Alþýðublaðið - 23.08.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.08.1944, Blaðsíða 6
B Þýzkur varðmaður í Holiandi eér sést iþýz'kur varðmaður í Hollandi, sem ihorfir yfir landið, er Þjóðverjar" hatfa hleypt vatni á til iþess að torvelda væntanlega innrás bandamanna. Myndin var birt í þýzku blaði á síðasta vori. Róbert Ley Frb. atf 5. síðu var eigi aðeins komið fyrir skríf stotfum vinnufylkingarinnar, heldur var hún og skemmtistað ur hinna nýju leiðtoga verklýðs málanna á Þýzkalandi og minnti í senn á höll og drykkju knæpu. Þar var meðal annars komið fyrir listaverkum úr lista satfni prússneska ríkisins, sem. Gröring lánaði vinnufylkingunni’. Listaverk þessi voru sjónar- vottar að því, er leiðtogar þýzku vinnutfylkingarinnar sátu þarna að sumbli og rufu kyrrð Tier- gartens á fögrum sumarnótt- um. * EN ÞRÁTT fyrir þessi afrek sín, mun Róbert Ley þó hafa fundizt hann harla einangr aður innan hins þýzka þjóðfé- lags. Það var því næsta mikil upphefð fyrir hann, er Hitler skipað svo fyrir, að hertoginn og hertogaynjan af Windsor skyldu vera gestir hans, þegar þau sóttu Þýzkaland heim. Hann sá um það, að erlendir fréttaritarar væru viðstaddir, og áttu þeir að kunngera heim- inum hversu ‘honum færist vel úr hendi að stjórna mótttök- unni og veita hinum tignu gest um. En áf fréttum þeim að dæma, sem af þessu bárust, gæti maður mun fremur haldið, að um gamanleik hefði verið að ræða en móttökuhátíð þjóð- höfðingja til handa. Við birt- um hér ummæli eins fréttarit- arans til þess að gefa lesendan- um tækifæri til þess að dæma um það, hvort hér muni vera ofmælt af okkar hálfu: „Hann gekk fram og aftur ó- styrkum skrefum í anddyri Keiserhofgistihússins, meðan hann beið eftir hertogahjónun- um, og tvisvar skipaði hann förunautum sínum að færa sér bjór og brennivín. Hann þurrk- aði sér um háls og munn með vasaklút sínum, sem var með ótal rauða bletti. Hann sneri sér að okkur, erlendu frétíarit- urunum, og brýndi fyrir okkur að koma fram af tilhlýðilegum virðuleik. Hertogaynjan steig út úr lyft unni, glæsileg ásýndum og ör- ugg í allri framkomu. Hún var klædd dökkum ferðafötum. Her toginn kom á hæla henr.i og virtist dálítið undrandi, er lág- vaxni maðurinn í .einkennisbún ingi nazista sló saman hælum og heilsaði með Hitlerskveðju. Ley hugðist fagna hertogahjón- unum með nokkrum orðum, en var svo óstyrkur, að hann mátti ekki mæla. í þess stað gerðist 'hann blóðrauður í framan. Hann þreif hönd hertogaynj- unnar og laut henni svo djúpt, að yarir hans snurtu hönd henn ar. Hertoginn brá við og steig fram, rétti Ley höndina og heils aði á þýzku.“ Það verður að teljast vel til fundið að skírskotað sé til bók- ar Pierre Huss, Heil and Fare- well, þar sem er lýst öðrum þætti þessarar heimsóknar. Ró- bert Ley hafði þá setið veizlu í nýtízku þýzkri verksmiðju á- samt hertogáhjónunum. Þar hafði hann drukkið helzt til fast og á heimleiðinni sofnaði hann og tók að hrjóta hátt í við urvist hinna tignu ge'sta. * HITLER hefur nefnt Róbert Ley' „bezta þjóðernisjafnað armanninn“ og „mesta hug- sjónamann sinn“. Ley er aftur á móti höfundur ávarpsins „for ingi“, og mun hann hafa verið við skál, er hann fann það upp Hann gerir og kröfU til þess að vera viðurkenndur höfundur kveðjunhar „Heil Hitler“, en þann heiður rpunu þeir Júlíus Streicher eiga sameiginlegan. Ley er enn æðsti maður vinnu fylkingarinnar þýzku. Það er hlutverk hans, að þröngva tutt- ugu milljónum hungraðra og ör magna manna til þess að fórna hinztu starfskröftum sínum áð- ur en feigðardómurinn hrín á nazismanum og vígvél hans brotnar í spón. SJómannaheiuiii Frh. af 4. síðu. því hefir verið sýnd er hin bezta hvatning að efla starfið sem mest, því að enn skortir mikið á, að hér sé um fullkom ið Sjómannaheimili að ræða. En takmarkið, sem ber að stefna að er, að hér rísi upp fullkomið sjómanna- og gestaheimili, eins og bezt tíðkast erlendis, er starfi allt árið, og geti sett var- enlegan svip á menningar og samkvæmislíf Siglufjarðar. St. Framsókn nr. 187 hefir eins og að undanförnu annast rekstur Sjómannaheimilisins, og skipuðu stjóm þess þeir: Pétur Björnsson, kaupmaður, Óskar J. Þorláksson, sóknar- prestur og Andrés Hafliðason, forstjóri. ^S-£®YÐUBLA';Í£*ír* Miðvikudagina 23. ágúst 1944. Útiguðsþjónusta á Skólavörðuhæó: miisieri guðs." Texti: Op. Jóh. 3, 12 a. Þann er sigrar, mun ég gjöra að stólpa í musteri Guðs míns, og hann skal þaðan aldrei út fara. ÞEGAPv SÉRA HALLGRÍM- UR sté í fyrsta sinni fram fyrir altari i Hválsneskirkju, mun fáa hafa grunað, að hann yrði annar eins stólpi í musteri Guðs og raun varð á. Og þeir menn voru áreiðanlega til á Suð urnesjum, sem þótti Skálholts- ibiskupinn hafa sýnt ýmsum hátt settum borgurum" óviroing með því að veita embættið þessum manni. Það höfðu ekki komið nein köllunarbrétf frá söfnuðin- um, eins og þó otft var venja á þeim dögum, og næsta ósenni- legt, að slík útnefning hefði nokkurntíma fengist Hallgrími í vil. í sókninni voru voldugir menn með sjálfan sýslumann- inn broddi fylkingar, sem átt höfðu í erjum við hann. Það hafði komið fram áður, að þess- ir höfðingjar höfðu viljað beygja sálusorgara sina fremur en að sýna þeim viðeigandi holl ustu. Og nú 'gekk þetta næst op inherri ógnun að senda þeim mann, sem hafði rokið úr skóla, án þess að ljúka námi, — mann, sem hafði orðið að þola dóm fyr ir harneign, — og þegar prestur inn hafði verið svona breyskur, þá má nærri geta, hvort ekki hetfir verið reynt að tfinna eitthvað að kon- unni hans, sem hafði átt heima í níu ár meðal heiðingja og villu trúarmanna, og var því ekki ó- sennilegt að hún hefði orðið eitt hvað blendin í trúnni. — Og þó imá hatmingjan vita,' nemá allt þetta hefði getað fyrirgef- izt, nýi presturinn hefði ekki verið iþekktur að því að vera töluverður orðhákur í bundnu miáli, og gat átt það til að fleygja hendingum, sem sýndu allt annað en auðmýkt gagnvart burgeisum og valda- mönnum og Ihatfði, ef því var að skipta, bitt ónotalega isnögga bletti á náunganum. Maðurinn var óhirðmannlegur f háttum, líkari óbreyttum bónda eða al- þýðumanni heldur en félags- bróður heldri manna, enda hafði hann ekki verið annað en fó- tækur verkamaður í Keflavík og útróðrarmaður ó nesjunuim, síð- an hann flæktist aftur til ís- lands. Biskupinn í Skálholti hafði sennilega getið sér til um hæfni séra Hallgríms og vitað meira um lærdóm hans og hæfleika en sýslumenn og stórtbændur í Hvalsnessókn. En sjálfsagt hefir þó engan órað fyrir 'því, að nýi presturinn á Hvalsnesi ætti etft- ir að verða þjónandi prestur á öllu íslandi öldum saman. Ein kynslóðin af annarri hefir talað um séra Hallgrím eins og sinn samtímamann. í hverri sveit hetfir verið talað um hann eins og hann væri húsettur þar { sveitinni. Og allir sóttu eitthvað til hans. Vér höfum ótt fleiri stórskóld, og að minnsta kosti einum manni í prestastétt hefir verið jafnað til Hallgríms, sem sálnaskáldi. Ég skal engu um það spiá, hve mikið atf andlegum ljóðum eða sólmum hins ágæta Matthíasar lifir etftir hálfa þriðju öld. Þjóðin mun nú fyrst, er hin nýja sálmabók kemur út, fá ókjósanlegt tækifæri til að nota sólma hans 'við guðsþjón- ustur. En eitt finnst mér ekki óhorfsmál, að séra Hallgrímur yxkir Ifremur sem prestur en nokkurt annað sálmaskáild. Matthias er líkari lofsyngjandi safnaðarbarni eða þá einstakl- ingi, sem lifir sínar hrilfningar- RÆÐA SÚ, er hér fer á | eftir var flutt á Skóla- . vörðuhæð síðastliðinn sunnu dag af sér Jakob Jónssyni til minningar um 300 ára prests vígslu séra Hallgríms Péturs- sonar. i stundir í einrúmi fyrir augliti Guðs. En mér liggur við að segja, að þegar Hallgrímur yrk- ir sé 'hann annað hvort fyrir alt- arinu eða í stólnum eða hann kemur í húsvitjunarferð og klæðist hempu sinni á baðstofu- gólfinu. Og hann talar við alla með sama myndugleik, — og í söfnuði hans er.u nú menn og konur af öllum stigum og stétt- um, börn, unglingar, fulltíða fólk og gamalmenni. Þar eru eldheitir trúmenn og dulsæis- menn og veraldarvanir hygg- indamenn. Fólk úr öllum stjórn málaflokkum landsins nemur staðar og hlustar, þegar séra Hallgrmur tekur til máls. Og menn finna til brennandi þakk lætis til þessa snillings, ekki vegna þess, að hann var snilling ur, — heldur» vegna þess, að hann var sálu hirðirinn, sefn með snilligáfu orðsins leiddi mannshjörtun að svalalind Guðs sjálfs.Þegar sú lind sprettur tærast fram, er það ekki aðeins skáldskapur, heldur Guðs orð, sem Hallgrímur talar. En séra Hallgrímur hefði aldrei orðið slíkur prestur allra alda og allra kynslóða, hefði kirkjan ekki haft þýðingu fyrir hann sjálfan. Hefði hann ekki verið jbiggjandi gagnvart 'kirkjunni, gat hann ekki heldur orðið veitandi með þeim hætti, sem hann varð. Vígsludagurinn er áreið- anlega einhver örlagaríkasti dagur { ævi sérhvers prests. Og engin illviljaður árásarmaður eða harðvítugur og dómharður gagnrýnandi getur auðmýkt þrestinn meir en vígslan sjálf hlýtur að gera. Sú stund væri nægileg til þess að kremja hina hörðustu sál otfan í duftið, — etf hún fyndi ekki náðarhönd al- mættisins sjálfs koma til móts við sig. Ég gseti hugsað mér, að hönd Brynjólfs biskups ó höfði Hallgríms batfi orðið honum þung það augnablik, sem hann hugsaði til liðinna daga. Sjálf- sagt hefði Hallgrímur ekki þá stundin þurfti að sækja brodd- ana af Suðurnesjum til þess að segja sér til syndanna. En hönd bisk- upsins boðaði honum annað um leið: Fullkomna sátt, fyrirgefn- ingu og frið við kirkju Krists. Hann haíði raunar aldrei hætt að vera barn þesarar fcirkju. Á- reiðanlega hatfði hann fundið í boðskap kirkjunnar þá huggun og istyrk, er harm þurfti mest með í Kaupmannahöfn, dagana, sem útlitið var dimmast. En isennilega hafði hann þó upp úr því hætt að gera sér vonir um a* verða prestur. En nú var allt þetta 'breytt, — vígsludagurinn gerði hann ekki aðeins að barni kirkjunnar, heldur þjóni henn- ar — og trúuðum manni er ekkert embætti æðra. Kirkjan er furðuleg stofnun Hún er þrátt fyrir alla sína ágalla, lik Kristi sjáltf- um í því að auðmýkja manninn og upphefja hann um leið. Og nú gatf kirkjan þessu ævintýra- lega skáldi og atfdankaða náms- manni nýjan þrótt, aukna virð- ingu og óendanlega andlega auð legð. Hún hafði gefið honum arf íhelgra fræða, sem varð honum yrkisefni. Nú gaf hún honum starfssvið, sem kom honum í enn nánari kynni við innstu þörf mannanna. Hún gaf hon- um nýja reynzlu við helgiþjón- ustu, sem hlaut að setja sitt mark lá skapgerð hans og til- finningalíf. Og kirkjan, með náð araneðölum sínum, hjálpaði hon um til Iþess að opna sál sína fyrir innstreymi æðri máttar, og taka við gjötfum hins heilagá anda á' innblástursaugnablikum hans. Það er kirkja Krists, sem hefir gefið hinni íslenzkn þjóð höfund Passíusálmanna.. Ef séra Hallgrímur Pétursson væri komimi hingað í dag og væri spurður, hvaða stofnana hann persónulega mundi hafa þurft að sækja mest til, af þeim sem hér eru í Reykjavík, getur auðvitað margt komið til greina Hann var athafnamaður, dug- andi bóndi, fræðimaður, bók- menntafrömuður, — en í með- vitund íslenzkrar alþýðu ■ er hann fyrst og fremst tvennt: (holdisveikisjúklingur óg prestur. Og ef vér svo segðum við hann, að nú væri alla þj óðina farið að langa til að reisa eitthvert var- anlegt minnismerki, sem þakk- l.ætisvott fyrir prestþjónustu hans, iþá getur auðvitað enginn sagt með tfullri vissu, hverju hann mundi isvara. Sumir blaða greinahöfundar hér í Reykja- vík eru vissari í þeirri sök en ég. En það eru þó tvær stöfnanir, sem ég veit með vissu, að mundu hatfa orðið nátengdar persónulegu 'lffi hans. Það er holdsveikra- spítalinn hérna suður í Kópa- vogi, og það er kirkjan. Etf til hefði verið góður holdsveikra- spítali á hans dögum, hefði sjálf sagt verið hægt að veita honum að ýmsu leyti fullkomnari hjúkrun en hann fékk hjá ást- vinum sínum. Sjúkrahúsið hetfði veitt honum hjúkrun. Er. kirkjan gerði meir en að hjúkra. Hún var Hallgrími lækninga- stöfa Krists sjálifs, sem var læknirinn mesti og bezti, — læknirinn, sem græddi undir hjartans, og veitti hina æðstu heilbrigði, hressingu og gleði. Ekkert getur því átt betur við en að þakka séra Hallgrími með því að byggja kirkju. Kirkjan, sem séra Hallgrím- ur messaði í, að Saurbæ, um það leyti sem Pássíusálmarnir urðu til, var torfkirkja með moldar eða hellugólfi, tveimur skjágluggum, og ekki voru sæti nema handa litlum hluta safnaðarins. En sú kirkja var byggð í iítffli sveit, á mestu kúgunar og fátæktartímum, •— tímum einokunar og úrræoa- leysir.. En hvernig kirkju getur þjóðin nú hafið byggingu á, — öll þjóðin, með of fjár í innlend um og erlendum bönkum og mikhi peninga handa á milii? — Vér erum stöd'd þar sem kirkju Hallgríms hér í Reykjavíkr er ætlaður staður. Ég er hræddur um, að hann ikynni því illa sjálfur, að sá söfnuður, sem við hann er kenndur, yrði árum saman kirkjulaus. Hann myndi álíta að landið þyrfti kirkju með. Og ömurleg Hallgrímsminning er það, ef hér yrði i mörg ár eða áratugi ekki svo mikið sem torf kirkju með skjágluggum, — heldur aðeins hin auða lóð. Því þjóðina dreymir um, að hér rísi kirkja, þar sem sálmar Hall- gríms haldi áfram að ylja hjört um manna, — þar sem menn haldi áfram að finna það. að hann er stólpi í musteri Guðs í þessu landi, — og hann skal þaðan aldrei út fara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.