Alþýðublaðið - 25.11.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.11.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐIIBLAÐIÐ Laugardagur 25 nóv. l»4i Alþýðusambandsþing ið í gær: Flelt ofan al flokkspólitísku moldvörpusfarli kommúnisfa í verkalýðsfólógunum Faxaflóa lokað fyrir skipum meðan dimmf er Vaxandi kafbátahernaður, jafnvel fasf við strendur Eandsins R ÍKISSTJÓRNIN hefir, fyrir tilmæli brezku herstjórnar- innar hér á landi, lokað Faxaflóa (meðan dimmt er) fyrir allri umferð skipa, fiskveiðum og siglingum, frá og með deginum í gær. Bannsvæðið nær yfir öll fiskimið vélbátaflotans í ver- stöðvunum við flóann og er þetta því tilfinnanlegt fyrir ver- stöðvamar. sem stendur er þetta ekki til stórtjóns en ef þetta bann stendur lengi eða fram á vetrarvertíð, þá veldur þetta gífurlegu og óbætanlegu tjóni. Sést þetta bezt á því að nú stunda 12 vélbátar fiskveiðar á Faxaflóa, en gera má ráð fyrir að um 120 vélbátar muni ætla sér að stimda fisk- veiðar frá verstöðvunum við hann í vetur. Eins og menn getta rennt grun í er þetta bann sprottið af auknum kafbátahernaði Þjóðverja, jafnvel alveg við bæj- ardyr okkar, eins og ijósast varð er Goðafoss var skotinn í k’af. . Jafnframt því að gera Faxaflóa að bannsvæði meðan dimmt er, er svo fyrir mælt, að skip, sem eru stödd utan þess í myrkri, en innan 60 sjómílna fjarlægðar frá Reykja- vík, skuli vera svo vel lýst sem frekast er unnt. Pétur Ingimund- arson slökkvi- liðssljóri látinn PÉTUR INGIMUNDARSON slökkviliðsstjóri lézt í fyrrinótt., Hann hafði kenmt vanheilsu um skeið og legið rúmfastur síðustu vikur. 82 smálesta métorskip keypt lil landsins IL LANDSINS hefur nýlega ■*; verið Jkeypt 82 smálesta mótorskip frá Ameríku, og er skipið komið hingað til hafnar. Skip þetta er byggt í Boston í Bandaríkjunum, en eigendur þess eru Valdimar Björnsson, Keflavík og Hallgrímur Odds- son, Reykjavík. Er skipið hið vandaðasta, og búið öllum nýtízku tækjum, svo sem sjálfvirkri miðunarstöð, bergmálsdyptarmæli o. fl. í skipinu er 250 hestafla At- las-Imperial-vél, þá er og vönd- uð talstöð í skipinu og er talið að hún geti sent skeyti í þúsund kílómetra fjarlægð. Á ledðinni frá Ameríku renyd izt skipið hið traustasta og var ekki nema hálfan mánuð á leið- inni frá því það lagði úr síð- ustu höfn þar vestra og þar til það kom hingað í höfn. Skipi þessu hefdr verið gefið nafnið „Bragi“. Frumvarpið um ný- bygglngarráð af- greitt sem lög CJ1 RUMVARP ríkisstjómar innar um nýbyggingaráð var endanlega samþykkt á alþingi í gær og sent ríkis- stjórninni. Gekk málið í gegnum.tvær umræður í efri deild í gær, aðra og þriðju og var að því búnu samþykkt mótatkvæða laust og afgreitt sem lög. Fjárhagsnefnd deildarinnar hafði klofnað um málið. Vildi meirilhlutinn, Magn. Jónsson, Lárus Jóh., Har. Guðm. og Kr, E. Andérss., samþykkja frum- varpið óbreytt, en minnihlutinn, Bernh. Stef., vildi gera á því nokkrar breytingar. Voru þær samhljóða breytingartillögum þeim, sem Skúli Guðmundsson flutti í neðri déild. Breytingartillögur Bem'harðs voru felldar, frumvarpið sam- þykkt óbreytt með 10 samhljóða atkvæðum og þar með afgreitt sem lög frá alþdngi. Sambandsþing SJ.J. verður sett í dag SAMBANDSÞING UNGRA J AFNAÐ ARMANNA verður sett í fundarsal F. U. J., Bankastræti 2, kl. 2 e. h. í dag, Leynibréf Brynjólfs Bjarnasonar í júlí í sumar um undirbúning kosninganna á Alþýðusambandsþing Leiðarvísir f pólitískum rógburði og sundr- ungarslarfi kommúnisla UNDIR UMRÆÐUNUM um skýrslu sambandsstjómar á fundi Alþýðusambandsþingsins síðdegis í gær var lesið upp leynibréf, sem Brynjólfur Bjamason, formaður Kommúnistaflokksins og æðsti prestur Moskvatrúboðsins hér, skrifaði öllum helztu áróðursmönnum flokks síns í júli í sumar um undirbúning kosninganna á Alþýðusambands- þing og bregður skæru ljósi yfir hið flokkspólitíska mold- vörpu- og sundrungarstarf, sem kommúnistar reka í Alþýðu sambandinu og verkalýðsfélögunum, Leynibréf Brynjólfs Bjamasonar, sem vakti mikla athygli á sambandsþinginu, gefur kommúnistum fyrirmæli um það, hvernig þeir skuli með einingarhjal á vörunum rægja Alþýðuflokkinn og sundra fylgismönnum hans í verkalýðs- félögunum, eftir öllum kúnstarinnar reglum, til þess að tryggja kosningu sem flestra kommúnista á Alþýðusam- bandsþing. Hefir aldrei betur verið flett ofan af fláttskap og flokkspólitísku skemmdarstarfi kommúnista í samtökum verkalýðsins, en með birtingu þessa leynibréfs. Flokfcsþing Alþýðu- flokksins sett á sunnudag í Iðnó kl. 2 síðdegis D LOKKSÞING Alþýðu- flokksins hið 19. í röð- inni, verður sett á morgun, sunnudag, f Iðnó, kl. 2 síð- degis. Fulltrúar á flokksþingið eru beðnir að skila kjörbréf- um sínum á skrifstofu flokks ins í Alþýðuhúsinu, efstu hæð, í dag. Alþýðuflokksmenn, sem sitja á Alþýðusambandsþingi, eru velkomnir við setningu flokksþingsins. Þingsá ly ht unarf illagan um þátttöku í I.L.O. komin til síðari umræðu Það var Hannibal Valdimars- son, sem fyrstur skýrðd frá þessu plaggi á Alþýðusambands þinginu, þegar verið var að ■ræða um kjörbréfin, og boðaði að hann myndi lesa það upp fyrir þingheimi. Kom þá sýni- lega strax á kommúnista; en lestri bréfsins vair þá frestað eftir 'beiðni þingfoorseta. Þegar umræður hófust um Skýrslu sambandstjórnarinnar í gær kom það í Ijós, að kómm- únistar höfðu komizt að þeirri niðurstöðu, að vænlegast væri fyrir þá að birta leynibréfi? sjálfir úr því sem komið var, og var Jón Rafnsson látinn lesa það upp og túlka fyrir þing- hedmi. • Leynibréfið Fer leynibréfið orðrétt hér á Giíkar saa'þýkktir geta. orðiS hiS.bostfv’voph, hvorfc sem þœr , vehSe.jsöBþykktsr eöá fo'lidar* • Haí'ið náxd sanbárid vi.'ð okkux; í suisarvp'g látið’oJdcœ? íylgjasi velme'3. starfi ykker og staðþundnum ííætlunsa varS'andi uadir-;' ■ feúning sásbandsþingsins. , TakiS þott.x br',f str-:« tii -thugun-ir J. flokksfólsgsstjórn ' ; og sondiö okkur ur tel nokkrar línur sen yi3urkermingu fyrir c3 ixnfa nóttakið »réfi8, ■ . ; eftir, en leturbreytingar eru all ar gerðar af Alþýðublaðinu: „Trúnaðarmál. Reykjavík í júlí 1944. Kæri samherji! Sósíalistaflokksins bíður nú eigi aðeins það, að fylkja verka ■lyðnum til baráttu fýrir stéttar hagsmunum og þjóðfélagsvöld- um heldur einnig hinum fjöl- mennu millistéttum landsins. — Baráttan milli Sósíalista- flokkins og afturhaldsins í öll um hinum flokkunum er í raun- inni barátta milli hins skipu- lagða verkalýðs og auðstéttar- innar um fylgi millistéttanna. Þetta hlutverk, sem nú bíður úrlausnar, auðnast flokknum ekki að leysa, nema honum tak ist að efla að mun, bæði í fag- Frh. á 7. síðu . Me3 flokkakvoð 3«,. Niðurlagið á leynibréfi Brynjólfs Bjarnasonar um undirbúning Alþýðusambandsþingsins, með stimpli Sósíalistaflokksins og und- irskrift Brynjólfs. Þingsályktunartil- LAGA ríkisstjómarinnar um þátttöku íslands í alþjóð- lega vinnumálasambandin* kom til fyrri umræðu í sam*> einuðu þingi í gær. Félagsmál® ráðherra, Finnur Jónsson fylgda tillögunni úr hlaði með stuttri ræðu. Ráðherraim kvaðst að mesttt leytá geta látið nægja að visa til greinargerðaír þeirrar, sem tillögunni fylgdi. Alþjóðlega vinnumálasknifstofan var stofn- uð um líkt leyti og Þjóðabanda- lagdð, en var því þó óháð. Skrif stofan fluttist til Kanada þegar Þjóðaþandalagið hætti störfum og hefir haldið þar áfram starfl. sínu. Ráðherrann kvað einsættp, að vinnumálaslcrifstofan myndl í framtíðinni skipa sér við hliS ýmissa nýstofnaðra alþjóðasam taka, s. a. UNRRA, og hefði það glögglega komið í ljós á þingi alþjóðlega vinnumálasambands? ins í Pbiladelphiu, sem háð yar á þessu ári. Þessi stofnun hefði: tryggt séir þann sess á vettvangfi alþjóðamála, að augljóst væri, að hún mundi halda velli eftir styrjöldina, enda væori þetta eina stofnunán á sviði alþjóðlegr ar samvinnu, sem lifað 'hefði af ófriðinn. Síðan minnti ráðhemrann að upptök þessa máls væri þrngs ályktunartillaga, sem Stefánt Jóh. Stefánsson hefði flutt á þingi 1943 og samþykkt var 15. okt. s. á., þar sem ríkisstjóm- inni var falið að athuga una þátttöku í alþjóðlega vinnumála sambandinu Síðan hefði málið legið niðri þar til í vor, er rik- Isstjóminnd hefði verið boðiu,’ þátttaka í þinginu í Philadel- phiu. Þar sem fsland verður þátttakandi í ýmsu alþjóðlegu samstarfii, sagði ráðhernann aS lokum, getur ekki verið áborfs- mál að samþýkkja þessa tillögu. Stefán Jóh. Stefánsson kvaðst vilja þakka það, að mál betta. sem hann hefði flutt inn í þing- ið, væri komiið á þennan rek- . spöl. Síðasta ríkissstjórn hefði undirbúið þetta mál með því að verja ágætan fulltrúa til að sækia þingið í Phál^dlnhiu, Hefði hann sent ítarlega skýrslu um þinghaldið og fælist í henni hvatning til þess að ísland gerð ' ist þátttakandi í vinnumá]aSai» ■ Frh. á 7. sí0a.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.