Alþýðublaðið - 05.11.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.11.1944, Blaðsíða 6
4. ALÞVÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 5. nóvetóber 1944 Bókamenn! Athugið þessar bækur Jakob B. Bull: Vormaður Noregs 220 bls. Kr. 21,60 ób. — kr. 34,20 ib. Ronald Fangen: Með tvær hendur tómar 377 bls. Kr. 28,00 ófo. — kr. 42,00 ib. Sigurbjörn Einarsson: Rosenius 22 bls. Kr. 2,00 ób. Kaj Munk: Við Babylons fljót 225 bls. Kr. 24,00 ób. — kr. 33,00 ib. Friðrik Friðriksson: Guð er oss hæli og styrkur 113 bls. Kr. 18,00 ób. — kr. 30,0j0 ib. Þessar bækur eru allar hver annarri merkrai og eigulegri. Þær má ekki vanta í bókasafn yðar. En nú er hver síðastur. Sumar þeirra eru alveg uppseldar hjá oss og að- eins örfá eintök eftir hjá bóksölum. Notið tækifærið og tryggiö yöur eintök strax hjá næsta bóksala. Eftir nokkra daga getur það verið of seint. Bókagerðin LILJA. Pósthólf 651. Reykjavík. Framhald af 4 slðn: Afmælissamtal við Signrjón í Óiafsson. mæði 'þeirra. En þeir hafa líka getað notið uppskerunnar.“ — Sjómannafélagið gekk strax í Álþýðusambandið? „Það var eitt af stofnendum þess. Það gerðist og foxystufé- lag á sambandinu við hlið Dags brúnar og Framsóknar. Þessi þrjú félög stóðu alltaf saman, studdu hvert annað og stefndu að sama marki meðan þeim var öllum stjómað af Alþýðuflokks mðnnum. Undir forystu Jóns Baldvinssonar háðu þessu þrjú félög og þó sérstaklega Sjó- mannafélagið og Dagsbrún oft harða baráttu fyrir önnur fé- lög víðsvegar um landið, sem voru að byggjast upp og reyndi þá oft ekki hvað sízt á sjó- mennina, eins og eðlilegt var, þar sem þeir gátu stöðvað vöm flutninga til þeirra atvinnurek enda, sem beittu verkamenn kúgun og yfirgangi.“ Starfiö á alþingi. — Löggjafarstarfsemin hefur verið annar þáttur verkalýðs- baráttunnar? „Já. Jón Baldvinsson, fyrsti þingfulltrúi Alþýðuflokksins hóf þá baráttu, studdur af verka lýðsfélögunum. Fyrsti sigurinn í þeirri baráttu var samþykkt togaravökulaganna, en síðan hafa margir sigrar verið unnir og ég hygg að það sé næsta eindæmi í nokkra landi, að al- þýðan hafi fengið kjör sín eins mikið bætt á einum aldarfjórð- ungi og raunin er með íslenzka alþýðu, þó að enn sé þörf fyrir vakandi baráttumenn og styrk ar fylkingar alþýðumanna, sem vita hvað þeir vilja og telja ekki eftir sér að leggja fram krafta sína.“ — Hvenær va^st þú fyrst kosinn á þing? „1927. Þá sat ég á alþingi til ársins 1931. Svo tapaði Alþýðu flokkurinn í þingrofskosningun um og ég féll. Síðan var ég aft- ur kosinn 1934 og sat þá á þingi til 1942.“ — Og á þessum árum bjóstu víst til „Sigurjónskuna“, það faliega og fræga orð. „Það orð, já. — Sjómannafé- lagið hefur um langan aldur, jafnframt því að halda áfram launabaráttunni, barist fyrir ör yggismálum stéttarinnar, í öll- um myndum þeirra. Og þó að félagið ætrti alltaf vísa baráttu menn á alþingi, þar sem vom fulltrúar Alþýðuflokksins, þá fékk ég það 'hlutverk, er á þing kom að gefa mig mest að þeim málum. Lengi var félagið hróp andans rödd í þessum málum, en nú er á annan veg. Nú virð ast öll samtök sjómannastétt.ar- innar, yfirmenn sem aðrir, leggja ráka áherzlu á þessi mál. Öryggismálin hafa verið marg- þætt og fyrir þeim hefur verið barist á alþingi og mjög miklar framfarir hafa orðið. Ég get nefnt: eftirlit með skipum, lög um loftskeytastöðvaskyldu, end urskoðun laganna um stýri- mannaskólann, lög um atvinnu við siglingar, sjómannalögin frá 1930 og lögskráningarlögin. Svo köma endurbætux á öðram lög nm, tryggingalögin og þar á með al stríðstryggingalögin. í sam- bandi við þau lög er rétt að minna á það, að eftir síðas^ stríð stóðu sjómenn uppi jafn slippir og í byrjun stríðsins. Að- staða sjómanna í þessari styxj- öld er allt önnur en þá var og það er ekki hægt að bera saman f j árhagslega aðstöðu þeirra, er staðið hafa eftir, að ástvinur- inn lét lífið á hafinu. Stríðs- tryggingarnar fengu sjómenn fyrst með samningum, en síðan voru lög samþykkt um þser. I þessu sambandi skal ég geta þess, að ég á nú sæti í 5 manna nefnd, sem undirbýr róttækar breytingar á lögunum um eftir lit með skipum. Ég hef líka tekið þátt í baráttunni fyrir slysavömunum. í stjórn slysa- varnafélagsins hef ég átt sæti frá upphafi. Ég hef gert allt sem ég hef getað til þess að flýta fyrir byggingu sjómanna- skólans og þar er ég í bygginga nefnd. Ég get ekki verið að telja þetta lengur, en d löggjafarstarf inu höfum við starfað alveg eins og í hinni beinu launabar- áttu. Við höfum sótt fram skref fyrir skref, hægt að vísu en ör- uggt og allt af unnið nokkuð á. Ég tel að þetta sé heppileg- asta baráttuaðferðin fyrir al- þýðuna og henni eigi að halda áfram.“ — ÍÞú ert andvígur upp- hlaupaaðiferðinni? ,,Já, álgeriLega. Ég tel að ís- lenzkur verkalýður eigi að starfa á sama liátt og aQJþýðu- ■hreyfiimg vestrænna þjóðar. Enig in verkailýðlslhreyfinig er jafn þroskuð og verkalýðáhreyfing þeirra.Hún er og jafnframt því sem (hiún er sverð og skjöldur alþýðunnar styrkasta stoð þjóð- aríheildarinnar og vinnur í sam- ræmi við fólkið að því að breyta þjóðfélaiginu til aukiins rétt- lætis og jafnræðis aneðal mann- anna. Skyndibyiltingaraðferðin er sáðkora sífeilldra óeirða. Eðli leg þróun máílanna er haldbezt fyrir alþýðuna. Alþýðan hfeur nu f undið sjálfa sig. Ég vii ekki láta hjá 'líða, fyrst að Alþýðuiblaðið óskar eft- ir þessu viðtali við mig af því að óg er orðinn svo garnall í hettunni, að segja það, að í baráttu undanfarinna 25 ára hefur íslenzk alþýðustétt fundið sjálfa sig og jþjóðfélag- ið hefur fundið hana. Aður fyr stóðu einstaklingamir einir í næðingum harðrar lífsbaráttu — og fundu. til þess. Þesis vegna voru þeir tregir tiO. að rísa upp, þó að kúgun yríji stunduim næsta óbærileg. Verka lýðshreyfingin hefur skapað stolt verkalýðsinjs, enginn verka maður, sjómaður eða verka- kona stendiur einn. Þúsundir einstaklinga standa með hon- um. Þetta skapar öryggistil- finningu og sjálfstrauist, en sjáMistrauistið er fyrsta skilyrð- ið til þess að fólkið geti skapað sér ibetri kjör og bjartara íláf. Verkalýðurinn stefnir ekki að því að kúga neinn. Hann iheimt- ar ekki alræði einS, og sumir vilja vera iáta. Hann heimtar réttlæti og jafnrétti og bræðra- lag fyæiir alla rnenn og með öllum mönnuan. Og nú þegar ég er sextugur gleður það mig mest atf öllu að hafa fengxð að vera þátttakandi í þessu tfrelsis- striði alþýðunnaT\ 'Nú eiga yngri mennirnir að taka við og halda átfram þeini byggingu alþýðunnar sem við eldri menn- irnir höfum byrjað á og unn- ið að. En þeir mega ekki leggja þann þrótt, sem íslenzk alþýða hetfur nú til að ibera, í Ihættu. Það er hægt að tapa öllu. Það er hægt að faraist í síðasta boð- anium. Ég vil vara við öfga- flóðinu, sem reynt er að steypa yfir verkalýðshreytfinguna.“ Samtal við Sigurjón Á. Ólafs- son varð ekki lengra. Einn af elstu fólögum hans í Sjómanna- félaginu sagði við mig einn dag- inm: „Ég hugsa að Sigurjón sé einhver allrá farsælasti foring- inn, semt íslenzk alþýða hefur eignast. Hann hefur sjálfur allt af vaxið af hverju því starfi, sam honum foeíur verið falið. Fáir rnenn foatfa reynst eins foappasælir í baráttunni fyrir al- þýðuna og vil ég þó engan þeirra lalsta, eða draga úr þeirra hlut.“ Ég foygg að þetta !sé réttmæt- ur dómur. Það væri foægt að skrifa með glæstari orðum um baráttu Sigurjóns Á. Ólafsson- ar á undaförnum 25 lárum, en fram koma í ummælum hans Nú eru sjómennirnir frjálsir menn! Nú eru sjómannafoeim- ilin ekki tætt sundur, þó fyrir- vinnan láti lífið í baráttunni við Ægi. Þetta eru að eins tvær setningar — En lýsa þær ekki geysilegri foreytingu. Einn heilsrti forystuma ðurin n í bar- áttunni, sem skapað heifur þessa breytingu, er Sigurjón Á. Ólafs- son, sem verið hetfur formaður Sjómannatfélagisins í þessari sjó- mannaJborg, tf aldarfjórðung, og srtýrt hefur því aif slíkri foyggni og fosjólni, að fá eru deemi í íslenzkri verkalýðshreyfingu. 25. október 1944. vsv ítalía: Vatnavextir hamla hernaSaraðgerSum. ¥ T NDANFARNA daga hefur ^ verið óheniju votviðrasamt á Ítalíu. Mikill vöxtur er í öll- um ám og vegir mega heita forað eitt. Bæði Bandamenn og Þjóðverjar eiga því mjög erf- itt um alla aðdrætti vista og hernaðaraðgerðir í stórum stíl hafa legið niðri. Hefur vígstað- an því ekkert breytzt undan- farinn sólarhi^ng. Víða hefur brýr tekið af ám og erfitt um allar samgöngur. Sir Oliver Leese, stjórnandi 8. hersins hefur kvatt hermenn sína, en hann er á förum til þess að taka við yfirstjórn brezka landhersins í Suðaustur Asíu. Þykir Leese hafa verið hinn snjallasti hershöfðingi, — enda vinsæll mjög af hermönn- um sínum. Laugarnesprestakall. í samkomusal Laugarneskirkju, kl. 10 barnaguðsþjónusta, séra Garðar Svavarsson, kl. 14 messa, séra Garðar Svavarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.