Alþýðublaðið - 21.11.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.11.1944, Blaðsíða 2
£ ALÞYÐUBLAPIP ABþjóða flugmálaráóstefnan: Islendingar bera fram filmæli um þrjár flugleiðir fil úflanda ISLENZKA sendinefndin á flugmálaráðstefnunni í Banda- ríkjunum bar í gær fram þau tilmæli íslendinga, að þeir fengju leyfi til flugferða á þessum leiðum: Reykjavík til Kaupmannahafnar, um Stavangur og Gautaborg, Reykjavík til Prestwick og Reykjavik til New York um Grænland og Labrador eða Nýfundnaland. Tillögur milliþinganefndar: Mjög miklar umbæfur á pósf- samgöngum um landið ■.——.... Póstur á a$ komast vikulega um allt land MILLIÞINGANEFNI) í póstmálum, sem skipuð var 1. sept. 1943, en í henni áttu sæti Daníel Ágústínusson, Gísli Jóns- son og Gunnar Benediktsson, hefur skilað áliti. Eimskip æflar a3 reka flugferðir r ÍÐASTLIÐINN laugardag var haldinn aukafundur í Eimskipafélagi íslands til þess að taka ákvörðim um lagabreyt- ingu þá, sem ekki var imnt að taka íil meðferðar á aðalfundi í stunar. Áður en gengið var til fund- ar minntist ritari þess hörmu- lega atburðar, sem varð 10 þ. m., þegar Gfoðafossi var sökkt af þýzkum kafbáti og hins sorg lega manntjóns er þá varð. Minntust fundarmenn hinna látnu og vottuðu eftirlifandá ástvinum þeirra hluttekningu sína með því að rísa úr sætum. Eina málið, sem fyrir fundin um lá, voru tillögur til laga- breytinga. Guðmundur Vilhjálmsson framkvæmdastjóri félagsins skýrði tillögurnar og kvað þær hafa verið lagðar fyrir aðalfund í sumar, en hafi þá ekM fengið afgreiðslu sökum þess, að þá hafi ekki nógu margir hlutahaf ar mætt til fundar samkv. 15. gr. félagslaganna. Jón Asbjörnsson ritari félags ins skýrði einnig tillögumar og viðaukatillögumar, sem hann lagði fram Tii viðbótar 3. gr. tun til- gang féíagsins, þar sem rætt er um að tilgangurinn væxi sá, að reka siglingár, aðailega milli ís lands og annarra landa og við strendur landsins, komi „enn- fremur að reka flugferðir, ef henta þykiy, í félagi við aðra“. Var tillaga þessi samþykkt þannig. Síðari liður viðbótartillögunn ar var á þessa lund: „Félags- stjórnin getur með samþykki félagsfundar ákveðið að félagið reisi og reki gistihús, eða gerist þátttakendur í slíku fyrirtæki, enda sé það samþykkt af fimrn stjórnendum a. m. k. og standi sá gisti'húsrekstur í sambandi við farþegaflutning félagsins að dómi féiagsstjórnarinnar. ‘ ‘ Til- laga þessi var einnig samþykkt. Björgunarbátsflak úr Goðafossi f innst IFYRRADAG fann vélbátur- inn Ársæll Siguxðsson báts- flak norðvestur af Akranesi. Er þessa björgunarbátur úr Goða- fossi, og er talið að hann muni ekki hafa losnað frá skipinu fyrr en löngu eftir að það var sokkið. Háskólafyrirlestur. Símon Jóh. Ágústsson flytur fyrirlestur í dag kl. 6.15 í 1. kennslustofu háskólans. Efni: Gáfnapróf og hæfileikakönnun. Öllum heimill aðgangur. Operettan sýnd í síð- asla sinn í kvöld ISLENZKA ÓPERETTAN „í álögum", verður sýnd í síðasta sinn í kvöld. Sýningár á henni hófust síðla vetrar í fyrravetur, eins og menn muna, og svo hefur hún verið sýnd nokkrum sinnum í haust. Þessi fyrsta íslenzka óperetta hefir hlotið góða dóma meðal al mennings og má búast við, að 'færri komist að en vilja í kvöld, en þá er síðasta tækifæri til að sjá óperettuna, eins og áður segir. Nýbyggingarráöiö: FrumvarpiS verður væntanlega afgreitt frá neðri deild í dag jO RUMVARP ríkisstjórnar- *- innar um nýbyggingarráð fer væntanlega gegnum 2. og 3. umræðu í neðri deild í dag og verður afgreitt til efri deildar. Frumvarpið var á dagskrá neðri deildár í gær, og var út- býtt á fundinum áliti meiri hluta fjárhagsnefndar deildar- innar, þeirra Ásg. Ásg., Jóns Pálmas., Jak. Möller og Sigf- Sigurhjartarsonar. Leggja þeir til, að frumvarpið verði sam- þykkt óbreytt. Hins vegar var ekki komið úr prentun álit minnihlutans, Skúla Guðmunds sonar, en hann mun leggja tilj að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Málið var því tek ið út af dagskrá, en verður tek ið á dagskrá aftur í dag, og er svo ráð fyrir gert að það gangi gegnum tvær umræður, eins og áður getur. Nefndin er skipuð samkvæmt þingsályktunartillögu, sem sam þykkt var á alþingi 14. apríl 1943, og átti hlutverk nefndar- dnnar að vera, að athuga í sam- ráði við póststjórnina póstsam- göngur landsmanna og gera til lögur um breytingar, er miði að því að póstsendingar berist um iandið ’hxaðar og tíðar en nú er. Nefndin hóf fundi sína síð- ari hluta októbermánaðar 1943 og byrjaði með þvi að snúa sér til allra sveitastjórna á landinu og spyrjast fyxdr um álit þeirra. Fyrirspurnirnar voru á þessa leáð: Hvað tiltækilegt og æskilegt teldist að póstferðir væru tíðar í viðkomandi héraðd og aðstöðu mun í þeim efnum eftir árstíð- um? Hvort óskað væri eftir nýjum póstleiðum eða framiengingu eldri leiða. Hvort heppilegt væri að breyta póstleiðum frá því sem nú er vegna breyttra samganga (með bifreiðum, bátum, flug- vélum). Hvort hagkvæmt væri að breyta til um póststöðvar, koma upp nýjum, færa þær úr stað o. s. frv. A'lls báruist svör frá 162 hreppsnefndum, 5 bæjarstjórn- um, 19 pósthúsum og 6 sýslu- mönnum Tillögur nefndarinnar um póstsamgöngur í landinu eru í höfuðdráttum þessar: Pósti verði komið vikulega árið um kring um öll héruð landsins og á flest heimili, að undanskild- um nokkrum erfiðum og strjál- býlum stöðum, sem fá ekki póst nema hálfsmánaðarlega yfir vetrarmánúðina. Með strönd- um gangi strandferðaskip milli kaupstaða og stærstu þorpa að minnsta kosti hálfsmánaðar- lega. Milli aðalviðkomustaða strandferðaskipaxma fard flóa- bátar eða landpóstar minnst vikulega, svo framt póstur ber- ist svo oft til viðkomandi lands hluta. Meðan sérleyfisbílar ganga, skulu þeir fara með póst milli landshluta í hverri ferð sinni og dreifa pósti um víðar en verið hefur. Allar þær bif- reiðar, sem annast vöruflutn- inga með reglulegum ferðum daglega eða sjaldnar innan hér aðanna, skulu dreifa pósti á bæi með leiðum sínum. Og á milli viðkomustaða bifreiða og báta og út frá þeim sé póstur borinn með viðkomu á flestum bæjum í hverju héraði. Byggingamálasýning- unni iokið Asunnudagskvöld lauk byggingamálasýning- unni í Hótel Heklu. Alls sáu sýninguina um 4600 manns. Voru sýningargestir yfirleitt mjög hrifnir af sýningu þessaxi, og vakti hún óskápta athygli þeirra er hana sáu. Einna mesta at- hygli munu skipulagsuppdrætt imir ihafa vakið, þótt allir séu ef til vill ekki samþykkir þeim hugmyndum sem þar koma fram. Þá voru og ýmsar deildir sýningarinnar með íslenzku byggingarefni og íslenzkum framieiðsluvörum mjög athygl- isverðar. Baráttan gegn rottu- plágunni er nú hafin Tilkynnið þegar í í sta$ ef rottur eru í húsum yðar ROTTUGANGUR fer mjög minkandi í Reykjavík og má efalaust fyrst og fremst þakka það ágætu starfi Aðal- steins Jóhannssonar meindýra- eyðis, sem vinnur í þjónustu bæjarins að útrýmingu þessarar plágu. í samtali, sem Alþýðublaðið átti í gær vifi Aðalstein, sagði hann, að einmitt vegna þess að sæmilegur árangur hefði náðst í baráttunni gegn rot+,iT,"rn. væri nauðsynlegt að herða nú sóknina gegn þeim. Kvað hann hafa fengist sér- staklega mikill árangur af því í fyrra, er sprautað var gasi um sorphaugana vestur á Granda. Síðan hefur rottugang urinn minnkað mikið. Ríður nú á því að sóknin gegn þeim sé hert um allan helming. Er því vænst að fólk, sem verðnr vart við rottu í húsum sínum til- kynni um það þegar í stað, því að ný herferð gegn rottunnm er nú hafin. Undir eins og til- kynning berst ti lskrifstofmm- ar um rottugang verður farið að vinna að úfcrýminrm þeirra. Kvartið í síma 3210 kl. 10 til 12 f. h. og 2 til 6 e. h. til 24, þ, m, Fimmtíu ára er í dag (21. þ. m.) Kristján Guðmundsson frá ísafirði, nú til heimilis í Skála 13 við Eiríksgötu, Skólavörðuholti. Þriðjudagur 21. nóvember 1944 Alþýðusambands- þingið verður sett í dag kl. 2 A TJÁNDA þing Alþýíhi- sambands ísland verður sett í dag kl. 2 í Alþýðuhús- inu Iðnó við Vonarstrætí. Undirbúningsstörf ein mtmu að líkindum fara fram í dag, kosningar á starfsmönnum þingsins, nefndum o. s. fctr. Innbrol og þjóhiaður í KRON Y FYRRINÓTT var framáð twn hrot i búð Kron á Skóla- vörðustíg 12. Hafði verið brotin rúða á bak hlið hússins. Þjófurinn gat náð í um 600 kr. í peningum. Mál- ið er í rannsókn Hlufafélag á Reyðar- firði um kaup á fiski skipum og til úigerð arreksfurs IVÍ ÝLEGA hefur verið stofn- að hlutafélag á Reyðar- firði til kaupa á vélbát. Átti Verkamannafélag Reyðarfjarð- ar, ásamt hreppsnefndinni frumkvæðið að stofnua félags- ins. Stofnfundur félagsins var haldinn 5. þessa mánaðar og hlaut félagið nafnið ,SnæfugT. Voru stofnendumir 23, en hlut hafar eru nú um 50. Tilgangur félagsins er, eins og áður segir, að kaupa skip til fiskveiða og reka útgerð. Hlutafé er ákveðið 75—100 þúsund krónur. Er lægri upp- hæðin þegar fengin og lagði Reyðarfjarðarhreppur fram 20 þúsund krónur. Félagið sótti um kaup á 80 smálesta vélbáti frá Svíþjóð og mun þegar hafa fengið ákveðið svar um að það fái hann. í stjóm félagsins voru kosn- ir: Bóas Jónsson, Guðlaugur Sigfússon, Jónas Bóasson, Krist inn Magnússon og Sigfús Jóels- son. í varastjórn voru kosnir: Hjalti Gunnarsson, Jón Björns- son og Thuiiu Johansen. Endur skoðenduf eru Brynjólfur Þor- varðarson pg Oddur Bjarnason. Á Reyðarfirði eru nú aðeins 2 vélbátar, annar 12, en hinn 20 smálestir að stærð. Féstbræður halda samsöng annað kvöld _ Karlakórinn fóst- BRÆÐUR heldur samsöng í Gamla Bíó annað kvöld kl. 11.30. Á söngskrá eru um tuttugu lög eftir íslenzka höfunda. Söng stjóxi er Jón Halldórsson. Goðafossslysið: Sjódómur sfarfar fyrir luktum dyrum að rannsókn málsins SJÓDÓMUR REYKJAVÍKUR starfar fyrir luktum dyr- um að rannsókn og yfirheyrslum vegna Goðafoss- slyssins fyrra föstudag. f sjódóminum eiga sæti Einar Amalds, fulltrúi borgar- dómara, Sigurjón Á. Ólafsson og Hafsteinn Bergþórsson. Það mun vera gert af hemaðarástæðum að dómurinn starfar fyrir Iuktum dyram, en full ástæða virðist vera til þess að almenningur fái að kynnast því af öðra en sögu- sögnum hvernig björgunarstarfinu var hagað og hvemig það fór yfirleitt fram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.