Alþýðublaðið - 30.09.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.09.1944, Blaðsíða 6
___*U»YP1IBL/M?jg Laugardagur 30. sept. 1944 Skipstjórafélagið fVAldan“ Afmælisfagnaður að Hótel Borg, þriðjudagmn 3. október í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Áskriftarlistar liggja frammi hjá Véiðarfæraverzlun- innii Geysir, Sjóxnannablaðinu Víkingur og verzlun Valdi- mars Long Hafnarfirði. Félagið er orðið fjölmennt síðan Skipstjóra og stýri- mannafélag Reykjavíkur sameinaðist Öldunni. Menn' eru því áminntir úm að skrifa sig á listana sem fyrst. Aðgöngumiðarnir verða afhentir á mánudag, í Reykja- vík á skrifstofu Sjómannablaðsins Víkingur, og í Hafnar- firði hjá Sigurjóni Einarssyni skiþstjóra, Austurgötu 40. SKEMMTINEFNDIN. Leikskóli ímaskráin Vegna fyrirhugaðrar nýútgáfu Símaskrárinnar óskast breytingar við Reykjavíkurskrána sendar, innan 1 nóv., skrifstofu Bæjarsímans í Reykjavík í landssímahUsinu. Einnig má afhendia þær innheimtugjaldkeranum í af- greiðslusal landssímastöðvarinnar í Reykjavík. Tilkynningareyðublað er í Símaskránni bls. 449. Tif kynning yrrs bæjarhreinsun Samkvæmt 86. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur er óheimilt að skilja eftir á almannafæri muni, er vaida óþrifn- aði, tálmun eða óprýði. I Hreinsun og brottflutningur slíkra muna af bæjarsvæð- inu fer fram um þessar mundir á ábyrgð og kostnað eiganda, én öllu því sem lögreglan telur lítið verðmæti í, verður fleygt. Enmfremur er hús- og lóðareigendum skylt, skv. 92. gr. lögreglusamþykktaxinnar, að sjá um að haldið sé hreinum portum og annarri óbyggðri lóð í kring um hús þeirra, eða ó- byggðri lóð, þar á meðal rústum. I Hreinsun á Laugarnesshverfi, Kleppsholti og Sogamýri hefst föstudaginn 6. október n. k. Verða þá fluttir af þvi svæði slíkir munir, er að ofan getur, hafi þeim eigi verið ráðstafað af eigendunum áður. / Lögregiustjérinif í Ffeykjavfk 29. september 1944. minn tékur til starfa á næstunni. Uuppl. síma 5240 frá kl. 1,30—3 n. k. sunnudag Lárus Pálssön Sjölug sæmdarkona ILITLU tinaburhúsi í Vestur- bænum gengm* enn til vérka sjötug sómakona og unir glöð við sitt. Af lífi hennar og starfi fara fáar sögur, fremur en annara íslenzkra alþýðukvenna, þó augljóst sé að líf þeirra hafi verið ærið viðburðaríkt, og geymi merkilegan fróðleik um líf þeirra og baráttu við erfið skilyrði á frumbýlingsárum höfuðstaðarins. Hún er ung í anda gamla kon an, en útlit hennar talar sínu máli, máli starfs og strits við mismunandi skilyrði. Kona þessi er Þóra Magnúsdóttir Bræðraborgarstíg 31, en í dag á hún sjötíu ára afmæli. Hún var gift Einari Jónssyni stein- smið sem látinn er fyrir nokkr um árum. Þau hjónin eignuð- ust sjö börri, sem öll eru á ÍLífi og búa í bænum og nágrenni hans. Ég heimsæki afmælis- barnið, því okkur samtíðar- mönnunum leikur hugur á „að heyra eitthvað um lífið eins og það var hér í bæ í hennar ung- dæmi, til samanburðar við það sem nú er. „Hún hefir ekki verið stór- vaxin höfuðborgin okkar árið sem þú fæddist, Þóra mín, ekki nema rúmlega 2000 manns og af þeim einungis 166 á kjörskrá.“ „Já, já. Þeir voru víst ekki fleiri, að því er sagnir herma. En það fór eins um bæinn sem uím börriin okkar, að honum smá óx fiskur um hrygg“, seg- ir gamla konan. „Þú ert fædd í Garðbæ í Þingholtunum, dóttir Sigríðar og Magnúsar, sem þar bjuggu.“ „Bærinn okkar var í garðin- um sunnan ýið Skálholtsstíg, milli húsanna er standa á horni Grundarstígs og horni Þing- holtsstrætis. Hann er löngu horfinn. Þar var margur laxinn reyktur, því móðir nrin annað- ist reykingu í eldhúsinu sínu. í þá daga var allt vatn sótt í Skálholtslind, en einnig hún er horfin. Þegar ég gekk í skóla, var barnaskólilmi í núverandi lögreglustöð og um tíma í hegn ingarhúsinu. Þá voru vetrar- hörkur miklu meiri en nú eru og fennti oft á vetrum upp á burst á litla bænum okkar. Þá varð hvef að gjöra hreint fyrir sínum dyrum og sínum hluta af alfaraleið, svo komist yrði leið ar sinnar. Á veturna var þá heldur ekki svo annasamt í þá daga. Vertíðin, vorið og sumar ið, var sá tími, sem unnið var fyrir lífsnauðsynjum til ársins.' En oft varð að skammta smátt. Við hjónin reistum bú í upp- bænum fyrir 46 árum síðan. Þar vorum við bæði fædd og uppalin. í fyrstu leigðum við, en síðar byggðum við okkur lít ið hús við Bergstaðastræti, það stendur enn.“ Sjálf varð Þóra að bera vatn neðan úr Skálholtslind í steyp- una í kjallarann, því húsbónd- inn var úti á sjó að afla bjarg- ar. Þá var yfirleitt brént mó og önnuðust hinir efnaminni mó- tekjuna sjálfi'r inni í NorA”" mýri og báru oft allt heira. Það var miklu erfiðara en að bera þvott í, Laugar, en þar' var allt af þvegið í þá daga. „Síðar lá leið ókkar í Vest- urbæinn — það er saga út af fyrir si'g. Það var okkar gæfa, því stakkstæði var við húsið eins og við svo ■mörg hús á þeim stöðum, og fiskur verkaður með heimi'lisstörfunum og þá öllu til tjaldað, ekki sízt börn- unum, er þau komúst á legg. Það var oft erfitt, en allt bless aðist, svo er guði fyrir að þakka.“ Lestur góðra bóka hefir allt af verið Þóru bezta skemmtun og er það enn. Það er að sjálfsögðu margs Þóra Magnúsdóttir að minnast — góðra samferða manna, bæði karla og kvenna. Fólks, sem lítið átti af jarðnesk um gæðum, en þVí meir af hjálp semi og drenglyndi. Nú er flest breýtt hér í bæ nema ef til vill það. Vatn í hverjum krana. enginn vatnsburður — gas, rafmagn og hitaveita, en mótekja, mó- burður og þvottaburður í Laug ar hætt. Stakkstæðin við heima húsin horfin, og fiskbreiðsla og samantekning úr sögunni í bili. Þessi síauknu þægindi, sem fólkið á við að búa, eiga að gera fólkið betra og lífsdjarf- ara. Það er bjart yfir litla hús- •inU og göirilu konunni. Hún sýslar þar við hdimlilisstörfin eins og ung í annað si’nn. Fugl- arnir eru flognir úr hreiðrinu og hafa byggt sín eiígin hreið- ur, utan eirin, e;r hjá henni dvel ur. Hún les, prjónar og spinnur á rokkinn sinn. Þá eins og jafn- an oftar, rifjast vafalaust upp margar ánægjustundir frá liðn um tímum æfinnar. Þeim búll er vinna störf sín af trúmennsku og alúð. Heill sjötugri sóma- konu. Vesturbæinqur. Fimmtugur: Þorsleinn J. Sigurðs- son, kaupmaSur Þorsteinn j. sigurðs- SON kaupmáður varð fimmtugur í gær. Allir þeir, sem þekkja Þor- stein, og það er mikill hluti Reykvikiriga, kveða ekki upp nema einn dóm um hann, að hann sé hinn mesti drengskapar maður, sem viljj hvers manns vandræði leysa, eigi hann þess nokkurn kost. Auk þess er Þor- steinn hinn mesti gleðimaður, en jafnfiramt .kappsamur óg ó- sérhlifinn að hvaða störfum sem hann gengur. Ungur að aldri festi hann órofa tryggð við hugsjónir og rök bindirixlis málsins og hann er einn af þeim mönnum, sem í þeiírri þjóðnýtu’ hreyfingu ieggja fram geysimik ið og óeigingjarnt starf, og hann telur sér mikinn heiður að því að leggja fram sinn skerf til þess að firra þjóð síná þeim vágestf sem áfengisneyzl- an er. Þorsteinn er í hópi þeirra manna, sem setja sér takmörk og ná þeim, og það er honum fjarri skapi að hika eða gefast upp á miðri leið. Til þess er hann of mil^ið karl— menni. Honum hafa af Góð- templarareglunni, en undir hennar merki gekk hann 14 ára gamall, verið falin fjölda mörg firúnaðarstörf, sem hann hefir jafnan leyst af höndum af mik- illi trúmennsku. Honum gezt lítt af hlifð eða undanlátssemi í störfum sínurn fyrir regluna, en hann sækir mál sitt af fullu kappi en sanngirni. Þorsteinn er bjartsýnn maður, sem trúir á sigur góðs málstaðar og hann er stórhuga í störfum. Það er honum að skapi að hyggja djarft og setja markið hátt. Nú um nærfellt tveggja ára skeið hefir Þorsteinn gengt störfum þingtemplars í Reykja Vík og rækt það starf af sér- stakri alúð og dugnaði, eins og honum er lagið og undir hans átjórn hefir þingstúkan orðið þýðingarmikill þáttur í biridind isstarfsemi höfuðstaðarins, og á hennar vegum hafa verið upp- tekin nýmæli . í bindindisbaré áttunni, t. d. upplýsingaskrif- stofa um bmdiridismál o. fl. er bærinn hefir viðurkennt með því að styrkja. Þorsteinn er flestum betri samstarfsmaður, því þó á milli beri skoðanaleiti er hann einn- ig drenglundaður og heilgerður í þeirri aðstöðu. Þorsteirin er fæddur á Seyð- isfirði, sonur hinna valinkunnu hjóna, Sigurðar Grímssonar og konu hans Jóhönnu Norðfjörð, en faðir hans var prentari á Seyðisfirði um árabil, en hirig- að til Reykjavíkur fl-uttist Þor- steinn ungur að aldri með for- eldrum sínum og hefir dvalið hér síðan. Hann er kvæntur ágætri konu, Þórunni Sigurðar dóttur, mjög samhent manni sínum og mikil áhugakona um bindindismál, hún er stórvara- templar í Stórstúku Islands. Þau hjónin hafa eignast brjú börn, tvær stúlkur og dreng, er þau misstu ungari. Þeir verða ábyggilega margir sem senda Þorsteini liugheilar hamingjuóskfir í tilefni bessara merku tímamóta í ævi hans. E. B. Hjðn 73 éra: Sólveíg Mfílifirsáítt Sr og Ejjólfnr isaksson. —. —o--- JGÆR varð 75 ára Sólveig Hjálmarsdóttir Eylandi við Kaplaskjólsveg, en maður henn ar, Eyjolfur ísaksson, varð 75 ára fyrir skömmu síðan,. eða nánar tiltekið 15. ágúst s. 1. Þau Sólveig og Eyjólfur eru hin ágætustu sæmdarhjón, sem njjófa traust og v|i!náttu allra þeirra mörgu, sem þeim hafa kynnzt og notið hafa viðkynn- ingar þeirra. Þau hafa frá fyrstu tíð starfað mikið fyrir verkalýðshreyfinguna hér í Reykjavík og fylgt Alþýðu- flokknum að málum af frábær um áhuga og starfsfýsi. Þau hjónin áttu gullbrúðkaupsaf- mæli árið 1942 og fundu þá streyma til sin hlýju og vinsemd úr öllum áttum. Nú héldu þau sameiginlega upp á 75 ára af- mæli sitt í gær. Vinur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.