Alþýðublaðið - 05.04.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.04.1945, Blaðsíða 3
FbnmtudagTir 5. apríl 1945 ALÞYÐUBLAÐIO 3 Hinn nýi Barbarossa ÁÐUR HEFIÍl ÞESS verið get- ið hér í blaðinu, að Hitler og helztu forkólfar nazista hefðu þegar lag.t drög að á- íramhaldandi vörnum i Suð- ur-Þýzkalandi og Austurríki, eftir, að meginherinn þýzki hefir verið sigraður, eins og allar líkur benda til, að verði. Var þá nokkuð vikið að við- búnaði þeim, sem að undan- förnu hefir farið fram i Baj- j araölpum og i Austurríki, þar sem úrvalssveitir SS- manna hafa unnið að því að koma upp margháttuðum víg 'girðingum og birgðastöðvum : að því er sagt er. JÞESSAR FREGNIR hafa þótt dálítið ótrúlegar eða ,,reyf- aralegar,“ en þeg'ar nánara er að gætt, þurfa þær ekki að vera það. Hitler og menn hans munu ekki ætla að bú- ast tíl varnar í „Arnarhreiðr inu“ í Bercgtesgaden eða á þeim slóðum vegna þess, að þeim detti í hug, að þeir fái Ibreytt fyrirsjáanlegum ó- sigri í sigur, heldur vegna , þeirra pólitizku afleiðinga, sem sú vörn kynni að hafa á Þjóðverja, eftir að þeir hefðu verið sigraðir. SUMip HAFA SAGT, að Hitl- er hafi löngu ætlað sér að „hverfa inn í fjallið,“ eins ■og Friðrik Barbarossa á að hafa gert. Svissneska timarit ið ,,Wochenzeitung“ birti’ -ekki alls fyrir löngu fróðlega og athyglisverða grein um viðbúnað Hitlers og hátt- settra nazista á ýmsum tor- sóttum 'Stöðum, þar sem ekk ert hefir verið til sparað. Frá sögn þessa tímarits er ævin týraleg, en þó ekki ósenni- * leg, enda verða menn að hafa í huga, að Hitler kann að hugsa svo lítið öðru vísi en aðrir menn, ekki sízt nú þeg ar liann sér veldi sitt í þann veginn að hrynja til grunna. BLAÐIÐ SEGIR, að „Berghof“ bústaður Hitiersj, verði að sjálfsögðu í innsta varnar- hring þessa virkjakerfis, svo og bústaður þeirra G'örings í Hintereck við Berchtesgaden og Ribbentrops í Fuschl-höll i Salzkammergut. Á öllu þessu svæði verða ótal ram- gerðar varnarstöðvar, neðan jarðar-viðgerðarstöðvar, skot færasmiðjur og vopnabirgð- ir. HIÐ SVISSNESKA timarit seg ir meðal annars frá þessu á þessa leið: í hellunum við Köningssee, sem eru allt að 3 km. á dýpt, í hellum, sem sprengdir hafa verið í fjöllin hefir sn^ám saman verið komið upp gífurlegum vopna búrum og viðgerðastöðvum, svo og skotfærasmiðjum, flug vélasmiðjum. Þar sem Mess- erschmitt-flugvélar verða smíðaðar. Þá hefir einnig verið komið upp benzín- vinnslustöðvum þarna og ó- grynni kola, sem benzínið verður unnið úr, flutt að. Neðanjarðarflugvellir hafa einnig verið gerðir og kúlu- Sóknin mikla að vesian: Myndin er af Bratislava, eða Pressburg, eins og hún er stund- um kölluð. Borgin er höfuðstaður Slcvakíu og stendur á bökk- um Dónár, örskarnmt, frá landamærum Aústurríkis. Þar var lýst yfir „sjálfstæði“ Slcvakíu, er Þjóðverjar gerðu landið að leppríki sínu, eins og menn muna. ILUNDÚNAFREGNUM í gærkveldi var sagt frá því, að bandamenn hafi haldið áfram sókninni á öllum vestur- vígstöðvunum í gær, en mótspyrna Þjóðverja hafi sums stað ar farið harðnandi, einkum í grennd við Arnhem í Hollandi. Brezkar vélahersveitir brutust í gær austur yfir Weser, norð austur af Osnabriick, en sú borg er nú algerlega á valdi bandamanna. Þá hafa Bretar einnig farið yfir ána Ems og munu vera um 75 km. frá Emden, hafnarborginni miklu, sem stendur við ósa þeirrar ár. Véluhersveitir Pattons bruna enn áfram í Thiiringen, hafa brotiz í gegnum Thúringerwald og komnar út á sléttu, sem heppi'leg þýkir til skriðdrekabardaga. Gotha er nú öll á valdi bandamanna, svo og Kassel og bandamenn áttu skammt eftir úfarið til Múhlhausen. Framsveitir Pattons munu nú verá um 100. km. suðvestur af Leipzig. Her Montoom Braiislava. ominn yfir Weser norð- auslur af Osnabruck Pafton heldur áfram sókninni inn í Thuringen, Gottia lekin. - Frakkar hafa tekið Karlsruhe. lisiar lafi tekil Brafisfm, eru 8 km írá Wien ^ÍéSverJar hraktir tiS fulls úr Ungverjalaiidi. STALIN gaf í gær út dagskipan, þar sem hann tilkynn- ir að her Tdlbukins hafi tekið Bratislava (Pressburg) með áhlaupi. Borgin er höfuðborg Slóvakíu og mjög mikil- væg samgönguborg við Dóná. Mikið herfang var tekið. Þá var tilkynnt, seint í frærkveldi að Rússar væru aðeins 8. km. frá úthverfum Vínarborgar. Rússar hafa nú lokið við að hrekja síðustu hersveitir Þjóðverja úr Ungverjalandi inn í Aust urríki eða Júgóslavíu. Frá norðurhluta austurvígstöðvanna hafa engar markverðar fregnir borizt síðasta sólahringinn. Bratislava, sem oft er nefnd Pressburg, er höfuðborg Slóv- akíu og mest sarngöngu- og iðn aðarborg þar í landi. Fyrir stríð voru þar um 100 þúsund íbúar. Iðnaður var mikill í borginni, vefnaður og efnaverksmiðjur Einnig voru þar miklar skipa- smíðastöðvar, þar sem smíðuð voru skip, sem notuð voru til flútninga á Dóná. Borgin var mikil samgöngumiðstöð, ein bin mikilvægasla fyrir flutninga til og frá Balkan og um hana kvísl uðust margar járnlbrautir. í gær tók her Tolbukins 9000 fanga og mikið herfang, / Bandarftpmenn isafa öruggs féffesfi á Okinawa. ILONDON er tilkynnt, að Bretum hafi tekizt að inni króa mikið japanskt. lið ó Ara- kan-svæðinu í Burma. Var sagt í íréttum í gærkvöldi, að lið þetta ætti sér ekki undankomu auðið. Bretar halda uppi linnu lausum loftárásum á birgðalest ir Japana og skotfærageymsl- ur. leguverksiniðjuim hefir ver ið komið fyrir í fomum grjótnámum. Safnað hefir verið saman ógrynni af korn vöru og kartöflum, bæði til neyzlu og eins til þess að framleiða alkohol, sem er nauðsynlegt til ýmislegs í hergagnaiðnaðinum. Frásögn in um virkið í Berchtesgaden er engin lygasaga. Á ÞESSA leið segir hið sviss- neska tímarit og heldur síð- an áifram og itelur, að í þessu virki muni svo verjast harð- snúnir SS-menn og þangað muni safnast forystumenn þýzkra nazista, svo og quisl- ingar annarra landa, sem þykja dyggir og trúir, svo sem Mussolini, Degrelle hinn belgiski og Mussert hinn hol- lenzki. TÍMARITIÐ telur enn fremur, fremur, að það vaki fyrir Hitl er, að með vörn þeirra félaga í fjöllum Bayerns muni skap ast einhver „helgisögn“ um þá, sem síðast allra vörðust í klettavíginu og þar með skapist á ný viljinn til nýrr- ar styrjaldar. Syðst á vesturvígstöðvunum hafa hersveitir úr 1. franska hernmn brotizt inn í Karlsruhe, fyrir austan Rín, og seint í gær kveldi var tilkynnt fall borgarinnar. Það voru brynsveitir Mont- ^ gamerys, sem brutust yfir Ems þrátt fyrir snarpa mótspyrnu Þjóðverja. Er nú barizt við borg- ina Lingen. Talið er, að Mont- gomery muni stefna liði sínu í áttina til Hannover. Þarna tefla Þjóðverjar fram liðsforingja- efnum, sem berjast rnjög kná- lega. Það þykir og mikill sigur, að hersveitum Montgomerys tókst að brjótast yfir Weser. Fyrr um daginn höfðu Bandaríkjamenn úr 9. hernum komizt að fljót- inu, en Þjóðverj-ar hörfuðu undan og sprengdu í loft upp brýr að baki sér. Siðan tókst vélahersveitum úr 2. brezka hernum að komast yfir það, en af öryggisástæðum er ýmsu haldið leyndu um ferðir hans. Fyrsti og níundi her Banda- ríkjamanna kreppa æ meir að hinum innikróuðu herjum Þjóð verja ,í Ruhr-héraði, sem mun nema allt að 150 þúsund manns. Herir þessir eru taldir hafa gnægð skotfæra og er búizt við- heiftarlegri vörn þeirra áður en yfir lýkur. Ekki er talið líklegt, að þeim takist að rjúfa her- kvína. Vélahersveitir Pattons sækja enn sem fyrr á af miklum hraða en fótgöngulið fer á eftir skrið- drekunum og vinnur að því að uppræta dreifða herflokka og „hreinsa til“ í borgum þeim, er teknar liafa verið. Framsveitir Pattons eru i námunda við Múhlhausen, sem er austur af Kassel og komnar að Suhl, sem er suður af Gotha. Bandamenn hafa látið út- varpa áskorun til verkamanna í þýzkum verksmiðjum um að eyðileggja ekki vélar og áhöld í verksmiðjunum, þar eð þeírra verði þörf, þegar til viðreisnar- starfsins kemúr að stríðinu loknu. Enn ein árásin á KfeL IGÆR réðust brezkar sprengjuflugvélar á Nord- hausen, austur af Kassel, ann- an daginn i röð. Um 1000 am- erísk flugvirki og Liberator- flugvélar varðar 850 orrustu-- flugyélum réðust enn á kaf- bátabyrgi og skipasmíðastöðvar í Kiel, á Ilamborg og fleiri borg ir í Norður-Þýzkalandi. 15 , þýzkar flugvélar vora skolnar niður í loftbardögum, en 8 voru eyðilagðar á jörðu niðri. ’ RáSsiefnahreikusam- veldisiandanna byrjuS í London. RÁÐSTEFNA samve*ldis landanna briezikiú hófst í London i gær. Er náðstefna þessi eins konar lundinbúinings- óig viðiræðulfiunidur þessara landa, áður en ráðstefnan hefst í S.an Framcisoo. Þó verða þar og nædd ýmis mól, sem efst vonu á bauigi ó’ róðstefnunni í Dumlbartoin Oalks. Fuilltrúar Ásitraiíu, þeir Forde, vanafor.saetisnáðherra oig utan rikisnáðherna hans, igengu í gær á Æund Georgs Breitaikommigis í Buek inigh aímh.öll. • JL' RÚ Churchill er komin til Moskva í boði rússnesku stjórnarinnar. Mun hún hafa þar nokkra viðdvöl og kynna sér skóla- og uppeldismál, skoða sjúkrahús o. fl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.