Alþýðublaðið - 17.12.1944, Side 4

Alþýðublaðið - 17.12.1944, Side 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 17. deseinlber. 1944 Ú f'%4 iblaMð CTtgeí-.idi: j A">'" .•••>v-»<nrtr.i» litstjfri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla i A1 frðuhúsinu. við Hvtrfisgötu ‘ 3imar ritstjórríar: 4^01 og 4902 ! Sfmar afe-oiðslu: 4900 og 4906. . Verð i lausasölu 40 aura. | Alþýðfnrentsmiðjan h.f. Dalurinn — Bókamarkaðurinn UNDANFARNA daga hefur bó-kaútgáfan verið að ná hámafki sínu á þessu ári, svo sem venjan hefir verið undan- farin ár. Bókaútgefendurnir geyma flestar vönduðustu og beztu bækur sínar jólamarkað inum svonefnda, og keppir hver við annan að hafa sem bezta vöru að bjóða. í bókabúðunum er ös frá morgni til kvölds, enda eru bækur keyptar ákaflega mikið til jólagjafa, ekki síður en undanfarin ár. Árið, sem nú er senn á enda, er líklega mesta bókaútgáfuár í sögu íslands. Það er _ að minnsta kosti fullvíst, að und- anfarin ár hefur ekki verið gef ið út eins mikið af góðum og fallegum bókum og í ár. Nöfn er þarflaust að nefna. Fólki er um það kunnugt af auglýsingum og frásögnum um þækur — og ekki sízt af bókasýningunni — hvaða bækur eru á markaði. Það mun ekki ofmælt, að þar sé að finna bækur við flestra hæfi. Og það eru betri bækur og vand aðri, bæði að efni og búningi. sem fólk getur valið um nú en nokkru sinni áður. Þetta er ákaflega mikilvert atriði. Bókaútgáfa verður ekki vegin og metin af magninu einu. Það er aðalatriðið hverjar bæk urnar eru. Og í því tillijti er hlutur yfirstandandi árs mjög góður. Alrtíennmgur hefur ekki að- eins fundið það, að bækur eru ákaflega handhæg gjöf, heldur einnig hitt, að þær eru mjög kærkomin gjöf. Góð bók er eins og góður vinur. Hún er meira en augnabliksyndi. Ár eftir áv sækja menn til hennar gleði og ánægju. Og fiún verður eigand anum jafnan því fcærari, sem hann á hana lengur. Miklum f jölda manna verður þess vegna ekki -gefin betri gjöf en góð bók, sem er í samræmi við smekk hans og lífsviðhor-f. Það hafa margir orð á því um þessar mundir, að úr litlu sé að v-elja í almennum verzl- unum, þegar farið er að svip- ast um eftir jólagjöfum. Þetta mun v-era rétt. Vörubirgðir -eru ■ekki fjölbreyttar að þessu sinni Um bækur gildir allt öðru máli, eins og áður er sagí. Á þeim vettvangi hefir aldrei ver ið úr eins mifclu að velja og ein rnitt nú. Og meðan völ er á . fjölda góðra bóka, smekklega úr garði búnum, þarf enginn að vera í vandræðum með kær- komna gjöf til handa vini síh- -um. Vel valinni bók verður á- reiðanlega alltaf tekið tveim höndum. Skátdsagan, sem hlant U. G. Andersen verðlaunin. Tímarit Verfcfræðingaíelags íslands, 3. hefti 29. árgangs 'er nýkomið út. Af efni ritsins má nefna: Aukin virkjun Laxár í Suður-Þingeyjar- sýslu, Nokkur orð um rannsóknir á byggingarefnum og verklegum framkvæmdum, Þorsteinn Stefánsson: Dal- s urinn. Bókfellsútgáfan h.f. ffj AÐ h-efur orðið hlutskiptí margra ungra og efnilegra íslenzkra rithöfunda að taka sér bólfestu með öðrum þjóðum og rita bækur sínar á framandi tungum. Mar-gir hafa þeir getið sér mikinn orðstír og orðio merkilegir útverðir íslands og íslenzkrar menningar. Nokkrum árum áður en hild arleikur sá, sem nú geisar, hófst, fluttist uhgur maður af íslandi til Danmerkur. Erindi hans var að afla sér menntunar í Danmörku o-g freista þess að semja skáldrit á danskri t-ungu og f-eta þannig í fótspor m-argra merkra fyrirr-en-nara. Maður þessi var Þorsteinn Stefánsson, kynjaður af Austfjörðum. Hann stundar nám úti á Jótlandi vetr arlangt en hélt þvií næst til Kaupmannahafnar. En því fór fjarri, að ha-ns biðu óvæntir og auðveldir sigrar. Hann varð að una kröppum kjör-um og margs konar vonhrigðum. Hann freist aði þess að skrifa smásögur á dönsku, en hamingjan v-ar hon- um fráhverf. En Þorsteinn lét aldrei bugast, þótt móti blési, heldur stefndi að marki því, er hann hafði sett sér. Hann gekk að margs konar störfum og lagði aila áherzlu á það að ná sem mestu valdi yfir danskri tungu, kvæntist og eig-naðist h-eimili. Og að lokum féll svo hinn lang þráði sigur honum- í skaut. Fyr ir þók sína, Dalinn, hlaut hann þá hina miklu sæmd, að ho-num voru veitt H. C. Andersenbók- menntaverðlaunin, -en þau eru vei-tt rithöfundum -undir þrjá- ■tíu og fimm ára al-dri, sem geta sér beztan or-ðstír ár hvert að dómi þeirra, -er um fjalla. Það gefur að skilja. að það <er enginn hægðarleikur fyrir ungan rithöfund, sem au-k þes.s ritar á framandi máli, að hljóta síika viðurk-enningu, s-em telj- ast verður undanfari Evrópu- frægðaí að minnsta kosti, því -að rithöfúndur, sem hlotið hef • -ur verðlaun sem þessi, á þess að sjálfsögðu auðveldan kost að fá bækur sínar þýddar á helztú þjóðtungur. Nú er þessi verð- launaskáldsaga Þors-teins Stef- ánssonar komin út í íslenzkri þýðingu, svo að land-ar han.s eiga þess kost að kynna sér hana. Það þarf heldur ekkd að efa það að íslenzkir bókámenn muni fúeir til þess að veita bók þessa unga útvarðar íslenzkrar skáldsagnagerðar athygli. Það dylst engum, sem Dalinn les, að þar er efcki um stórbrot- ið rit að ræða. Efnið er fjarri því að vera margbrotið og stór- f-englegt. En jafnframt verður hverjum athugulum lesanda Ijöst, að hér er rithöfundur að verki, sem hvergi r-eisir sér hurðás um öxl en leggur því meiri áherzlu á það að gera við- fangsefni sínú sem bezt skiL Þorsteinn segir sögu sín.a blátt áfram, án alls yfirl-ætis o-g fyrir mennsku. Og lýsingarn-ar láta honum svo vel, að lesandinn hrífst og fagnar. Þorsteini læt- ur jafnv-el að lýsa náttúru, fólki og sálarlífi. Þar er ekk-ert of- sagt, -en fl-est eða allt v-el sa-gt. Þorstei-nn Stefánsson- þekkir og skilur sögufólk sitt og söguefni. H-ann færist hvergi meira í fang en hann er maður til að gera fyllstu skil, en það verður til þ’ess, að bók hans verður markviss og mótuð. Hann er hvergi öfgakennidur eða ýkinn um of. Og sú er spá mín, að mörgum verði bók þessi rík í minni. Það er óneitanlega viðburður -að útkomu þessarar bókar á ís- lenzkan lesmarka-ð, því að hún gefur vissulega fyrirheit um það, að upp sé risinn nýr ís- lenzkur rithöfundur, sem muni láta til sín ta-ka á vettvangi skáldskaparins, svo að um muni, ef að líkum lætur. Og ís- lendingar hafa jafnan verið helat til fálátir um þá sam- landa sína, sem valið hafa þa-nn kostinn að rita bækur á fram- andi málu-m. Það færi vel á því, að íslendingar væru nú vaxnir úr því illgresi og gerðu sér far um að fyígjast með ferli Þor- st-ejns Stefánssonar. Friðjón Stefánsson, bróðir Þorst-eins, hefur þýtt Da-linn á íslenzku. Hann hefur auðsýni- lega gert sér allt far um að .leysa verk sitt samvinzkusam- lega af hendi, enda þótt sam- vizkusemi hans hafi á stundum, orðið honum til nokkurra ó- heilla. Einkenni danskrpr setn- iingaskipunar eru, til dæmis belzt til rík á þýðingunni. Frið- jón gerið mikið að því að byrja setnin-gar á forsetnin-garlið og fylgir þannig frumtexta sem ná kvæmast. Sums staðar verður þetta til lýta- á þýðingurini, og yfirleitt -er notkun forsetninga h-elzt til flaustursleg hjá þýð- -andanum. Orðaval hans verður og að teljast hæpið á stundum. Hins vegar virðist honum hafa tekizt vel að láta stíleinkenni höfundarins haldast, e-nda auð- sýnilega lagt á það ríka áherzlu. Én Friðjón Stefán-sson h-efur við þýðingu bókar þessarar víða komizt í þa-nn vanda, sem bíður hvers þess, er þýða vill í s-enn nákvæmt og snjal-lt. En vissu- lega er meðalv-egur nákvæmni og málvöndunar va-ndr-ataður íslenzkum þýðendum-, svo að hér er ekki um nýlundu að ræða. Prentvillur og pennaglöp eru h-elzt til margar í bókinni, en útgáfa hennar er annars hin vand-aðasta og Bókfellsútgáf- unapi og Alþýðuprentsmiðjunni, sem prentaði hana, til mikils sórna. Helgi Sæmundsson. Jólaævintýri Ðickeas. K* YRIR um Öld kom út bók í Lundúnum, sem vakti fá- dæma athygli og hrifni, enda hefi-r hún af mörgurn verið tal-- in meðal öndvegisrita heims- bókmenntanna. Bók þessi var Jólaævintýri eftir Charles Diokens. Charles Dickens er ■ í-slenzk- um lesendum kunnur fyrir.sín ar slíkar sem Oliver Twist og David Copperfield, sem fyrst og fremst eru ætlaðar bör-num og unglin-gum, -enda þótt þær eigi jafnframt erindi til hinna full orðnu eins og allar góðar barna bækur. Þessar bækur hafa afl- að hinum merka br-ezka rit- snillingi vinsa&lda jafnt yngri sem eldri á landi hér, og allir þeir, sem einhv-er skil kunna j á mer-kustu ritum heimsbók- ! m-enntanna, télja sér skylt að lesa bækur Dickens, enda er hann í tölu hinna víðlesnustu rithöfunda heimsins fyrr og síð ar. Frh. á 7. síðu Ikynning frálandssímanum um jóla- og nýársskeyli Til þess að flýta afgreiðslu jóla- og nýárssk-eyta, má af- henda á allar la-ndssímasitöðvar jóla- og nýársskeyti með eft- irf-arandi textum, o-g geta sendendur símsskeytanna- valið á milli textanna v M A. Gleðileg jól o,g -gott og farsælt nýár. * B. Beztu jóla og nýárskveðjur, vellíðan, kveðjur. C. Beztu jóla og nýárskveðjur, þökk fyrir liðna árið. D. Gleðilegt nýár, þökk fyrir liðna árið. Sbeyti þessi kosta kr. 4.00 á skrauteyðublöðum. — in-nanbæjar þó aðeins kr. 2.50. Að sjálfsögðu mega sendend- ur jóla- og nýársskeyta orða textann samkvæmt eigin• ósk eiris og áður, ef þeir kjósa það heldur. Jólaskeytin óskast afhent eigi síðar en á hádegi 22. des- ember og nýársskeytin- eigi síðar en 29. desemlber. Blómabúðin G A R Ð U R Skreyttar jólakörfur Kertastjakar skreyttir Safmagnsluktir skreyttar og kertaluktir og allskonar jólaskreytingar l»I©rii pantamr yiar fyrir þ. m. BlómabnSin GARÐUR Garðarstræti 2. Sími 1899 Öldunnar og Stýrimannafélags íslands verður í Iðnó miðyikuda-ginn 27. desember kl. 4 síðd. fyr- ir börn, kl. 10 fyrir fullorðna. Aðgöngu-miðar fyrir félagsmenn verða seld- ir í skrifstofu Öldunnar Bárugötu 2 milli kl. 4 og 6 til 23. þ. m. Skemmtinefndín. GARÐUR Jélairé og greinar Pantanir óskast sóttar sem fyrst. V 1 a P . , . , , r -• * I G, ftRÖASTR.;2 SIMI 18 99 1 - Bed að aoglýsa í Alþýðoblaðloa.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.