Alþýðublaðið - 05.01.1945, Page 6
6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Föstadagur 5.
xrí'fiin:- ‘.ií&i-'aí,
jamiar. 19431
VIÐSKIPTASKRÁIN 1945
kemur út innan skamms
Ný verzlunar- og atvinnnfyrirtæki eru beðin að gefa sig fram sem
fyrst. Ennfremnr eldri fyrirtæki, er kynnu að vilja breyta einhverju
Því, er um þau er birt í Viðskiptaskrá 1944.
Ef breyting hefir orðið á félögum eða stofnunum, sem birt hafa
verið í Félagsmálaskrá 1944, er 'óskað eftir leiðréttíngu
sem fyrst. Sömuleiðis óskast tilkynning um ný félög.
Regiur um upptöku i Viðskiptaskrána
í félagsmálaskrá
er getið félaga og stofnana, sem ekki reka viðskiptí, en eru almenns
eðlis. Að jafnaði er getið stofnárs, stjórnar (eða form.), tilgangs
o. fl., eftir ástæðum. Skráning í þennan flokk er ókeypis. (Eyðublöð,
hentug til útfyllingar, er að finna í Viðskiptaskránni, bls. 963).
í Nafnaskrá og Varnings- og starfsskrá
eru skráð fyrirtæki, félög og eiústaklingar, sem reka viðskipti í
einhvei-ri mynd. Geta skal helzt um stofnár, hlutafé, stjórn, fram-
kvæmdastjórn, eiganda o. s. frv., eftir því sem við á, svo og að-
alstarfs eða hvers konar rekstur fyrirtækið reki.
í Vamings- og starfsskrá
eru skráð sömu fyrirtæki sem í Nafnaskrá, en raðað þar eftír
varnings- eða starfsflokkum, eins og við á. iÞar eru og jskráð síma-
númer. Skráning í Nafnaskrá er ókeypis með grönnu letri. 4 Varn
ings og starfsskrá eru fyrirtækin einnig skráð ókeypis (með grönnu
letri) á 2—4 stöðum. Óski menn sín getíð á fleiri stöðum, eða með
feitu letri, greiðist þóknun fyrit það. Eyðublöð, hentug tíl útfyll-
ingar fyrir þessar skrár, er að finna í Viðskiptaskránni, bls. 961.
Viðskiptaskráin er handbók viðskiptanna
Áugiýsingar ná því hvergi befur tilgangi sínum en þar
Látiö yður ekki vanta I Viöskiptaskrána
Utanáskrift: STEINDÓRSPRENT H.F.
Kirkjustræti 4. — Reykjavík.
Sfofnandi rauða krossins
Frh. af 5. sí&u.
óvina hans, svo lengi sem hann
sýndi engan mótþróa, — að
annað hvort vimir hans eða ó-
vínur skuli skyldur til að
ihjúkra honum, og að allar hjálp
arsveitir og einstakir meðlimir
þeirra meðal herjanna, skuli
véra verndaðír gegn árásum. í
áframhaldi af því, lagði hann
til, að enginn læknir né hjúkr-
unarkona skyldi bera vopn, og
allir þeir sem ynnu að hjálpar
störfum skyldu bera saxnskon-
ar borða um handlegginn. Til
heiðurs við Sviss, var sviss-
neski fáninn og litir hans valdir
sem alþjóðlegt tákn fyrir sam
tökin. Þetta var upphaf rauða
krossmerkisins á hvíta grunnin
ium, — og skipulagðrar mann-
úðarstarfsemi á orustuvöllum
stríðsins.
Tíu mánuðum seinna, sendu
tólf þjóðir fulltrúa á þing
Rauða krossins. Abraham Lin-
coln sendi tvo fulltrúa frá sér
til þess að kynna sér tilgang
hreyfingarinnar. I svari við
hréfi frá Dunant skrifaði Abra
ham Lincoln um tvo menn, sem
sagt höfðu frá borgarastyrjöld
ánni í Bandaríkjunum. Þar hafði
Clark Barton haft stjórn á
samtals 20,00 hjúkrunarkonum
sem allar vofu sjálfboðaliðar og
urðu fyrsti vísirinn að amer-
iska Rauða ferossinum. En Amer
íka, sem alltaf var á verði gegn
„vafasömum samtökum“, tók
ekki þátt í fundunum í Geneva
fyr en 18 árum seinna.
í dag hefir Rauði krossinn
þreiðst út meðal allra þjóða
heims. Hann sameinar þær í
því, að láta særðum mönnum
í té samúðarfulla aðstoð, —
sömuleiðás stríðsföngum. Hann
ákveður þær reglur og starfs-
aðferðir sem allar deildk hans
fara eftir, óháðar öllu nema
anannúðarstefnu sinni. Sam-
bandi hins alþjóðlega Rauða-
Jcross, sem hefir aðsötur sitt i
Geneva í Sviss, er aðalstjóm
samtakanna. Og það er í gegn-
um alþjóðasamtök Rauða kross
ins, að fangar í þessu stríði, geta
fengið bréf og aðrar sendingar
frá heimilum sínum og búa við
sæmileg skilyrði.
Árangurinn af verksmiðjum
Dunants í Alsír varð sífellt lak
ari. Forstöðumaður þeirra hafði
þjónað tveim herrum lengur,
heldur en heppilegt var. En nú,
þegar sambandið í Geneva var
komið á laggirnar, þróaðist
Rauði krossinn hvarvetna hið
bezta. Þess vegna lét Dunant
myllur sínar sitja á hakanum
og starfaði af öllum kröftum að
Rauða krossinum, — stofnsetti
deild í Frakklandi og kom á
stofn nefnd til þess að athuga
áætlanir um meðferð stríðs-
fanga.
(Niðuriag á morgun).
HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN
Frh. af 4. síðu.
saxnrýmist alþjóðarhagsmunum.“
Þessar hugleiðingar Vísis
hafa tvímælalaust við mjög
gild rök að styðjast. Það getur
ekká gengið, að gera flugsam-
igöngur framtíðariiinniar hér á
landi að eltiskinni frjálsrar sam
keppni margra einstaklinga eða
félaga. Það á að sameina flug-
samgöngurnar 'umdir stjóm einn
ar stofnunar, sem meira að
segja ríkið hefði útslitaatkvæði
um; því að þær eru þýðingar-
meira mál fyrir þjóðina en svo,
að þær megi láta vera komnar
undir hagnaðarvon eðá gróða-
bralli einkafyrirtækja, og það
máske margra einkafyrirtækja.
ÚtbreiSið AlþýðablaSiS.
Fimmtugur í dag
ÞorvaSdur Arnason skaftstjóri
Hafnarfirði
w
I
Fimmtugur er í DAG
Þcxrvaldtir Amason, skatt-
stjóri í Hafnarfirði. Þorvaldur
er ísfirðingur aé ætt, sonur
hjónanna Áma Árnasonar, fiski
matsmanns á ísafirðd, og konu
hans Filipiu Siguroardóttur.
Þorvaldur vandist þegar í
æsku, eins og þá var titt, allri
algengri vinnu, bæði til lands
og sjávar, enda var Ihann táp-
mrkill og ósérhlífinn. Þorvald
ur aflaði sér þannig þegar á
unga aldri: góðrar þekkingar á
a'tvdnnumálum og högum fólks
ins, og ætla ég að sú skólaganga
hafi komið honum, eins og svo
mörgum fleirum, að góðum not
um seinna, við hin margvíslegu
og vandasömu störf, er hann
hefur innt af hendi. En Þor-
valdur lét ekki lífsbaráttuna og
lífísreyn'sluna verða sinn leina
skóla. Hann brauzt til mennta
og lauk stúdentsprófi 1915. Að
stúdentsprófi loknu nam hann
ullariðnað í Englandi og kom,
að því námi loknu, til Hafnar-
fjarðar 1924, og hefur dvalið
hér síðan.
Við Hafnfirðingar höfum því
notið hans góðu starfskrafta í
20 ár, og éigum vonandi eftir
að njóta hans lengi enn.
Aðalstarf Þorvaldar hér í
þessum bæ er bæjargjaldkera-
starfið, en bæjargjaldkeri var
hann frá því á árinu 1935 þar
til á síðast liðnu ári, að hann
varð skattstjóri hér. Bæjargjald
gjaldkerastarfið rækti Þorvald
ur, í einu orði sagt, með ágæt-
um, og fór þar jafnan saman
skylduræknd og dugnaður. Jafn
framt reyndi mikið í því starfi
á glöggskyggni hans og skörpu
greind, ásamt lægni og stillingu.
Það er venjulega illa þokkað
að krefja inn gjöld, sérstaklega
á krepputímum ,og þá er það
ekki síður vanþakklátt og arfitt
að geta ékki ávallt fullnægt að
kallandi útgjöldum, og geta að
ein» þeir, sem kunnugastir eru,
sett sig í spor þeirra manna,
er slíkt mæðir á. En þrátt fyrir
erfiða aðstöðu Þorvaldar i bæj
argjaldkerastarfdnu á erfiðu ár
unum hér, naut hann jafnan
að makleikum mikils trausts
og vinsælda.
Auk sins aðálstarfs hefur Þor
valdur iinnt ýmis önnur vand'a
söm störf af höndum. Hann hef
ur verið yfiru'llarmatsmaður í
Suðurlandsumdæmi síðan 1928
og í yfirskattanefnd Hafnaæ-
fjarðlar ásamt Gullbringu- og
Kjósarsýslu síðan 1931. Var það
þvi ekki að ófyrirsynju, að hon
um var veitt hið vandasama
embætti, skattstjórastarfið, á
síðast liðnu árd, er það var
myndað. Hann hafðí á þessu
sviði margra áxa reynslu og
þekkingu, sem séð var og met
in af hans yfirmönnum. Þá hef
ur Þorvaldur tekið allveruleg-
an þátt í félagslífi Hafnfirðinga,
bæði í Alþýðuflokknum og
Verkamannafélaginu Hlíf, svo
og Góðtemplarareglunni. Bæj-
arfulltrúi Álþýðuflokksins var
hann 1926—1930, og reyndilst
þar hinn nýtasti maður. Þá var
hann og um eitt skeið formað
ur Hlífar.
Þorvaldur er tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Margrét
Sigrrrgeirsdóttir, dóttir heiöurs
hjónanna Sigurgeirs Gíslason-
ar, verkstjóra, og Marínar Jóns
dóttur. Eignuðust þau Þorvald
ur og Margrét 5 börn, sem öll
eru á lífi. Margrét var mikil
myndarkona, og svo góð móðir,
að mjög var á orði haft. Seinni
Þorvaldur Árnason
kona Þorvaldar er Ingibjörg
Guðmundsdóttir, kennslukona. ,
Þorvaldur er drengur góður,
glaðvær og skemmtilegur, og
einn af þeim mönnum, sem vex
við nána kynningu, sakir sinna
miklu og fjölþættu hæfileika
og starfsþrótts. Þetta hefur
margra ára samstarf við Þor-
vald fært mér og öðrum heim
sanninn um.
Þó að aldurinn hafi nú færst
yfir Þorvald, er hann flestum
fremur á þessu reki, léttur og
glaður, sem xmgur væri, og með
ferska starfskrafta. Það er von
andi langt þangað til að elli-
mörk sjást á honum, þó að hann
hafi nú birugðið sér yfir í öld-
ungadeildina. Það verða áreið-
anlega margir, 'sem senda Þor-
valdi Árnasyni hlýjar kveðjur
i dag og óska honurn langra og
góðra lífdaga.
Ég sendi þér hugheila kveðju
hér með. Eg þakka þér fyrilr
gott samstarf. Til heilla og ham
ingju með afmælið og framtíð
ina.
Guðmundur Gissurarson.
Kvikmpdaleikkona
freimir sjálfsmorð
Frh. af 3. síðu-
ar
tekið saman aftur. Þá var
talið, að hún hefði fellt ást til
ýmissa leikara annarra, meðal
John GiLberts og eitt
annars
sinn var tilkynnt, að hún hefðl
gifzt Garry Cooper.
Hún þótti mjög bráð í skapi
og í erlendum blöðuip hefir oft
verið sagt frá áflogum, sem húm
átti í við Tarzan bónda slnn og
á hún að hafa staðið fyrir 6-
spektum við hnefaleifeakeppni
í Hollywood þar Sem hún æstfi
fjöldann gegn dómaranum þar
eð hún kunni ekki við úrskur®
hans.
Von Ryndstedt
Frh. af 3. raðu.
nazástafund ser hálfgerðui'
fyrirlitningarsvipur á hon-
um, eins og háttur er prúss-
neskra herforingja. Hann tal
ar í stuttum, gagnorðum setm
ingum, urrar þeim út úr sér
með þeim hætti, að flestum
nema þeim, sem’ kunnugir
eru prússneskum venjum,
hrýs hugur við.
FÁAR SÖGUR ' fara af von
Rundstedt er hann er í her-
könnun á vígstöðvunum.
Hann vill frekast vera á bak
.sviðinu. Hann leggur áherzlu.
á, að hann sé ekki „pólitísk-
,ur hershöfðingi." Sagt er, að-
Rundstedt hafi brosað kald-
ranalega þegar hann heyrði
söguna um að Guderian here
höfðingi, sem nú er yfirmað
ur herforingjaráðs hans, hafi
synt jdir Weichsel í bardög-
unum um Pólland árið 1939,
Slíkt var ekki í verkahring
prússnesks hershöföingja.
LÝSINGIN á Rundstedt, sem
hér fer á undan er tekin úr
grein Frischauers, en hann
hefir hitt hann persónulega.
og veit því, hvað hann fer.
Nú er Rundstedt kinnfiska-
soginn og erfitt er að sjá, er
hann skiptir skapi, en á stund
um er sagt, að annarlegum
glampa bregði fyrir í aug-
um hans. Það er hinn óslökkv
andi eldur þeirrar trúar, að
ekki sé unnt að sigra Þjóð-
verja. En það fær hann vænl
anlega að reyna nú á næstu.
mánuðum.
ét /fo/i/L
'aa/Y"