Alþýðublaðið - 03.03.1945, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
I
Laugardagur 3. marz 1945
Þinglausnir fara
fram í dag Id. 6.
ILKYNNT var á fund-
um alþingis í gær að
þinglausnir færu fram í dag
kl. 6. Verður þeirri athöfn
útvarpað.
Forseti efri deildar Stein-
grímur Aðalsteinsson þakk
aði þingmönnum samstarfið
og ámaði þeim heilla á
fundi deildarinnar í gær, en
Magnús Jónsson þakkaði
forseta störf hans.
Forseti neðri deildar, Jör-
undur Brynjólfsson þakkaði
þingmönnum samstarfið og
óskaði þeim giftu á fundi
deildarinnar í gærkveldi, en
Ólafur Thórs, forsætisráð-
herra, þakkaði forseta störf
hans.
' \i;. ' U'ý'- . . ■ •
frá afþingi f gær.
Framsóknarmenn, Þorsfeinn Þorsteinsson og
Gísii Jónsson geiddu atkvæði gegn þeim.
LAUNALÓGIN voru til umræðu á fundi efri deildar al-
þingis í gær, en frumvarpið ihafði verið endursent
henni vegna breytinga þeirra, sem neðri deild gerði á því.
Breytingartillaga isú, sem Bernharð Stefánsson flutti við
það eftir að bað kom aftur fyrir efri deild, var felld með tíu
atkvæðum gegn isex, en frumvarpið samþykkt óbreytt með
niu atkvæðum gegn sjö og þannig afgreitt sem lög frá al-
þingi.
Breytingartillaga BernharSs
Stefánssonar fjallaði um breyt
ingu á launum kennara við
héraðsskólana. Var hún felld
ViStal við dr. SigurS Þórarinsson:
Hér finnsf mér að sfríðsins gæfi
ekkir en Danir og Norðmenn
bera merki þess.
♦...—'
Sænska þjóðin sfendur næsfum einhuga
með hlutleysisstefnu sfjérnarinnar.
Svíar undirbúa flugsamgöngur við ísland.
ALLIR ÍSLENDINGAR í Sviþjóð, hvort sem þeir hafa
stundað nám þar eða í Danmörku, vinna að því öll-
um árum að komast heim. Þeir, sem lokið hafa námi, vilja
reyna að 'komast í vinnu hér heima, svo að þeir geti borgað
námsskúldir sínar áður en stríðinu lýkur og peningarnir
falla aftur.“
Þetta sagði dr. Sigurður í
Þórðarson jarðfræðingur í sam
tali við Alþýðublaðið í gær, en
hann er eins-Og kunnugt er, ný
kominn beim eftir margra ára
dvöl í Svíþjóð, og 'hann hélt á-
fram:
„En það er erfitt að komast
heim, aðeins hægt með flugvél
um frá Svíþjóð til Englands.
íslendingar verða að bíða
lengi eftir leyfi tii að fara og
aðrir erfiðleikar mæta manni.
— Annars líður íslendingum í
SVíþjóð vel. Um 20 dvelja þar
nú við nám. Þeir, sem lokið
hafa * námi sínu hafa fengið
vinnu, og þeir kvarta ekki.
Annars hafa íslenzkir náms-
menn fengið mjög reglulega
námsstyrki héðan að heiman.
Þegar losnar um þeíta ófriðar-
ástand munu ísíendingar
streyma heim.“
— Er ekki talað um í Sví-
þjóð að hefja beinar flugsam-
göngur milli Svíþjóðar og ís-
lands?
„Jú, blöðin voru að ræða
þetta rétt áður en ég fór. Ráð-
gert er að hefja flug milli land
anna, þegar vorar. Það er
„Aero Transport“, sem hefur
ráðagerðir um þetta. Þetta er
að vísu enn í óvissu, en mikill
áhugi er meðal Svía um aukin
samskipti þeirra og íslendinga
eftir stríðið. Viðskiptanefnd
okkar, sem kom til Stokkhólms
nokkru áður en ég fór var tek
m mjög vel.“
Dr. Sigurður Þórarinsson.
— Er ekki mikill fjöldi flótta
manna í Svíþjóð?
„Jú, þeir munu vera ytfir 200
þúsund, Þeir eru flestir frá
Noregi og Danmörku, en einn-
ig frá haltisku löndunum,
Eistlandi, Litháen og Lettlandi,
og svo frá Finnlandi, en í Sví-
þjóð munu vera um 20 þúsund
finsk börn, sem Svíar hafa tek
ið við. Stokkhólmur hefur ver
ið á þessum árum eins og maura
þúfa. Þar hefur ægt saman allra
þjóða mönnum. Til að byrja
með bjuggu þar saman á hótel
um Þjóðverjar, Bretar ítalir,
Bandaríkjamenn og jafnvel
Japanir. Þarna sátu þeir sam-
an og hlustuðu á útvarp. En
4 7. mu.
með tíu atkvæðum gegn sex
atkvæðum Framsóknarmanna
og Eiríks Einarssonar, Frum-
varpið var hins vegar sam-
þykkt óbreytt með níu atkvæð
um gegn sjö, en einn þingmað
ur var fjarverandi við atkvæða
greiðsluna. Var viðhaft nafna-
kall við atkvæðagreiðsluna.
Þeir Bjarni Benediktsson,
Brynjólfur Bjarnason, Eiríkur
Einarsson, Guðmundur í. Guð-
mundsson, Haraldur Guð-
mundsson, Kristinn E. Andrés-
son, Lárus Jóhannesson,
Magnús Jónsson og Steingrím-
ur Aðalsteinsson greiddu at-
kvæði með samþykkt frum-
varpsins, en þeir Bernharð
Stefánsson. Gísli Jónsson,
Hermann Jónasson, Ingvar
Pálmason, Jónas Jónsson, Páll
Hermannsson og Þorsteinn
Þorsteinsson á móti. Pétur
Magnússon, f jármálaráðherra,
var fjarverandi við atkvæða-
greiðsluna.
Það hlýtur að vekja
nokkra athygli, að Gísli
Jónsson, sem er talinn hafa
*verið mikill hvatamaður að
myndun núverandi ríkis-
stjórnar meðal þingmanna
Sjálfstæðisflokksins, greiddi
atkvæði gegn samþykkt
iaunalaganna og tók sér í
munn orð Jakobs Möllers
þeirri afstöðu sinni til skýr-
ingar, eri í neðri deild sat
Jakob Möller hjá við endan-
lega afgreiðslu launalaga-
fruifivarpsins, en tveir þing
menn Sjálfstæðisflokksins
úr hópi stuðningsmanna
ÚÍkisstjórnarinnar þar, þeir
Jón Pálmason og Sigurður
Bjarnason greiddu hins veg
ar atkvæði gegn því.
Samúðarkveðja frá
Thor Thors sendi-
herra
piMSKIPAFÉLAGI ÍSLANDS
^ hefur borízt svohljóðandi
símskeyti frá sendiherra ís-
lands í Washington, lhr. Thors
Thors, í tilefni hinna hörmu-
legu tíðinda um afdrif Detti-
foss:
„Votta Eimskipafélaginu og
íslenzku þjóðinni innilega sam
úð vegna hinna hryllilegu tíð-
inda. Thor Thors.“
Yelhiskaiturinn orð-
innaðlögum .
P RUMVARPIÐ um veltu
* skattinn var á dag-
skrá efri deiidar í gær, en
frumvarpið hafði verið end-
ursent henni vegna smávægi
legrar breytingar, sem neðri
deild hafði gert við það eins
og efri deild afgreiddi það.
Frumvarpið var sam-
þykkt af efri deild eins og
neðri deild gekk frá því með
níu atkvæðum gegn fjórura
og frmnvarpið þannig af-
greitt sem lög frá alþingi.
Tíu ára drengur verð-
ur undir sfræiis-
vagni og bíður
bana
| FYRRAKVÖLD kl. um 8.20
■*• vildi sá hörmulegi atburð-
ur til vestarlega á Öldugötu, að
tíu ára drengur varð undir
sti’ætisvagni og beið bana nokkr
um stundum síðar.
Drengur þessi hét Örn Tyrf-
ingsson og átti heima á Öldu-
götu 52.
Atburður þessi gerðist með
þeim hætti, að nokkur börn
höfðu raðað sér aftan á stræt-
isvagninn, þar sem hann nam
staðar á móts við Öldugötu 52,
og mun Örn hafa verið einn af
börnunum, en þegar strætis-
vagninn ók af stað féll dreng-
urinn fyrir. annað afturhjólið
og strætisvagninn Ók yfir hann.
Hefur drengurinn sennilega
haldið sér í aftuhhurð vagns-
ins, en misst takið. Var dreng-
urinn með Tífsmarki, en var
strax fluttur á Landsspítalann
og þar andaðist hann um klukk
an eitt í fyrrinótt.
Er þetta ein áminning til
barna um það, að hanga ekki
aftan í bifreiðum. Slík hætta,
sem af því stafar verður aldrei
nógsamlega brýnd fyrir þeim.
Skíðanámskeið skéia-
barna hefjasf um
helgina
UM NESTU HELGI hefjast
skíðanámskeið skólabarna,
og verða það eingöngu fullnað-
arprófsbörn, sem kennslunnar
njóta. Talið er að sex hundruð
börn taki þált í þessum nám-
skeiðum í vetur.
íþróttafulltrúi og fræðslufull
trúi Reykjavíkurbæjar hafa
kynnt sér möguleika fyrir þvi
að koma börnunum fyrir í
skíðaskálum íþróttafélaganna
og mun þegar vera ákveðið að
koma þeim fyrir til dvalar í
skíðaskálum Vals, KR og skíða
heimili IR að Kolviðarhóli.
Með börnunum verða fimm til
sex skíðakennarar auk bekkjar
kennara þeirra. Ráðgert er að
hvert 'barn verði tvo og hálfan
dag á námskeiðinu.
Mun börnunum verða skipt
niður í smáhópa, og námskeið
unum verða lokið á þrem vik-
um- .
Skaflfrelsi Eimskipa-
féiagsins orðið að
lögum
En félaginu gert að
birta hina nýju hlut:
hafaskrá opin-
berlega
17 RUMVARPH) um fram-
lenging laga um skatt-
frelsi Eimskipafélagsins kram
til þriðju mnræðu á fundi efrit
deildar alþingis í gær. Harald-
ur Guðmundsson bar framt
breytingartillögu við frum-
varpið, þar sem félaginu var
gert að birta hluthafaskrána
eftir að nafnaskráning hlut-
hafa félagsins hefði farið fram
Var þessi breytingartillaga
Haraldar samþykkt með níu
atkvæðiun gegn fimrn og frumt
varpið með áorðinni þreytingut
því næst samþykkt með níu at-
kvæðum gegn einu og þannig
endursent neðri deild öðr«
sinni.
Frumvarpið um skatt-
frelsi Eimskipafélagsins var
því næst fýrir tekið á fimdí
neðri deildar í gærkvöldi og
þar samþykkt eins og efri
doild hafði gengið frá því
með þrettán atkvæðum
gegn fimm og þar með af-
greitt sem lög frá alþingi.
Þingsá ly kf unartil-
lagan um iiiiasafn
Kjarvais samþykkf
samhljééa
Þingsálykktunar-
TILLAGA þeirra Bjarnar
Benediktssonar, Haraldar Guð-
mundssonar, Jónasar Jónsson-
ar og Kristins E. Andréssonar
var á dagskrá sameinaðs þings
á fundi hennar í gær, og var
það síðari umræða. Var þings-
ályktunartillagan samþykkt
með orðabreytingu fjárveiting-
arnefndar með þrjátíu og tveim
ur samhljóða atkvæðum og
þannig afgreidd sem ályktun
alþingis til ríkisstjórnarinnar.
í þingsályktunartillögu þess-
ari er þannig kveðið að orði,
að sameinað alþingi heimilar
ríkisstjórninni að verja allt að
30Q þús. kr. af tekjuafgangi
ársins 1944 til að reisa í Reykja
Framhald á 7. síðu.
Klukkunni flýtt í
nolt.
"p INS og undanfarin ár
verður klukkunni flýtt
um eina klukkustund í nótt,
aðfaranótt fyrsta sunnudags
í marz.
Skal henni flýtt klukkan
eitt eftir miðnætti og þá
stillt á tvö.