Alþýðublaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 5
Föstndagur 15. desember 1944
ALÞYÐUBLAOIÐ
Um Skútuöldina og menn, sem sjaldan kaupa bæk-
ur. — Reykingar á vinnustöðvum. — Svívirðileg veiði-
að ferð. — Skipstjóri (segir frá því sem fyrir hann bar.
Nýjar kvikmyndastjörnur.
' • m
X XiWM
ríí| 4' I _
Plhyllás Stewart, Dorottiy Malone, Pat Clark, Lynn Baggslt, Angela Green, Jamis Pailige Og
Jöam WinfieM hedtta þær og >er i n,ú að byrja starf sitt í Holiywood.
Nóbeisverðlaunaskáldið ióhannes Y. iensen
LÍKAST TIL hefur aldrei kom-
ið út bók hér á íslandi, sem
sóst hefur verið jafn mikið eftir
og Skútuöldinni. Bókin kom út
fyrir viku síðan og hún er að
verða. uppseld. hjá. útgefanda,
nema ef hann geymir 100—200
eintök af henni, þar til annað
hindið kemur út. Gera má ráð
fyrir að um 1700 einíök hafi selst
af þessari bók á fáum dögum og
er það líkast til alveg einsdæmi.
ÉG KOM INN í bókabúð fyrir
fáum dögum og mér þótti gaman
að aithuga það hverjir það voru
sem aðallega spurðu eftir þessari
bók. Þarna komu aldraðir verka
menn og spurðu um hana. Mér
datt i hug að þessir menn leggðu
ekki í vana sinn að kaupa stórar |
og dýrar bækur, en í þetta skifti
leyfðu þeir sér það. Þetta voru
áreiðanlega gamlir skútukarlar.
Það hefði verið óhætt fyrir útgef
anda Skútualdarinnar að hafa
mjög stórt upplag hennar, því að
þessa bók kaupa mjög margir
menn, sem aldrei eða örsjaldan
kaupa bækur — og hvað er þá
eftir handa hinum, sem kaupa
flestar eða allar bækur?
IÐNAÐARMAÐUK SKRIFAR:
„Þú hefur mörgum umbótum til
leiðar komið, og þökk sé þér fyr-
ir það. Of mikið má af öllu gera,
og eins að finna að. En þó er
nauðsynlegt að hrófla við ýmsu.
Ég hef, eins og svo margir aðrir,
fylgst með þeirri síauknu ó-
mennsku að reykja við viimu,
ég hef séð starfsmann reykja á
vinnuistað, þar sem „Stranglega
bannað að reykja“ hefir verið- aug
lýst stórum stöfum, og jafnvel ver
ið mikil eldhætta."
feaj. 1
„ÉG HEF LENGI furðað mig
á því, að það skuli látið óátalið,
að starfsmenn á opinberum stofn
unum skuli reykja við vinnu sína,
tökum til dæmis bæjar- og toll-
stjóraskrifstofurnar, en tollstjóra-
skrifstofan er líkari reykingasal
en skrifstofu. En þó að þetta sé
alveg óþolandi, þá hef ég horft á
annað, sem er alveg óverjandi, en
það er að bakarar voru að hnoða
G. G. SKRIFAR: „Að gefnu til-
efni langar mig til að senda þér
eftirfarandi línur og vænti þess
að þú sjáir þér fært að ljá þeim
lið í dálkum þínum. í júnímánuði
í sumar var ég á dragnútaveiðum
áá Skagafirði og átti þá leið með-
fr(am Drangey. Þar gat að líta
sjón, sem seint mun líða mér úr
minni.“
„AÐ VESTANVERÐU við eyna
hlö’fðu fuglatekjumenn lagt mikl-
um fjölda fleka til þess að veiða
fuglinn á. Voru fuglarnir fastir á
mörgum þeirra og börðust þar
um, sumir virtust þegar dauðir,
aðrir hálfdauðir. Þeim til skýr-
ingar, sem ekki vita hvemig þess
ir flekar eru, skal þeim lýst. Þeir
eru að stærð um það bil metri að
lengd en hálfur metri að breidd,
negldir saman úr þunnum fjölum.
Á hvem fleka eru settar 70—100
snörur úr hrosshári. Þegar fuglinn
fer upp á flekana og vappar um
iþá festist hann með tfætutma í
snömnum og berst svo um unz
hann deyr. Þegar bára er fara
flekarnir í kaf og komið getur fyr
ir að þeir slitna upp og reka til
hafs.“
„ALLIR HLJÓTA að vera sam-
mála um það, að hér er um svo
ómannúðlega veiðiaðferð að ræða
að slíkt ætti ekki að þekkjast. Ég
hélt að fyrir löngu væri búið að
banna þetta með lögum og minnt-
ist ég þess að hafa lesið í gömlum
þingtíðindum umræður þar um.
Villt þú nú ekki, Hannes, fá úr
því skorið, hvort slíkar aðferðir
em lögum samkvæmt, ef svo ' er
ekki er skylt að kæra þetta fyrir
þeim sem laganna eiga að gæta.“
ÞAÐ ER ÞVÍ MIÐUR ekki
bannað að nota svona veiðiaðferð.
En aðeins mælt svo fyrir, að þessi
veiðiaðferð skuli vera „mannúð-
leg“!“
AF TILEFNI BRÉFS „Ferða-
langs“ hér í blaðinu í gær biður
h. f. Loftleiðir þess getið, að við-
komandi maður hafi verið sá 25.
í röðinnni af þeim, seni pantað
höfðu far til ísafjarðar og að hann
hafi fengið far í þriðju ferð í stað
ÝLEGA' hefur verið til-
kynnt,að bókmenntaverð-
laun Nóbels verði veitt í ár, en
það er fyrsta sinni frá því ário
1939. Hinir mörgu vinir Jóhann
esar V. Jensens heirna í Dan-
mörku og heiman, munu fagna
því af heilum hug, að Nóbels-
verðlaunin skuli hafa komið í
hlut hans og óska honum inni-
lega til hamingju með heiður
þann, sem honum hefur verið
sýndur. Það hefði vart verið
auðið að velja annan tíma heppi
legri fyrir þessa álcvörðun. Jó-
hannes V. Jensen mun sjálfur
fagna þessari viðurkenningu
eins og listamanni ber, sem sann
færist um það, að hann hefur
loks verið skilinn af samtíð
sinni.
Verðlaun þessi eru veitt rit-
höfundum, sem getið hafa sér
frægð fyrir snillileg bókmennta
störf, og skal ekkert tillit tekið
til þjóðema, þegar ákveðið er,
hver verðiaunin skuli hljóta. Oft
ar en einu sinná á liðnum árum
hefður það verið á orði haft, að
Jóhannes V. Jensen stæði
nærri að hljóta Nóbelsverðlaun
in. En þar eð aldrei hafði orðið
af því til þessa, töldu menn, að
heimspekikenningarnar í skáld
skap hans myndu vera Þrándur
í Götu þess, að homun hlotnað-
ist þessi mikla virðing. Sér í lagi
hafa rnenn talið, að meginverk
hans, Den lange Rejse, muni
hafa valdið því, að hann hlaut
ekki verðlaunin fyrri. Því hefui*
verið haldið fram, að í þessu
sex binda riti sínu dái hann
lífshugsjón, er sé sprottin af
grimmd og harðýðgi. Þessu hef
ur Jóhannes V. Jensen sjálfur
harðlega mótmælt. Það gerði
hann í viðtali, sem hann átti við
danskt blað fyrir sex árum, en
þar komst hann meðal annars
að orði á þessa kind: „Ég hef
oft verið misskiliinn og talinn til
þeirra, er halda því fram, að
máttur sé réttur. En hverjum,
sem les Den lange Rejse mætti
verða það ljóst, að þar er kenn
ingum Nietzches kröftuglega
mótmælt. Þessar uggvænlegu
kenningar^ bárust frá Þýzka-
landi til Ítalíu og þar gerðist
d’Annunzio helzti formælandi
þeirra, og þær lággja tdl grund-
vallar hugsjón fasismans."
V' *
JÓHANNES V. JENSEN fædd
ist 20. janúar árið 1873 að
Farsö á Himmerlandi, héraðinu
fJ.REIN ÞESSI, sem
fjallar um danska rit-
höfundinn Jóhannes V. Jen-
sen, er sæmdur hefur verið
bókmenntaverðlaimum Nó-
bels í ár, er eftir brezkan
mann, R. P. Keigwin að nafni
og þýdd hér lauslega úr mál-
gagni frjálsra Dana í London,
Frit Danmark. Keigwin hef-
ur þýtt hið fræga kvæði Jen-
sens, Jótlandsvindinn, á
ensku.
á N oröur-Jó tland i, sem hann hef
ur lýst snilldarlega í þeirri bók
sinni, sem fyrst færði honum
rithöfundarframa að höndum,
en þá var bainn hálfþrítugur að
aldri. Næstu tólf árin sendi hann
svo frá sér tvö viðbótarbindi af
Himmerlandshistorier, sem
einnig vöktu geysálega athygli
eg færðu honum mikla frægð.
Þegar Jóhannes V. Jensen átti
sextugsafmæli, lýsti hann því,
er faðir hans, sem var dýralækn
ir að atvinnu, hafi sent hann til
Kaupmannahafnar fyrir fjöru-'
tíu árum með áttatíu krónur í
vasanum og sagt honum, að
meira fengi hann ekki! „Upp
frá því,“ sagði Jensen, „hef ég
unmið fyrir mér mð ritstörfum.“
Hann nam læknisfræði um
skeið, en hvarf frá námi, er hann
hafði ritað Himmerlandshistori-
er. Eftir það hefur hann sent frá
sér fjölmargar bækur og getið
sér orðstár sem einhver snj'all-
asti rithöfundur Danmerkur og
raunar allra Norðurlanda,
Jóhannes V. Jensen hefur ver
ið geysilega afkastamikill rithöf
undur og látið allar greinar
skáldskapar nema leikritagerð
til sín taka.----Honum hefur
alla jafna látið vel að vera stutt
örður en því gagnorðari. Hann
hefur að sönnu ekki verið starf-
mandi blaðamaður, en um fjöl-
margra ára skeið ritaði hann á-
vallt, þegar honum lá eitthvað á
hjarta, í Politiken. Þar tók hann
að birta þætti þá, er hann nefndi
Myter, en í þeim er að finna
margt það, er hann hefur snilld
arlegast skrifað.
B ÓK SÚ, er Jensen lét frá
sér fara um Rudyard Kipl-
ing árið 1912, átti xhiklum vin-
sældum að fagna í Bretlandi.
Þar skilgreindi hann rithöfund-
areinkenni Kiplings á snilldar-
legan hátt pg rakti skyldleika
hans við danska skáldið Hans
Andersen. En vissulega hefur
Jensen gerzt arftaki þessara
tveggja stórskálda bæði þá
hann ritar bundið mál og óbund
ið. Til þeirra sækir hann hinn
hrjúfa kraft, sem einkennir rit
hans svo mjög.
Jóhannes V. Jensen er mun
kunnari sem Ijóðskáld á heima-
landi sínu en erlendis sem að
líkum lætur, því að það er mjög
örðugt að þýða Ijóð á önnur mál,
svo að hættir þeirra eða boðun
láti ekki meira eða minna á sjá.
En þeir, sem kynnt hafa sér ljóð
Jensens, ganga þessi eigi duldir,
hvílíkur öndvegishöldur hann
er á vettvangi ljóðagerðarinnar,
en þar hefur hann lítt gengið
troðnar brautir fremur en ann-
ars staðar. Fyrsta ljóðabók hans
kom út árið 1906, og hafði þegar
mikil áhrif á ungu ljóðskáldin
með þjóð hans. Kvæði siitt Jót-
landsvindinn, orti hann á efri ár
um, en það er af mörgum talið
hans merkasta ljóð og jafnframt
kvæði, sem að miklu muni verða
getið í heimsbókmenntunum.
Jóhannes V. Jensen er mikill
heimsmaður bæði í reynd og
skoðun, og fáir rithöfundar
munu. vera honum víðförlari.
En eigi^að síður hefur hann alla
jafna verið trúr og tryggur son-
ur ættlands síns — danskastur
allra Dana.
Vikureinangnin
fyrirliggjandi
Vikursleypan
Lárus Ingimarsson
Sími 3763 ,
Qlbreiði! JUbvSublaðiS.
deig með sígarettu í munninum. fjóröu ferðar, eins og honum bar,
Þetta er hámark ómennstkunnar. og verið kominn heim til sín dag-
Þetta sé ég daglega inn um glugga inn áður en bréf hans birtist.
á bakaríi hér í bænum.“ t Hanncs á Horninu.
Reykjarpípur
Enskar reykjarpípur. Nokkrar tegundir.
f öskjum til tækifærisgjafa. Þær eru því nær
ófáanlegar, eins og kunnugt er.
B r i s t © I
Bankastræti 6.