Alþýðublaðið - 13.03.1945, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 13.03.1945, Qupperneq 4
.4 ALÞÝPUBLAPIÐ Þriðjudagur 13. mara 184S, Útgefandi Alþýðnflokkurinn \ Ritsjóri: Stefán Pétursson. Ritsjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritsjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Hver hefir svert hinar sameinuðn þjóðir! ÞAÐ má sjá á skrifum Þjóð- viljans á sunnudaginn, að hann-finnur sig nú stilltan ó- þægilega upp að vegg í umræð- om þeim, sem orðið hafa út af afstöðu okkar til styrjaldarinn ar og styrjaldaryfirlýsingar ^ á hendur möndulveldunum á síð- ustu stundu. Hefir kommúnista' biaðið nú ekkert annað en fúk- yrði fram að bera, kallar þau blöð, sem ekki vildu greiða að- gang að ráðstefnunni í San Fran cisco með stríðsyfirlýsingu, „mönduiblöð“, og brigzlar þeim um að vera ,,að níða íslenzku þjóðina í augum hinna samein uðu þjóða“ og „reyna að sverta hmar sampinuðu þjóðir í aug- nm íslendinga, — og gengur Alþýðublaðið“, segir Þjóðvilj- inn, „þar fram fyrir skjöldu með vísvitandi lygum sínum um hinar sameinuðu þjóðir, er það segir, að þær hafi sett ís- lendingum þau skilyrði fyrir þátttöku í San Franiscoráðstefn unni, að segja möndulveldunum stríð á henþur Þannig rótast Þjóð-viljinn á sunnudaginn í moldarflagi sinna eigin brigzlyrða og hafa rök- þrot hans og úrillska sjaldan verið eins augljós. * Það væri fróðlegt að sjá hvernig Þjóðviljinn gæti fund- ið því einhvern stað, að í þeim blöðum, sem hann er að brígzla, væri verið að reyna, að „sverta íslenzku þjóðina í augum hinna sameinuðu þjóða.“ Hann segir að vísu, að þessi blöð „hamri sífellt á því í greinum sínum, að íslendingar vilji ekkert á sig leggja fyrir hinar sameinuðu þjóðir.“ En sannleikurinn er al- veg gagnstæður þessum þvætt ingi Þjóðviljans. Hvergi hefir verið bent eins réttilega á það, og einmitt í þessum blöðum, þar á meðal ekki hvað sízt í Al- þýðubíaðinu, hverjar fórnir ís- lendingar hafa fært í þessu stríði, meðal annars í þágu sameiginlegrar baráttu htmna sameinuðu þjóða, fórnir, sem eru miklu meiri hlutfalls- lega, en sumar þeirra sjálfar hafa fært; enda hafa Bandarík- in að minnsta kosti sýnt það greinilega í verki, með því að bjóð'a okkur, án nokkurra skil- yrða, á margar ráðstefnur hinna sameinuðu þjóða, að þau viður kenna fullkomlega siðferðisleg- an rétt okkar til þess að vera með í undirbúningi þeirra und ir alþjóðasamstarf að stríðinu loknu. Það mun þeim og vel hjóst, að við gætum, með því að gerast styrjaldaraðilar nú, á síðustu stundu, ekki auðveldað baráttu hirrna sameinuðu þjóða á neinn hátt um fram það, sem við höfum þegar gert; enda munu blöð í Bandaríkjunum hafa látið hispurslaust í það skína, að það hafi verið Rússar, sem á Krímráðstefnunni kröfð ust þess, að striðsyfirlýsingar á hendur möndulveldunum fyrir Menhtaskólaleikuriiifi 1945: 0 \ . ■. Kappar og vopn eítir Bernard Shaw „H VAÐ skal nú til varnar verða vonim sóma“. Þetta örvæntingarfulla andvarp, fengið að láni úr okkar gömlu hárómantsiku kappkvæðum, rímunum, var það fyrsta, sem vér undirritaðir tókum oss í munn hérna um kvöldið, eftir að vér, samkvæmt list og lagi ýmissa Adamsbarna, höfðum verið heldur fljótir að segja já við freistarann, sem bauð að- göngumiða að frumsýningu Menntaskólanemenda á leikriti Bernard Shaw. En það gengur svona, þegar árunum og gráu hárunum fjölg ar, verður freistarinn bæði fá- máll og lágtalaður, og er þá sanngjarnt að ætlast til að mað ur sé að hryggbrjóta hann, ef hann lætur til sín 'heyra? Enda munu dæmi til að fleiri en vér höfum léð freistaranum eyru, þegar hann bauð sæti á palli meðal höfðingjanna, jafnvel þó sú dýrð standi ekki nema þang að til tjaldið fellur eftir þriðja þátt, — eða til næstu þingkosn inga. Ástæðan til andvarpsins var aftur á móti sú, að vér sáum fram á að greinin, sem vér skrif uðum um skólaleikinn 1943 og suðum upp 1944, yrði varla samkvæmishæf 1945 og þá væri ekki um annað að gera en bera eitt'hvað við að hugsa, ef koma ætti saxnan greinarkorni handa Alþýðublaðinu, En það eru fleiri en hermenn irnir hans Shaw, sem þykir það versta verkið að hugsa, og vilja gjarnan komast hjá því. Það er heldur ekki alltaf hollt, þvi fylgja oft óró og umhrot innra með o'kkur, svefnleýsi og sálar- stríð og afleiðingin verður stundum eitthvert bannsett brölt og breytingar. Niðurrif gamalla vallgróinna kenninga, svipting dýrmætra forréttinda, já, röskun sjálfs þjóðskipulags- ins getur sprottið af því að fólk ið fer að hugsa eftir sínum eig- in leiðum, en ekki' leiðum afa og ömmu. En verið þið róleg 'börhin góð, það hrynja a. m. k. engin hásæti, svo völt, sem þau annars reynast um þessar mund ir, þó að hér verði látin flakka nokkur orð um 'leikinn ykkar. II. En þá er það Shaw gamli. Bernard borgabrjótur hefði hann máske verjð kallaður á hinum gömlu, góðu dögum her frægðar og riddaraskapar, eða ,þó öllu heldur Bernard boga- sveigir. íþrótt hans minnir á slýnga hogaskyttu; örvar fljúga af streng, þær geiga eklp, held ur hæfa markið svo að hvin við. En kapparnir standa eftir með skarða skjöldu og skotnar hrynj ur. í leikritinu, „Kappar og vopn,“ sem hann til skýringar nefnir „andrómantískan gaman leik“, kemur hann viða við og heilsar heldúr ómjúklega upp á ýmsa mannlegá breyskleika, er þekkjast sennilega bæði i Búlg aríu og á Bretlandi og eru ekki alveg óþekktir á íslandi. En sér staklega ræðst hann að þeirri svikagyllingu, sem oft er brugð ið yfir grimmd, ruddaskap og bjáifahátt, ■ og óheilindin, sem skapast, þar sem ekki er lengur nógu fínt að vera að eins mað- ur, þar sem hver tilfinning verð ur að ganga á „stultum" og ekki kemur til álita að nota nema hástig lýsingarorðanna. Annars verður ekki efni leikritsins rak ið hér, margir eiga eftir að kynn ast því og hinni meinfyndnu á- deilp skáldsins. Það er svo sem ekki hætt við að nein örin hitti okkur, þetta gerðist allt suður í Búlgaríu fyrir 60 árum. Áður en vikið verður að frammistöðu leikendanna, skul um vér hneigja oss djúpt fyrir. leikstjóranum hr. Lárusi Sigur þjörnssyni og hans ágæta starfi. „öllum kom hann til nokkurs þroska,“ stendur þar. Þekking hans og reynsla ■ i þessum efn- um, hugkVæmni og aðgæzla um ýmsa smámuni sem svo tengja heildarsvipinn, létu sig ekki án vitnisburðar. (Jakkinn sem rifn aði <um herðarnar og augum sumra áhorfenda þótti ekki sennilegt, gat vel staðizt, þar sem hann hafði gengið milli fleiri en sáust). Leikstjóranum má sjálfsagt mest þakka hvað framsögn leikaranna var skýr og greinileg, en þá án þululags, hvað tilsvörin yfirleitt tókust vel, og hvað litið var um dauð- ar ,,senur“ og bjánalegt handa pat og fálm, sem oft er neyðar-1 * vörn óvana leikandans. En þó hann hafi sjálfsagt agað sína ungu nemendur strangt, leyfði hann þeim að bregða á leik, þar sem honum þótti það við Nýjasiar fréflir, foezlar greinar og skemmfílegasfar sögur íið þér í 'Símið í 490® ©g gerist áskrifandi- eiga. Skemmtileg voru tilþrifin hjá Elinu Guðmannsdóttur, sem lék frú Petkoff, þó þau bæru keim af ærslum og ýkjum. — Sterkast kom fram i hennar leik það einkennið, sem alltaf gætir í skólaleikjum og gefur þeim svo geðþekkan blæ, en það er eitthvað sem ég vildi helzt kalla vinnugleði, fögnuður æskunnar yfir að leika og yfir að hafa eitt hvað að bera fram og gleðja með alla þessa góðu vini og fé- laga frammi í salnum. En áður en lengra er farið verður að geta Einars Pálsson- ar, sem hins raunsæja, sviss- neska foringja, Bluntschli. Þar sem Shaw leggur honum I munn margt af þv>í sem mestus máli skiptir í leikritinu, stend- ur og fellur það með þeim sem það hlutverk hefir. Og það féll ekki að þessu sinni, Einar var „sterki maðurinn“ í Iðnó, og; stóð sig með prýði. Sérlega þóttu mér tilsvör hans og á- herzlur með miklum ágætum. í túlkun hans naut sín vel hinn hressandi kuldastrekkingur heil brigðrar skynsemi, sem Shaw hefir svo garnan af að blása ýfir froðukúfa uppgerðarinnar. En Shaw er jafnaðarmaðuF meira en að nafninu og þegar hann hefir löðrungað hernaðar- Frh. á 6. sáöu 1. marz, yrðu settar að skilyrði fyrir sæti á ráðstefnunni í San Francisco, hvað sem fyrir þeim kann nú að haifa vakað með því. * Þá væri það einnig mjög fróð legt, að fá að sjá, hvernig Þjóð- viljinn gæti fundið þeim orðum stað, að það sé „vísvitandi lygi“ og tilraun til „að sverta hinar sameinuðu þjóðir í augum ís- lendinga,“ að segja, að Krím- ráðstefnan hafi sett meðal ann- ars íslendingum þau skilyrði fyrir sæti á ráðstefnunni í San Franciseo, að þeir segðu mönd- ulveldunum stríð á hendur. Eða heggur Þjóðviljinn þar ekki nökkuð nærri sendiherra Breta í Ankara, sem skýrði utanríkis- ráðherra Tyrklands frá þessu, eins og meira að segja Þjóðvilj- inn hefir sjálfur frá skýrt í fréttum? Máske Þjóðviljinn vilji bera bann þeim brigzlyrð- um, að hann hafi verið að reyna „að sverta hinar samein- uðu þjóðir í augum íslend- inga“? * Annars væri pað áreiðanlega sæmast fyrir Þjóðviljann, að segja sem fæst um tilraunir til þess að sverta hinar sameinuðu þjóðir í augum íslendinga, því að ekkert íslenzkt blað hefir í því efni eins grugguga fortíð og eins tvíræða nútíð, og ein- mitt hann. Alþýðublaðið hefir frá fyrstu stundu ófriðarins aldrei hvikað í afstöðu sirini með lýðræðisþjóðunum í bar- áttu þeirra gegn þýzka nazism- anum. En árum saman hrakyrti Þjóðviljinn þær fyrir það að vera að heyja það sem hann kallaði „heimsvaldastyrjöld“, rægði setulið bandamanna hér og svívirti bá, sem vinsatrilega afstöðu tóku til þess eða fyrir það unnu sem ,,landráðamenn“ og vinnu þeirra sem „landráða- vinnu“, enda var hann þá sem kunnugt er í vináltubandalagi við þýzka nazismann, eins og yfirboðarar hans austur í Moskva. Blað með slíka fortíð, svo að ekki sé nú minnzt á þær lubba- legu árásir, sem síðan alltaf öðru hvoru hafa verið að birt- ast í Þjóðviljanum, á Bandarík in og Bretland, er sízt af öll- um til þess kallað, að vera með, brígzlyrði, eins og „möndul- biöð“, í garð annarra blaða, eða nokkrar umvandanir yfirleitt í nafni hinna sameinuðu þjóða. VÍSIR minnist í gær á mögu leika og likur til þess, að íslands geti orðið ferðamanna- land eftir þetta átríð. Segir hann í því sambandi: „Menn liefur greint á um það, hvort æskilegt væri að ísland yrði ferðamannaland eða ekki. Ýmsir hafa talið á því öll tormerki,- aðr- ir hafa litið svo á, að æskilegt væri að margra alda einangrun væri rofin. Nú blasir sú staðreymd við augum, að hvort sem við vilj- um eða viljum ekki, verður land- ið sótt heim af miklum ferðamanna straum að stríði loknu, með því ' að um það mun liggja norðurleið- in milli meginlahdanna tveggja, — Evrópu og Ameríku. Síðustu ár in hefur ástandið verið þannig, að ferðamenn, sem komið hafa hingað til bæjarins', hafa með engu móti getað fengið þak yfir höfuðið um nætursakir, hafi þeir leitað til gistihúsanna einna. ÍÞau hafa ver- ið fulls-etin að staðaldri. Tillaga var borin fram á alþingi um að hið opinbera greiddi fyrir byggingu viðunandi gistihúss, og sennilegt er að Reykjavíkurbær leggi þar einnig sitt lóð á meta- skálarnar. Er þetta óhjákvæmileg nauðsyn, sem ekki er unnt að skjóta á frest. .Hér er alger skort- ur á gistihúsum, — ekki aðeins í höfuðstaðnum, heldur og um land allt. Óvíða eru viðunandi gistihps, jafnvel á fjölförnustu leiðum, enda hefur verið notazt við skólana að sumarlagi til þess eins að ráða fram úr vandanum í bili, en ýms- ir annmarkar eru á slíkum gisti- hússrekstri, sem eðlilegt er, með því að skólarnir eru fyrst og fremst miðaðir við sitt hlutverk og ekki annað. Hins vegar má not ast við skólaina í og með, en ekki einvörðungu." Og enn skrifar Vísir um þetta mál: „Fyrsta verkefnið, sem verður að leysa, er að fullnægja þörf landsmanna sjálfra, en að því loknu getum við snúið okkur aði hinu, að undirbúa jarðveginn fyrir erlenda gesti. Slíkt hefur stórkost leg útgjöld í för með sér, enda hætt við að það verði hverjum einstaklingi ofvaxið. Sameiginlegt átak hin sopinbera og einstakling anina getur leyst þessa þraut, ea með öðru móti er serinilega eng- an veginn unnt að ráða fram úr henni. Jafnframt verður að sjá svo um, að veitingamenn séu starfi sínu vaxnir, en af eðlilegum á- stæðum eru þeir það ekki, eins og sakir standa, að örfiáum undan- skildum. Komið hefur til tals, að< skóli verði settur á stofn fyrir veitingamenn, en auk þess muni Sjómannaskólanum ætlað að leysa sitt hlutverk af hendi, að því er siglingamenn varðar. Þessir meim verða að vera sæmilega að sér í erlendum tungum, auk þess sem þeir eiga að kunna iðn sína tiS hlítar. Meðal fagmanna er mikill áhugi fyrir þessu pg vonandi mæta-. þeir skilningi af hálfu hins opin- bera að því er nauðsynlega lög- gjöf varðar. Eins og sakir standa erum vi@ þess ekki umkomnir, að taka svo á móti innlendum og erlendum gestum á, fjölförnustu ferðamanna leiðum, að viðunandi sé. Á því verður að ráða bót, oickar sjálfra vegna, en síðar getur jafnframt komið til athugunar, að miða fram kvæmdir við erlendan ferðamannai straum. Því aðeins getur íslan<J orðið ferðamannaland, áð það geti orðið við þeim kröfum, sem ferða menn gera og þeir eiga full- kominn rétt á að orðið sé við.“ Það er sannast að segja stór furða, hve lítið er fyrir þessuna málum hugsað, svo knýjandii sem þörfin er orðin og svo aug- Ijósir sem möguleikarnir ertt fyrir því, að heímsóknir er- Iendra ferðamanna geti orðiö hinn arðvænlegastl alvinnuveg ur fyrir landið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.