Alþýðublaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAPIÐ Fimmtudagnr 16. nóv. 194C Niðurlag á grein Gunnlaugs Jónassonar Kyrrdaðan úti á landsbyg m. ÞVÍ MIÐUR eru engar líkur til þess að þróunin í þess- um efnum fari af sjálfu sér inn á nýjar og heilbrigðari braut- ár. Miklu fraifniur er jþess að vænta, ef ekkert verður að gert, að misræmið í menningarað- stæðum byggðarlaganna úti á landd annars vegar og Reykja- víkur hins vegar fari vaxandi, og mun þetta þegar fram líða stundir valda hagsmunalegri andstöðu sem getur orðið hættu leg fyrir velferð þjóðarinnar. Þar mun einnig að lokum koma, að fólksstraumurinn til Reykja víkur hættir, annað hvoxt vegna þess sem hættulegast væri, að fjölmörg byggðarlög úti á landsbyggðinni væru orð- in því sem nær gereydd, eða vegna þess að krepputímar gengju í garð og menn, vegna slæmra atvinnuskilyrða, þyrðu ekki að flytja þangað, en á því bar nokkuð á krepputímunum eftir 1932. Þetta yrði, hvort sem um væri að ræða, afar- hættulegt fyrir höfuðborgina, og þar með fyrir alla þjóðina. Reykjavík hefur vaxiið aMört s. 1. 40 ár, og hún þolir ekki kyrrstöðu í þeim efnum. Heppi legast væri að fólksstraumurinn til Reykjavíkur minnkaði hægt og bítandi fyrst í stað, en seinna yrði • höfuðborgin að láta sér nægja, a. m. k. um skeið, sína eigin fólksfjölgun, nema um yrði að ræða innflutning fólks frá öðrum löndum. Til þess áð draga úr fólksstraumnuto til höfuðborgarinnar má vitanlega ekki beita neins konar ofbeldis- eða einræðisráðstöfunum. Ann- arra ráða verður þar að leita. Eins og áður er bent á, þá er orsök innsireymisins til Reykja víkur sú, að hún hefir orðið í ofmiklum mæli hin eina upp- spretta menningarlegra og fé- lagslegra lífsverðmæta, og að hún hefir orðið þetta fyrst og fremst vegna þess að 'hún er aðseturstaður þings og stjórnar, samfara því að félagsheildun- um úti á landi hefir hnignað. Þetta gefur þegar nokkrar bend ingar um það, hverra ráða skuli leita til þess, að mynda á ný það jafnvægi á milli höfuðborg arinnar og annarra byggðar- laga, sem svo mjög hefir rask- azt á Eeinmi 'áratugum. Það virð- ist að þessu athuguðu nokkuð Ijóst, að það sem þurfi að gera, sé fyrst og fremst það, að skapa úti á landsbyggðinmi stærri og sterkari félagsheildir en nú eru þar, t. d. fjórðungsstj órnix. og þing eða fylki og fylkisþing, með allvíðtæku valdi yfir mái- efnum héraðanna. Ef vel.tækist ætti allt þetta að geta leitt til þess, að fólkið sem enn á heima úti á landi, færi að treysta meir á sjálft sig til úrlausnar vandamáium sínum,, í stað þess að mæna vonaraugum til stjórn málamanna og embættismanna [i Reykjavfk, sem ekki skilja þarfir þess, og hafa margir hverjir hvorki vilja eða getu til þess að vinna að málefnum hinna dreifðu byggða. SMkar héraðs- eða fylkisstjómir, sem hver um sig ræður yfir nokkru sýslu og bæjarfélagi, hefði stór um betri skilyrði til þess að hafa forustu í félags- og fram- faramálum þess landssvæðis, sem þær ráða yfir, heldur en ríkisstjórn og stjómarfulltrúar í Reykjavik, sem að því er virð ist hafa oftlega Mtinn tíma af- gangs frá reykvískum málefn- um til þess að sinna félagsþörf um héraða úti á landi. Allur al- menningur á því svæði sem slík héraðsstjórn starfaði á, mundi finna til aufcins félagslegs ör- yggis og ætti stómm greiðari aðgang að stjórnarvöldum en nú á sér stað. Þetta mundi og verða þess valdandi, að vonir ekustakMnganna um fé og frama yrðu meir tengdar æskustöðv- unum en nú, og yrði þetta allt til þess að minnka að verulegu leyti fólksstrauminn til höfuð- staðarins. Það stjórnarform, sem við nú búum við er upphaflega sniðið eftir dönskum fyrirmyndum, á alls ekki við staðhætti hér á landi og hefir að ýmsu leyti reynzt okfciur illa. Reynslan annars staðar í veröldinni sann ar einnig það, að í þeim lönd- um, þar sem ríkisvaldið fer vax andi á kostnað byggðavaldsins, eins og hér á landi og þvi landi, sem við höfum mest haft til fyr irmyndar, nl. í Danmörku, hleypur ofvöxtur í höfuðborg- ina. í Kaupmannahöfn, höfuð- borg Danmerkur, á nú heima fimmti hluti dönsku þjóðarinn ar. Þar gerir þetta þó minni skaða en hér á landi, þvi að þar er um að ræða litið iland og auð, velt yfirferðar, þéttbýlt og með' mjög fullkomnum samgöngu- tækjum. Við hér á landi höf- um komizt l'aingt fram úr fyrir- myndinni, því að í Reykjavík á nú heima fullur þriðjungur þjóðarinnar, og í trássi við alla staðhætti hér, stórt land og strjálbyggt og erfitt yfirferðar. Þá er þjóðfélagsleg „centraMsa- tion“ orðin meiri hér á landi en víðast hvar annars staðar í ver- öldinni. Renni maður hins veg- ar augunum til þeirra landa, sem hafa fylkja- eða sambands rlkjafyrirkomulag á stjórnar- háttum, þá verður annað uppi á teningnum. Slíkt sambands- fylkjafyrirkomulag er mjög víða um heim, einkum í þeim löndum sem eru stór og að njokkru ónumin og er raunar miklu almennara en það stjórn arfyrirkomulag sem við búum við. Og vert er að veita því at- hygli, að mjög víða, þar sem slíkt’ stjómarfar ríkir, hafa höf uðborgirnar vaxið miklu minna, en í þeim löndum þar sem minni áherzla er lögð á sjálfstæði héraðanna. Gott dæmi upp á þetta er lítið land í miðri Évrópu, sem um langt skeið hefir búið við sambands- R. )í|ðnblcötí Otgeí-adi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pétursson. ttitstjórn og afgreiðsla í A1 >ýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 40Si og 490Í Símar afE'_iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðunrentsmiðjan h.f. „Fagnaðarerindi" sijórnarandstöðunnar BLÖÐUM stjórnarandstæð- inga, Tímanum og Vísi, þykir hin nýja stjórn vera furðu bjartsýn og saka hana um gyllingar við þjóðina í sam- banldi váð yfirlýstar fyrirætl- anir hennar um nýsköpun at- vímnuláfsins með öflun nýrra stórvirkra framleiðslutækja. — Halda þau því fram, að slík ný- sköpun sé ekki hugsanleg við það verðlag og kaupgjald, sem nú sé í landinu. Og hvað, sem segja mættá' um þessar sakargiftir stjórnarand- stæðinga, þá væri synd að segja að hún væri með nokkrar gyll- ingar við þjóðina, því að sjald- an hefir stjórnarandstaða haft ömurlegri boðskap og aumari stefnu fram að bera, en sú, sem hér hefir skapazt við myndun hinnar nýju stjómar. # Það er í rauninni aðeins ein trúarsetndng, sem öll stefna stjórnarandstöðunnar byggist á og hún er sú, að stórkostlegt verðfall sé í aðsigi i markaðs- löndum okkar, vegna þess, að stríðið sé nú brátt á enda. Og samkvæmt þessari trúarsetn- xngu er stefna stjórnarandstöð- unnar í stuttu máli, að skera fyrst og fremst niður kaupgjald og verðlag í land'inu; án þess sé öll nýsköpun atvinnulífsins byggð á sandi. Þetta er „fagnaðarerindi“ stiómarandstöðunnar til þjóð- arinnar, ef svo mætti að orði kveða: Kauplækkun og verð- lækkun — og er þó ekki grun- laust, að töluvert mikið meiri áherzla sé lögð á hið fyrr- nefnda.. * Hin nýja' stjórn hefir tekið aðra stefnu. Hún ætlar sér ekki, að beita sér fyrir neinni lækk- un, heldur stöðvun þess verð- lags og kaupgjalds, sem nú er í landinu. Og sú stefna er tví- mælalaust alveg rétt, eins og nú stendur. Stríðinu er í fyrsta lagi enn ekki loikið og verður það fyr- irsjáanlega ekki á næstu mán- uðum. Og þar að auki veit eng- inn með neinni vissu um það, hvað ofan á verður um verðlag og kaupgjald úti í heimi að stríðinu Íoknu. Það hefir að vísu tekizt, að skapa þá trú nokkuð almennt, að 'hvort- tveggja hljóti að lækka stór- kostlega á stuttum tíma, þegar vopnaviðskipti eru hætt; en margt mælir engu að síður í móti því, að svo muni fara. í þessu' sambandi mætti minna á það, að eftir síðW- heimsstyrjöld hélt .verðlag og kaupgiald áfram að ’hækka eft- ir stríðið, og náði þá fyr^t há- marki. Og þó að hrun færi þá á eftir, er það engin sönnun þess, að svo hMóti einnig að fara nú. Það verða víðáft”"-" ir markaðir, sem opnast, þegar þióðirnar hafa verið leystar úr (herfjötri nazismans.Matvæla- þörfin verður mikil og eftirsókn eftir vinnukrafti og byggingar- efni gífurleff, þegar aftur er hægt að byrja á því að reisa löndin úr rústum eftir eyði- leggingu ófriðarins. Og þar á ofan bætist að meiri skilning- ur ríkir nú á því, að nauðsyn- legt sé að afstýra atvinnulevsi með því að viðhalda kaupffetu almennings, en nokkru sinni áður. Það verður því harla margt, sem að ' þessu stríði loknu leggst á eina sveif til að hindra kauplækkun, verðfall, og atvinnulegt hrun eins og það sem að endingu varð eftir velti- ár síðustu iheimsstyrjaldar. * Og hvað sem því líður: Nýsköp un atvinnulífsins, endurnýjun og aukning framleiðslutækianna er nauðsyn fyrir okkrr. Látum stjórnarandstöðuna halda á- fram að spá hruni, heimta kaup læk'kun og boða „farTi.* indi“ aðgerðaleysisins. Hún fær aldrei mi'kínn hliómerúnn hjá með bv*í. Þ';'!'ðin er orð in þreytt á aðb<prðp]”-”«;”y Hún vill athafnir. Hún vill nnta þamn auð, sem henni befur safn ast á striðsárnrmm, en ekki láta hann renna út í sandinn'. fylkjaskipulag. Þetta land er svissneska lýðveldið. Þar í landi er stjórnarfyrirkomulag þann yeg, að landinu er skipt í 25 eða 26 hénuð, svonefndar kan- tónur, sem hatfa mjög víðtæka sjálfsstjórn. Þetta skipulag hef ix skapað undravert jafnvægi á milli hinna einstöku bæja og byggðalaga. í landinu eru marg aæ borgir en engar stórar á EvrópumæMkvarða. Höfuðborg- in er alls ekki stærsta borg í landinu, og þar á aðéins heima fertugasti hver fbúi landsins, Stærsta borg landsins er um það bil helmingi stærri en höfuð- borgin, og á þar heima aðeins tuttugasti hver maður í land- inu. Talið er, að engu landi á jörðinni sé jafnvel stjórnað og þessu landi, og þarf ekki að efa að víða annars staðar, þar á meðal hér á landi gæti svipað stjómarfyrirkomulag og í Sviss skapað þjóðfélagslegt jafpvægi og festu í stjórnarfari. Nefna má ýmis fleiri lönd, sem hafa sambandsfylkjaskipu- lag, svo sem Bandaríki N.-Ame- ríku, Kanada, Ástralíu, Sovét- ríkjasambandið o. fl., og um sum af þessum löndum má segja það með vissu, að stór svæði af þeim, sem nú eru albyggð, væru óbyggð enn, ef stjórnarkerfi np ÍMINN birti á þriðjudag- inn grein, sem nefnist „Sjötti stríðsvetujrinn.“ Þar segir meðal annars: „Flestar spór ganga nú í þá átt, að Evrópustyrjöldinni verði ekki lokið fyrr en næsta vor eða sum- ar. Þótt búast megi við miklum orustum í vetur, verður vart hægt að búast við því, að úrslitaátökin geti hafizt fyrr en veðráttan batn- ar aftiir. Þegar varaiir Þjóðverja brustu í Normandi í ágústmánuði og Bandamenn náðu mestöllu Frakk- landi og stórum hluta Belgíu í einni sóknarlotu, bjuggust flestir við því, að stríðið í Evrópu yrði búið fyrir áramótin. Þessar vonir virðast nú brostnar. Aðalorsök þess virðist sú, að Bandamönnum tókst ekki strax að ná Ermar- sundshöfnum Frakklands og Ant- werpen og allir aðflutningar til sóknarhersins urðu því langir og erfiðir. Margir herfræðingar telja að hefðu Bandamenn náð þessum höfnum þá strax, hefðu þeir kom- izt til Berlínar, fyrir nóvemberlok og er ekki ósennilegt, að herstjóm þeirra hafi gert sér nokkrar vonir um það. En orusturnar um hafn- arborgirnar urðu harðari en Banda menn þjuggust víð og þess vegna tafðist sókn þeirra inn í Þýzka- land það lengi, vegna ónógra að- flutninga, sem Þjóðverjum gafst tími til að skipuleggja varnir sín- ar við landamærin.“ Og enn segir í sömu grein: „Vafalaust er það, að sjötti stríðs veturinn, sem nú er hafinn, verð- ur báðum aðilum erfiður. Þjóð- verjar munu þurfa að búa við auknar loftárásir, þeir veða enn að herða sultarólina, því að minna kemur nú frá öðrum löndum en áður, og til viðbótar kemur svo aukinn óhugur, vegna hrakfaranna á þessu ári. Þrátt fyrir þetta er talið, að nazistar hafi enn svo Auglýsingar, sem birtast ciga ( Alþýðublaðmu, verða að vera komnar til Auglýa- in easkrifstof unnar í Alþýðuhúsinn, (gengið frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldl. Sfml 4906 þeirra hefði ekki verið byggi upp á sambandsríkja- eða fylkja .grtundveMi, Margar stioðir renna því undir þá skoðun, að fjórð- unga- eða fylkjaskipulag mundi hæfa hinu íslenzka lýðveldi bet ur en sú eftiröpun af stjóm- skipulagi Danmerkur, sem við höfum búið við um langt skeið. Framtíðarskipulag íslenzka lýð veldisins verður að miðast við staðhætti hér á landi og þarfír þjóðarinnar, en ekki vera hé- gómiietg eftiröpun atf stfjómskip- sterk tök á þjóðinni, að vart munl koma til uppreisnar vetrarlangt, Bandamönnum mun einnig veit- ast það erfitt að halda margra milljón manna her á meginland- inu, því að megnið af nauðþurft- um sínum verður hann að fá að- fluttar, og auk þess verða þeir a@ bæta úr miklum skorti, sem er £ ftalíu, Grikklandi, Belgíu og ýma- um héruðum Frakklands. í þetss- um löndum, einkum þremur þeim fyrstnefndu, er tilfinnanlegur skor ur og er hann jafnvel sagður meiri en á tímum þýzka hemámstns. Stafar það af því, að Þjóðverjar hafa reynt að taka sem mest með sér, en eyðilagt það, sem ekki var komizt með. Hafa þeir þanníg viljað gera Bandamönnum 'sem erf iðast fyrir. Bandamiönnum veittist að vonum erfitt að fullnægja bæð! þörfum hersins og bæta úr þessum skorti almennings í áðumefndum löndum, er auk þess gerir svo miklu meiri kröfu tíl þeirra eit Þjóðverja. Er hætt við að þettæ geti skapað ýmsa óánægju, og vit- anlega verður þetta notað til áróð urs af iþeim öflum, sem eru Banda möimum fjandsamleg, þótt þau tali á annan veg um stundarsakir eins og t. d. kommúnistar. Hafa þeir og sérstaklega gert mikið ve& ur út af þessu í Belgíu og Frakk landi og hótuðu um skeið að segja sig úr belgísku stjómirmi og settu henni úrslitakosti um matvæla- öflun, sem þeir þó féllu frá, er stjórnin neitaði að ganga að þeim. Þær þjóðir, sem sjötti stríðsvet- urinn veldur þó sennilega mestuna vonbrigðum, munu þó ekki nein- ar þær, sem hér'hafa verið nefnd ar. Þær þjóðir er hernumdu þjóð irnar, sem enn eru undir oki Þjóð- verja, frændþjóðir okkar tvær, Nórðmenn og Danir, og svo Tékk- ar og að nokkru leyti Hollending- ar. Allar þessar þjóðír hafa gert sér vonir um að endurheimta frels Fvh. a£ 6. slðu. un amiaxra þjoða, eruda þótt þær Frh. á 6. sáS®

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.