Alþýðublaðið - 23.08.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.08.1944, Blaðsíða 3
MiSivikudagimi 23. ágúst 1944. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bandamenn reka flótta Þjóðverja niður með Signu Mr brutust inn í Lisieux í gær og hafa lokjð við að eyða liðinu í Falaise-kvínni 'Pétain sagður fiuttur til Pýzkalands, en stjórn hans er flúin til Belfort AMEítlSKAR vélahersveitir héldu áfram sókn sinni í gær niður með Signu til þess að króa af þýzka herflokka, sem etm eru vestan árinnar. Þýzkar verkfræðingasveitir reyna að hýggja' flotbrýr yfir Signu, en flugmemi bandamanna hafa ónýtt verk þeirra jafnharðan. Bandamenn brutust inn í Lisieux í gær og er bar barizt á götunum. Þeir hafa lokið við að eyða leyfum |>ýzka hersins í Falaisekvínni, í gær tóku bandamenn 6000 fanga |»ar, en alls hafa Þjóðverjar misst mn 100.000 menn í bardögun- um þar. Amerískar hersveitir sækja að París úr suðri og vestri og hafa tekið borgina Étampes og eru um 30 km. frá borg inni víðást hvar. Vichy-stjómin er flúin frá Vichy og mun nú hafast við í Belfort. Sagt er, að .Pétain hafi verið fluttur til Þýzkalands. De Gaulle hefir heimsótt ýmsar borgir í Normandie og var forkunnar vel tekið. Sókn bandamanna niður með Signubökkum er mjög hröð og eru þeir á hælum Þjóðverja. Þeir eiga aðeins örfáa km. ó- farna til Signuósa. Þar berjast helgískar hersveitir og hafa þær sýnt mikla hreysti. í þýzkum fregnum segir, að vestur af Lisieux hafi banda- mönnum tekizt að brjótast inn 1 í varnarkerfi Þjóðverja, sem þegar hófu hörð gagnáhlaup, en í London var tilkynnt í gæf, að bandamenn hefðu brotizt inn í borgina og geis- uðu þar heiftarlegir götubar- dagar. Talið er, að Þjóðverjar hafi misst samtals um 300 000 menn í Frakklandi síðan inn- rásin hófst, þar af allt að 100 000 í bardögunum í Nor- mandie-kvínni. ÁTÖKIN UM PARÍS Bandamenn halda upptekh- um hætti og eru fáorðir um að- gerðir vélahersveita Pattons, en líkur benda til þess, að þær séu ■ fyrir suðaustan París og fari geyst. Suður af París náðu bandamenn borginni Étampes á sitt vald og víðast eru þeir um 30 km. frá París. í óstað- festum fregnum segir, að franski maquiherinn hafi ráð- izt á Þjóðverja í París og beiti fallbysum. Koenig hershöfð- ingi, sem hefur verið skipaður yfir Parísarborg, hefur ekki staöfest þessa frétt. VICHYMENNIRNIR FLÝJA Stjórn Pétains er nú flúin frá Vichy og var fyrst sagt, að hún hefði nú bækistöð í Aust- ur-Frakklandi, en talið er, að hún hafi tekið sér aðsetur í Belfort, sem er skammt frá landamærum Sviss og Þýzka- lands. Áður höfðu borizt fregnir um að Laval og Darn- and væru flúnir, svo og um 1000 embættis- og stuðnings- fænil Lavals. Aðrar fregnir herma, að Pétain marskálkur hafi verið fluttur til Þýzka- lands, en ekki er vitað með vissu, hvað hæft er í f>essu. Abetz, sendiherra Þjóðverja í Vichy, er einnig flúinn það- an til Belfort. DE GAULLE Tilkynnt er, að de Gaulle hers- höfðingi sé farinn frá Cher- bourg og hafi heimsótt ýmsar borgir í Normandie og á Bre- tagneskaga. Meðal annars kom hann til Coútances, Avranches og Rennes. Mikill mannfjöldi hyllti hershöfðingjann er hann ók um götur þessara borga og varpaði blómvöndum inn í bifreið hans. LOFTÁRÁSIR MEÐ MINNA MÓTI Undanfarinn sólarhring hef- ur veður verið óhagstætt til loftárása í Norður-Frakk- landi. Þó var, eftir föngum, ráðizt á flotbrýr Þjóðverja á Signu, hermannaflokka og bif- réiðalestir. Þá fóru ástralskir flugmenn, sem flugu Mosquito- vélum, til árása á ýmsar her- stöðvar Þjóðverja, allt til Dijon. Á heimleiðinni réðust þær á járnbrautarlestir með . sprengjukasti og vélbyssuskot- hríð og löskuðu 12 lestir, sem höfðu orðið að nema staðar vegna skemmda á brautunum. Sagt er, að Þjóðverjar hafi nú um 100 000 manns í vinnu við að efla varnarvirkin í Siegfriedlínunni svonefndu við þýzku landamærin. ÍYALIA: Flórens algerlega á valdiþandamanna 'P RÁ Ítalíu eru þær fregnir *• helztar, að Flórens er nú öll á valdi bandamanna. Skemmdir hafa ekki orðið miklar í borginni, vegna þess, að bandamenn biðu þar til Þjóðverjar höfðu hörfað þaðan. Var ekki barizt á götunum og bandamenn skutu ekki á hana af fallbyssum. Á Adríahafsströnd hafa pólskar og ítalskar hersveitir sótt nokkuð fram, þrátt fyrir Vígslöðvarnar í Suður-Frakklandi Kortið sýnir nokkurn hluta strandlengjunnar í Suður-Frakk landi, þar sem mest er barizt þessa dagana. Neðst til hægri sést Toulon, flotahöfnin mikla, þar sem götubardagar eru háð ir við setulið Þjóðverja. Nokkru vestar er Marseilles, en þangað eiga bandamenn skammt eft ir ófarið og þar norður af er Aix í Provence, sem er á valdi bandamanna. Þar norður af er áin Durance, sem bandamenn eru komnir yfir og á miðri myndinni er Avignon, en þangað stefna bandamenn herjum sínum. SUÐUR-FRAIUÍLAND: Bandamenn íæpa 5 km. frá Marseilles Harðlr götubardagar geisa í Toulon HERNAÐARlAÐGERÐIR handamanna í Suður-Frakklandi ganga mjög að óskum. Enn er barizt í Toulon, og verjast Þjóðverjar þar af dæmafárri hörku, enda er þar gott til varnar, öflug virki og stórar failbyssur. Bandamenn hafa nær umkringt Marseilles og eru íæpa fimm km. frá borginni. Þar austur af eru bandamenn komnir inn í borgina Hyéres. Á austurhluta vígstöðv- ahna verður bandamönnum einnig vel ágengt og sækja fram í átt ina til Grenoble. Borgin Bayonne við Biskayaflóa, skammt frá landamærum Spánar er sögð á valdi Maquihersveita. Bardagar eru mjÖg harðir í Toulon Þar höfðu Frakkar treyst .yarnir borgarinnar í ófrið arbyrjun og Þjóðverjar hafa unnið kappsamlega að því að efla þær enn meir. Þar eru. öfl- ug virki búin fallbyssum af stærstu gerð, allt upp í, risafall byssur með 18 þumlunga hlaup vfdd. Franskar hc rsveitir, sem komnar eru inn í borgina voru síðast sagðar tæpa 1000 metra frá vopnabúrd flotahafnarinnar, sem Þjóðverjar verja af mjkilli hörku. Fréttaritarar búast við, að það geti tekið tvo eða þrjá daga að brjóta á bak aftur mót harðvítugt viðnám Þjóðverja. í gær fóru stórar amerískar sprengjuflugvélar frá Ítalíu til árása á verksmiðjur í grennd við Vínarborg, svo og stöðvar í Slésíu. Churchill forsætisráðherra er kominn ti'l Rómaborgar úr för ainni til vígstöðvanna á ít- alíu. spyrnu Þjóðverja i borginni. Marseiiles m!á heita umkringd og eiga' handamenn aðeins tæpa fimm km. ófarna til borgarinn- ar. Er jáfnvel búizt við, að borg in fal-li í hendur bandamönnum á undan Tbulon. Þar er til vam ar þýzkt fótgöngulið stutt skrið- drekasveitum. Bandamenn sækja áfram frá Aix í Pnovence óleiðis til Rhone dalisins. Þar tók ný bæjav~H.óm við tveim stimr’-m efíir a ; Iband^m'nn héldu inn í bnrgina. Maq: '.'Mv l a ■ - mikið til sín íaka. Meðal annars er þess getið, að þeir hafi tekið borgina Bayonne, sem er við Biskayaflóa, skammt frá landa mærum Spánar. Auk þess hafa maquiliðar mestan bluta landa- mærasvæðisins ó valdi súiu og hindra þjóðverja og Vichy- sinna í að íkomast undan til Spánar. 14000 fangar hafa nú verið teknir í Suður-iFrakklandi. Rússar byrja nýja sókn í Rúmeníu og taka Jassy O TAJLIN tilkiynnti í gær { ^ tveim dagskipunum, að Rússar hefðu byrjað mikla sókn í Rúmeníu. Sókn þessi hófst fyr ir þrem diögum og höfðu Þjóð- verjar birt fregnir af henni, með al annars greint frá hörðum bar dögurn suðvestur af Tiraspol við Dniestr og milli Pruth og Seret, en Rússar hafa varizt allra féétta þangað til nú. ■ Bbrgin Jassy, milli Pruth og Seret er á valdi Rússa, eftir harða bardaga. Þar sækir rúss- neskur her fram undir stjórn Malinovskys hershöfðingja, á 120 km. víglínu og hefir hann sótt fram um 65 km. á þrem dög um. Hefir hann tekið um 200 bæi og 'þorp á þessum slóðum. Annar her, undir stjórn Tol- bulkinis hershöffðingja sækir fram fró Dniestr-fy óti á 130 km. vjglínu Stcfnii Iiann liði fínu í áttina til borgarinnar- i., ’.at' i : . Tu ms : og ciiu I;; .ia-. i" a - j S'smsti, ‘‘ .locvégur- v ri’Tn til ■ L'..'.'.;Á£.:.í licgur úm b. :."í vlvt, al Þjóð- verjar og Rúmenar muni verj- ast af miklu harðfgngi. í Eistlandi hafa Rússar roíið sambandið milli setuliðs Þjóð- verja í Tartu (Dorpat) og þýzku herjanna þar fyrir sunnan. Fyr ir norðaustan Varsjá eru Rúss- ar í sókn og verður vel lágengt. •— Mánntjón Þjóðverja undan- farna þrjá daga er talið um 30 þúsund menn, þar fa 14 þúsund fallnir. *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.