Alþýðublaðið - 02.09.1944, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 02.09.1944, Qupperneq 5
Laugardagur 2. sept. 1944. ALÞYÐUBLAOI^ 5 „Svartir dagar“ — Skammdegið hellist yfir skúrana — og kvíðinn fyrir lculdanum læsir sig um ráðvilt fólkið — Barnið í tóbaksreyknum við afgreiðsluborð ,sjoppunnar‘ SIGURÐUR HEIÐDAL skrif- aði „fa<ntasíu“, sem hann kallaði „Svartir dagar“. Þetta var saga sem gerðist einhverntíma í framtíðinni hér í Reykjavík, eftir því sem mér er sagt, en ég hef ekki lesið hana. — En ég vil segja, að „svartir dagar eru ekki nein „fantasía.“ í raun og veru, því að það eru sannarlega til „svartir dag- ar“ í Reykjavík nú. OG ÞAÐ ER UNDARLEGT að þeir skuli vera svo áberandi í öllu því peningaflóði, sem nú er. Hvað segið þið til dæmis um það, að hundruð jrnanna hafast við í báru- járnsskúrum, sem ómögulegt verð- ur að teljast, að hægt sé að haf- ast við í að vetri til og veturinn er í nánd, án þess að þetta fólk, og þar á meðal hundruð lítilla barna, hafi nokkra möguleika til þess að komast undir annað þak, að þama er hvorki frárennsli eða vatn, að þarna er ekki hægt að hita upp eins og þarf — og að þarna skortir bókstaflega öll þæg- indi? ÞAÐ ER ALVEG áreiðanlegt að í þessum skúrum mun margt manna bíða stórtjón á heilsu sinni í vetur, að þarna munu læknar bæjarins hafa nóg að gera þegar skammdegið hellist yfir og kuld- inn fer að smjúga inn um rif- urnar og gegnum hálfriðgað báru- járnið. Það er hægt að bæta úr þessu, en það er bara ekki gert og helzta afsökunin fyrir þessu að- gerðarleysi er sú, að ekki megi gera umbæturnar, vegna þess að þá haldi fólk áfram að búa í þeim. EITT VERSTA. BÆLIÐ er skammt frá Öskjuhlíð — og fólk- ið, sem þar verður að hafast við, vegna þess að það hefur í ekkert annað hús að venda, skelfur af kvíða fyrir vetrinum og kuldinn er nú þegar farinn að smjúga um það, vegna þess nagandi kvíða. EN ÞAÐ ER FLEIRA, sem ger- ir dagana svarta. Þeim stúlkum fer æ fjölgandi sem standa uppi með barn á handjeggnum, sem margar hverjar vita varl'a föður að. Þær leita allra mögulegra ráða til, þess að liafa upp á barnsföður sínum, en vita oft ekki jafn vel hið rétta nafn hans og hafa stund- um ekki annað sönnunargagn, en falsað nafn og falsað númer, rnynd sem pr æsta óþekkjanleg eða þá kannske aðeins fatatuska sem hef- ir gleymst. t OG EKKI ÞYKIR mér að kasta byrtu yfir daginn sagan sem mér var sögð í gær um stúlkuna sem sér um „sjoppuna“ í úthverfi bæj- arins og hefir barnavagninn með hvítvoðungnum standandi við af- greiðsluboröið í tóbaksreyk og daun fram til þess er hún lokar. Það er ekki hægt að segja að hér hafi börn raunverulega alist upp í rennusteininum, en ég get ekki I neitað því að mér finnst að þetta barn drekka í sig rennusteinsylm- inn með móðurmjólkinni. Þegar maður heyrir slíkar sögur undr- ast maður fáfræði sína. Maður veit ekki af því sem gerist við oln- boga manns. GESTIRNIR gældu við barnið í vagninum meðan konan synnti öðrum gestum, sagði kunningi minn. Ég trúði þessu varla. „Jú, þetta er því miður satt“, sagði hann. ,,Ég hef séð það með mín- um eigin augum. Þegar ég var að fara uppeftir um daginn til að vinna varð ég allt í einu svo þyrstur svo að ég brá mér þarna inn og þá sá ég þetta með eigin augum.“ ER NEYÐ nokkurrar manneskju hér í Reykjavík svo mikil að hún þurfi að gera þetta til þess að geta gefið barni sínu mat og föt? Ég efast um það, vegna þess að ég veit að stúlkur hafa aðra mögu- leika. Svo mjög er sóst eftir stúlk- um í vist hér í bænum, að þær eru jafn vel teknar þó að þær hafi barn með sér — og í sveitum eru þær teknar fegins hendi þó að þeim fylgi lítið barn. Hannes á horninu. Unglinga vantar okkur nú þegar til að bera blaðið um Lauganesveg og Laugaveg — neðri IffÍtibMÍ. — Sími 4900. Áskriffaními Alþýðublaðslns er 4900 Þennan þýzka kafbát rak fyrir nokkru á vesturströnd Ítalíu/ og eru amerískir hermenn á myndinni að skoða hann. í káfbátnum er aðeins rúm fyrir einn mann. Til vinstri á kafbátn- um sést tundurskeytið, en á venjulegum kaf bátum er það undir skipsskrokknum. Þýzkur dvergkafbátur. NýSHsta Eldgos upp úr akri í Mexikó. GR E I N S Ú , sem hér fer á eftir, er rituð af Kathleen Moore Knight. Hún var upphaflega prentuð í Mac- Iean’s Magazine í Toronto, en er birt hér stytt. — Segir í greininni frá ferð höfundar til eldfjálls, sem myndaðist á akri einum í Mexico snemma á árinu 1943. Vakti sá at- burður að vonum mikla athygli og gerðu blaðamenn, ljós- myndarar, jarðfræðingar og ýmsir aðrir sér harla tíðföruít á þessar slóðir. Gos voru þarna stórkostleg og mikil nóttúru- umbroí. DAG NOKKURN í febrúar- mánuði árið 1943, þegar bóndinn Dionisio Pulido var að plægja akur sinn, sá hann allt í einu granna reykjarsúlu stíga upp af akrinum. Hann leitaðist þegar við að kæfa þennan falda eld með því að troða á honum með berum fótunum. Þetta var fæðing eldfjallsins Paricutin, eitt merkilegasta fyrirbæri nútímans. Nú rís þetta. eldfjall í meir en 1500 feta hæð yfir umhverfi sitt í hinu fagra Michoaean héraði í Mið- Mexico. Paricutin er nú full- skapað eldfjall, sem hefur breytt gróðursælum lendum í algera auðn, flæpit hundruð manna frá heimilum sínum og gereyðilagt landið, sem þau áður stóðu á. í janúarmánuði s.l. tók ég mér ferð á hendur til að skoða þetta einstæða fjall. Dagurinn verður mér minnisstæður, því, þá varð landskjálfti mikill á1 vesturhveli jarðar og stjakaði hann allharkalega við Paricu- tin. Eg flaug frá Mexiccborg til bæjarins Uruapan í Michoacan, sem hafði verið kunnur fyrir garða sína og gróður, áður en öskulagið lagðist yfir harin. En nú var vindáttin breytt, askan | var fokin burtu og regnið hafði ! þvegið strætin hrein, en minj- ar öskufallsins sáust þó víða enn. Við sátum að hádegisverði í gistihúsi bæjarins, þegar jörð- in tók að hrærast. Þjónninn var nýbúinn að setja fyrir mig súpudisk, sem nú rann niður á gólf. ,,E1 Temblor!" tautaði þjónninn, og gegnum opnar dyr sá ég eina starfsstúlku gisti- hússins falla á kné og taka að biðja. Við hlupum út á horn nálægrar hliðargötu,' því að þaðan sást til Paricutin. Þykkir mekkir af svörtum og gulum reyk stigu upp úr toppi fjallsins. Við tókum vagn á leigu og ókum nokkrar mílur eftir góð- um þjóðvegi. Eftir það beygð- um við inn'á sléttan veg, sem lig'gur til San Juan de las Colchas, sem er næsta þorp við Paricutin af! þeim, sem enn eru í byggð. Vegurinn lá um mjög hávaxinn skóg, en þar heyrðust ekki hin ótal- mörgu hljóð, sem venjulega heyrast í skógum. Fuglarnir voru horfnir brott úr skógin- um og skógardýrin flúin veg allrar veraldar. Jarðvegurinn var þakinn öskulagi, sem sitraði niður á milli greina trjánna. SVO LÁ VEGURINN ÚT á autt, opið svæði, mjög eyðilegt. Við stigum út úr vagninum og fórum síðasta spölinn fótgangandi. Hér sást rönd hraunflóðsins, sem mjak- aðist áfram, þumlung eftir þu'mlung, frá rótum fjallsins. San Juan er lítið þorp, þar sem íbúarnir heyja látlaust stríð við ógnir náttúrunnar. — Þorpið er grátt yfirlitum. Ösku- lag hvílir yfir öl’lu. Allt er grátt, hús, götur, gróður, jafn- vel fólkið sjálft. Við fengum lánaða hesta, riðum niður aðalgötu þorpsins og út á auðnina, sem tók við handan þess. Engin orð megna , að lýsa þessari auðn. Allur gróður er gersamlega að velli lagður. Á stöku stað getur að líta sviðna trjástofna og grein- ar, sem fallið hafa til jarðar. Þorpið, sem bar nafnið Pari- cutin, er grafið í hraunflóðinu. Á stöku stað sjást húsarústir. Og veggir kirkjunnar standa upp úr hrauninu. Rúðulausir gluggar þeirra minna á holar augnatóftir. * HÆÐADRÖGIN handan þorpsins minna á eyði- mörkina Sahara, að því undan- skildu, að landið er grátt og sólar gætti ekki. Loftið var þrungið öskuryki. Eins og sak- ir stóðu, gátum við ekki einu sinni séð fjallið þess vegna, en svo sópaði snörp vindkviða öskunni til hliðar. Við höfðum bundið fyrir vit okkar til að verjast öskunni, en nú fyllti hún augu ckkar og eyru. Stórgerð öskukorn fuku umhverfis okkur. Og allt í einu flaug allstórt stykki fram hjá okkur og féll til jarðar rétt hjá. Það reyndist að vpra liraun- moli á stærð við fótknött, sem enn var heitari en svo, að hægt væri að taka á honum. Skammt frá okkur var hæð, sem hægt var að hafa skjól af. Þangað leituðum við og gátum nú virt fyrir okkur eldfjallið, þar sem það reis upp úr hraun- leðjunni. Við störðum orðvana á þessa sjón. Upp úr fjallinu gusu í sífellu þykkir mekkir af ösku, gufu'og gasi, og hávaðinn og drunurnar voru óskaplegar. * VIÐ SÁUM NÚ GERLA, hvar þungur eðjustraum.- ur sitraði niður hlíðar fjallsins, rauður og heitur. Það var eins og fjallinu blæddi. Að skammri stund liðinni sást nýtt hraun- flóð síga niður fjalíið. Meðan við virtum þessa sjón fyrir okkur, smádimmdi og tók að glitta í rauða hrauneðjuna í rökkrinu. Svo skall inyrkrið vfir. Hvarvetna sást rautt, bráðið hraun og glóandi björg. Jörðin kvað' við af þungum dynkjum og brestum, sem helzt minnti á loftvarnaskot- hríð. Það var komið niðamyrkur, þegar við riðum aftur til San Juan. Þegar þangað kom, log- aði eldurinn dátt undir matar- pottu'num. Askan féll til jarð- ar í sífellu. Þegar við héídum þaðan brott, sáum við dauf ljós í gluggunum á híbýlum fólksins þar. Eg velti því fyrir mér, hversu lengi það myndi, Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.