Alþýðublaðið - 31.08.1944, Side 6
6
AfcfrYÐPBLSgSg
Fiirnntadagur 31. ágúst 1944.
HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN
Framhald aí 4. aíOu.
kannast við það, og geta um það
dæmt, hversu glæsilegur sé útbún
aður þess og ósigkomulag.
Verður mönnum nú skiljanlegra
en áður, hvernig á því stóð að öll
blöð kommúnista þögðu eins og
steinar s. 1. vetur, þegar rætt var
um stækkun lestanna í togurun-
um, en slíkt tiltæki gat ekki skoð
ast annað en bein fjörráð við ís-
lenzka sjómenn.
Var þá ekki kunnugt um, að aðr
ir hefðu gert sig seka um þennan
stórglæp, en blindustu auðhyggju
menn íslenzks þjóðfélags. — En
viti menn: Leiðtogar öreiganna,
Sigurður Thoroddsen og hans nót-
ar, voru þá með íhaldinu í sam-
floti ryðgaðra skipa með stækkað
ar lestir, eins og í auðu-seðla-at-
höfninni að Lögbergi 17. júní. —
Hvernig átti líka annað að vera?“
Já, það hefur víst fáa órað
fyrir því, að forsprakkar komm
únista ættu eftir að gera „ihug-
sjón“ Magnúsar Jónssonar guð
fræðiprófessors að veruleika!
Effir fimm ára sfiyrjöld
Frh. af 5. siðu
Rússa hvað eftir annað. Þeir
hljóta að neyðast til að breyta
um stefnu, einkum ef Þjóðverj-
ar verða að flytja her sinn á
brott úr N.-Finnlandi.
Straumhvörfin í styrjöldinni
hafa haft æ meiri áhrif á stefnu
hlutlausu þjóðanna. Tyrkir hafa
slitið stjórnmálasambandi við
Þjóðverja, en þó ekki farið í
stríðið. Spánverjar fara varlega,
en þeir hafa gert bandamönn-
um mikilvægar tilslakanir. Þeg-
ar Þjóðverjar hafa verið hrakt-
ir úr Suður-Frakklandi er sam-
band Spánverja við þriðja rík-
ið rofið. Sviar og Svisslending-
ar verða æ ákveðnari í fram-
komu sinni gagnvart Þjóðverj-
um. Þeir kvöddu t. d. þegar
sendiherra sína heim, er Pétain
—Laval-stjórnin varð að flýja
frá Vichy.
*
Að lokum skal drepið lítið
eitt á styrjöldina gegn Japön-
um. Þeir eru komnir algerlega
í varnaraðstöðu. Þeir hafa
misst mikilvægar bækistöðvar í
Kyrrahafi, t.d. eyna Guarn, sem.
er mjög rammlega víggirt. Sjó-
her og flugher Bandaríkja-
manna hefur reynzt langtum
fremri sjóher og flugher Jap-
ana. Japanir hafa því enn ekki
þorað að leggja til höfuðorustu
á sjó. Flugvirki Bandaríkja-
manna hafa hvað eftir annað
gert árásir á iðnaðarborgir á
sjálfum Japanseyjum og valdið
þar miklu tjóni. Flugvélatjón
Bandaríkjamanna í þessum á-
rásum hefur verið mjög lítið. I
landhernaðinum í Burma hafa
Bretar og Bandaríkjamenn
unnið á. Miklu ískyggilegri eru
horfurnar í Kína. Flugmenn
Bandaríkjamanna hafa að vísu
veitt Kínverjum mikilvæga að-
stoð, en mjög erfiðlega gengur
um hergagnaflutninga til lands-
ins.
En þegar Evrópustyrjöldin er
á enda, og Bretar og Banda-
ríkjamenn geta einbeitt öllu
afli sínu gégn Japönum, mun
sóknin ganga hraðar. Hér er
enn geysilegt verkefni fyrir
höndum. Enn er næstum allt
Austur-Ipdland, Austur-Indíur
Hollendinga, Filippseyjar og
mikil héruð í Kína á valdi Jap-
ana. Það mun taka langan tíma
að heimta öll þessi lönd aftur
úr greipum þeirra, en bá fyrst
er unnt að ráðast á sjálfar
Japanseyjar. Þrátt fyrir þetta
getur enginn vafi leikið á um
úrslitin í Ky rrahaf ssty rj öld-
inni.
Sfjómmálahorfur erlendis
Frh. fií 4* sfÉÖUL
Federation, skammstafað CCF).
Þau tíðindi hafa gerst nú
mjög nýlega, að flokkur þessi
vann meiri hluta í einu fylki
Kanada (Saskatschewan)‘ fékk
þar kosna 43 af 52 þingmönnum
fylkisins. Og er því spáð, að
vel geti svo farið, að næsti for
sætisráðherra í Kanada verði
foringi þessa nýja jafnaðar-
mannaflokks, James Caldwell.
Lýðræðisöflin eru sterk í þessu
samveldislandi, og allt útlit
bendir þar til frjálslyndrar þró
unar.
í Hollandi og Belgíu var
flokkaskipun fyrir stríð með
mjög líkum hætti og á Norður-
löndum, sterkir jafnaðarmanna
flokkar, ýmist íhaldssamir eða
frjálslyndir. Kommúnista gætti
frekar lítið en nazista nokkuð.
Þó ekki verði með eins mikilli
vissu sagt um þessi ríki eins og
Danmörku, Noreg og Svíþjóð,
þá benda allar skynsamlegar lík
ur þó til þess, að þar í lönd-
uim þó einkum Hollandi, muni
stjórnmálaþróun og flokkaskipt
ing, verða með mjög líkum
hætti og áður var, þar verði
áfram fullkomin lýðræðisríki
með sterkum alþýðuflokkum
og að 'byltingarkenningar og of
beldisflokkar hljóti fáa formæl
endur.
í öllum þeim ríkjum, er nú
hafa verið nefnd, hníga rök í
þá átt, að stjórnmálaástand og
flokkaskipun verði í höfuðdrátt
um svipað og áður var, þó með
auknum áhrifum umbótaflokka
er sveigi þjóðfélögin inn á
■brautir meiri jafnaðar í fjár-
hagsmálum og til aukins félags
legs öryggis og réttlætis, en að
éinræðisöfl og byltingarbrölt
hafi lítil áhrif. En þó er alveg
rétt að gera ráð fyrir* því, að
fyrir tilverknað auðjöfra og í-
haldssamra forréttindastétta,
verði af þeirra 'hálfu gerð til-
raun til einræðislegra áhrifa á
stjórnmál, með það fyrir aug-
um að vernda og viðhalda þjóð
félagslegum forréttindum. Það
er lögmál, sem ekki verður
fram hjá gengið, að þeir sem
hafa sérréttindin, verja fet fyr-
ir fet, og oft með óvenjulegum
aðferðum, afstöðu sína, auð og
völd. Og eins má svo fara, að
reynt verði af fremsta megni,
af hóp og samtökum manna,
styrktum erlendis frá, að reyna
að knýa fram til áhrifa starfs-
aðferðir og stefnumið byltinga
og einræðissinna, í anda komm
únismans eins og hann hefir
verið mótaður í Rússlandi. En
þess er (þó að vænta, og skynsam
leg rök hnága flest í þá átt, að
lýðræðis og umbótastefnan verði
mestu ráðandi í þessum ríkjum
og móti þróun þeirra og skipu
lagshætti í stjórnmálum.
Það er mjög örðugt að segja
fyrir, með nokkrum rökstudd-
um líkum, hverjir verði stjórn-
arhættir margra annara ríkja
hér í álfunni, þeim, er eigi hafa
verið hér áður nefnd. Allt er
á 'huldu um örlög og framtíð
þjóðanna ey t. d. byggja Þýzka-
land, Austtxrríki, Pólland og í-
talíu. Ef til vill líða æði mörg
ár þar til úr því verður skorið.
Áhrif Engilsaxa annars vegar
og Rússa hins vegar geta miklu
um það ráðiö, en æði sterkar
stoðir styðja þó þá ályktun, að
það sem bezt bjargaði þjóðum
þessum, og hinni noóiklu, og sum
staðar fornfrægu menningu
þeirra sé sá lýðræðis og frels-
ishugur, er í öllum þessum lönd
um býr, fái hann virka og skyn
samiega aðstoð Engilsaxa ti'l
þess að njótá sín undir lýðræðis
og umbótaformum. Og um leið
er rétt að geta þess, að margt
er ólíkt um þessar áðumefndu
þjóðir. ÞjÓðverjar og^ítalir hafi
stunið lundir harðstjórn, ofbeld
i's og einræðsskipulagi um
nokkurt árabii, hinir fyrrnefrwiu
í rösk tíu ár, hinir síðarnefndu
um tuttugu ár. Það hlýtur að
skapa mikla örðugleika og vand
kvæði fyrst um sinn. En ekki
væri ólíklegt að fleiri eða færri
af þessum ríkjum, og þó ekki
sízt Frakkland, rísi fljótlega til
vegs og virðingar sem öflug
lýðræðisrJki í náinni samvinnu
við Engilsaxa. En ástæðulaust
er að bollaleggja frekar um
það 'hér, einkum þar sem búast
má við, að skipulagshættir og
stjórnarfar þessara ríkja flestra
hafi ekki mjög mikil áhrif á þró
un stjórnmála á íslandi.
Um önnur ríki Evrópu, að
Rússlandi ótöldu, er ekki á-
stæða til að fjölyrða. En þess
má þó geta, að allar líkur benda
til þess að Svissland haldi forn
um lýðræðiöháttum og sinni sér
kennilegu þingstjórn og að
flokkaskipting verði þar lík cg
verið hefir, sem mest svipar til
Niðurlanda og Norðurlanda. Og
um Tjekkoslovakiu er það að
segja, að utanríkismálaráðherra
flóttastjórnarinnar í London,
Jan Masaryk, hefir nýlega lát-
ið svo um mælt, að það hafi
verið skýrt fram tekið í sam-
bandi við samninga við Rússa,
að Tékkóslóvakar myndu á-
fram halda lýðræðisskipulagi
í -stjórnafháttum, með flokka-
skiptingu eins og áður var, en
ekki semja sig að stjórnarhátt
um Sovét-Rússland, þar sem
aðeins einn flokkur, kommún-
istaflokkurinn, er lögleyfður,
og hann einráður um öll stjóm-
mál.
Ameríka
Það verður ekki hjá því kom
ist að minnast á Ameríku, svo
mjög sem góð skipti við við
Bandaríkin hafa aukist af ís-
lands hálfu síðast -liðin 3 til 4
ár. En það er engin þörf á að
ræða um lýðveldi Suður-Am-
eríku, svo fjarlæg og fjarskyld,
sem þau eru íslandi, og væntan
lega áhrifalítil eða áhrifalaus
á hag og gang íslenzkra stjórn
mála. En um Bandariki Norður-
Ameríku gegnir öðm máli. Þar
em og hafa verið um langt
skeið, aðeins tveir stjórnmála
flokkar, lýðræðisflokkurinn og
lýðveldisflokkurinn. Greinar-
munur þeirra til viðhorfa á inn
anlandsmál er oft óskír. En.þó
er óhætt að segja, að í lýðræð-
isflokknum (Democrats), eru
y-firleitt meira ráðandi frfáls-
lynd öfl, er starfa að auðjöfn-
un og félagslegu öryggi. Og í
stefnu Roosevelts forseta, sem
er skelegga-sti og áhrifarilcasti
foringi þess flokks, gætír veru
legra áhrifa frá vestrænni jafn
aðarstefnu, er meðal annars hef
ir komið í ljós í New Deal
(stokka spilin að nýju!) og á
margan annan hátt, bæði í inn-
lendum málum og utanrikis-
stefnu. Og það er eftirtektar-
vert að sumir ráðgjafar -hans
og trúnaðarmenn hafa mjög
skygnst um stjórnarhætti og
baráttu norrænna fafnaðar-
manna, þó einkum í Svíþjóð. Og
það er vissulega táknrænt, að
bæði bandarísku verkalýðssam
böndin, AFL og CIO, styðja
að kosningu Roosevelts forseta,
og sama er að segia um ákveð-
in samtök jafnaðarmanna og
frjálslyndra (The Liberal and
Labor Party), sem einkum eru
skipuð menntamönnum.
Það er ekki margt sem bend-
ir til þess að bylting eða stór-
kostlegt umrót verði í 'stjóm-
málalífi Bandaríkjanna á næstu
árum. Hins vegar má ætla að
lýðræðið standi þar föstum fót-
um og að lýðræðissinnuð um-
bótaöfl berjist' þar af kaþpi fyr
ir hættum hag og félagslegu ör
Alþýðuflokkurinn
Skrifstofa flokksins á efstu hæð Alþýðuhússins
Sími 5020.
Skrifstofutími kl. 9—12 og 3-—7 alla virka daga
nema laugardaga kl. 9—12 f. h.
Alþýðuflokksfólk utan af landi, sem
tfl bæjarins kemur, er vinsamlega
beðið að koma til viðfals á fðokks-
skrifstofuna.
*
yggi stéttanna, og þar gæti, í
meira eða minna ríkum mæli,
beina og óbeinna áhrifa frá jafn
aðarstefnunni. En auðvaldið
ameríska er sterkt og þar er
ekki við lamb að leika, þó það
sé ekki nema að mjög litlu
leyti smitað af hugmyndakerfi
nazismanS. Og kommúnistar
reyna einnig að smeygja inn
litla fingrinum íí Bandaríkjun-
um, þó þeir hafi að formi tíl
lagt niður kommúnistaflokk
Bandaríkjanna, en í þess stað
stofnað það ,sem þeir kalla
fræðslufélag kommúnista. Er
það aðeins eitt af mörgum dæm
um um starfsaðferðir þeirra.
En ekki verður það séð að þeir
hafi þar nokkra verulega vaxt-
armöguleika.
Rússland
Loks er það Rússland. All-ar
1-íkur; benda til þess, að það
komi sem stórveldi mjög sterkt
út úr heimsstyrjöldinni, þó verð
mæti hafi eyðst þar stórkost-
lega, og mikil þörf verði þar
margs konar endurreisnar inn
anlands, eftir stríðið. Og ef
dæma má eftir mörgu á síð-
ustu tímum, virðist það vera
eina stórveldið meðal hinna
sameinuðu þjóða, er beinlínis
seilist til ráða yfir öðrum ríkj-
um eða ríkjahlutum. Það sýn
ist augsýnilega og ákveðið
krefjast þess, að baltnesku rík
in þrjú, Eistland, Lettland og
Lithaugaland, verði innlimuð
í Sovetríkjasambandið, og
einnig hluti af Finnlandi (eða
það allt) og Póllandi og Bess-
arabíu. En auk þess virðist So-
vét-Rússland stefna að því, að
ná sem mestum stjórnmála-
áhrifum á ýms nágrannaríki
áín; það er að vísu enn
ekki séð, hvort aðrar hinar sam
einuðu þjóðir, láta Rússa fá
allar kröfur til landa og yfir-
ráða uppfylltar, en þó eru mörg
tákn, sem benda til þess, að
þeim verði verulega ágengt í
þessu efni. En hvað sem verður
þar ofan á, er það víst að áhrif
Sovét-Rússlands verða mikil í
stríðslokin.
Fátt bendir til þess að í Rúss-
landi verði breytt um stjómar-
hætti til lýðræði-slegs horfs.
Frekar er líklegt að áfram ríki
þar einræði kommúnistaflokks
ins, þó ekki kunni að vera al-
veg loku fyrir það skótið að
eirihver breyting yrði til batn-
aðar, en það hefði mikla býð-
ingu fyrir alla þróun stjórn-
málalegs lýðræðis í álfunni. Á
þvi kynni og að leika nokkur
vafi, hvort kommúnistaflokkur
Rússlands muni jafn mikið og
áður, styðja með fé og fyrirskip
un-um, kommúnistaflokka í öðr
um ríkjum. Þó alþjóðasamband
kommúnista (Komintern) hafi
að formi til verið lagt niður,
þá verður þó tæplega dT"
af því ályktun um -það, að So-
vét-Rússland muni minna seil-
ast til stjórnmálaáhrifa í öðr-
um ríkjum. Margt bendir í þá
átt að rússneski kommúnista-
flokkurinn, undir forystu Stal
ins, muni eftir sem áður bæði
halda uppi sama eða svipuðu
stjórnmálakerfi innan lands,
eins og verið hefir, og eins efla
til áhrifa bræðraflokka sína í
öðrum löndum. Er því rétt að
gera ráð fyrir, að kommúnista-
flokkar starfi víða um lönd,
styrktir og stjórnað frá Moskva,
þó starfsaðferðum kunni að
verða hnikað til, eins og oft áð-
ur.
Eins ög áður segir, hlýtur við
horf og ástand þjóðfélagsmála
érlendis, að hafa veruleg áhrif
á íslenzk stjórnmál. Víða í ná
grannalönduhum bendir útlitið
til róttækrar, lýðræðislegrar
þróunar, með það fyrir augum
að umskapa þjóðfélögin á þann
veg að útrýma atvinnuleysinu,
en bæta og öryggja kjör alþýðu
manna. En bæði mun menn
greina á, hvernig þetta verði
bezt gert, og þær stéttir og þeir
hópar manna, er við auðjöfn-
unina og umsköpun þjóðfélags
ins missa áður fengin sérrétt
indi, munu streitast við og efla
sa-mtök á móti endurbótunum.
Verður þá hvað aðferðina
snertir að velja á milli leiða ein
ræðis og ofbeldis annars veg-
ar, og lýðræðislegra aðferða
hins vegar. Um þetta al-lt skipt
menn -í stjórnmálaflokka. Og
hér á undan hefir í nokkrum
stórum dráttum verið lýst út-
liti því, er ætla má að sé um
stjómmálahorfur víða erlend-
is. Er þá að athuga á næsta
kafla áhrif þau og öldur utan
frá, er orka mættu á íslenzk
-stjórnmál og fiokk kiptingu.
(Síðasta grein á morgun.)
LeíðréHing
MEINLEGT LINUBRENGL
varð á einum stað í grein
Stefán-s Jóh. Stei’áussonar í
blaðinu í gær, -í kaflanum um
Alþýðuflokkinn. Þar átti að
standa:
,,Um leið myndaðist Albýðu
flokk-urinn, sem var í rúm 20
ár skipulagslega tengdur Al-
þýðusambandinu með nokkuð
sérstökum hætti, en bo að
ýmsu leyti á efnislega líka
lund eins og tíðkaðist á Norður
löndum og Bretlandi .Alþýðu-
flokkurinn byggði frá upphafi
störf sín og stefnu á hugmynda
kerfi lýðræðisiafnaðarmanna
(socialdemokrata), jafnvel þó
innan flokksins kæmu fljótlega
til skjalanna öfl. er frekar að-
hylltust einræðislegar aðferðir
og stefnumið, sem áttu rætur
sínar að rekja til byltingakenn
inga. En Jón Bafdvmsson, sem
var aðalforingi Albýðuflokksins
frá upphafi og til dauðadags,
var ekki ein-ungis ákveðinn
lýðræðissinni. heldur óveniu-
lega vel gerður og mikilhæfur
foringi, þó á norrænan mæli-
kvarða væri mælt, og mun
nafn hans bera hátt, er stjórn
málasaga fyrsta þriðiungs 20.
al-darinnar verður síðar hlut-
laust og rétt rituð.“