samgönguleið ir, sem eru höfuðleiðir og þar af leiðandi þýðingarmeiri en aðr- ar. Á slíkum leiðum ríður því Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: enzkra MORGUNSÓLIN hafði fyrir löngu gægzt upp yfir brúnir Tindafjalla og roðað Eyjafjallajökul, þegar við ris- um úr rekkjum í Múlakoti. Ferðinni var heitið suður yfir Markarfljót. Með stafprik í höndum þrömmuðum við Ragnar Ásgeirsson niður tún- ið, suður að fljóti og út í það. Smám saman dýpkaði vatnið og herti á straumnum. Hann gróf sandinn undan fótum okkar, ef nokkuð var stað- næmzt í spori. Við studdumst á stafinu til þess að falla ekki fyrir iðunni. Vatnið steig hærra og hærra — á mjaðmir, í mitti, undir hendur. Flaum- urinn er. að svipta okkur fót- festu. Þá grynnist allt í einu — og fyrr en varir stöndum við báðir á þurru landi, glaðir og hressir eftir svala jökul- vatnsins. — Þetta er á fögrum sólskinsdegi vorið 1927. Okkur sækist leiðin vel suð- ur yfir sandana, þó að við höf- um vöknað rækilega, enda er sagt, að enginn sé verri fyrir því. Fornfræg örnefni blasa við augum. Fjöll og hnjúkár sjást í tíbrá hillinga og bláma fjarlægðar. Hér lifum við upp, í sjón og raun, gamla atburði, frá dögum æskunnar, með Njálu í höndum, er við sáum í huga „skrautbúin skip fyrir landi,“ hetjur, sem hræddust eigi dauða sinn og drengi, sem þótti fyrir því að vega menn. Atburðir Njálu rifjast upp, einn af öðrum. Eg las hana á gullnum spjöldum landsins við ljós frá morgunsól. Mundi það hafa verið hér, sem Skarphéð- inn stökk yfir Markarfljót milli höfuðísa og klauf Þráin í herðar niður? — Báðir þegjum við um» stund. Loks get ég eigi lengur orða bundizt og segi eitthvað við Ragnar, varðandi þessa fornu frásögur. Og þá fæ ég að vita, að hugur hans er gagntekinn af því sama. En um það er ekki hægt að ræða frekar. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Svo nálgumst við undirhlíð- ar Eyjafjallajökuls og göngum á bökkum þverár einnar, sem kemur þar ofan af hálendinu. Bakkarnir hækka smám saman og verða að gilbörmum. Sums staðar rennur áin í djúpum. gljúfrum. Elfurin heitir Naut- húsaá og gilið Nauthúsagil. Á barmi þess, þar sem gljúfrin eru hvað hrikalegust, stendur stærsta tré á íslandi. Það er reyniviður, einn sér, og hvítur af blómurn með grænum, stór- um baðmi. Stofn hans er greindur frá rótum. Vex annar aðalstofninn beint upp, en hinn sveigist til hliðar og byggir brú yfir gilið. Eg geng ó bálkinum ytfir það og horfi niður í djúpið. Óvenju limrík króna, prýdd fjölmörgum blóm- um, myndar laufhvelfingu yfir höfðum okkar. Ragnar segir, að risinn sé fimm faðma hár og breidd krónunnar þriðjungi meiri. Mig minnir hann segja, aö þetta væri mesti reynir á Norðurlöndum. Og annar marg fróður maður, (Kofoed-Han- sen), taldi hann um tvö hund- ruð ára gamlan. Eg fylltist lotningu. Hér er ai ðn og þögn, en þó hrikaleiki o ; í ign. Éinn síns liðs stendur hann, konungur trjánna, í IÍEIN þessi er tekin upp úr nýútkomnu hefti af hinu myndarlega tímariti Stígandi ,sem hóf göngu sína á Akureyri árið sem leið. Ritstjóri þess er Bragi Sigurjónsson frá Litlu-Laugum. skugga Eyjafjalla. Hvernig stendur á vexti hans og valdi? Rétt við gilið, stutt þaðan sem reynirinn stendur, gengur hellir inn í bergið. Þar hef- ir fé verið haft, og sjást -þess glöggar menjar. Stór tré eiga sterkar og djúpar rætur. Reyn irinn við gilið hefur sent þær í ýmsar áttir neðanjarðar. Ein eða fleiri greinar hafa lagt leið sína inn í fjárhellinn og ekki komið að tómum kofanum. Þangað hefur risinn gamli ár- um saman sótt sér kostafæði. Þó að kalt væri stundum, hef- ur hann vaxið og haldið velli. Kyngóður hefur hann verið og kjarnmikill. Nú á hann afkom endur marga í Fljótshlíð og víð ar. Fögru reynitrén í Múla- kotsgarði eru niðjar hans. Við Ragnar kveðjum Naut- húsagil og konunginn þar, garp- inn, sem boðið hefur birginn hættum og hretviðrum — og höldum suður á sandana. Eg man ekki lengur samræður okkar, en hygg, að þær hafi snúizt um einstæðinginn við gilið, konung íslenzkra viða. Nú blasir hlíðin við, hátt í brekkur með silfurtærum lækj- um og hrynjandi fossum. Já, " fögur er hún enn, þó að hams- laus eyðingaröfl hafi þar lengi verið að verki. Og aftur flétt- ast minningarnar saman við sólglitrandi fegurð dagsins. —■ Mér verður starsýnt heim að bænum fræga, „rausnargarði hæstum undir Hlíð.“ Þá leggjum við í Markarfljót öðru sinni þennan sama dag og komum, þegar sól er enn hæst á lofti að einhverjum góðbæn- um innan við Múlakot. Þar var okkur tekið með kostum og kynjum. Voru fréttirnar um för okkar þegar flognar milli bæja í sveitinni — og þóttu sæta stórtíðindum. „Mennirnir, sem óðu Markarfljót,“ vorum við síðan kallaðir af sumum, og flaug sú frægð víða á árun- um fyrir Alþingishátíðina! En meira þykir mér samt verð minningin um sjaldgæft ferða- lag og ógleymanlega fagran dag. Tíminn flýgur fram. Bráðum eru 17 ár liðin, síðan þetta var. Revnirinn er fallinn, brotnaði fyrir snjó einhvern veturinn (1936 eða ’37?) á næstliðnum áratug þessarar aldar. En af- sprengur hans lifir á gilsbarm- inum, að sögn, og getur átt eft- ir að verða mikill og voldugur eins og meiðurinn gamli. En hans er saknað, svo er víst. Síðan þetta var, hef ég séð nokkra væna reyniviði. Þeir myndarlegustu eru reynirinn í Bæjargilinu í Skaftafelli í Ör- æfum. þióðfræg hrísla, og reyn- irinn í Eyvindarárgili í Fljóts- dalshéraði, sem fáir þekkja, en er tvímælalaust eitt stærsta tré á landinu.. Þó var „hríslan“ í Nauthúsagil án efa mdklu stærst. Hún var fyrirbrigði, ef til vill kynlegasti kvistur, í bókstaf- legri merkingu, sem sprottið hefur úr íslenzkri mold á næst liðnum öldum. í sannleika sagt hef ég mörgum sinnum undr- azt þroska hins gamla viðar í skugga Eyjafjalla. Og hann hefur við íhugun orðið mér tákn, ímynd þess bezta, er vax- ið getur úr íslenzkri mold, aukið trú mína á gæði hennar og hollustugildi þess að búa í nágrenni við eldinn og ísinn — þrátt fyrir allt. Vinsæ! barnabók, Blómakarfan r I 13 LÓMAKARFAN varð mjög vinsæl barna- og unglinga bók í gamla daga, og margir sem nú eru orðnir fullorðnir menn 'hafa annað hvort lesið hana eða hafa verið sögð hún í æsku. Blómakarfan kom fyrst út á íslenzku 1864 í þýðingu ekkju Eiríks Magnússonar í Cam- Anfilýstogar. sena feiríast eiga í AlþýSubíaðinu, verða að vera komnar til Auglýe- * hipaskrifstofuxinar I í Alþýðufeúsinu, (gengið ií— frá Hverfisgötu) fyrlr ML 7 að k¥©Sdi» bridge og var þá prentuð í London. Næst kom hún út á íslenzku í Winnepeg 1912. I gær kom Blómakarfan út að nýju, í nýrri þýðingu og gef ur bókaútgáfan „Norðri“ hana út að þessu sinni. Er þetta vönduð og falleg út- gáfa. Póstmannablaðið 1. tölublað 7. árgangs er nýkom- ið út íjölbreytt að efni. Eru þar fjölmargar greinar eftir ýmsat starfsmenn pósthússins, og mynd- ir, ennfremur tvö kvæði eftir Ing- ólf Jónsson. allra mest á því, að samgöngur séu Sem greiðastar og öruggast ar. Og við það verða fram- kvæmdirnar í vegamálum að miðast. Þó að gott sé og æski- legast' að greiða íyrir samgöng um um Íandið allt, verða þó þýðingarmestu leiðirnar alltaf að sitja í fyrirrúmi. Það er þjóð hagsleg nauðsyn, sem undir eng um kringumstæðum má virða að vettugi. TÍMINN gerir leppstjórn Rússa í Póllandi að umtals efni nú nýlega og segir m. a. á þessa leið: „Rússar virðast ætla þessari nýju leppstjórn sinni í Póllandi, að staðfesta fyrir Pólverja hönd á- kvæði Ribbentrops-Molotoffssamn- ingsins um landamæri Póllands og Rússlands, en í staðinn eiga Pól- verjar að fá Austixr-Prússland og nokkur þýzk héruð. Rússar virð- ast þannig ætla að ráðstafa nokkr- um hluta Þýzkalands, án samráðs við Bandamenn. Nýja pólska leppstjórnin reynir mjög að hampa því, að pólska stjórnin í London sé aðeins arftaki einræðisstjórnar þeirrar, sem fór með Völd í Póllandi fyrir stríðið og að hún hafi ekkert fylgi í Pól- landi. Sannleikurinn er sá, að helztu stuðningsflokkar pólsku stjórnarinnar í London, bænda- flokkurinn og jafnaðarmenn, voru í andstöðu við pólsku einveldis- sfjórnina og voru fjölmennustu flokkar Póllands. Allar fregnir benda líka til þess, að Pólverjar standi örugglega að baki þeirri stjórn og kommúnisminn hefir alltaf átt lítinn jarðveg hjá þeim og þó allra helzt, þegar honum er þröngvað upp á þá af erlendu stórveldi. Það sást m. a. á því, að Rússar höfðu flutt mörg hundruð þúsund Pólverja, sem bjuggu í héruðunum, er þeir tókú 1939, til Síbiríu og annarra fjarlægra staða Rússlands. Meðal bandamanna hefir viður- kenning Rússa á leppstjórninni í Póllandi skapað mikinn óhug. Nú- verandi styrjöld hófst vegna þess, að Pólverjar vildu ekki beygja sig undir erlent ok. Getur ekki ný tilraun til að kúga Pólverja orðið undirrót nýrrar styrjaldar? Þessi framkoma Rússa virðist marka þá stefnu, að þeir þoli ekki frjálsar óháðar stjórnir í nágranna ríkjum sínum. Þeir vilja, að þær séu Rússlandi háðar. Fleiri vandai mál í líkingu við þetta geta því skapast næstu mánuðina.“ Þetta er vissulega ekki út £ bláinn mælt. Þessi framkoma Rússa og blekkingar þeirra í því sambandi vekur hinn mesta ugg hjá öllum hugsandi mönn- um, og rnenn spyrja: hvað kem- úr næst? í forustugrein Yísis í gær er rætt nokkuð um frændþjóð vora, Færeyinga, í tilefni af hinni nýafstöðnu Ólafsvöku há , tíð þeirra hér á landi. Farast blaðinu orð m. a. sem hér segir: Færeyingar hafa ávallt sýnt okkur íslendingum mestu vinsemd- Stafar það sumpart af frændsemi, sameiginlegri sögu þjóðarinnar og loks sennilega öllu frekast af hinu að báðar þjóðirnar eru svo smáar að þær geta átt vinsamleg skipti saman án þess að önnur hvor eða- báðar þurfi að óttast yfirráðatil- hneigingar hinnar. Svo ætti þaffi að vera í sambúð þjóða á milli, en margur misbrestur hefir á þvr orðið, svo sem dæmin sýna. ís- lendingum er ekki aðeins rétt að hjálpa frændþjóð sinni, Færeying um, eftir frekustu getu nú á erfið- leikatímabilinu, heldur er það bein línis skylt og sjálfsagt að gera, sé okkur ekki meinað það eða vegna ómöguleika. Vinsamleg sambúð Færeyinga og íslendinga má aldrei undir lok líða, enda mun engin þjóð eiga auðveldara en við að skilja sögu Færeyinga og viðhorf nú í dag, og það eitt er víst, að al- menningur hér á landi mun fylgj- ast af miklum áhuga með baráttu þessarar frændþjóðar okkar fyrir framþóun og sjálfstæði.11 Undir þessi ummæli Vísis munu íslendingar undantekn-. ingarlaust vilja taka.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.