Alþýðublaðið - 23.08.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.08.1944, Blaðsíða 2
ALÞYPUBLAÐIÐ MiSvikudagiim 23. ágúst 1S-44, Eldsvoði í Neðra- Gufudal í Barða- sfrandarsýslu Titfinnanlegt tjón af eldinum, en fólk sakaöi ekki LDUK kom upp i bænum Neðri-Gufudal { Barða- strandarsýslu í fyrrnótt. Brann bærinn að undantekinni bað- stofunni og varð af mikið tjón. Heimilisfólkið í Neðri-Gufu- dal vaknaði við íþað í fyrrinótt, að eMur var koaninn upp í bæn utm. Bjargaðist fþað allt úr eld- inum og baðstofuna tókst að verja. Innanstokksmunir ibrunnu, svo og eldiviðarforði vetrarins. Var þetta óvátryggt og er því tjón bóndans tilfinn anlegt. Hjónaefni: S. 1. sunnudag opinberuðu trúlof- un sína Unnur Sigurðardóttir, Bolungavík og Kristján Jónsson, verzlunarmaður, Hrefnugötu 5, Reykjavík. Fjármálaráöstefnan í Bretton Woods: Samkomulag um sfofnun gjafdeyr- issjóðs og alþjoðabanka Áællað að ísland greiði rúmlega 13 milijónir kröna lil þessara stofnana -....♦ ■ ■ ■■ Ríkisstjórnin mun leggja tillögur sínar um þátttöku fyrir næsta alþingi RÍKISSTJÓENIN mun leggja fyrir næsta alþingi skýrslu um störf íslenzku sendinefndarinnar á fjármálaráð- stefnunni í Bretton Woods. Enn fremur mun ríkisstjórnin leggja fyrir alþingi tillögur sínar um þátttöku íslands í stofn un gjaldeyrisjöfnunarsjóðs og alþjóðabanka, en samkomu- lag varð á ráðstefnunni um þessar stofnanir. Fjármálaráðstefnan áætlaði fslenzka ríkinu að l'eggja fram eina milljón dollara til gjaldeyrisjöfnunarsjóðs og eina milljón dollara sem hlutafé til alþjóðabankans. Skemmt amerískt smjör í verzl- unum í Reykjavík ■r^" Deila milli malvörukaupmanna Mjólkursamsölunnar og SKEMMT AMERÍSKT SMJÖR er selt hér í búðum í Reykjavík. Smjörið er myglað og sett svörtum blett- um, en þeir standa grunnt og lítið myglubragð mun finnast af smjörinu, þegar búið er að skafa blettina úr því. Mjólkursamsalan sér um dreyfingu þessa smjörs meðal mat- vörukaupmanna. Hún aðvarar þá fyrirfram um það að smjörið kunni að vera spillt, en neitar beim um að fá að opna kassana til rannsóknar, neitar að taka við skemmdu smjöri og endurgreiða þeim kostnaðinn og neitar að selja smjörið við lægra verði. Nýjar reglur um fálkaorðuna Enn fremur veröur orðunni nokkuð breytt Alþýðublaðið sneri sér til Guðmundar Guðjónssonar for- manns Félags matvörukaup- manna og spurði hann um þetta smjörmál og sagði hann meðal annars: „Það er bókstaflega ekki bægt fyrir okkur matvörukaup menn að gera annað en að neita að selja þessa vöru með öllu. — Mjólkursamsalann hefir lengi undanfarið selt okkur ágætt amerískt smjör og það kom þess vegna alveg eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir okkur, þegar ihún sendi okkur skemmda vöru. Við snerum okkur strax til Samsölunnar og fórum fram á það að fá að rannsaka kass- ana, en o'kkur var neitað um það. Við fórum þá fram á að fá að endursenda það af smjörinu, sem reyndist spillt. Því var neit að. Við fórum þá fram á að fá að selja fólki smjörið við lægra verði, svo að það fengi eitt- bvaö fyrir það sem það verður að skafa burtu af smjörinu, þeg ar myglublettir eru í því. En þessu var líka neitað. Þessi af- staða Samsölunar nær vitan- lega ekki nokkurri átt. Hún myndi ekki standast fyrir nokkr um dómstóli. — Samsaian virð ist koma með þetta smjör nú, vegna þess að nú er ekkert smjör á markaðinu og smjör- líki af mjög skornum skammti.“ Þá sneri Alþýðublaðið sér til Samsölunar. Forstjóri hennar, Halldór Eiríksson, er ekki í bæn um og átti blaðið tal við Ólaf Sigfússon skrifstofustjóra Sam- sölunar. Hann sagði meðal ann ars: „Það er rétt. Það hafa komið fyrir skemmdir í smjörinu. Það hefir reynzt myglað, með svört um blettum, en þeir standa mjög grunnt. Við sjáúm aðeins um dreifingu smjörsins fyrir ríkisstjórnina. Við getum ekki leyft að sélja það við lægra verði. Við getum ekki tekið aft- ur smjör, sem búið er að kaupa og við getum ekki leyft það að kassarnir séu opnaðir áður en þeir eru keyptir.1' — Er þetta smjör nýkomið? „Nei, það er ekki nýkomið. Það er nokkuð síðan það kom hingað. Okbur finnst að við ger um skyMu okkar með því að aðvara kaupmenn um það að smjörið í kössunum kunni að vera skemmt. Meira getum við ekki gert.“ Þessi afstaða Samsölunar get ur ekki staðist. Kaupmaðurinn verður að taka aftur við af við skiptamanni sínum þá vöru sem h’ann hefir selt honum, ef hann vill skila henni aftur végna skemmda á henni. Vitanlega verður Samsalan að gera það líka. Kaupmaður getur ekki neitað viðskiptamanni sínum að skoða vöru, sem hann vili kaupa. Það getur Samsalan heMur ekki gagnvart sínum við skiptamönnum. Áheit á Strandarkirkju. . kr. 6.00 frá Þ. Ríkisstjórnin sendi blaðinu í gær greinargerð um fjármála- ráðstefnuna og fer hún hér á eft ir: „Samkvæmt boði Bandaríkja stjórnar, sendi íslenzka ríkis- stjórnin þrjá fulltrúa á pen- inga- og fjármálaráðstefnu, sem haMin var í Bretton Woods í Band ríkjunum 1. til 24. júlí s. 1. Fulltrúar íslands voru þeir Magnús Sigurðsson, Lands- bankastjóri, Asgeir Ásgeirsson, Útvegsbankastjóri og Svan- björn Frímannsson, formaður Viðskiptaráðs. Ritari nefndar- innar var ungfrú Marta Tbors. Saga þessa máls, í fáum drátt um, er sú, að í aprilmánuði 1943 •birtust tvennskonar tillögur um alþjóðarmálaviðskipti að ófriðn um loknum. Tillögur Banda- ríkjastjórnar voru um Alþjóða- gengisfestingarsjóð og éru kenndar við Mr. White, aðal- höfund þeirra. Tillögur Breta- stjórnar voru aftur um gjald- eyrisjöfnunarsjóð og eru þær kenndar við Lord Keynes. Um líkt leyti voru og birtar tillög ur frá Kanadastjórn og frönsk- um fjármálamönnum. Fyrir for göngu Bandaríkjsnna var svo unnið að samkomulagstillögum um þessi mál allt fram til þess að fundurinn í Bretton Woods hófst, og tóku þátt í þeim und- irbúningi sérfræðingar frá 30 þjóðum, en til fundarins í Brett on Woods var boðið 44 þjóð- um og sendu allir fulltrúa. Voru það einkum sérfræðingar, sem mættu á þeim fundi, útnefndir af viðkomandi stjórnum, en eng inn hafði fullnaðarumboð til að skuMbinda stjórn sína eða þing. Á fundinum tókst að ná allsherj arsamkomulagi um: 1. GjaMeyrisjöfnunarsjóð og 2. Alþjóðabanka, og verða þær tillögur nú lagðar fyrir hlutaðeigandi stjórnir og þing til samþykktar eða synjunar, og er til þess ætlast, að öllum undi^búningi geti verið lokið fyrir árslok 1945. TILGANGUR GJALDEYRIS- JÖFNUNARSJÓÐSINS ER, 1) að stuðla að, alþjóðasam- | vinnu í peningaviðskiptum, 2) að efla milliríkj averzlun, auka atvinnu og tryggja launa- kjör, 3) að vinna að gengisfestingu og koma í veg fyrir óheilbrigða samkeppni, 4) að koma á peningagreiðsl- um þjóð^ á milli og drága úr Frh. á 7. síðu. MEÐ breytingunni á stjórn- arformi ríkisins úr konung dæmi til lýðveldis, féllu regl- umar um hina konunglegu fálkaorðu í reyndinni úr gildi. En þar sem rétt þótti, að orðan félli ekki niður, bar nauðsyn til að setja að nýju fyrirmæli um um hana, og gaf forseti Islands því út reglur um fálkaorðuna í rjkisráði 11. júlí s. 1 . Auk sjálfsagðra breytinga á sjálfri orðunni voru gerðar nokkrar aðrar breytingar á áð- ur giMandi reglum um orðuna, og eru þessar helztar: Skipun orðunefndar var breytt þannig, að í stað þess að Alþingi tilnefndi áður tvo af f jórum í orðunefndina, þá kveð- ur forseti ' íslands nú, sam- kvæmt tiliögum forsætisráð- herra, fjóra menn, sem sæmd- ir eru og bera heiðursraerki orðunnar, í nefndina til 6 ára, en þriðja hvert ár ganga 2 þess ara manna úr nefndinni og ger- ist það í fyrsta sinn eftir hiut- kesti. — Áður var það ekki skil yrði, að hinir kjörnu orðunefnd armenn hefðu hlotið heiðurs- merki orðunnar og bæru það. Þetta skilyrði er nú sett í sam- bandi við fastbundnar reglur, sem gilda með öðrum þjóðum um skipulag orðuveitinga. — Ennfremur skipar forseti einn þessara manna formann nefnd- arinnar, og einn varamann, sem tekur sæti í nefndinni í foríöR um hvers eins þessara fjógurra manna. — Áður var ekki skip- aður sérstakur formaður og eng inn varamaður. — Fimmti mað- ur í nefndinni er ritari fors' íslands. Nefndin skal setja sér sjálf starfsréglur, sem hún leggur fyrir forseta íslands til stað- festingar. Áður voru engin fyr irmæli um starfsreglur. Orðunni má sæma ekki að- eins menn, sem öðrum frem- ur hafa eflt hag og heiður fóst- urjarðarinnar, heídur og þá, sem unnið hafa afrek í þágu mannkynnsins. Þegar íslehzkur ríkisborgari er sæmdur orðunni, skal ávallt skýrt opinberlega frá því. hverj ir sérstakir verðleikar haía gert hann verðan sæmdarinnar. í innsigli órðunnar skulu standa orðin: „EIGI VÍKJA“í í stað orðanna: „ALDREI AÐ VÍKJA“. Fyrsfu ieikir 2. flokks mótsins A"" ”” FUNDI Knattspyrnuráðs Reykjavíkur í gær var varpað hlutkesti um ,byrjunar- leiki 2. fl. í landsmótskeppn- inn, sem á að hefjast 28. þ. m. iog varð niðurstaðan þessi: 1. leikur, Valur gegn Fram. 2. leikur, KR gegn Knatt- spyrnufélagi Hafnarfjarðar. Fleiri félög taka ekki þátt í keppninni. Meistaramótið: l Gunnar Slefánsson, K.V., varð meisiarf í tugþraut og hlauf 4999 sfig Annar varö Jón Hjartar, K.R., meS 4820 stig O.IDASTI DAGUR meistam ^ móísins var í gær og lattk þá keppni í tugþraut. Meistan varð Gunnar Stefánsson úr Vestmannaeyjum, K. V. Fékk hann alls 4999 stig. Annaar varS Jón Hjartar, KR, með 4820 stig. Þriðji varð Ingólfur Amarson, K.V., með 4555 stig, og fjórðs Einar Guðjohnsen, KR, meff 4061 stig. Árangur þriggja fyrstu kepp endanna var í einstökum grein- um sem hér segir: Gunnar Stefánsson: 100 m hlaup: 12,5 sek., lang- stökk: 5,86 m, kúluvarp: 10,©5 m, hást.: .1,66 m, 400 m hlaup: 55,0 sek., 110 m grindahlaup: 21,1 sek., kringlukast: 30,45 rp, stangarstökk: 3,00 m, spjótkast: 42,53 im, 1500 m hlaup: 4:40,6 mín. Tón Hjartar: 100 m hlaup: 13,1 sek. lang- stökk: 6,12 m, kúluvarp: 9,00 m, hástökk: 1,70 m, 400 m hlaup: 58,0 sek, 110 m grindahlaup: 20,8 sek. kringlukast: 31,94, mi, stangarstökk: 2,50 m, spjótkast: 50,00 m, 1500 m hlaup: 4:39,6 mín. Ingólfur Arnarson: 100 im hlaup: >18,1 sek. lang- stökk 5,48 tm, kúlukast 11,74 m, hástökk: 1,60 m, 400 m Ihlaup: 60,3 sek. 110 m grindahlaufp : 21,5 sek. kringlukast: 34,76 m. stangarstökk: 2,90 m, spjótkast 45,23 m, 1500 m hlaup 5:22,0 mín. “ Á meistaramótnu í fyrra varð Jón Hjartar meistari í tugþraut og hlaut 4532 stig. Íslandsmet í tuglþraut er 5475 stig. Methafi er Sigurður Finnsson, KR. -ingar keppa vil Auslfirðinia AÐUR en Austfirðingarnir, sem hér voru á meistara- mótinu, héldu heim, kepptu. KR-ingar við þá í nokkrum. greinum. Fóru leikar sem hér segir: 100 m. hlaup: 1. Brynj. Ingóífsson, KR 11,8; 2. Guttormur Þormar, U.Í.A. 11,8. 3. Jóhann Bernhard, KR 11,9 4. Bragi Friðriksson, KR 11,9 300 m. hlaup: 1. Brynj. Ingólfsson, KR 37,8 2. Guttormur Þormar, U.Í.A. 38,1 3. Jóharin Bernhard, KR 38,7 4. Brynjólfur Jónsson, KR 39,2 Spjótkast: 1. Tómas Árnason, UÍA 53,01 2. Jón F. Hjartar, KR 51,60 3. Þorvárður Árnas., UÍA 46,47 Kringlukast: l.Bragi Friðriksson, KR 38,64 2. Þorvarður Árnas. UÍA 38,42 3. Jón Ólafsson, UÍA. 35,79 Árarigurinn er yfirleitt góð- ur og eftirtektarvert að seyð- firzku bræðurnir náðu sér miklu betur á strik í köstunum en dagana áður á meistaramót- inu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.