Alþýðublaðið - 07.01.1945, Síða 3
ALt»YÐUBLAÐ.iP
Bóðskapur til Banda ríkjaþ ingsins:
Roosevelt varar við sundrungu f her-
búðum bandamanna
Hún er hættulegrí en Ardennafleygur
ÞJóðverja, segir hann
■m ' -■“a'
ROOSEVELT FORSETI flutti í gær boðskap til Banda
ríkjaþings, sem vakið hefur gífurlega athygli um heim
allan. í hoðskap sínum varar forsetinn mjög alvarlega við
sundrung meðal bandamanna, sem hann kvað miklu hættu
legri en þann fleyg er Þjóðverjum hefði tekizt að reka í víg
línu bandamanna í Ardennaf jöllxnn. Virðist ræða forsetans
benda til þess, að ýmislegur ágreiningur sé meðal banda-
manna um stefmma í alþjóðamálum iog rekstri hemað-
arins yfirleitt. Var forsetinn mjög berorður en harðorður
jafnframt í garð þeirra, sem virðast vilja samstarf banda-
manna feigt.
Þá sagði Roosevelt forseti, að viðbúið væri, að deilu-
xnál bandamanna innbyrðiis færu vaxandi nú imdir stríðs
lokin, en nausyn bæri til að jafna þau í bróðemi. Loks var-
aði forsetinn rnenn við of mikilli bjartsýni og sagði, að
enginn skyldi ætla, að Þjóðverjar væm sigraðir fyrr enn
hinn síðasti nazisti hefði verið að velli lagðiir.
Bradley á ráðsfefnu
Til hægri á myndinni hér að ofan sést Omar Nelson Bradley, sem
nú stjórnar herjum bandamanna fyrir sunnan fleyginn, sem Þjóð-
vejar hafa rekið í víglíniu þeirra fyir sunnan Ardennafjöll, eins
og tilkynnt hefir verið frá bækistöðvum Eisenhowers. Með hon-
um er (til vinstri) James F. Bymes, sem er yfirmaður herkvaðn-
ingarstarfsemi Bandaríkjamanna. Myndin er tekin í heimsókn til
Bradleys hershöfðingja í Norðúr-Frakklandi.
Stmnvtdagur 7. janúar 1944.
FYRIR NÓKKRUM DÖGUM
, bairst fregn út um heiminn,
jsem vakti bæði athygli
manna og furðu. Hún var á
þá leið, að rússneska stjórn-
in hefði viðurkennt nefnd þá,
sem starfað hefir á vegum
Rúsisa í Lublin að undan-
förnu sem bráðabirgðastjórn
Póllands. Að vísu er það ekki
rétt að segja að fréttin hafi
vakið furðu, þar eð vitað var
frá öndverðu, að hún hefur
verið einber leppstjórn
Rússa, með ákveðið markmið
fyrir augum: Að taka að sér
að stjórna verulegum hluta
Póllands sem leppríki
Sovét-Rússlands. Nefnd
þessi, sem hefir nefnt sig
hinu und'arlega nafni „þjóð-
frelsisnefnd“ átti að leika og
leikur sama hiutverk og
„stjórn“ Kuusinens í Finn-
landi á sínum tíma og Quis-
lings í Noregi, sem( bakað hef
ir þjóð sinni meiri raun bara
með því að vera til en nokk-
ur annar Norðmaður, þar eð
;mfn hans er orðið samheiti
allra þeirra, sem telja sér
sæmandi að svíkja ættland
sitt á örlagastundu þess.
Hins vegar er Kuusinen nú
einhvers konar „forseti" eða
leiðtogi í Karelíu og hefir
aippskorið góð laun fyrir
fjandskap sinn gagnvart sam
löndum sínum.
EN NÚ hefir leppstjómin í
Lublin verið viðurkennd af
' Rússlandi sem bráðabirgða-
stjórn Póllands. Leikur ekki
á tveim tungum, að nú ætla
Rússar , sem nú eru annað
<eða þriðja mesta stórveldi
heimsins, að nota þá menn,
Sem tekizt hafa á hendur að
vega aftan að samlöndum sín
um, að nota þá til þess,
jsem að framan greinir. Hlut-
verk Kuusinens og Quislings
er að nýju í góðu gildi, að-
eins er skipt um gerfi aðal-
persónanna.
FYRSTA VERK þessarar lepp-
stjórnar er það, taki menn
eftir, að svipta meðlimi
pólsku stjórnarinnar í Lon-
don pólskum ríkisborgara-
rétti! Það skiptir út af fyrrir
sig ekki máli, að nefnd þess-
ari eða stjórn kemur engin,
heimild til þess. En hitt er
athugunarvert og athyglis-
vert, að hér er vegið að
þeim mönnum, sem um meira
en fimm ára Skeið hafa, að
því er bezt er vitað, staðið
vörð um málefni Póllands,
flakandi í sárum eftir villi-
mannlega árás nazistanna
þýzku og lagt verulegan
skerf til lokasigurs banda-
manna. Meðal annars með
því að láta æfa her, sem bar-
izt hefir á flestum vígvöll-
um í þessari styrjöld og jafn
an getið sér góðan orðstí, flug
menn, sem Bretar sjálfir hafa
viðurkennt, að stæðu engum
að baki og sjómenn á borð
við þá, sem á sínum tíma
stýrðu kafbátnum „Orzel“
gegnum ótal hættur til þess
að taka þátt í baráttunni gegn
nazistunum.
Þetta ávarp Roosevelts verð
ur að telja alvarlegasta merki
þess, sem enn hefir orðið vart,
um sundrimg og óánægju í
löndum bandamanna, enda tal
aði forsetinn á þá lund, að ekki
varð misskilið. Hann nefndi það
meðal annars, að ýmiskonar
radda hefði orðið vart í Banda
ríkjunum um það, að samheldn
in væri ekki sem bezt milli Bret
land, Rússland og Bandaríkj-
anna, én hann kvaðst geta full-
yrt, að slíkur orðrómur væri
runninn undan rifjum þýz-kra
áróðursmanna, „made in Ger-
many“, eins og hann orðaði
það. ■
Hann varaði menn mjög við
því að reyna að skapa misklíð
og sundrung meðal banda-
manna og sagði, að misklíð
þeirra á meðal væri miklu
hættulegri en fleygurinn, sem
Þjóðverjum hefði tekizt að reka
í víglínu bandamanna í Ar-
dennafjöllum. Hann ræddi einn
ig xuia, raddir þær, sem upp
upp hefðu komið um misklíð
milli hinna engilsaxnesku þjóða
og Rússa og kvað þær varhuga
verðar og jafnframt ástæðu-
lausar. Ágxeiningsefni, sem ó-
umflýjanlega hlytu að koma fyr
ir meðal samhérja, yrði jöfnuð
á drengilegan og skynsamlegan
hátt.
Roosevelt forseti vék einnig
að þeim, sem vildu telja styrj-
öldina við Japan hið eina, sem
máli skipti fyrir Bandaríkja-
menn. Slíkt væri hin mesta fá-
sinna. Hann minntist aftur lof
samlega á Breta og minnti á
það, er þeir stóðu einir gegn
hernaðarvél Þjóðverja á árun-
um 1940 og 1941. Þeir hefðu
RÉTT ER LÍKA að hafa í huga,
að þeir menn, sem nú þykj-
ast vera stjórn Póllands hafa
svift þá menn ættlandi sínu,
sem staðið hafa allt frá fyrstu
tíð í nántt sambandi við leyni
starfsemina heima fyrir, fólk
samt staðið af sér allar árásir
og tekizt að auka iðnað sinn og
hergagnaframleiðslu. Væri
dæmi þeirra til eftirbreytni. Þá
vék forsetinn að verjendum
Leningrad og Stalingrad á sín-
um tíma, þegar Þjóðverjar
sóttu fram í austurveg með ofsa
hraða og allt virtist ætla að
hrökkva fyrir þeim. Kvað hann
afrek þeirra ekki mundu gleym
ast og stæðu aðrir bandamenn
í þakkarskuld við þá.
Roosevelt ræddi einnig nokk
uð um gagnsókn Þjóðverja, er
þeir hófu á vesturvígstöðvun-
um í desember, sem miðað hefði
að því að rjúfa víglínu banda-
manna á breiðu svæði. Roose-
velt sagði, að herstjórn banda-
manna væri fullkomlega vanda
sínum vaxin, einkum lauk hann
lofsorði á Eisenhower yfirhers-
höfðingja, sem hann kvaðst
treysta til fullnustu. Þá sagði
forsetinn, að enda þótt rnenn í
BandaríkjUnum og annars stað
ar í löndum bandamanna gætu
treyst herstjórnendum sínum,
skyldi enginn ætla, að Þjóð-
verjar yrðu sigraðir fyrr en
hinn síðasti nazisti væri að velli
lagður. Hér væri við ramman
reip að draga, en það myndi
:samt takast með samstilltum
átökum.
Því næst vék forsetinn máli
sínu að hernaðinum á Italíu og
sagði meðal annars, að hermenn
irnir þar, bæði Bretar og Banda
xíkjamenn hefðu stáðið sig með
ágætum, þrátt fyrir hin óhag-
stæðustu skilyrði frá náttúr-
unnarhendi og harðvítugt við-
nám Þjóðverja.
Um sjóhernaðinn sagði forset
inn, að vel gæti svo farið, að
ið, sem hefir þjáðzt og kval-
izt í böðulshöndum nazista.
Þessir menn eru nú gerðir
föðurlandslausir fyrir til-
verknað nokkurra manna,
sem verðast náskyldir þeim
Kuusinen og Quisling.
Þjóðverjum tækist að smíða
betri kafbáta, sem valdið gætu
miklum usla og yrðu banda-
menn því enn að vera vel á
verði.
Þá ræddi Roosevelt forseti
um hernaðinn í Asíu og sagði
meðal anriars, að Japanar hefðu
verið hraktir til baka allt að
5000 km. vegarlengd á sumum
stöðum. Einnig gat hann þess,
að á árinu 1944 hefði banda-
mönnum tekizt að koma þrisvar
s-innum meira vörumagni til
Kína en árið 1943.
Roosevelt forseti boðaði einn
ig, að ný lög yrðu lögð fyrir
Bandamenn sækja á
norðan lil á vesfur-
vígslöðvunum
O ÁAR nýjar fregnir hafa
*• borizt af átökunum af
vesturvígstöðvunum undanfar-
innsólarhring, en bardagar hafa
haldið þar áfram af sama krafti
og áður. Nyrst sækja banda-
menn á, en fara mjög hægt yf-
ir, en austur af Bastogne hafa
Þjóðverjar unnið nokkuð á í-
snörpum árásum. Fyrir sunnan
Bitche í Norðaustur-Frakklandi
hefir Þjóðverjum einnig miðað
nokkuð áfram.
Veður hefir verið vont yfir
Ardennasvæðinu, en samt fóru
flugvélar bandamanna til
skæðra árása á samgöngumið-
stöðvar Þjóðverja, járnbrautar-
lestir og j árnbfautarmannviki.
Harðastar voru árásirnar á stöðv
a þeirra í og Köln og Bonn. —
Annars hefir engin mikilvæg
breyting orðið á vígstöðunni á
vesturvígstöðvunum.
Bandaríkjaþingið um herikvaðn
ingu og kvaðningu manna til
ýmissa skyldustarfa í þágu rík-
isins.
Að lokum kvað Roosevelt
menn geta búist við ýmislegum
ágreiningi bandamanna, enda
væru verkefnin fjölþætt og
vandmeðfarin, en þau yrðu
rædd og úr þeim leyst í bróð-
erni. Einnig sagði hann, að harð
snúnar deiXur ættu sér stað í
sumum löndum, sem Þjóðverj-
ar hafa haft á valdi sínu og ættu
vafalaust eftir að koma upp, en
þær yrðu líka leystar af skiln-
ingi og í bróðerni.
Rússar slöðva
sókn Þjóðverja n.v.
við Budapesf
‘E1 REGNIR virðast af skorn-
um skammti frá bardög-
unum í Ungverjalandi, en Rúss
ar tilkynntu í gær, að þeim
hefði tekizt að stöðva sókn Þjóð
verja norðvestur af Budapest,
sem miðaði að því að létta á
setuliði Þjóðverja í borginni
sjálfri, sem mun vera mjög að-
þrengt vegna skotfæraskorts,
enda halda Rússar uppi hlífðar
lausum árásum á allar aðflutn-
ingsleiðir þess og hafa valdið
miklu tjóni í liði Þjóðverja,
sem verjast enn af miklu kappi
bæði í borgarhlutunum Buda og
Pest. Fara Rússar hægt yfir,
verða að taka hús fyrir hús og
götu fyrir götu.
Hins vegar segir í Berlínar-
fréttum, að Þjóðverjar haldi
haldi velli í Ungverjalandi og
geri skæð gagnáhlaup.