Alþýðublaðið - 09.01.1945, Síða 4
*
AtÞYÐUBLAÐIÐ
Þiiðjadagut 9. jauóar 1945.
Otgeí—ittt: AHv'
Stettu PétoiWM.
aitstjórn og aígreiðsla i AJ
ýðuhúsinu við Hveiflsgötu
=5ímar ritstjórnar: 4°01 og 4908
Mmar afgviðslu: 4900 og 4908.
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuorentamiðjan h.f.
Sœmnndnr Ólafssont
Beizk pilla.
SAMKOMULAGIÐ, sem
varð um stjómarkosningu
í fulltrúaráði verkalýðsfélag-
anna í Reýkjavík á aðalfundi
þess í vikunni, sem leið, hefir
vakið töluverða atlhygli, ekki
sízt vegna þess, hve stutt er
síðan kommúnistar hindruðu
með yfirgangi sínum og frekju
allt samkomulag um stjórn Al-
þýðusambandisins á 18. þingi
þess í haust.
í hinni nýju stjóm fulltrúa-
ráðs verkalýðsfélaganna eiga
sæti tveir skeleggir Alþýðu-
flokksmenn, Sigurjón Á. Olafs
son formaður Sjómannafélags-
ins og Árni Kristjánsson, sem
sæti hefir átt í stjóm Dagsbrún
ar síðastliðið ár ásamt komm-
únistum, en, nú mun verða í
kjöri við stjórnarkosningu þar
á sérstökum lista Alþýðuflokks
verkamanna og annarra, sem
samvinnu hafa við þá, og myndi
það vissulega hafa þótt forsjá
á Alþýðusambandáþinginu . í
haust, að kommúnistar gengju
þegjandi og hljóðalaust inn á
það, að þessir menn færu inn í
stjóm fulltrúaráðsins; enda á
Þjóðviljinn bersýnilega erfitt
með, að skýra svo Skyndilega
línubreytingu fyrir lesendum
sínum.
Afstaða Alþýðuflökksins til
stjórnarkosningarinnar í ful1-
trúaráðinu var nákvæmlega sú
sama og í Alþýðusambandinu.
Á þingi Alþýðusambandsins
bauð hann upp á það samkomu
lag um stjórn sambandsins, að
kosið yrði um forsetann og afl
atkvæða á þinginu látið ráða,
hvor flokkurinn fengi hann, en
því næst tilnefndi hvor flokk-
ur sína fjóra menn í sambands
stjórn og réði að öllu leyti vali
þeirra. En á þetta vildu komm-
únistar ekki fallast; þeir vildu
fá að ráða því, hvaða Alþýðu-
flokksmenn tækju sæti í sam-
bandsstjóm, en að sjálfsögðu
datt engum Alþýðuflokksmanni1
á sambandsþinginu í hug, að
láta undan slíkri frekju og slík
um yfirgangi ofan á allt það,
sem áður var skeð á þinginu.
,Gamli og nýi tíminn“
verkalýðshreyfingnnni.
Nokkor orð nm slðasta Alpýðusambandsplng.
9
1
Þannig sþilltu kommúnistar
öllu samkomulagi um stjórn A1
þýðusambandsins. En nú er svo
að sjá, að þeir séu ekki meira
en svo vissir um, að heppilega
hafi verið á málunum haldið á
Alþýðusambandsþinginu af
þeirra hálfu, og að þeir séu
ekkert sérstaklega lukkulegir
yfir þvi, að sitja einir eftir með
ábyrgðina á stjórn sambands-
ins, því að, þegar á aðalfund
fulltrúaráðs verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík kemur, tæp-
um sex vikum síðar, segja þeir
já og amen við nákvæmlega
samskonar samkomulagstilboði
Alþýðuflokksins þar og þeir
höfðu hafnað á Alþýðusam-
111.—-12. hefti „Vinnunnar“
skrifar Jón Rafnsson um
18. þing Alþýðusambandsins.
Það er sjáanlega nokkur uggur
í piltimim og er hiann. í mestu
vandræðum með að koma laga-
brotuan, ójöfnuði og yfirgangi
surudrungarmanna á jþingimu
á andstæðinga þeirra, en til þess
fyrst og fremst er grein Jóns
sjáanlega skrifuð.
Ýmislegt skemmtilegt kem-
ur fram í grein Jóns eins og eft
irfarandi setningar: „Ef því er
gefin gát, hvað deilurnar snúast
um, verður það ljóst að hér
háðu valdabaráttu í verkalýðs-
hreyfingunni tvær stefnur, sem
þessir menn eru fulltrúar fyrir,
stefna hins gamla og hins nýja
tíma.“
Þetta hlýtur að láta nokkuð
undarlega í eyrum áhangenda
Jóns á 18. þinginu; þar hélt Jón
því fram, að ekki væri til neinn
stefnumunur í verkalýðshreyf-
ingimnL-------
Ég og allir aðrir, sem gerðu á
greining á þinginu og höfðum
gert það á 'UndanÆömrum árurn,
vorum stimplaðir svikarar, ó-
alandi Og óf.erjiandi, af Jóni og
öðrum sundrunigarmönnium. En
að um stefnumun hafi verið að
ræða, var aldrei viðurkennt af
þeim, enda svöruðu þeir mál-
flutningi okkar með persónu-
legtu níði bæði í ræðu og riti.
Hefir nú vesalings Jón Rafns-
son rekið sig á það að málflutn-
ingur hans á 18. þinginu og fyr
ir það hafi borið annan árangur
en honum var ætlað? Er sam-
! ibandissitjióímin mýja farin að
| sjá fram á það að stefnan í
verkalýðsmálunum var rekin út
úr sambandsstjórninni með Okk
iur AJþýðuflakfesmönniunum og
að sameiningarsnakk Jóns
Rafnssonar og Hermanns Guð-
mundssonar dugir skammt í
hinu raunhæfa starfi?
Átökin í fyrrverandi sam-
bandsstjórn og á 18. þinginu
voru átök á milli tveggja stefna
þar fer Jón með rétt mál í
jgrein sinni. Hann miá einnig
kaill'a jþessi- áifcök átök á
milli hins gamla og nýja tíma,
og taka sér þar með í munn orð
sálufélaga síns og læriföður Ad
olfs Hitlers. Alþýðuflokkurinn
og samstarfsmenn hans í verka
lýðshreyfingunni em réttilega
skilgreindir fulltrúar gamla tím
ans, þegar tekin er upp hugs-
anagangur Hitlers, Jóns Rafns
Sonar og annara emnæðisíhrölt
ara.
í öndverðu hó£u AlþýðuÆlokks
menn baráttu'na fyrir stofnun
vexti og viðgangi verkalýðs-
hreyfingarinnar undir fomstu
Jóns Baldvinssonar, Sigurjóns
Á. ÓlaÆssonar og magra ágætra
mannia á borð við þá. Kjörorðið
var frá öndverðu: Frelsi, jafn-
rétti og bræðralag. Undir því
kjörorði hefir verkalýðshreyf-
ingin orðið viðsýn og sterk. Hér
á landi voru fyrir atbeina Al-
þýðufLokkisinjs og verkalýðslhreyf
ingarinnar fraimkvæmdar þær
félagsmálaumbætur og sú upp
bygging verkalýðshreyfingar-
innar á tveimur áratugum, sem
víða erlendis tók margfallt
lengri tíma að framkvæma, Al-
þýðuflokkurinn hefir háð þrot
lausa og örugga baráttu fyrir
hagsmunrun alþýðunar og á-
vallt imnið nokkuð á, stundum
lítið, en stundum mikið í einu.
Alþýðuflokkurinn . hefir lagt
áherzlu á það, að fara ávallt að
lögum, virða gerða samninga,
svo og persónu- og skoðanafrelsi
hvers manns. Alþýðuflokks-
menn hafa aldrei rekið and-
stæðinga sína úr verkalýðsfélög
,imum, sem þeir hafa farið með
stjórn í, végna skoðana mismun
,ar, heldur rökrætt málin við
þá, oftast með þeim árangri, að
andstæðingarnir hafa látið mál
þóf niður falla, og stundum
gengið í lið með Alþýðuflokks-
piönnum, eða þeir auðvirðileg
,ustu, eins og Bjössi sápufélagi,
skuldað sig út úr félögunum og
horfið þannig hávaðalaust.
Alþýðuflokkurinn heygir
verkalýðsbaráttuna á sama
grundvelli í dag og hann gerði
í öndverðu, að því leyti er hann
gamli tíminn.
Þegar fór að hilla undir það
að verkalýðshreyfingin myndi
verða voidug og mikilsmegandi
í landinu, fór að bóla á „nýja
tímanurn“, þá komu fram hjá-
róma raddir, sem kröfðust
skjótra umsvifa, gereyðingar
heilla þjóðfélagsstétta að gerzk
um sið og útrýmingar manna
, úr verkalýðshreyfingunni fyrir
stjórnmálaskoðanir þeirra.
Vedkalýðsfélögin vooru klofin,
stofnað til gerfiverkfalla með
fínum nöfnum eins og „Novu-
deilan“, ,,Krossanesverkfallið,,‘
og svo framvegis. í verkföllum
þessum, sem voru ákveðin utan
verkalýðsfélaganna af út-
breiðslutækjum utanríkisþjón-
ustu Rússa, með góðri aðstoð
og samvinnu við rótlausa lands
hornamenn, voru bardagaaðferð
irnar handalögmál, grjót- og
kolakast, persónulegt níð og á-
reitrti við einkamál manna.
Menn voru hundeltir og ofsótt-
ir, bæði 'lífs og liðnir. En verk
föll þessi gufuðu jafnan ,upp
eftir lítinn tíma, árangurinn af
þeim var að jafnaði aðeins mann
hatur og niðurbrotið siðferðis-
þrek þeirra, sem létu véla sig
út í þau. Félögin voru klofin
úr Alþýðusambandinu og stofn
uð fjórðungssambönd og önnur
bandálög, en allt dó þetta jafn-
óðum í höndum manna „nýja
tímans“, en störf Alþýðuflokks
ins héldu áfram, að vísu nokk
uð tafin af þessum ófögnuði.
i Aðalmenn „nýja tímans“
voru Brynjólfur hin gerzki nú
verandi kennslumálaráðherra
og landshornamaðurinn og
sameiningarpostullinn Jón
Rafnsson.
Þrátt fyrir það, þótt menn
þessir séu í broslega miklúm
minnihluta í verkalýðshreyf-
ingunni, hefir þeim með bar-
bandsþingiinu. Þeim er sagt að
Alþýðuflokkurinn sé reiðubú-
inn til að eiga sæti í stjórn full
trúaráðsins, ef hann fái tvo full
trúa í stjómina af fimm og ráði
vali þeirra sjálfur; og komm-
únistar segja, eftir nokkurt hik
og ráðagerðir sín á milli, já;
dagaaðferðum „nýja tímans“
tegizt að ná tökum á Alþýðu-
sambandinu.
Alþýðuflokksmenn í verka-
lýðsfélögunum eru fulltrúar
„gamla tímans", tíma lýðræðis
og frelsis einstaklingsins. Jón
Rafnsson, Hermann Guðmunds
son og Co. eru fulltrúar þess
„nýja tíma“, sem nýskipun
Hitlers átti að leiða yfir heim-
inn með vopn í hönd.
Heygir nú allur hinn frelsis-
unnandi heimur blóðuga styrj-
öld við „nýja tímann“, hans
Hitlers. Hér heima heyjum við
Alþýðuflokksmenn og aðrir
frjálslyndir menn baráttu í
verkalýðshreyfingunni við
„nýja tímann“, sem nazistinn
Hermann Guðmundsson, laus-
irnginn Jón Rafnsson og Brynj
ó&ir ttiinn gerzki leynibréfs
höfundur eru fulltrúar fyrir.
Mkmu tfiáir efast ium, að þeirri
baráttu ljúki ,um líkt leyti bæði
hér heima og erlendis með al-
gjörum ósigri „nýja tímans“ og
fulltrúa hans.
•
Jón Rafnsson segir: ,,Um það
bil og eftir að kjörtími fulltrú
anna var útrumninn, bárust mið
stjóminni beiðnir um undan
þágu frá tveimur sambandsfé-
lögum, annað frá Verkalýðsfé-
lagi Olafsfjarðar, um það að
mega láta fara fram kjör full
&ug!ýstngar,
sem birtast eiga <
Alþýðubíaðicu,
verða afi ven
komcar til Anglýe
iugaskrifstofunnar
í Alþýðnhásisc,
(gengið ii_- firá
Hverfisgötn)
fyrlr kL 7 að kvSidl.
Sími 4906
trúa í annað sinn, þar eð aöal-
fulltrúinn hefði óvænt fengið
atvnnu, er hann treystist
eigi til að yfirgefa, og varafull
trúinn væri bomdinn gildum for
föll'uim. Miðstjórn synjaði í einu
hljóði þessu félagi um undan-
þágu. Hin imdanþágan barzt
frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar,
á þeim försendium, að félaginu
„hefði eigi tekizt að ná saman
fundi, án frekari greinargerð-
ar.“
Þarna er málflutningur „nýja
tímans“, í algleymingi; lengra
verður vart komizt í ósann-
sögli og blekkingum. Hið sanna
er, að sambandsstjóm öll sam-
þykkti að leyfa Ólafsfjarðarfé-
laginu að kjósa aftur, ef nokk
ur frambærileg forföil væru fyr
ir hendi hjá hinum kosnu full
trúum, en það reyndist ekki
vera við nlánari athugun. En
sundrungarmennimir fimm
feldu að leyfa Þórshafnarfélag
Framh. á 6. síðu.
en beizk hefir sú pilla verið
fyrir þá, að gleypa, í svo fersku
minni, sem manrualæti þeirra
og yfirgangur á Alþýðusam-
bandsþinginu er enn.
Það er engin furða, þótt
Þjóðviljinn sé svolítið grettur
og vandræðalegur á eftir.
JÓN ÓLAFSSON lögfræð-
ingur skrifar athyglis-
verða grein um stjómarskrá ís-
lands í nýútkomið hefti tíma-
ritsins Straumhvörf. Bendir
hann þar réttilega á, hve ófull-
nægjandi sé, að treysta á laga-
bókstafinn einan til þess að
skápa þjóðinni stjórnarform,
og hve nauðsynlegt sé að fylla
það skapandi anda. Greinarhöf
undurinn segir:
,,Með stjornarskrám eru í sér-
stöku lagaformi settar meginregl-
ur fyrir tilveru hins sjálfstæða,
skipulega réttarríkis. Auðvitað
skiptir miklu máli, að þessi form
óg meginreglur séu góðar, farsæl-
ar og fullnægjandi fyrir þjóðfélag
ið sem starfandi heild og skipulegt
réttarríki. í þessu sambandi er það
eftirtektarvert, að ýmis mikil
menningarríki búa við stjórnar-
skrár, sem eru tiltölulega fábreytt
ar og að því er virðist gamaldags
! bg úreltar. Þróunin virðist samt
| hafa fyllt hin gömlu form nýju
lífi, sem getur fullnægt breyttum
kröfum og nýjum ■ viðhorfum, sem
skapazt hafa við aukna menningu
og breyttar aðstæður. Þetta virð-
ist mega kalla lífræna þróun hins
póHtíska þjóðfélags. Fyrsta skil-
yrði þess, að unnt sé að vinna
að markvissum umbótum, er ein-
mitt það að reyna að gera sér
Ijóst, hvaða gallar eru á því, sem
nú er, og hverjar séu orsakir
þeirra, og finna síðan þær leiðir,
sem líklegar virðast til bóta eftir
öllum aðstæðum. Þar, sem breyt
ingin hefir orðið á þarni veg, sem.
getið er um hér að ofan, er það
í raun og veru lífið sjálft, sem.
hefir lagað formin/ í hendi sér,
á líkan. hátt og við höfum svo frá-
bær dæmi um úr hinum forna
Rómarétti. Hins vegar er svo sú
leið, að löggjöfin gangi á imdan ^
og finni þau form, er bezt hæfa
hlutáðeigandi þjóðfélagi. Þessa
leið verður að fara þar, sem engin
festa og varanleiki hefir myndazt
í stjórnskipulagsreglunum og þær
jafnvel orðið fyrir öfugþróun sem
þörf er á að lagfæra.
, í þessu sambandi er þó vert að
geta þess, að reglur og form, sem
rynzt hafa mjög vel þar sem þau
hafa orðið til að þroskazt í sam-
ræmi við ríkjandi ■menningu og
hugarfar í þjóðfélaginu, geta reynzt
illa annars staðar. Þessu er líkt
farið og gróðri, sem setja skal í
erlenda mold við breytt lífsskil-
yrði. Árangurinn getur borið til
beggja vona.
Yfirleitt virðist meira velta á
þeim jákvæða skapandi anda, sem
fylla á og framkvæma hinn dauða
lagabókstaf og beina viðfangsefn-
um hans svo sem unnt er inn á
samræmdar, lífrænar brautir,
heldur en glæstum formum."
Rétt er fyrir okikur, að hafa
þetta, sem sagan hefír svo víða
leitt í ljós, vel hugfast. Formið
eitt nægir ekki, svo mikils virði
sem það er. Stjórnarskrá hvers
lands þarf að verða lífrænt form
lifandi veruleiki, til frambúðar
fyrir vaxandi og dafnandi þjóð.
I