Alþýðublaðið - 17.03.1945, Blaðsíða 2
2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Laugardagux 17. inarz. 1945
ViSskiptaiamniiígar við Breia:
' ■ I V
Öll framléiðsla
liski,
Flugmálastjóri ríkis-
ins skipaður í gær
Erling Ellingsen verk-
fræðingur*
/i rVINNUMÁLARÁÐHERRA
*% Áki Jakobson, en flugmál
keyra undir hann, hefur skipað
nýjan flugmálastjóra, Erling Ell
ingsen verkfræðing.
Áður hefur gegnt ennbætti
flugmálaráðunauts, Agnar Kb-
foed Hansen lögreglustjóri.
Gera má ráð fyrir að þetta
embætti verði mjög umfangs-
mikið nú í stríðslokin, vegna
vaxandi flugsamgangna um land
ið og stórkostlega aukinnar flug
starfsemi í landinu sjálfu.
síldar-
Yerðið á afurðunum verður það
þær sefdusf fyrir síðastliðið
og
ar
Frjálslyndi söfnuðurinn
Messað á morgun kl. 5 s. d.
(Föstuguðáþjónusta). Séra Jón '
Auðuns.
Jafnframi hefir verið samið um iöndun á ís-
uðum fiskí í Bretiandi
CJ AMKVÆMT TILKYNNINGU, sem Alþýðublaðinu
^ barst í gærkveldi _ frá samninganefnd utanríkisvið-
skipta hafa verið xmdirritaðir samningar við brezka mat-
vælaráðuneytið um sölu á nær allri framleiðslu okkar á
þessu ári á frystum fiskflökum og ennfremur allri fram-
leiðslu okkar af síldarlýsi og því sfldarmjöli og fisldmjöli,
sem flutt kann að verða út. Um leið voru og 'undirritáðir
samningar um löndun á ísvörðum fiski í Bretlandi.
Söluverð aíllra fisktegunda er öbreytt frá því sem það
var síðastliðið ár. Hið sama gildir um sfldarlýsið og síldar-
mjölið, en til viðbótar kemur að fiskimjölið verður sélt við
sama verði og síldarmjölið.
If Ijóðabók effir Slgarl Einars-
son kemur úf á þessu ári
Vlðtal við skáldið, sem alltaf hefur ortP en
ekki sent frá sér bók i IS ár
Yj AÐ MUN VEKJA mikla at
hygli að von er á nýrri
ljóðabók eftir Sigurð Einarsson
á þessu ári. Fyrsta ljóðabók
hans, Hamar og sigð kom út
þjóðhátíðarárið 1930 og vakti
mjög mikla athygli, og þótti
mörgum miður, er það spurðist
á sínum tíma að Sigurður Ein-
arsson hefði ekki í hyggju að
senda frá sér ný ljóð að minsta
kosti ekki fyrst um sinn.
Alþýðublaðið sneri sér til Sig
urðar Einarssonar i gær og
spurði hann um þessa nýju
Ijóðabók hans:
„Ég gaf einu sinni út . Ijóða-
bók, það var fyrir 15 árum“,
segir Sigurður. „Mér hefur ekki
þótt taka því að senda frá mér
aora Ijóðabak, en ég hef næst-
um allt af fengizt við ljóðasmíð,
þrátt fyrir það. Fyrstu árin eft-
ir að Hamar og sigð kom út oriti
ég allmikið, en minna árin sem
ég var á alþingi og ýmsar annir
töfðu mig. — Síðustu árin bef
ég hins vegar orl) allmikið. Hins
vegar hef ég ekkerj látið birta
fyr en á síðasta ári.“ . .
— Hvað Verða mörg kvœði í
bókinni?
„Þau verða um 40 — og út-
gefandi hennar verður Finnur
Einarsson bóksali. — Bókin
átti að vera tilbúin fyrir síð-
ustu áramót, en prentaraverk-
fallið varð iþess valdandi að ekki
gat orðið úr því. En auk þess
ikom á mig dálítið hik, syolítil
óánægja með nokkur kvæðanna
og ég vildi lagfæra þau. Þú
verður að gá að því, að maður
á mínum aldri hefur ekki leyfi
tdl að syndga svo upþ á náðina
Sigurður Einarsson
að gefa út mj'ög lélega ljóða-
bók, eftir að hann er búinn að
sýna að hann hefur þá stillingu
og þann þroska að þegja í 15
ár.“
— Hvert er aðalefni þessara
nýju kvæða þanna?
„Ég á mjög erfitt með að
svara þessári spurningu. Eins
og þá vafalaust veizt gerði ég
það af ráðnum hug að taka ekk
ert kvæði í bókina Hamar og
sigð, sem ekki var blátt áfram
tilraun til þess að túlka verka-
lýðshreyfinguna og anda hann
ar. Þessi næsta bók mín verður
með allt öðrum svip. Ég myndi
sjálfur segja að kvæðin væru
lyriskari og presónulegri. Þetta
er í sjálfu sér mjög eðlilegt. Þrí
tugur maður túlkar ósjálfrátt
hugsjónir sínar, áhugamál og
viðhorf, en lífsreynzlan er eðli
lega af skornum skammti. Hálf
fimmtugum manni hygg ég að
W&l á T. a.
Tilkynning samninganefndar
utanrikisviðskipta er svohljóð-
andi:
„Þann 8. marz, 1945, voru af
brezka matvælaráðuneytinu og
sámninganefnd utanríkisvið-
skipta undirritaðir samiíingar
um sölu á frystum fiskflökum
og löndun á. ísvörðum fiski í
Brétlandi.
Seld hefur verið öll þessa
árs framleiðsla af frystum fisk
flökum að undanskildu litlu
magni, sem heimilt er að ráð-
stafa til annarra landa ef henta
þykir. Ufsa- og keiluflök voru
ekki seld með samningi þessum
og takmarkað magn af nokkr-
um öðrum tegundum af flökum
og hVognum, en það sem um
fram kann að verða er heimilt
að selja á frjálsum markaði.
Söluverð á ellum fisktegund
um er óbreytt frá því sem gilti
í fyrra árs samningi, en bolffsk
skal flaka þannig, að þunnildin
séu ,að mestu skiorin af. Verð á
frystum hrognum er nokkru
lægra en síðastliðið ár.
Greiðsluskilmálar eru þeir,
að fiskurinn greiðist við afskip
un, en sú breyting hefur verið
gerð útflytjendum til hagnaðar,
að ef fiskurinn er ekki afskip-
aður innan þriggja mánaða,
greiðir kaupandi 85% a’f and-
virðinu og afganginn 15 %f við
afskipun, en allur fiskurinn sé
að fullu greiddur 31. jan. 1946.
Kaupandi greiði geymslugjald
kr. 30.00 pr. tonn á mánuði fyr
ir fisk þann, sem verið hefur
íþrjá mánuði í geymslu, þó ekki
fyrr en 1. okt. 1945.
Ráðgert er að nokkuð af þess
um fiskflökum fari til Frakk-
lands og Hollands.
Umboðsmönnum frystihúsa
og skipaei'genda verða send af-
rit af samningum þessum.
Ermfremur hefur1 verið sam-
ið um sölu á allri þessa árs
framleiðslu á síldarlýsi og því
síldarmjöli og fiskimjöli, sem
flutt kann að verða út, við sama
verði og skilmiálum og í fyrra,
að því viðbættu að allt fiski-
mjölið er selt við sama verði og
sildarmjölið.“
Kvenfélags Al-
þýðuflokksins er í
K
VENFÉLAG ALÞÝÐU-
skemmtifund í kvöld í fund
arsal Alþýðubrauðgerðarinn
ar við Vitastíg.
KI. 8,30 hefst venjulegur
félagsfundur og verða ýmis
félagsmál. Á eftir hefst
skemmtifimdurinn sam sam
eiginlegri kaffidrykkju. Með
an setið verður undir borð-
um segir Guðgeir Jónsson frá
ferð sinni á alþjóðaráðstefnu
verkalýðsfélaganna í London.
Ennfremur verður kvik-
myndasýning, söngur með
guitarundirleik o. fl. að lok
um verður stiginn dans.
Aðgöngumiða að skemmt-
uninni má vitja á flokksskrif
stofuna í Alþýðuhúsinu til
hádegis í dag.
Allt Alþýðuflokksfólk er
velkomið á skemmtifundinn
meðan húsrúm leyfir.
'fíý erSend skáldsaga:
Töfrar Afríku
eftir SSuarS öoeSe.
Ý ERLEND SKÁLDSAGA,
„Töfrar Afríku“, kemur í
bókaverzlanir eftir helgina.
Þetta er heimskunn saga og
gerist í Kongólöndum Afriku
nú á tímum og er hún eftir
Stuart Cloete, en ein saga eft-
ir hann hefur -komið út á ís-
lenzku áður, Fyrirheitna lgnd-
ið, og birtist hún i Alþýðublað-
inu. Bókin er þýdd af Jóni Magn
ússyni fréttastjóra útvarpsins.
Sagan gerist eins óg áður seg
ir í Kongólöndum og segir frá
hóp Evrópumanna, sem safnast
hafa saman um rannsóknarstöð
þar, en þar er aðeins ein hvít
kona. Aðrar aðalpersónur sög-
unpar eru óður lisitmálari,
franskur læknir, vísindamaður
og þýzkur nazisti. Sagan 'byrjar
i september 1939, er þýzku her
sveitimar óðu inn í Pólland.
Styr j aldarf regnirnar berast
með bumbuslætti um frumskóga
Afríku, ög í þessu furðulega
umhverfi hefst lokaþáttur
harmleiks, þar sem villimennsk
unni er teflt gegn siðfágun og
hefðbundinni háttvísi gegn á-
stríðumagni hitabeltfelandanna.
Frh. á 7. gí6u.
Islenzkur iijlamaður
vestan hafs, send-
ir málverk sín
hingað heim til
sýningar
Sýning Örlygs Sig-
yr&ssonar opnuð
í dag í Hótel
Hekíu
f DAG verður opnuð í sýning-
arsal Hótel Heklu sérstæð
málverkasýning. Eru þar sýnd
ar um 40 myndir eftir íslenzk-
an listmálara, Örlyg Sigurðs-
son, son Sigurðar skólameistara
á Akureyri og hefur listamað-
urinn málað flestar myndir sín
ar í Bandaríkjunutn, og sent
þær hingað til sýningar. Faðir
listamannsins hefur séð um upp
setningu sýningarinnar og
stjórnar henni.
A sýningunni eru 41 olíumál
verk og teikningar, þar á með-
al nokkrar mannamyndir. — Ör
lygur Sigurðsson fór vestur um
haf fyrir 4 ámm og hefur hann
dvalið við listnám á listaháskól
um í Los Angeles og nú siðast
í New York. Mun marga fýsa
að sjá, hvaða boðskap hann
hefur að flytja þessi ungi ís-
lenzki listamaður, sem hefur
fengið lærdóm sinn og þroSka
í Bandaríkjunum á þessum
styr j aldartimum.
Bffreiðarsfys á Hafnar-
fjarðarvegi í gær-
morgun.
T GÆRMORGUN um kl. 9
varð bifreiðaslys á Hafnar-
fjarðarveginum í Fossvogi.
Vildi þetta til með þeim hætti,
að þrír bílar óku eftir vegin-
um, hver á eftir öðrum, og vora
tveir þeirra fullfermdir pökk-
um.
Þegar fremsti bíllinn var
kominn yfir Kópavogshálsinn
og tekið var að halla niorður af,
skipti bílstjórinn í fjórða gír, en
í því rann bíllinn til á hálku á
veginum, en þá reyndi bílstjór-
inn að aka eftir kantinum, sem
var sandborinn, en bíllinn skrik
aði tii og vall út af vegarbrún-
inni. Næsti bíll á eftir stöðvað-
ist með eðlilegum hætti, en í
sama bili kom þi’iðji Wíllinh og
lenti hann aftan á hinum, svo
stýrishúsið brotnaði inn og stýr
ið lagðist fast niður í sætið og
slasaðist bílstjórinn svo mikið
að flytja varð hann á sjúki'a-
hús.
Kom þá í ljós, að hann var
fóthrotinn, en önnur meiðsli
eru ekki kunn.
Nýif sjúkrahús byggt á
Akureyri í vor
"NJ ÝLEGA samþykkti bæjar-
’ stjórn Akureyrar að láta
hefja byggingu sjúkrahúss á
Akureyri strax í vor. Verður
byrjað á byggingu Iþessari strax
og tíðarfar leýfir.
í spítalanum er gert ráð fyrir
að verði rúm fyrir 88 sjúklinga,
en auk þess verða herbergi fyr
ir nauðsynlegan útbúnað lækna
svo og fyrir hjúkrunarkonur við