Alþýðublaðið - 11.11.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.11.1944, Blaðsíða 5
JLaragardagur 11. nóv. 1944 ALÞVÐUBLAÐIÐ 5 Furðuleg eyðsla heita vatnsins — Hvað gerir fólkið við 160 sekundulítra af heitu vatni um nætur? — „Grím- ur“ skrifar um manntalsskrifstofurnar. G HEFI sjaldan orðið eins undrandi eins og ég varð, er ég sá ummæli Helga Sigurðsson- ar um eyðslu heita vatnsins um mætur hér í bænum. Alls er dælt til bæjarins 220 lítrum a£ vatni á á sekúndu. Nauðsynlegt er talið að fylla geymana á næturna svo 3iS hægt sé að auka vatnsrennslið 4il bæjarins á daginn úr þessum 220 Iítrum, sem streyma frá bor- holunum viðstöðulaust allan sól- arhringinn. En þetta er ekki hægt vegna þess hvað fólk eyðir miklu vatni á næturna, þegar annars má gera ráð fyrir að fólk þurfi ekkert vatn, nema til dæmis í sjúkrahús- aim og á sárafáum vinnustöðum, jþar sem unnið er allan sólarhring- inn. HVERNIG fer fólk að því að eyða miklu meiru en helmingnum af öllu vatninu um nætur? Mér þætti gaman að fá skýringu á jþessu, því að ég skil það ekki. Er fólk svo óhagsýnt að það láti vatnið streyma um hús sín, þegar bað þarf ekkert á því að halda og lþegar það er beinlínis heisuspill- andi að hafa heitt í húsunum? Allir munu að minnsta kosti vita að það er ekki holt að sofa í miklum hita. ÞAÐ ER HÆTX við iþví ef fólk bagar sér þannig að það reki upp stór augu þegar það fær reikning- inn fyrir heita vatnið. Slík sóirn er akaðleg, fyrir einstaklingana sem þannig haga sér og fyrir alla bæjarbúa, sem verða svo að þola kulda og vandræði vegna þessarar óspilunarsemi. VEGNA fyrirspurnar frá „íbúa í Verkamannabústöðunum í Vest- urbænum" skal ég taka það fram, að þar er afrennslisvatn í heita- vatnskrönunum, svo að íbúarnir þar geta notáð vatnið ei-ns og þeir hafa notað það, enda er inntak vatnsins ekki á valdi íbúanna, því að það er í gömlu miðstöðvunum og sérstakur maður sér um „tempr un“ þess að öllu ieyti og vinnur hann í fullkomnu samstarfi við skrifstofu hitaveitunnar. GRÍMUR SKRIFAR: „Ég vil taka undir orð þín um ástand.það, sem er á manntalsskrifstofunum hér í bænum, og að þar sé skjótra umbóta þörf. Þeir, sem dvalið hafa í öðrum löndum finna sért til þessa ástands hér. Og víst er það eimiig rétt, að í Khöfn er sér- stakur myndarbragur á þes-su hjá cand. polit. Keld Johansen. Það var hann, sem fenginn var til að standa fyrir atkvæðatalningu í Ruhr-héraðinu forðum. — Reykja- vík þarf því ekki að leita langt að ágætri fyrirmynd að starf- rækslu manntalsskrifstofu. „MÉR, OG LÍKLEGA öllum öðr um kemur ■ það undarlega fyrir sjónir, að manntalsskrifstofa Reykjavíkur veiti almenningi upp lýsingar um heimilisföng. Ég hefi heyrt fjölda marga kvarta sáran yfir því, að þar fengjust alls-eng- ar upplýsingar mn heimilisföng nema sérlega mikið lægi við t. d. vegna saksókna, og þó með eftir- tölum. Hvað sem satt kann að vera um þetta, er hitt þá víst, að óá- nægjan yfir ófremdarástandi í þessum málum er almenn og sterk.“ „ÉG HEFI OFT heyrt það og sjálfur séð, að manntalsskrifstofa lögreglunnar vill rneð öllu móti leysa vandræði manna í þessum efnum. En það er líklega ekki of- sagt, að meirihluta góðviljaðs- starfs síns vinni hún fyrir gýg. Starfsmenn hennar eru sí og æ að leita (fyrir almenning) að upp lýsingum, sem er haldið fyrir henni, og hún hefir því ekki til á spjaldskrám sínum. Er það ekki „að flétta reipi úr sandi“, eða jafn vel eitthvað verra ^n það, að hafa þetta svona.“ Hannes á horninu. Sendisveinn óskast nú þegar. — Upplýsingar í afgreiðslunni. — | Alþýðublaðið, sími 4900. Merkfasöludagur Blindravieiafélags íslands er sunnudaginn 12. þ. m. Börn komið og seljið ' merki. Afgreiðsla í Ingólfsstræti 16. Opnað kl.9 Hfálpgð til a$ reisa heimili handa híindum Bezt að auglýsa í Alþýðublaðlnu. \ Þegar bandamenn komu til Parísar. Dwiglht D. Eisenhower hershöfðingi, yfirmaður innrásarhers bandamanna isást í miðið á mynd þjessari, &em var tekin, er hann stóð hjiá sigurboganum í París ásarnt aðalaðstoðar- möranum sínium. Á myndinni sjiáist lauk Eisenhowers þair Omar M. Bradley yfirmaður 12. herlsliins, J.aseþh Pierre König yfirmaður franíska heimahersins og Sir Arthur Tedder yfitr- nnaður fkitgíhers innirásarininar. .. —--------------------------------------------------------------------------• Winston Churchili um Vopnahléið 11. nóventber 1918 GREIN JÞESSI, sem er eftir Winston Churshill, forsæt- isráðherra Breta, og hér er þýdd úr tímaritinu World Digest, lýsir viðhorfumun á Bretlandi, þegar vopnahléið árið 1918 kom til sögu. Churshill var þá flotamálaráðherra Breta. Mun mörgum leika hugur á því að lesa þessa grein hins núverandi hrezka forsætisráðherra, þegar þjóð hans og gervallur heimur bíður nýs vopnahlés og friðar, er verði giftulegri þeim friði, sem til kom eftir heimsstyrjöldina fyrrL ÞAÐ VAR nokkrum mínút- um fyrir elleftu stund ell- efta dags ellefta mánaðarins. Ég stóð úti við gluggann á her- bergi miínu og horfði ‘ eftir Northumlberland Avenue í átt- ina til Trafalgar Square. Ég beið þiess, að Big Ben hringdi og tiikynnti, að styrjöldinni J væri lokið. Ég minntist nætur- innar fyrir nokkrum árum, þeg ar ég beið þess í flotamálaráðu neytinu, að ég heyrði Big Ben hringja og tjá þjóðinni þann boðskap sem ég hafði sent flota brezka heimsveldisins, að styrj öld skyldi hafin á bendur Þjóð verjum. Og nú var þessu öllu lo’kið. Hin óvopnaða og öþjálfaða eyþjóð, sem naut engra annarra land- varna en flota isíns, hafði unn- ið einhvern hinn glæsilegasta sigur, sem veraldarsagan kann frá að greina. Land ókkar kom heilu og höldnu úr eldraun ófrið arins. Hergagnaframleiðsla Breta hafði farið sívaxandi styrjaldarárin. Brezka þjóðin var alls óbuguð og brezíka heimsveldið mun sameinaðra en nókkru sinni fyrr. S;~ féll bandamönnum í skaut með skjótum og óvæntnm hætti. Allir þeir konunffar, sem bandamenn höfðu átt í stríði við, voru á flótta eða komnir í útlegð. Herir og flotar óvin- ánna Ihöfðu verið gersigraðir. Berzka þjóðin átti mfeginþátt- inn í sigri þessum og hafði lagt sig alla fram í baráttunni frá öndverðu. Hver mlínútan leið af annarri. Því fór alls fjarri, að ég væri glaður i bragði á þessari stundu. Oll hin geysilega framleiðsla Breta á þessu tímabili hafði far ið í súginn. Hugviti og vinnu- afli hafði verið fórnað á altari styrjaldarinnar. En nú var bessu lofcið. Mér var hugsað til fram- tíðarinnar. Hvað myndi bíða þeirra þriggja milljóna manna, sem unnið höfðu að hergagna- framleiðslunni? — Að hverju myndu þeir nú hverfa? Hvern- ig átti að breyta -hergagnasmiðj unum í vinnustöðvar, sem þörf væri fyrir á friðartímum? Hvernig er sverðum breytt í plóga í reyndinni? Hvað myndi það taka langan tíma að flytja hermennina heim til ættarlands ins?' Að 'hverju áttu þeir að hverfa eftir heimkomuna? Við höfðum að sjálfsögðú gert áætl un um þetta efni. Hún hafði1 ver ið samin af kostgæfni, en þó hafði 'hún lítt verið umhugsun- arefni okkar til þessa. Nú lá það fyrir að framikvæma þessa áætl'un. Og framkvæmd hennar skipti miklu máli. ALLT í einu kvað fyrsta klukkuslagið við. Ég leit niður á hið breiða str'æti, sem framundan lá. Það var mann- laust. Stúlka 'kom út úr and- dyri eins gistihússins, sem stjórnin hafði' tekið í sína þjón ustu, þegar annað slagið kvað við. Og d næstu andrá þyrptist fólh út á stræt’ð hvpðpv»vR að. Fólki flykktist út úr öllum hús- um. Klukkur Lundúnaborgar tóku að hringja Hundruð manna já, þúsundiir gat nú að líta á Northumberland Avenue. Mann fjöldinn baðaði út höndunum og hrópaði hástöfum, trylltur af kæti. Ég sá, að það úði og grúði af fólki á Trafalgar Square. AÐ varð almennt uppnám umhverfis mig í aðalbæki- stöð stjórnarinnar. Hurðum var * skellt. Fótatak heyrðist á göng- unum. Sérhver maður stóð upp frá skriifborði sínu og lagði frá sér pennann og pappírinn. Fólk kunni sér ekki læti. Mannfjöld inn úti á strætiniu var nú orðinn svo mikill, að þar várð ekki þverfótað. Fánar voru dregnir að húni á öllum fánastöngum borgarinnar. Fólkið streymdi 'framlhjá 'í striiðum straumum. á leið til konungshalilarinnar. Sigurgangan var 'hafin á stræt- um Lundúnaborgar áður en síð ustu klukknaslögin dóu út í fjarska. — Það var að minnsta kosti augljóst, að mönnum myndi ekki verða neitt úr verki það, sem eftir var dagsins. JÁ, IILEKKIR heimsins höfðu hrostið. Tengsl mik 'illar nauðsynjar, tengsl aga, tengsl heiðurs, sem höfðu tengt saman brezku þjóðina, já, mikinn hluta menr>w—•--- { mikilli áhyggju og önn, 'höfðu rofnað, er síðustu klukknaslög in hljóðnuðu í fjarska. Öryggi, frelsi, f-riður. Ástvinirnir myndu brátt komnir aftur heim eftir fimmtíu og tvo mánuði mikill- ar baráttu. Þeir myndu brátt sitja við arininn og gleðjast í 'hópi vina sinna og vandafólks. Um fimmtíu og tveggja mán- aða skeið hafði þetta fólk bor- ið ægibyrgðar, og nú varpaði það byrðum þessum allt í einu af sér. Eða það virtist manna Fnh. á 6. síðtu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.